Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR UPP VIÐ VEGG Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma ályktun um vopnaeftirlit í Írak. Írökum er gefinn sjö daga frestur til að fallast á kröfur öryggisráðsins. ESB vill meira í þróunarsjóð Evrópusambandið vill að framlög ríkja EFTA í þróunarsjóð fyrir fá- tækari ríki ESB verði gerð varanleg og þau leggi auk þess til margfalt meira fé en nú, sem gæti þýtt að Ís- land þyrfti að greiða hálfan til tvo milljarða króna. Tildrög kröfunnar eru stækkun ESB og þar með EES. Áhersla á alræði Jiang Zemin, forseti Kína, lagði áherslu á að kommúnistaflokkurinn ætti að halda alræðisvaldi sínu þegar hann setti 16. þing flokksins í gær. Á þinginu hefst fyrsta uppstokkun for- ystunnar síðan 1989 og er gert ráð fyrir að Jiang víki eftir þingið úr for- ystu flokksins fyrir Hu Jintao og láti síðan eftir forsetastólinn í vor. Atkvæðin ógild Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að ógilda 60 utankjörstaða- atkvæði, sem safnað var saman í fyr- irtæki á Akranesi. Vilhjálmur Eg- ilsson, sem gerði athugasemd við hvernig staðið var að atkvæða- greiðslunni, kvaðst í grundvall- aratriðum sáttur, en þó væru ekki öll kurl komin til grafar. Gagnrýnandinn gagnrýndur Deila er sprottin upp vegna um- mæla rithöfundarins Mikaels Torfa- sonar um Úlfhildi Dagsdóttur gagn- rýnanda og umsagnar hennar um bók hans. Þau hafa deilt á net- miðlum og fleiri blandast í um- ræðuna. Nú er spurt hvort rithöf- undar geti notað hnjóðsyrði um gagnrýnendur til að gera þá van- hæfa til að fjalla um bækur þeirra. Liverpool áfram taplaust? Liverpool er eina liðið í ensku úr- valsdeildinni, sem enn er án taps, en nú reynir á hvort liðið heldur sínu striki og fyrsta sætinu eftir leik dagsins við Middlesbrough. Snilling- arnir í Arsenal virðast hins vegar skyndilega mannlegir, eru dottnir í annað sætið og munu eiga fullt í fangi með frakka liðsmenn New- castle, sem koma fullir sjálfstrausts í heimsókn á Highbury í dag. 2002  LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER BLAÐ B KVENNARÁÐ körfuknattleiksliðs Njarðvíkur sagði í gær upp samn- ingi við bandaríska leikmanninn Sacha Montgomery. Forráðamenn liðsins telja að Montgomery hafi ekki staðið undir væntingum sem til hennar voru gerðar, hvorki inn- an vallar né utan. Ekki hefur verið ákveðið end- anlega hvort annar erlendur leik- maður muni spila með Njarðvík- ingum. Montgomery lék 5 leiki með Njarðvík og skoraði 23 stig að með- altali í leik. Þess má geta að karlalið félags- ins á von á bandarískum leikmanni, G.J. Hunter, á næstu dögum sem á að fylla skarð Pete Philo sem er meiddur á hné og þarf að gangast undir aðgerð. Montgomery sagt upp hjá Njarðvík ÞAÐ hefur lengi verið ljóst að fjárhagur ítalska félagsins Lazio er ekki uppá marga fiska, en nú virðist staða þess vera vonlítil eftir að matvælaframleiðandinn Cirio fór fram á greiðslustöðvun í gær, en fyrirtækið á meirihluta verðlít- illa hlutabréfa í Lazio. Að auki hafa Manchester United og Valencia sett sig í stellingar þess efnis að sækja rétt sinn gagnvart Lazio sem hefur enn ekki gert upp við enska og spænska félagið vegna leikmannakaupa. Enska félagið á enn eftir að fá um 1,6 milljarða ísl. kr. frá Lazio vegna söl- unnar á hollenska varnarmanninum Jaap Stam og Spán- verjarnir eru í sömu sporum vegna sölunnar á Gaizka Mendieta sem var seldur á rúman milljarð ísl. kr. Íþróttablaðið Gazzetta dello Sport segir að fari allt á versta veg verði Lazio að selja alla sína bestu leikmenn nú þegar en sl. sumar seldi félagið marga leikmenn til þess að rétta af slæman fjárhag. Þrátt fyrir afleitt gengi á fjár- málasviðinu eru leikmenn félagsins í ágætu standi og er það í 4. sæti ítölsku deildarinnar. Ítalska liðið Lazio er á barmi gjaldþrots B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HELDUR SIGURGANGA LIVERPOOL ÁFRAM? / B4 Sigrún Gilsdóttir úr FH svífur inn í vítateig Vals og skorar í leik liðanna í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Valur sigraði, 26:25, í hörkuleik. Sjá nánar B3. Morgunblaðið/Golli FRAMKVÆMDANEFND UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, ákvað á fundi sínum í gær að skipta 1,8 milljónum dala á milli 52 aðildarlanda sinna og á að nota féð til að koma í veg fyrir kyn- þáttafordóma