Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 17 Jöklaferðir • golfmót • kajakaferðir • hestaferðir • opið lausagöngufjós vörukynningar • handverksmarkaðir • skoðunarferðir sig í björg undir sterkri leiðsögn • sérstakar barnastundir • dorgkeppni sjávarréttaveisla • kaffihlaðborð • sjávarsafn • sjóminjasafn ljósmyndasýning • verslunarsögusýning • tónleikar/kórsöngur hellasig • grillveisla • knattspyrnumót o.m.fl. Leitið eftir Vor undir Jökli blöðrunum því þar er alltaf eitthvað að gerast. Ítarleg tímasett dagskrá liggur frammi í Upplýsingamiðstöðinni í Borgarnesi, á Vegamótum og bensínstöðvum/veitingastöðum/gististöðum í Snæfellsbæ. Öll gisting og tjaldsvæði eru opin og eru á sérstöku tilboðsverði. Ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ halda Vorhátíð dagana 23.-25. maí næstkomandi. Snæfellsjökull er í miðju bæjarfélaginu og allt í kringum hann verður tekið vel á móti ferðamönnum með veglegri dagskrá: Það tekur rúmlega tvo tíma að aka til Snæfellsbæjar frá höfuðborgarsvæðinu og upplifa stórfenglega og magnaða náttúru og njóta hinnar fjölbreyttu afþreyingar sem þar er að finna Vor undir Jökli BORGARRÁÐ hefur hafnað kröfu húseiganda við Garðastræti 23 um að borgin viðurkenni bótaskyldu vegna breytinga á deiliskipulagi í Grjóta- þorpi í nóvember í fyrra. Lögmaður húseigandans taldi skipulagið skerða möguleika umbjóð- anda síns til nýtingar á eign sinni á lóðinni. Í skipulaginu er mælt fyrir um að húseignin Garðastræti 23 standi áfram en leyfð er minniháttar viðbygging á lóðinni. Húseigandinn hafði á hinn bóginn þau áform uppi að rífa húsið og reisa þar tvílyft hús líkt og heimild var fyrir í staðfestu deili- skipulagi frá 1981, að því er fram kemur í bréfi lögmannsins til borg- arinnar. Eitt elsta timburhúsið í Grjótaþorpi Í umsögn fulltrúa borgarlögmanns sem tekin var fyrir á fundi borgaráðs á dögunum segir að við endurskoðun á deiliskipulaginu hafi m.a. verið stuðst við tillögur um að öll timbur- hús innan reitsins njóti verndar og æskilegt sé að útlit húsanna verði lag- fært með hliðsjón af upprunalegri gerð. Segir þar að húsið við Garðastræti 23, „Vaktarabærinn“ sem svo nefnist, hafi verið byggt árið 1848 og sé sam- kvæmt heimildum að öllum líkindum fyrsta timburhúsið sem byggt var í Grjótaþorpi fyrir utan hús Innrétt- inganna í Aðalstræti. Vegna aldurs sé varðveislugildi hússins mjög mikið og af sömu ástæðu sé húsið sjálfkrafa friðað sbr. ákvæði í húsafriðunarlög- um. „Skipulagsyfirvöldum er skylt við gerð deiliskipulags að hlíta fyrirmæl- um löggjafans. Var því bæði rétt og skylt að afgreiða hið nýja deiliskipu- lag fyrir Grjótaþorp með þeim hætti sem gert var.[ …] Ákvörðun löggjaf- ans um friðun framangreindrar fast- eignar getur undir engum kringum- stæðum haft í för með sér bótaskyldu fyrir Reykjavíkurborg,“ segir í áliti fulltrúa borgarlögmanns. Morgunblaðið/Kristinn Vaktarabær „hinn nýi“, gegnt Hallveigarstöðum, er lítið og lágt timb- urhús. Það var áður borðaklætt en er nú klætt bárujárni að utan. Vaktarabærinn Garðastræti 23 Bótakröfu húseig- andans hafnað Grjótaþorp ÁRSREIKNINGUR Bessastaða- hrepps fyrir árið 2002 var samþykkt- ur að lokinni síðari umræðu í hrepps- nefnd í fyrradag. Í tilkynningu frá Bessastaðahreppi segir að rekstrar- niðurstaða hans sé jákvæð um 51 milljón króna sem sé 23 milljónum betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Eigið fé sveitarsjóðs jókst um 51 milljón króna á árinu 2002 og veltufé frá rekstri er um 63 milljónir króna sem er einnig nokkru betra en áætlun gerði ráð fyrir. Stefnt er að því að birta ársreikn- inginn von bráðar á vef sveitarfé- lagsins. Skuldaaukning þrátt fyrir gengisbreytingar Í bókun Álftaneshreyfingarinnar á fundi hreppsnefndar í fyrradag segir að framlagðir reikningar Bessastaðahrepps fyrir árið 2002 staðfesti að fjárhagsáætlun ársins sé óraunsæ. „Fjárhagsáætlun sem gerð var í upphafi ársins 2002 miðaði við að heildarskuldir yrðu í lok ársins, án lífeyrisskuldbindinga, um 575 milljónir króna. Raunin varð hins- vegar sú að skuldir sveitarfélagsins jukust um 32 milljónir frá upphaf- legri fjárhagsáætlun ársins 2002 og eru nú 607 milljónir. Þetta gerist þrátt fyrir að erlendar skuldir hafi lækkað um 29 milljónir vegna geng- isbreytinga og að Jöfnunarsjóður hafi gefið 15 milljónum meira en áætlað var. Eins og áður hefur komið fram var þessari skuldaaukningu og rekstrarvanda sveitarfélagsins mætt með 40 milljóna króna láni í lok árs- ins,“ segir í bókuninni. