Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Ó, GUÐ minn góður, þetta er hann. Hann hefur fundið mig!“ hrópaði fyrrverandi eiginkona Johns Allens Muhammads 23. október þegar hún sá mynd af honum í sjónvarpi nokkr- um klukkustundum áður en hann var handtekinn, grunaður um 21 skotárás í sex ríkjum og Wash- ington-borg. Eiginkonan fyrrverandi, Mildred Muhammad, 42 ára, færði sig síðan nær sjónvarpinu og starði á mynd- ina. „John, hvað kom fyrir þig?“ spurði hún. Skömmu síðar komu lög- reglumenn á heimili hennar í Clint- on í Maryland, fluttu hana og börn hennar á leynilegan stað og yf- irheyrðu hana: Hafði hún talað við hann? Vissi hún hvað hann var að gera? Vissi hún að hann ætti vopn? Myndi hann reyna að myrða hana? Hún svaraði síðustu spurningunni játandi, kvaðst vera viss um að hann myndi reyna að myrða hana. Frá því að þau skildu fyrir þremur árum hafði hún búist við því að hann myndi birtast á heimili hennar og miða byssu á hana. Hann hafði hótað að myrða hana og hún vissi að hann væri maður sem stæði við orð sín. „Ég er viss um að hann hafði mig í sigtinu“ Þetta kom fram í viðtali Mildred Muhammad við blaðamann The Washington Post þar sem hún lýsti sambandi sínu við eiginmanninn fyrrverandi. Líklegast þekkir eng- inn hann betur en hún þar sem hjónaband þeirra stóð í tólf ár, þau ráku saman bílaverkstæði, áttu sam- an þrjú börn og gengu í gegnum mjög erfiðan skilnað. Hún hitti hann síðast í Wash- ington-ríki 4. september í fyrra þeg- ar hún fékk fullt forræði yfir börn- um þeirra, sem eru nú 9, 10 og 12 ára, og leyfi til að fara þaðan án þess að skýra honum frá því hvar þau dveldu. Nú er Mildred sannfærð um að Muhammad hafi farið á Washington- svæðið til að myrða hana. „Ég er viss um að hann hafði mig í sigtinu,“ sagði hún. „Hann gerði þetta að yf- irlögðu ráði í því skyni að láta líta út fyrir að ég væri fórnarlamb [óþekkts raðmorðingja fyrir til- viljun] til að hann gæti komið sem sorgmæddur faðir og tekið börnin.“ „Þau dóu öll vegna mín,“ sagði hún um fórnarlömb raðmorðingj- ans. Hún kvaðst finna til með John Lee Malvo, 17 ára unglingi sem grun- aður er um að hafa tekið þátt í rað- morðunum. Hún hefur aldrei hitt hann. „Lífi hans var lokið um leið og John heilsaði honum,“ sagði hún. „Hann vissi það bara ekki.“ Frá því að Muhammad og Malvo voru handteknir hafa eiginkonan fyrrverandi og börn hennar verið í einangrun. Börnin hafa ekki gengið í skóla. Sneri heim gerbreyttur maður Mildred kvaðst hafa hugsað til eiginmannsins fyrrverandi þegar morðin voru framin en ekki talið að hann væri morðinginn. „Ég hélt að hann vildi aðeins ná mér og hvers vegna ætti hann að myrða einhverja aðra?“ Mildred og John Muhammad gengu í hjónaband 1988 og bjuggu í Washington-ríki þar sem hann gegndi herþjónustu. Hann tók þátt í Persaflóastyrjöldinni 1991 og sneri heim gerbreyttur maður. Hann sagði Mildred að farið hefði verið illa með blökkumenn í hern- um. Hann kvaðst hafa verið sakaður um að hafa kastað íkveikjusprengju inn í tjald og síðan verið járnaður á höndum og fótum. Þegar gefin hefðu verið viðvörunarmerki til að vara hermennina við hugsanlegri gasárás hefði hann ekki fengið neina gasgrímu. Þegar hann komst að því að þetta var aðeins æfing fannst honum að hann hefði verið auðmýktur. „Þegar hann kom heim var hann mjög reiður maður,“ sagði Mildred Muhammad. „Ég þekkti hann ekki. Sá maður sem ég þekkti var skilinn eftir í Sádi-Arabíu.