innan vallar sem utan. Hvert aðildarland, þar með Knattspyrnu- samband Íslands, fær sem nemur um þremur milljónum króna til verksins og á að nota féð á næstu tólf mánuðum. Féð kemur úr sjóði UEFA sem safnast í vegna agabrota sem aganefnd UEFA sektar einstök fé- lög eða sambönd fyrir. Fyrirhugað er að veitt verði úr þessum sjóði árlega til að berjast við kynþáttafordóma sem mjög hafa aukist síðustu misserin á knattspyrnuvöllum Evrópu. Hvert samband mun senda tillögur til UEFA um hvern- ig það ætlar að verja fénu og verður UEFA að samþykkja það til að fjárveiting fáist. „Þetta er mjög kærkomið því við höfðum uppi áætlanir um að fara í átak á þessum nótum næsta sumar. Við munum verja þessu fé í að minna fé- lög og áhorfendur á að kynþáttafordómar eigi ekki heima í knattspyrnunni frekar en annars staðar. Sem betur fer er þetta ekki vandamál hér á landi, en það hafa samt komið upp atvik af þessu tagi og það er nauðsynlegt að við höldum vöku okkar. Við höfum ekki mótað það ennþá nákvæmlega hvernig að þessu verði staðið en það verður um að ræða auglýsinga- eða áminn- ingaherferð í einhverri mynd þegar næsta Ís- landsmót hefst,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið í gær. UEFA berst gegn kynþáttahatri HRAFNKELL Helgason, knattspyrnu- maður úr Fylki, hefur verið útnefndur varn- armaður ársins í bandarísku háskóladeild- inni America East, og er jafnframt valinn í úrvalslið deildarinnar. Hrafnkell hefur verið lykilmaður í liði Vermont háskóla, sem er kominn í fjögurra liða úrslit deildarinnar og mætir þar Hartford háskólanum á morgun. Sigurliðið í deildinni kemst í úrslit um sjálf- an meistaratitil bandarísku háskólanna. Meðal samherja Hrafnkels í liði Vermont á þessu tímabili er Skagamaðurinn Jóhann- es Gíslason. Hrafnkell er 24 ára og var fastamaður í liði Fylkismanna í sumar, þar til hann þurfti að fara vestur um haf til náms í Vermont um miðjan ágúst. Hann hefur skorað 3 mörk í 16 leikjum á tímabilinu með Vermont í haust og á drjúgan þátt í því að lið hans hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni. Þetta er önnur viðurkenningin sem Hrafnkell hlýtur í þessari deild en hann var valinn í úrvalslið nýliða í deildinni haustið 2000. Hrafnkell varnarmaður ársins L a u g a r d a g u r 9. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 2 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 47/58 Viðskipti 18/22 Kirkjustarf 60/61 Erlent 24/28 Minningar 62/67 Höfuðborgin 30 Skák 68 Akureyri 31 Staksteinar 70 Suðurnes 32 Myndasögur 72 Árborg 33 Bréf 72 Landið 34 Dagbók 74/75 Neytendur 35 Leikhús 76 Listir 35/39 Fólk 76/81 Heilsa 40/41 Bíó 80/83 Forystugreinar 42 Ljósvakamiðlar 84 Viðhorf 46 Veður 85 * * * ÞJÓÐVERJI á sextugsaldri og Íslendingur um þrítugt voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 29. nóvember vegna rannsóknar á smygli á um 900 grömmum af amfetamíni og um einu kílói af hassi til landsins. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík fann tollgæslan á Keflavík- urflugvelli fíkniefnin á Þjóðverjanum þegar hann kom til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi á fimmtudag. Rannsókn fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík leiddi síðan til þess að tveir Ís- lendingar voru handteknir um kvöldið. Öðrum þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur en farið var fram á gæsluvarðhald yfir hinum og féllst Hér- aðsdómur Reykjavíkur á það. Fyrir um þremur vikum var 58 ára gamall Þjóðverji handtekinn á Keflavíkurflugvelli með um 1½ kíló af kókaíni innanklæða. Hörður vill ekki svara því hvort þessi mál séu tengd, málið sé einfaldlega í rannsókn. Hann vill ekki heldur svara því hvort Þjóðverjinn sem handtekinn var á fimmtudag hafi vísað á Ís- lendinginn sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þjóðverjinn er að öllum líkindum burðardýr fíkniefnanna og þar með eru erlend burðardýr fíkniefna sem handtekin eru á Keflavíkurflugvelli á innan við tveimur árum orðin 24. Skv. upplýs- ingum frá lögreglunni er a.m.k. vel á annað ár síð- an Íslendingur var síðast handtekinn í tengslum við rannsókn slíkra mála. Sýndi blaðamannapassann Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli var Þjóðverjinn sallarólegur við komuna til Íslands og sýndi ekki nokkur merki