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisfélags- ins segir að fjárhagsstaða sveitar- sjóðsins sé sterk. Vísað er m.a. í já- kvæða rekstrarniðurstöðu og aukið eigið fé sveitarsjóðs. Þá segir enn- fremur að skuldir sveitarfélagsins, án lífeyrisskuldbindinga og áfallins orlofs á árinu 2002, séu heldur lægri en gert var ráð fyrir í árslok 2002. Þess má geta að í Bessastaða- hreppi, sem og öðrum sveitarfélög- um, var uppgjör sveitarfélagsins nú í fyrsta sinn lagað að miklu leyti að al- mennum reikningsskilavenjum í stað sértækra uppgjörsaðferða sem áður giltu um sveitarfélög. Ársreikningur 2002 samþykktur í hreppsnefnd Rekstrarniðurstaða jákvæð um 51 milljón Bessastaðahreppur ÞORGERÐUR E. Brynjólfs- dóttir, fulltrúi Álftaneshreyf- ingarinnar í hreppsnefnd, til- kynnti á fundi hreppsnefndar í fyrradag að hún segði sig úr nefndinni frá og með 1. júlí nk. þar sem hún heldur til náms í útlöndum í haust. Sigurbjörn Úlfarsson mun taka sæti henn- ar sem aðalfulltrúi í sveit- arstjórninni. Breytingar í hreppsnefnd HÚSIÐ við Garðastræti 23, gegnt Hallveigarstöðum, jafnan nefnt Vaktarabær, var pakkhús við einn Grjótabæjanna sem nefndur var sama nafni. Nafnið mun vera dregið af því að þar bjó lengi svonefndur vaktari, bruna- og næturvörður bæjarins á þeim tíma. Er fyrst getið um pakk- húsið árið 1848 og sagt að Guð- mundur vaktari Gissurarson í Grjóta hafi byggt það. Vaktarabærinn gamli mun hafa verið vestasti bær- inn í Grjótahvirf- ingunni og staðið þar sem nú er Garðastræti 25. Stefán Egilsson múrari breytti pakkhúsinu í íbúð- arhús um 1880 og flutti í það ásamt eiginkonu sinni, Sesselju Sigvalda- dóttur. Af börnum Stefáns og Sesselju ber fyrst að geta Sigvalda Kaldalóns, tónskálds og læknis (1881-1946) en hann er fæddur í húsinu. Sigvaldi samdi á annað hundrað sönglög sem mörg hver hafa orðið mjög vin- sæl, má þar nefna Á Sprengi- sandi, Hamraborgina og Svana- söng á heiði. Þá samdi hann einnig nokkur kórlög, m.a. Ís- land ögrum skorið. Ekki hefur verið búið í húsinu undanfarna áratugi. Í gegnum árin hafa nokkrar hugmyndir skotið upp kollinum um framtíðarnotkun hússins og staðsetningu. Dagblaðið Dagur rifjaði upp í grein fyrir nokkrum árum að borgarráð hafi árið 1977 falið forstöðumanni Árbæj- arsafns að kanna hvort unnt yrði að flytja húsið á Árbæjarsafn. Kaldalónssafn í húsinu? Í bréfi fyrrum forstöðumanns húsadeildar Árbæjarsafns til framkvæmdastjóra MUF, Menn- ingar, uppeldis og fræðslumála, frá árinu 2000 fagnar fyrrum forstöðumaður húsa- deildar framkominni tillögu um að í húsinu verði komið fyrir Kaldalónssafni. Þess má geta að á Árbæj- arsafni eru nokkrir munir úr eigu Sig- valda, m.a. forláta flygill sem vinir hans færðu honum að gjöf eitt sinn og fluttur var sjóleiðina frá Ísafirði. „Þannig yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi því bæði yrði varðveisla sögulegs húss í miðborg Reykjavíkur tryggð og ævi eins ástsælasta tónlistar- manns landsins gerð skil,“ segir í svarbréfi fyrrum forstöðumanns húsadeildar. Páll V. Bjarnason, núverandi deildarstjóri húsadeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin um að koma upp Kaldalónssafni í húsinu hefði ekki komið á borð til sín síðustu misseri og honum væri ekki kunnugt um hvernig þeirri hug- mynd hefði reitt af innan borg- arkerfisins. Sigvaldi Kaldalóns fæddur í húsinu Grjótaþorp Sigvaldi Kaldalóns Heimild: Árbæjarsafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.