Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 32
SUÐURNES 32 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR hópar nemenda hafa skoð- að sýningu Gullpensilsins í Lista- safni Reykjanesbæjar. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi segir að sýningin sé kjörið tækifæri fyrir myndmenntakennara að kynna fyrir nemendum sínum það helsta sem er að gerast í málaralist á Ís- landi. Hópurinn sem sýnir undir hatti Gullpensilsins er skipaður fjórtán myndlistarmönnum og er þetta sjötta sýning þeirra. Myndin var tekin þegar nem- endur úr Fjölbrautaskóla Suð- urnesja skoðuðu sýninguna. Pilt- urinn reyndi greinilega mikið að átta sig á mynd Ingu Þóreyjar Jó- hannsdóttur. Sýning Gullpensilsins í Duus- húsum í Keflavík er opin alla daga frá klukkan 13 til 17 og stendur til 8. desember. Einnig er hægt að panta heimsókn hjá menningarfulltrúa eða safnstjóra Byggðasafns Suðurnesja. Nemendur skoða málverkin Keflavík Harma ástand í heilsugæslu Garður HREPPSNEFND Gerðahrepps tel- ur að óviðunandi ástand hafi skapast á Suðurnesjum vegna uppsagna heilsugæslulækna og harmar það. Í ályktun sem hreppsnefndin hef- ur samþykkt samhljóða er skorað á deiluaðila að finna lausn, þannig að hægt verði að tryggja nauðsynlega þjónustu við íbúa Suðurnesja. SÝNING á munum úr Poppminjasafni Íslands hefur verið opnuð í hlið- arsal Bókasafns Reykja- nesbæjar í Kjarna. Safnið tekur við munum, mynd- um og skjölum sem tengj- ast dægurtónlist, af öllu landinu. Poppminjasafn Íslands var stofnað fyrir fjórum árum. Opnuð var sýning á veitingastaðnum Glóðinni á þeim munum sem söfn- uðust og var hún með yf- irskriftinni Bítlabærinn Keflavík. Sýningin var síðan afhent Byggðasafni Suðurnesja til varðveislu. Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafnsins, segir að bæj- aryfirvöld hafi áhuga á framgangi safnsins og það sé á stefnuskrá núver- andi meirihluta að tengja starfsemi Poppminjasafnsins sameiginlegri listamiðstöð og tónlistarskóla. Í ný- samþykkti stefnu um þetta er gert ráð fyrir undirbúningi og hönnun miðstöðvarinnar á kjörtímabilinu. „Mikilvægt er að við vinnu sem fram fer við undirbúning slíkrar byggingar lægi fyrir hverjar væru þarfir Popp- minjasafnsins. Einnig að ná betri tengslum við þá sem hafa áhuga á uppbyggingu þessa safns,“ segir Sig- rún Ásta um tilgang sýningarinnar sem standa mun uppi til loka ársins. Ákveðið hefur verið að opna heima- síðu fyrir Poppminjasafnið og ýmsar aðrar hugmyndir hafa komið upp í tengslum við uppsetningu sýningar- innar. Sigrún nefndir að skemmtilegt geti verið að hafa einhvers konar hljómþing þar sem saga tiltekinna hljómsveita verði rifjuð upp í sam- vinnu við tónlistarmennina sjálfa. Það gæti orðið liður í því að búa til lifandi safn sem þó liti til arfleifðarinnar eins og sögusöfnum er ætlað að gera. Fyrir landið allt Sigrún leggur áherslu á að þótt Poppminjasafn Íslands sé í Reykja- nesbæ og óneitanlega tengt Bítla- bænum Keflavík, vöggu popptónlist- arinnar í landinu, sé það fyrir allt landið. Því vilji það safna munum, myndum og skjölum sem tengjast viðfangsefni þess af öllu landinu. Hún segir að ekki sé ætlunin að safna sjálfri tónlistinni, það hafi komið í hlut annarra, en hugsanlega yrði hægt að koma á samvinnu sem leiddi til þess að hægt yrði að njóta tóndæma í var- anlegri aðstöðu safnsins. Þá gæti það komið í hlut Poppminjasafnsins að varðveita skrár yfir verk hljómsveita eða höfunda dægurlaga. Fjöldi ann- arra stórra verkefna kemur að henn- ar mati til álita. „Mér finnst fólk sýna þessari hug- mynd áhuga. Ég er viss um að ef okk- ur tekst að búa til gott safn á þessu sviði muni það vekja mikla athygli,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir. Sigrún Ásta Jónsdóttir við Bítlabæjarskiltið. Keflavík Sýna muni úr Poppminjasafni Íslands Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tekur við munum af öllu landinu ALLIR fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa ritað undir áskorun um að stjórnvöld leiti allra leiða til að ljúka tvöföldun Reykja- nesbrautar sem allra fyrst og kanni þegar þann möguleika að semja við verktaka um að ljúka framkvæmd- inni á sömu einingarverðum og feng- ust við opnun tilboða í fyrsta áfanga. Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi lagði fram bókunina á bæjarstjórn- arfundi í vikunni. Þar kemur einnig fram að bæjarfulltrúar leggja áherslu á að öryggisþættir verði ráð- andi við val á slitlagi brautarinnar til framtíðar. Fyrr í vikunni voru opnuð tilboð í breikkun 8,6 kílómetra kafla Reykja- nesbrautar, sem er fyrsti áfangi tvö- földunar úr Hvassahrauni til Njarð- víkur. Lægstu tilboð voru um 62% af kostnaðaráætlun, 616 milljónir mið- að við malbikað slitlag og 673 millj- ónir steypt. Í greinargerð með bók- un Steinþórs kemur fram að í ljósi þessarar niðurstöðu verði að telja allar ytri aðstæður fyrir hagstæðum niðurstöðum óvenju góðar um þess- ar mundir. Gera megi ráð fyrir því að heildarkostnaður við allt verkið, það er að segja 24 kílómetra vegalend með fimm mislægum gatnamótum, verði ekki yfir 2,2 til 2,5 milljörðum kr. og sé hönnunarkostnaður Vega- gerðarinnar þar meðtalinn. Sparn- aður þjóðfélagsins við heildarfram- kvæmdina geti numið allt að einum milljarði. