Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 27
var ekki um styrk að ræða. Það var greiðsla fyrir gæði, land. Það tók borgina rúman áratug að standa við samkomulagið um stækkun Vík- urinnar. Raunar má benda á að ekki var gert ráð fyrir gatnagerð- argjöldum til Víkings fyrir Hæð- argarðinn, eins og síðar í tilviki Þróttar og kaupum á Hlíðarenda, landi Vals. Ef jafnræði ríkti í Reykjavík greiddi borgin Víkingi gatnagerðargjöld. Það ætti að vera krafa Víkings. Stórhýsi voru reist við Hæðargarð og leikskóli. Þrátt fyrir að bygging leikskólans væri í andstöðu við samkomulagið frá 1988 studdi Víkingur borgina í von um gott veður í Fossvogi. Það reyndist tálsýn. Árið 1990 hóf borgin viðræður við gróðrarstöðina Mörk til þess að framselja Víkingi. Viðræðurnar leiddu ekki til niðurstöðu en leigu- samningur var í gildi til 2004. Stefnan var mörkuð og ákveðið var að bíða uns leiga rynni út. Árið 2001, þvert á óskir Víkings og ráð embættismanna, ákvað borgin að framlengja Markar-samninginn til 2016 og það þrátt fyrir stefnumót- unina 1990. Sjaldan er ein báran stök. Varaformaður ÍTR hefur bent á að Víkingur hafi fengið þjónustu- samning árið 2002, lítils háttar framlag til áhorfendastæða og kjallara Víkurinnar. Gott og gilt. En við bíðum eftir samningi um stúkuna sem félagið hófst handa um að reisa árið 2001 eftir rausn- arlega milljónagjöf frá velunnara félagsins. Ef hún hefði ekki borist, væri enginn 1. áfangi stúku risinn í Fossvogi og Víkingur í vondum málum. Og ég bendi á að Víkingur og ÍR eru einu félögin í Reykjavík sem ekki hafa fengið loforð um gervi- grasvelli. Báran stök? Ef til vill blessun. Hvað um skynsamlegt knattspyrnuhús í Víkina? Það gæti risið í Mörkinni, núverandi mal- arvelli eða tennisvöllum. Árið 1990 var hugmyndin að reisa tennishöll í Mörkinni. Um árabil hef ég sagt við fjöl- marga vini mína, Víkinga sem styðja R-listann, að þeir verði að klára mál Víkings. Þeir hafa allir játað því. Samt hefur lítið gerst. Borgarstjórar koma og fara en valdið er hið sama. Pólitík skiptir ekki máli. Víkingi allt. Áfram Víkingur, beinn í baki. Höfundur er fyrrverandi formaður Víkings. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 27 heimsækið www.lancome.com Glitrandi varalitir og púður eru meðal margra spennandi nýjunga sem LANCÔME býður upp á þetta vorið. Ýmis tilboð og glæsilegir kaupaukar. N Ý T T N°310 ENDINGARGÓÐUR VARALITUR ROUGE ATTRACTION GOLD býður upp á nýjan lúxus og þekur var- irnar með örfínum perlum úr gulli…. 11 mg af hreinu gulli í einum varalit og brosið verður bjart og ómótstæðilegt. Láttu varirnar njóta sín með geislandi áferð Kynning fimmtudag Melhaga 20, sími 552 2190. föstudag Kjarnanum, Selfossi, sími 482 1177. TRÚÐU Á FEGURÐ ÞAÐ ríkir þögn í þjóðfélaginu eftir kosningasigur kvótakarlanna. Engin skýring er gefin á því sem gerðist. Er virkilega engan lær- dóm að finna af úr- slitum kosninganna? Skoðanakannanir sýndu að 80% kjós- enda voru á móti kvótakerfinu svo sem það nú er fram- kvæmt, hin 20 prósentustigin voru greinilega hagsmunaaðilarnir, þe. framsóknarmenn og kvótakarlar. Nú stendur til að Framsókn ráði höfund kvótakerfisins sem forsætisráðherra. Meira kjaftshögg er ekki unnt að veita þeim sem sýndu kvótakerfinu andstöðu í kosningunum enda vantaði þá aðeins 1,4% upp á að ná meiri- hlutatakmarki sínu og munu þeir nú verða að hlýta algjörri auðmýkingu næstu fjögur árin í stöðu stjórn- arandstæðinga á Alþingi. Þetta er ekki lýðræðislegt en meirihlutinn