Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Syngur Wagner Magnea Tómasdóttir syngur ein- söng með Sinfóníunni Listir 24 Guðmundur E. Stephensen stóð sig vel á HM í borðtennis Íþróttir 47 Nokkur ný korn Mannakorn frumflytja nokkur ný lög á tónleikum Fólk 51 Í fremstu röð MÚSLÍMAR voru hvattir til að gera fleiri sjálfsmorðsárásir á Vestur- landabúa, ráðast meðal annars á Norðmenn, í hljóðritaðri yfirlýsingu sem send var út í gær og sögð koma frá næstæðsta foringja hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaz- eera birti yfirlýsinguna og sagði að Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens, hefði lesið hana. „Ó, múslímar, herðið vilja ykkar og ráðist á sendiráð Bandaríkjanna, Englands, Ástralíu og Noregs, hags- muni þeirra, fyrirtæki og starfs- menn,“ sagði í yfirlýsingunni. Talið er að hún hafi verið tekin upp þegar stríðið geisaði í Írak. Norska stjórnin undrandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í gærkvöld að sendiráði landsins í Ósló yrði lokað af öryggisástæðum. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins sagði að norska stjórnin væri undrandi á hótun al-Qaeda og hefði óskað eftir aukinni ör- yggisgæslu við norsk sendiráð. Danska ríkissjón- varpið sagði í gærkvöld að al- Zawahiri hefði líklega ruglast á Noregi og Dan- mörku í yfirlýs- ingunni þar sem hann virtist skír- skota til ríkjanna sem tóku þátt í hernaðinum í Írak. Auk Bandaríkj- anna, Bretlands og Ástralíu tóku að- eins Danmörk og Pólland þátt í hernaðinum, ekki Noregur. „Leyfið ekki Bandaríkjamönnum, Bretum, Áströlum, Norðmönnum og öðrum krossförum, sem myrtu bræður ykkar í Írak, að vera í lönd- um ykkar og njóta góðs af auðlindum ykkar,“ sagði al-Zawahiri. Í yfirlýsingunni voru múslímar einnig hvattir til að líkja eftir hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001. Yfirvöld í Sádi-Arabíu skýrðu frá því í gær að þrír al-Qaeda-liðar hefðu verið handteknir vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að ræna flugvél og fljúga henni á byggingu í sádi-arab- ísku borginni Jeddah. Þeir voru með hnífa í fórum sínum þegar þeir voru handteknir á flugvelli borgarinnar. Al-Qaeda hótar Norð- mönnum hryðjuverkum Helsti ráðgjafi bin Ladens ruglaðist hugsanlega á Noregi og Danmörku Dubai, Ósló. AFP. Ayman al-Zawahiri HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, tekur við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, 15. september á næsta ári. Á sama tíma koma utanrík- isráðuneytið og umhverfisráðuneytið í hlut Sjálf- stæðisflokksins til viðbótar fyrri ráðuneytum flokksins. Þar með verður Sjálfstæðisflokkurinn með sjö ráðuneyti, auk Hagstofu Íslands, en Fram- sóknarflokkurinn með fimm. Að sögn Davíðs kemur það til greina að hann taki þá við embætti utanríkisráðherra eða fjármálaráð- herra. Taki Davíð ekki við embætti utanríkisráð- herra mun Geir H. Haarde verða utanríkisráðherra og Davíð fjármálaráðherra. Halldór og Davíð kynntu þingflokkum sínum drög að nýjum stjórnarsáttmála í gær. Davíð sagði að fundi loknum að sanngirnisrök hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið að skipta ráðuneytunum milli flokkanna með þessum hætti. Flokkarnir hefðu starfað mjög vel saman í átta ár. Og formaður Framsóknarflokksins hefði verið ráðherra í sextán ár með miklum ágætum og væri með víðtæka reynslu. Halldór sagði við fréttamenn eftir