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur því mikilvægt í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu að flýta fram- kvæmdum sem kostur er,“ segir í bókuninni. Vilja flýta tvöföldun brautar- innar Reykjanesbraut Reisa ekki styttu af Hljómum Reykjanesbær MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vísaði frá tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins um að efna til samkeppni um gerð styttu af Hljómum í tilefni af 40 ára starfs- afmæli hljómsveitarinnar á næsta ári. Stytta af Hljómum var á stefnu- skrá Framsóknarflokksins við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar. Kjart- an Már Kjartansson, bæjarfulltrúi flokksins, rökstuddi tillögu sína með- al annars með því að meðlimir hljóm- sveitarinnar hafi löngum haldið nafni sveitarfélagsins á lofti og verið góð auglýsing fyrir það kraftmikla tón- listar- og menningarstarf sem þrifist hafi um áratugaskeið í Bítlabænum eins og sveitarfélagið, fyrst Keflavík og síðar Reykjanesbær, hafi löngum verið kallað. Við umræður í bæjarstjórn lagði Árni Sigfússon bæjarstjóri til að til- lögu Framsóknarflokksins yrði hafn- að, þar sem í nýsamþykktri stefnu Reykjanesbæjar fyrir árin 2002 til 2006 væri gert ráð fyrir að undirbún- ingur að verkefni tengdu tónlistar- miðstöð og poppminjasafni yrði kominn á skrið eftir 2 til 3 ár. Til- lagan gæti hentað í tengslum við uppbyggingu slíkrar miðstöðvar, en ótímabært væri að taka afstöðu til hennar nú og standa að samkeppni á næsta ári eins og tillagan gerði ráð fyrir. Meirihluti sjálfstæðismanna felldi tillögu Framsóknarflokksins en fulltrúar minnihlutans greiddu henni atkvæði. Hyggjast stofna Mann- gildissjóð Reykjanesbær STOFNAÐUR verður Manngildis- sjóður Reykjanesbæjar í byrjun næsta árs, samkvæmt nýsamþykktri stefnu meirihlutans í bæjarstjórn. Leitað verður samstarfs við fyrir- tæki. Nefndir á vegum bæjarins úthluta styrkjum af ýmsu tagi, svo sem til menningar og lista, íþrótta og tóm- stundastarfs. Gert mun ráð fyrir því að fjárframlög til þessara verkefna fari nú í gegnum Manngildissjóð og hlutverk hans gert víðtækara. Auk of- antalinna verkefna er honum ætlað að veita stuðning við verkefni á sviði fræðslu, félagsþjónustu og fjölskyldu- og forvarnarmála. Þannig mun sjóðn- um ætlað að sinna verkefnum sem Þróunarsjóði grunnskóla var ætlað, samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu kosningar. Í samþykktum sjóðsins verður gert ráð fyrir deildaskiptingu. „Með sjóðn- um er sameinað átak til stuðnings verkefnum í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ,“ eins og tekið er til orða í stefnuyfirlýs- ingunni. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hluthafafundur Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. verður haldinn mánudaginn 9. desember 2002 á Hótel KEA og hefst kl. 16.00 Dagskrá fundarins verður: 1. Tillaga um að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 110.675.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta sem notaðir verða í skiptum fyrir allt útgefið hlutafé Hlutabréfasjóðs Íslands hf., í tengslum við samruna Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. og Hlutabréfasjóðs Íslands hf., í samræmi við samrunaáætlun, dags. 3. október 2002. Lagt mun verða til að forgangsréttur eldri hluthafa til nýrra hluta við hlutafjáraukningu þessa falli niður skv. heimild í 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. 2. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 266.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Stjórn félagsins leggur það til að forgangsréttur hluthafa til nýrra hluta við hlutafjáraukningu þessa falli niður skv. heimild í 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Heimild stjórnar félagsins til hlutafjárhækkunar þessarar fellur niður í apríllok 2004 3. Tillaga stjórnar um aðrar nauðsynlegar breytingar á samþykktum Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. sem leiða af framangreindum tillögum. 4. Tillögur um nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins vegna fyrirhugaðrar rafrænnar skráningar hlutabréfa félagsins hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvæði laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa. 5. Önnur mál löglega upp borin. Gögn vegna hluthafafundarins þ.m.t. vegna fyrirhugaðs samruna liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu þess. Akureyri þann 9. nóvember 2002. Stjórn Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.