geðshræringar. Hann gaf sig m.a. á tal við tollverði og lögreglumenn meðan hann beið eftir því að farangur hans væri fluttur inn í komu- salinn. Þar kynnti hann sig sem blaðamann í lausamennsku og sýndi þeim blaðamannapassa sinn og spurði hvort þeir hefðu átt þátt í því að tollgæslan lagði hald á verulegt magn kókaíns fyrir þremur vikum. Maðurinn sagði þetta vera afar vel af sér vikið hjá tollgæslunni. Þá fitjaði hann upp á samræðum um álfa og huldufólk en hann sagðist hafa mikinn áhuga á slíku og hér á landi væri góður efniviður í greinar um slík mál- efni. Kvaðst hann hafa komið hér áður til að afla sér efnis í slíkar greinar. Jóhann segir að við toll- eftirlit hafi maðurinn verið tekinn afsíðis þar sem leitað var á honum og í farangri hans. Fíkniefnin, eitt kíló af hassi og 900 gr. af amfetamíni, fundust síðan á manninum innanklæða en hann hafði falið þau við beltisstað. Í farangri mannsins voru ýmis tæki og tól sem blaðamenn notast við, m.a. vesti þar sem á stóð blaðamaður (presse) fartölva og myndavélar að ógleymdum blaðamannapassan- um. Ekki hefur þó verið staðfest hvort maðurinn er í raun og veru blaðamaður. Jóhann segir afar ánægjulegt og mikilvægt að lögreglunni í Reykjavík hafi tekist að handtaka Íslendinga í tengslum við þetta smygl. Gott sam- starf lögreglu og tollgæslu sé vonandi að bera ávöxt. Smyglarinn sagðist vera blaðamaður ÚTGERÐUM ber að greiða 1% af kaup- tryggingu sjómanna innan aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands í séreignar- sjóð, í samræmi við samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins frá 13. desember sl. Félagsdómur kvað upp dóm þessa efnis í gær. Samkomulag ASÍ og SA, sem undirritað var 13. desember í fyrra, kvað m.a. á um 1% greiðslu í séreignarsjóð launamanna frá og með 1. júlí á þessu ári, án mótfram- lags launamanns. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sjómannasambands Ís- lands, neituðu Samtök atvinnulífsins því á sínum tíma að sjómenn á fiskiskipum ættu rétt á þessari greiðslu, þrátt fyrir að Sjó- mannasambandið hefði verið aðili að sam- komulaginu. ASÍ höfðaði því mál fyrir Fé- lagsdómi, sem kvað upp þann dóm í gær að þetta samningsákvæði næði einnig til fiskimanna innan Sjómannasambandsins og ber útgerðum því að greiða 1% af kaup- tryggingu sjómanna frá 1. júlí sl., þó svo að viðkomandi sjómaður leggi ekki fram mótframlag. Félagsdómur dæmir í máli ASÍ gegn SA Greiða 1% í séreign- arsjóð sjómanna STARFSMENN við Reykjavíkurhöfn kasta mæðinni – halla sér upp að veglegri sekkjastæð- unni á bryggjunni og spjalla saman. Íbúar höf- uðborgarinnar hafa ekki þurft að kvarta undan veðrinu síðustu daga, en mjög milt hefur verið í veðri. Hálkan er því horfin. Morgunblaðið/RAX Bryggjuspjall í Reykjavík LÍFSTÍLL hf. samdi við Hótel Borg í gær um að fyrirtækið tæki við veitingarekstri staðarins. Fyr- irtækið, sem er í eigu Eyþórs Arnalds, Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra. Kristjánssonar á Skjá einum auk Sveinbjarnar Kristjánssonar, hóf starfsemi fyrr á árinu en í eigu þess eru Thorvald- sen Bar, Prikið og Sportkaffi og líkamsrækt- arstöðin Planet Reykjavík. Samningurinn er gerður til tíu ára og að sögn Lífstílsmanna er fyrst og fremst um að ræða vett- vang fyrir fjölbreytt mannlíf miðborgarinnar. Ætlunin er að bjóða upp á „lifandi kaffihús, veit- ingahús sem þjónar jafnt kröfum þeirra sem vilja njóta hádegisins og þeirra sem vilja drekka í sig andrúmsloft Borgarinnar að kvöldi til, ásamt þægilegri stemningu fyrir þá sem kjósa tilbreyt- ingu frá hefðbundnu mynstri næturlífsins,“ að sögn forsvarsmannanna. Fyrirtækið hefur í hyggju að leita leiða til frekara samstarfs milli hótels- ins og annarra rekstrareininga undir hatti Lífstíls, ekki síst heilsurækt- arstöðvarinnar Planet Reykjavík, en ráðgert er að bjóða gestum að nýta sér þá aðstöðu sem þar er í boði. Hjá Lífstíl starfa alls yfir 100 manns en að sögn Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra félagsins, er verið að vinna í ráðningu rekstrarstjóra og veitingastjóra á Hótel Borg. Hann segir einnig liggja fyrir að fjölga þurfi starfsfólki á staðnum, en um 80 manns unnu á veitingasviði hótelsins þegar mest var. Taka við Borginni Úlfhildur Dagsdóttir Mikael Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.