Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 33
Ljósmynd/Sigurður Jónsson VEGSTIKURNAR með Suðurlands- vegi yfir Hellisheiði voru þvegnar síð- astliðinn fimmtudag þegar einn af starfsmönnum Vegagerðarinnar fór um þær með þar til gerðri þvottavél og eftir sátu stikurnar skínandi hrein- ar og endurskinsmerkin á þeim gáfu frá sér góðan glampa. Mikil umferð er á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og þegar votviðrasamt er gengur mikill úði yfir stikurnar og vegtjara sest á þær. Endurskins- merkin missa við það glampa sinn en sá glampi er nauðsynlegur til að lýsa fólki leið í myrkri og þegar dimm- viðrasamt er. Vegstikurn- ar þvegnar Hellisheiði LIONSKLÚBBUR Hveragerðis hef- ur fært Slökkviliði Hveragerðis sjö eldvarnabúninga. Ævar Axelsson, formaður Lionsklúbbsins, afhenti Snorra Baldurssyni búningana formlega. Við það tækifæri sagði hann að Lionsklúbburinn hefði það markmið að láta gott af sér leiða og í ár var ákveðið að styrkja slökkvi- liðið. Haldið var skemmtikvöld, þar sem fyrirtæki bæjarins tróðu upp og því væri þetta ekki eingöngu gjöf frá Lionsklúbbnum, heldur bæj- arbúum öllum. Ævar sagði ennfremur að hann vonaðist að sjálfsögðu til þess að slökkviliðið þyrfti aldrei að nota búningana, en ef til þess kæmi von- aði hann að þeir nýttust vel. Félagar í Lionskúbbnum eru um tuttugu talsins, þar af eru þrjár konur. Snorri Baldursson slökkviliðs- stjóri þakkaði þessa rausnarlegu gjöf og sagði fólki frá því að í raun væru slökkviliðin um land allt orðin allsherjarbjörgunarlið, en ekki ein- göngu slökkvilið og þessir nýju gall- ar væru þeim lífsnauðsynlegir. Slökkviliðsstörf væru talin hættu- legustu störf á friðartímum. Bún- ingarnir sjö koma að góðum notum og eru framleiddir af Albatros og er tekið mið af kröfum slökkviliðs- manna við hönnun og gerð þeirra. Gallarnir eru gerðir úr þremur lögum, yst er treg- eða óbrenn- anlegt efni, því næst rakavarnarlag og innst er vörn gegn hita, efni sem er óbrennanlegt. Hver galli kostar á bilinu 70–80 þúsund krónur og er þetta því gjöf upp á rúm 600 þús- und. Snorri sagði einnig frá því að gallarnir sem hafa verið notaðir síð- ustu ár komu til liðsins árið 1989. Í þeim er ekkert rakavarnarlag og hafa þeir gengið undir nafninu Vespré, því þeir eru svo rakadræg- ir. Þeir eru líka þannig að þeir minnka í hvert sinn sem þeir blotna eða eru þvegnir. Þröstur Helgason, sem er hávaxn- astur slökkviliðsmannanna, greip fram í fyrir stjóranum, og sagði að það væri þannig að hann fengi alltaf fyrst gallana. Síðan gengju þeir manna á milli þangað til þeir pöss- uðu á þann minnsta í hópnum. Þurfa vonandi aldrei að nota gjöfina frá Lions Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Slökkviliðsmennirnir í nýju búningunum ásamt slökkviliðsstjóranum. Frá vinstri, Kári, Hannes, Þröstur, Snorri, Guðni, Björgvin, Agnar og Bergþór. Hveragerði ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 33 „Við erum að þessu til þess að við- halda upprunalegu húsunum en byggðin hér á Selfossi óx út frá þess- um húsum, Selfossbæjunum, sem eru elstu íbúðarhúsin á Selfossi,“ sagði Erna Gunnarsdóttir sem ásamt eig- inmanni sínum, Jóni Árna Vignissyni, vinnur að endurbyggingu Selfossbæj- anna, Austur- og Vesturbæjar, í upp- runalegri mynd þeirra. Erna er fædd í Vesturbænum og uppalin á „Hóln- um“, eins og þau nefna bæjarstæði Selfossbæjanna. Ætt Gunnars föður hennar hefur setið jörðina samfellt frá 1821 en hann er í 8. ættlið afkom- andi Jóns Erlendssonar bónda á Sel- fossi 1703. Gunnar bjó í Vest- urbænum til 1966 er hann flutti í nýbyggt hús, Selfoss I, aðeins vestar á Hólnum. Vesturbærinn og suður- hluti jarðarinnar er í eigu Gunnars en Austurbærinn og norðurhluti jarð- arinnar í eigu Ernu. Selfossjörðin er landnámsjörð. Hana nam Þórir hers- ir Ásason en Þórishólar sem eru aust- an við Sjúkrahús Suðurlands eru nefndir eftir honum. Fyrsti áfangi uppbyggingar Sel- fossbæjanna er endurbygging