ræður í þeim húsum. Mistök Samfylkingar og VG Fiskveiðistefnan eða kvótakerfið var í raun eina málið sem kosið var um, því að allir flokkar voru í aðal- atriðum sammála um alla aðra mála- flokka. Í ljós kom að agaleysið var mest hjá Samfylkingunni, því að eftir að formaður flokksins hafði af stjórn- vizku sinni boðið upp á borgarstjór- ann í Reykjavík sem forsætisráð- herra kom agalaus óbreyttur þingmaður, sem setti fram algjörlega óaðgengilegar tillögur í kvótamálinu sem síðan eyðilögðu úrslit kosning- anna. Þeim hefndist rækilega fyrir. Þetta var öðruvísi hjá Vinstri græn- um, þar setti formaðurinn fram til- lögur sem enginn kjósandi sá eða skildi. Það er ekki vænlegt í kosn- ingum að setja fram flóknar og óskilj- anlegar tillögur í miðjum kosningum, þótt skriflegar séu, því að kjósendur lesa þær ekki. Samstaða um aug- ljósar tillögur er það eina semn gildir í kosningum. Annað ekki. Frjálslyndi flokkurinn Af stjórnarandstöðuflokkunum var Frjálslyndi flokkurinn sá eini sem hélt höfði í kosningabaráttunni. Þennan flokk vantaði aðeins nokkur atkvæði í lykilkjördæmum til að koma í veg fyrir meirihluta rík- isstjórnarinnar á Alþingi. Augljóst má telja að þessi flokkur verði marg- falt stærri í næstu kosningum. Kjarn- inn í fiskveiðistefnu hans var að skila veiðiheimildunum aftur til byggðanna og halda öllu landinu í byggð. Lang- flestir landsmenn vilja fylgja þessari stefnu. Það er aðeins hin gráðuga stefna framsóknarmanna og kvóta- kónga sem er á annarri braut. Þeir efndu nú til varnar með hræðslu- áróðri og hótunum um sviptingu at- vinnu, sem dugði þeim í þetta skipti. En þetta dugir aldrei aftur. Framtíð fiskveiðanna Kvótakerfið frá 1983 og sér- staklega lögin um framsal fiskveiði- réttinda frá árinu 1991, kvótaframsal- ið, hefir valdið algjörum glundroða í samfélaginu. Fram til þess tíma máttu menn róa til fiskjar eftir vilja og getu svo sem heimilt hafði verið frá því land byggðist. Nú tóku út- gerðarfyrirtæki stór erlend lán og keyptu upp kvótana víðsvegar um landið. Þannig eru nú kvótar Ísfirð- inga á Akureyri og Bolvíkinga í Grindavík, o.s.frv. Fjöldi fiskibyggða er í hættu vegna þess að þeir sem þar búa verða að kaupa sér kvóta dýru verði af þeim sem fá þá fyrir ekki neitt – fá þá gefins frá ríkisvaldinu. Þetta ranglæti hrópar á leiðréttingu. Það er eðlilegt að þessi framsöl öll gangi til baka þegar framsalslögin verða afnumin. Kaupendurnir gerðu þetta á eigin ábyrgð. Það er mér ekki unnt að gera til- lögur um nýtt fyrirkomulag fiskveið- anna við landið. Samt er augljóst að byggðirnar verða að fá sinn rétt til baka. Mér sýnist rétt að byggðirnar eigi sinn rétt til veiða með línu og handfærum allt út að 50 mílna línunni kringum allt landið, og er þó mögu- legt að víkja eitthvað frá því þar sem sérstaklega stendur á, sérstaklega með netaveiðum. Kvótakerfið utan þessarar línu getur aðeins tekið til þeirrar afgangsstærðar sem eftir er þegar kvótum byggðanna hefur verið ráðstafað. Þetta gildir að sjálfsögðu fyrst og fremst um botnfiskveið- arnar. Um uppsjávarveiðarnar á loðnu, síld og kolmunna ættu að gilda aðrar og sjálfstæðar reglur, enda eru þær veiðar stundaðar með allt öðrum hætti. Eins og nú háttar til væri eðlilegt að stjórnarandstaðan í öllum flokkum komi sér saman um nýja stefnu í þessum málum. Það eru allir þreyttir á aðgerðaleysinu. Lærdómurinn af óförunum Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fyrrv. forstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.