“ Hjónin snerust til íslamstrúar árið 1997 og tveimur árum síðar slitnaði upp úr hjónabandinu. Hann yfirgaf fjölskylduna í september 1999 og Mildred óskaði eftir skilnaði þremur mánuðum síðar. „Börnin eru aldrei og hvergi óhult“ Mildred segir að John hafi rænt börnunum í mars árið 2000 og hún hafi ekki fengið þau aftur fyrr en einu og hálfu ári síðar, 4. september í fyrra, þegar lögreglan fann þau. Mildred fór þá með börnin til Clint- on í Maryland með leynd en vinir hennar í Washington-ríki sögðu henni að John væri staðráðinn í að finna hana. Mildred segir að John hafi tvisvar sinnum hótað henni lífláti áður en hún flutti til Clinton. „Þú færð ekki að ala upp börnin mín,“ sagði hann. „Þú ert orðin óvinur minn og ég ætla þess vegna að drepa þig.“ Nú segist Mildred skilja skila- boðin í bréfi sem raðmorðinginn skildi eftir nálægt vettvangi eins morðanna. „Börnin eru aldrei og hvergi óhult,“ sagði í bréfinu og Mildred telur að þetta hafi verið skilaboð til sín, að hún fengi ekki að ala upp börnin þeirra. „Þau dóu öll vegna mín“ The Washington Post Mildred Muhammad, fyrrverandi eiginkona Johns Muhammads, sem grunaður er um raðmorðin í Wash- ington-borg og nágrenni. Fyrrverandi eiginkona meints rað- morðingja á Washington-svæðinu í Bandaríkjunum lýsir sambandi þeirra The Washington Post. ’ Hann gerði þetta til að geta komið sem sorg- mæddur faðir og tekið börnin. ‘ „ÞEIR köstuðu gasi í dag, ég brenndist öll í framan,“ segir Hall- gerður Thorlacius, þroskaþjálfi frá Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið, en hún er nú stödd sem sjálfboðaliði á vegum félags- ins Íslands- Palestínu við hjálparstarf í Palestínu. Var hún í alþjóð- legum hópi hjálparstarfsmanna sem reyndi á miðvikudag að standa í vegi fyrir því að vinnuflokki ísraelskra her- manna yrði ágengt með að fella ólíf- utré í eigu palestínskra þorpsbúa, en trén eru felld þar sem verið er að byggja rammgerðan vegg sem skil- ur að Ísrael og yfirráðasvæði Pal- estínumanna á Vesturbakkanum. „Þeir [Ísraelar] eru að byggja vegg í kringum Vesturbakkann, sem þeir kalla öryggisvegg; þeir eru að höggva trén hjá bændunum og byggja þennan vegg í kringum þorpin,“ segir Hallgerður. Ísraelar geri þetta í þeim yfirlýsta tilgangi að vernda ísraelska borgara fyrir sjálfsmorðsárásum herskárra Pal- estínumanna og öðrum hryðjuverk- um. „Þeir eru að reyna að fangelsa íbúa Vesturbakkans á bak við þennan vegg,“ segir hún. En í raun og veru snýst þetta að sögn Hallgerðar líka að miklu leyti um yfirráð yfir hinum takmörkuðu vatnsuppsprettum svæðisins. „Þeir eru að taka vatnið frá fólkinu. Og þeir eru í raun að einangra þorpin, eins og þetta þorp sem ég er í núna, það heitir Falami,“ segir Hallgerð- ur. „Við vorum hérna að reyna að stoppa þá [ísraelsku hermennina], við gátum ekki hindrað þá í að höggva trén. Þeir saga þau niður með vélsög. Einn sagar, sex alvopn- aðir hermenn standa í kringum hann. Um 100 m frá veggnum byggja þeir rafmagnsgirðingu. Þar á milli er gaddavírsgirðing. Þeir eru að loka fólkið hérna inni og taka landið þeirra. Og fólkið grætur hérna fyrir framan trén, sem eru á þeirra landi,“ segir Hallgerður, öll í uppnámi eftir átök dagsins. „Við erum þeirra vernd,“ segir Hallgerður um hlutverk alþjóðlegu hjálparstarfsmannanna, sem þarna eru á meðal óbreyttra Palestínu- manna. „Þeir köstuðu gasi í dag, ég brenndist öll í framan. Alls konar gasi, táragasi og ég veit ekki hverju öðru, og hljóðbombum. Þeir hikuðu ekki við það,“ segir hún um þær að- ferðir sem ísraelsku hermennirnir beittu til að geta unnið við „girðing- arvinnu“ sína í friði. Segir hún hermennina ekki vilja að hinir erlendu gestir setji sig í hættu. „En svo hótuðu þeir að skjóta gúmmíkúlum að okkur. Þeir hefðu gert það hefðum við ekki bakkað aðeins. En þeir notuðu gas- ið alveg miskunnarlaust, og þessar andstyggilegu hljóðbombur. Við óttuðumst mest að þegar þeir voru að saga niður trén myndu þorpsbú- ar þyrpast á ólífuakurinn. Og þá hefðu þeir skotið á fólkið. Við stóð- um þess vegna og vernduðum þau. Þau grétu. Gamlar konur hágrétu.