þing- flokksfundinn að hann væri ánægður með að taka við forsætisráðherraembættinu haustið 2004 þótt hann hefði ekki haft það sem markmið í sjálfu sér að taka við einu ráðuneyti fremur en öðru. Að sögn formannanna tveggja ríkti algjör sátt um nýjan stjórnarsáttmála í þingflokkunum. Sátt- málinn verður borinn undir atkvæði í æðstu stofn- unum flokkanna síðar í dag. Í kjölfarið koma þing- flokkarnir saman, þar sem gengið verður frá skipan í ráðherraembætti. Formenn flokkanna hitta þing- menn sína einslega í dag til þess að ræða skipan rík- isstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að ný ríkisstjórn komi saman á Bessastöðum kl. 13.30 á morgun. Halldór tekur við af Davíð haustið 2004 Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ræða við blaðamenn að loknum þingflokksfundum í gær. Flokkarnir skiptast á forsætisráðuneyti og umhverfis- og utanríkisráðuneytum  Fullt traust/28 Miklir möguleikar/28 ÍBÚUM bæjarins Zaporizhia í Suð- vestur-Úkraínu hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri Lenín-styttunni sem trónir yfir miðbæjartorginu. Ástæðan er geisla- virkni. Yfirvöld á staðnum hafa upp- lýst, að mælingar sýni að geisla- virknin frá Lenín-styttunni sé fjór- um sinnum meiri en eðlilegt sé. Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni styttunnar, en haft var eftir sérfræðingi að menn yrðu að dvelja heilt ár í skugga hennar til að verða fyrir heilsuspillandi áhrifum. Í grennd við Zaporizhia er Zap- oria, stærsta kjarnorkuver Evrópu. Geislavirk Lenín-stytta Kænugarði. AFP. ♦ ♦ ♦ AÐ MINNSTA kosti 250 manns létu lífið og 1.600 slösuðust í öflugum jarð- skjálfta sem reið yfir norðurhluta Als- írs í gær, að sögn innanríkisráðuneyt- is landsins seint í gærkvöld. Fregnir hermdu að manntjónið hefði verið mest í iðnaðarborginni Ro- uiba og nálægum bæjum. Einnig var skýrt frá dauðsföllum í höfuðborg- inni, Algeirsborg, og tugir manna biðu bana í Boumerdes-héraði, um 50 kílómetra austan við Algeirsborg. Jarðskjálftinn mældist 6,7 stig á Richterskvarða og stóð í fimm mín- útur. Hann varð klukkan 19.45 að staðartíma og skjálftamiðjan var um 60 km austan við Algeirsborg, nálægt Rouiba. Skelfingu lostnir íbúar höf- uðborgarinnar þustu út á göturnar og margir þeirra héldu kyrru fyrir á göt- unum af ótta við annan skjálfta. Mannskæð- ur skjálfti í Alsír Algeirsborg. AFP. Í DRÖGUM að nýjum stjórnarsáttmála Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er lögð til veruleg lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Stefnt er að allt að 4% lækkun tekjuskattspró- sentunnar á kjörtímabilinu. Samkvæmt hug- myndum stjórnarflokkanna yrðu slíkar breyt- ingar framkvæmdar í tengslum við kjarasamninga. Lækkun tekjuskattsprósentu um fjögur pró- sentustig myndi þýða um átta þúsund króna hækkun skattleysismarka. Í drögum að stjórnarsáttmála er einnig lagt til að erfðafjárskattur verði lækkaður og sam- ræmdur á kjörtímabilinu og eignarskattur af- numinn. Þá kemur fram að stefnt sé að því að endurskoða virðisaukaskattskerfið á kjör- tímabilinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins náðist hins vegar ekki samkomulag um að fella niður hátekjuskatt, líkt og Sjálfstæðisflokkur hafði lagt til, og er ekki minnst á hátekjuskatt í hinum nýja stjórnarsáttmála flokkanna. Stefnt að 4% lækkun tekjuskatts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.