Vest- urbæjarins, eins og húsið er nefnt, þannig að húsið verði vel íbúðarhæft. Síðan segjast þau hjón vera með í undirbúningi endurnýjun Austurbæj- arins. Húsin munu fá hlutverk en Sig- ríður, systir Ernu, mun búa í Vest- urbænum ásamt syni sínum og flytja þangað inn næsta vor. Einnig eru á Hólnum gripahús, fjós, hlaða og geymsla. Fjósið er steinsteypt frá 1929. Mjög sterkar taugar til þessara húsa „Ég á mjög sterkar taugar til þess- ara húsa og staðarins hérna, eins og við systkinin öll,“ sagði Erna. „Skemmtilegast finnst mér að Sigríð- ur systir mun búa í Vesturbænum ásamt Símoni syni sínum en Símon Jónsson byggði húsin 1897 og kona hans hét Sigríður Sæmundsdóttir en Símon hafði tekið við búi af Gunnari Einarssyni sama ár og bjó á Selfossi 1925. Þannig að Símon og Sigríður eru aftur komin í Vesturbæinn,“ sagði Erna. Kúabúskapur var á Selfossbæj- unum til 1966 en fjárbúskapur fram til 1996. Húsin voru byggð árið eftir jarðskjálftann mikla 1896 en vorið eftir sendi Danakóngur timbur að Eyrarbakka og voru mörg timburhús reist það ár í stað húsa sem hrundu í skjálftunum. „Það eru margir sem tala um hvað þetta sé jákvætt að eiga þessi hús og gera þau upp og það er mjög ánægju- legt að fá slík viðbrögð enda væri mjög tómlegt hér ef þessi hús yrðu rifin. Þetta er góður áfangi því húsin eru á vissan hátt hluti af okkur systk- inunum og það fundum við mjög vel þegar við fórum inn í Vesturbæinn til þess að rífa niður veggi og undirbúa endurbygginguna. Það má á vissan hátt segja að sál fjölskyldunnar sé í þessum húsum. Við í fjölskyldunni vorum búin að tala um þetta í mörg ár og það er góð tilfinning að þetta sé komið af stað,“ sagði Erna Gunn- arsdóttir á Fossi en JÁ-verktakar undir forystu Jóns Árna, manns hennar, munu endurbyggja húsin. Unnið er að endurbyggingu gömlu húsanna á Selfossbænum sem voru byggð eftir skjálftana 1896 Morgunblaðið/Sig. Jóns. Erna Gunnarsdóttir og Jón Árni Vignisson standa við Selfossbæinn ásamt dóttur sinni Steinunni Fjólu og Símoni Leví Héðinssyni. Símon ætlar einmitt að flytja í Vesturbæinn næsta vor ásamt Sigríði móður sinni. „Sál fjölskyldu okkar er í þess- um húsum“ Selfoss Handverk í Árborg – Sunnudag- inn 10. nóvember verður hand- verksmarkaður á Stað. Hefst hann kl. 14 og stendur til kl. 18. Þar mun að venju verða margt fallegra og eigulegra muna. Kvenfélagskonur láta ekki sitt eftir liggja í handverkinu og búa sig nú sem best þær geta undir sinn árlega basar sem að þessu sinni verður haldinn 30. nóv- ember nk. Á MORGUN Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmenn Vélgröfunnar, Sigfús Benediktsson, Þorsteinn Bjarnason, Hreiðar Bjarnason, Ágúst Halldórsson og Jón Guðmundsson. UMFERÐ var hleypt á nýtt hring- torg á Selfossi í gærkvöldi, á gatna- mótum Eyravegar, Fossheiðar og Fossvegar. Hringtorgið bætir um- ferðarstýringuna á þessum gatna- mótum til mikilla muna og liðkar vel fyrir þeirri miklu umferð sem þarna er. Það er Vélgrafan á Selfossi sem er aðalverktaki við þessa framkvæmd, sem kostar 28,5 milljónir. Kostn- aðurinn skiptist jafnt milli Sveitarfé- lagsins Árborgar og Vegagerðar ríkisins. Byrjað var á verkinu í lok ágúst og hafa 6–8 menn frá Vélgröf- unni unnið að verkinu ásamt því að undirverktakar koma að einstökum verkþáttum. Nýtt hringtorg opnað umferð Selfoss LOKIÐ er næstsíðasta fyrirlestrar- kvöldi í Húsinu á þessu hausti. Fimmtudagskvöld næstliðið hélt Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, fyrirlestur um Jón Sigurðsson forseta. Talaði hann út frá viðhorfi Jóns til skólamála á Ís- landi. Gerðu við- staddir góðan róm að máli Guð- jóns og spunnust umræður í lokin, svo sem vani er. Næsti og jafn- framt síðasti fyr- irlestur á þessu hausti í Húsinu fjallar um skólaþróun. Fyrirlesari verður Örn D. Jónsson. Fyrirlestrarnir eru á fimmtudögum og hefjast kl. 8.30. Skólamál rædd í Húsinu Guðjón Friðriksson Eyrarbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.