“ Hallgerður segir vera tíu daga frá því hún kom þarna á vettvang og segist ætla sér að vera nokkrar vikur í viðbót. „Nærvera okkar [al- þjóðegu hjálparstarfsmannanna] er mikilvæg núna á meðan ólífu- uppskeran stendur yfir,“ segir hún. „Við erum í raun mannlegur skjöld- ur fyrir fólkið.“ Landtökumenn hættulegastir Mesta ógnin sem óbreyttir íbúar þessara palestínsku þorpa á Vest- urbakkanum standa frammi fyrir að sögn Hallgerðar er ekki nær- vera ísraelsku hermannanna, held- ur landtökumenn gyðinga sem þarna valsa um með alvæpni. „Á hverjum einasta degi koma land- tökumennirnir, vopnaðir. Þeir sparka í fólk og lemja, hrinda og hrækja á fólk. Og skjóta fólk. Skjóta palestínska bændur við að tína ólífur af sínum eigin ólífu- trjám,“ fullyrðir Hallgerður. Að hennar mati eykur veggurinn sem Ísraelar eru að reisa líkur á sjálfsmorðsárásum frekar en hitt. Stemningin meðal hinna fátæku íbúa palestínsku sveitaþorpanna þarna sé þannig. „Fólkið hérna segir: Okkur langar öll að gera sjálfsmorðsárás. Við höfum ekkert að lifa fyrir, allt er tekið frá okkur.“ „Þeir hótuðu að skjóta gúmmíkúlum“ Íslenzkur sjálf- boðaliði sinnir hjálparstarfi í Palestínu Hallgerður Thorlacius MÚSLIMASTÚLKA biður bænir fyrir utan al-Aqsa-moskuna á Must- erishæð í Jerúsalem í gær, við upp- haf föstumánaðar múslima, Ramad- an. Um 50.000 múslimar komu þar saman af þessu tilefni; ísraelsk yf- irvöld losuðu um ferðabann og hleyptu eldri borgurum af Vest- urbakkanum til Jerúsalem. Um 2.000 lögreglumenn höfðu gætur á öllu. Ramadan er níundi og helgasti mánuðurinn í hefðbundnu tungl- almanaki múslima. Þá neyta þeir hvorki matar, drykkjar eða kynlífs svo lengi sem dagsbirtu nýtur. Reuters Við upp- haf föstu- mánaðar HREYFLAR Fokker 50-skrúfuþot- unnar, sem fórst í Lúxemborg á mið- vikudag og 20 manns með henni, misstu skyndilega afl og stöðvuðust síðan alveg, er vélin var í aðflugi. Þetta kemur fram í bráðabirgðanið- urstöðum rannsóknarinnar á slysinu sem skýrt var frá í gær. Í skýrslu frá rannsakendum slyss- ins segir, að ekki væri enn unnt að kveða upp úr um það með vissu hvað hefði orsakað hið skyndilega afltap hreyflanna, en þær upplýsingar sem tekizt hefði að ná úr flugritum vél- arinnar staðfestu, að „hreyflarnir töpuðu skyndilega afli í aðfluginu og stöðvuðust síðan alveg“. Skýringa á þessu sé enn leitað. Luxair-slysið Hreyflarnir stöðvuðust Lúxemborg. AFP. BREZK stjórnvöld vörðust í gær þrýstingi á að breyta áformum sín- um um að deila fullveldisyfirráðum yfir Gíbraltar með Spáni, en íbúar brezku krúnunýlendunnar höfnuðu þeirri hugmynd með nærri 99% greiddra atkvæða í allsherjarat- kvæðagreiðslu sem fram fór í fyrradag. „Við höfum alltaf sagt að það verður engu nýju fyrirkomulagi þvingað upp á Gíbraltarbúa án þess að þeir geti sagt hug sinn til þess í atkvæðagreiðslu og við það verður staðið,“ sagði talsmaður Tony Blair forsætisráðherra. At- kvæðagreiðslan var haldin í óþökk stjórnvalda í Lundúnum og Madr- íd. Gíbraltarbúar hafna spænskum yfirráðum Bretastjórn vill halda í áformin Lundúnum, Gíbraltar. AFP, AP. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá því í fyrrakvöld að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hefðu lýst sprengjutilræðinu á eyj- unni Balí í Indónesíu í síðasta mánuði á hendur sér. CNN sagði að al-Qaeda hefði lýst því yfir að samtökin hefðu staðið fyrir árás á „næturklúbba og vændishús“ í Indónesíu á vef- síðu sem samtökin hefðu oft notað til að lýsa hryðjuverkum á hendur sér. Yfir 190 manns biðu bana í til- ræðinu. Indónesía Tilræðið sagt verk al-Qaeda Hong Kong. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.