Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.casa.is BÓNUS Gildir 22.–25. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Frosinn grillsagaður frampartur .............. 399 Nýtt 399 kr. kg Bónus kryddlegið lambalæri ................. 689 Nýtt 689 kr. kg Bónus ferskar svínakótilettur ................. 599 699 599 kr. kg Prins pólo, 30 stk. ............................... 899 999 30 kr. stk. Ali beikon ............................................ 779 1.169 779 kr. kg Ali krydduð svínarif ............................... 398 Nýtt 398 kr. kg Kók í dós, 500 ml ................................ 59 75 118 kr. ltr Gullkaffi, 500 g ................................... 199 Nýtt 398 kr. kg Bónus samlokur .................................. 99 Nýtt 99 kr. st. Búrfells pylsur ..................................... 497 Nýtt 497 kr. kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 4. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Nói Eitt sett ......................................... 49 69 1.225 kr. kg Nói Tromp ........................................... 25 35 1.250 kr. kg Nói hjúplakkrís, 100 g.......................... 99 115 990 kr. kg Yankie stórt ......................................... 89 105 1.113 kr. kg 11–11 Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð SS kryddlegnar lambatvírifjur ................ 1.064 1.418 1.064 kr. kg SS Mexico grillpylsur ............................ 598 798 598 kr. kg SS hvítlauks grillpylsur ......................... 598 798 598 kr. kg Oetker Pizzur Hawai, salami eða special. 359 478 359 kr. st. LB snittubrauð, 4 st.............................. 195 285 49 kr. st. Lorens flögur papriku eða salt ............... 179 259 179 kr. st. Freyju rískubbar, 170 g ........................ 219 279 1280 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 22.–24. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Goðapylsur, 30% afsláttur við kassa........ 579 828 579 kr. kg Villikryddað lambalæri, 30% afsláttur ...... 1001 1430 1001 kr. kg Grill lambaframpartur ............................ 698 998 698 kr. kg Grillkartöflur .......................................... 245 298 245 kr. pk Grillsósur frá Kjarnafæði, 3 tegundir ........ 119 159 119 kr. dós 2 Pampers, tvöf. pk. blautklútar fríir með . 3190 3390 1595 kr. Pågens kanilsnúðar ............................... 95 148 365 kr. kg Seven up 2L.......................................... 95 189 48 kr. ltr. Merrild special kaffi, 500 gr.................... 198 298 396 kr. kg HAGKAUP Gildir 23.–25. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Jensens spareribs, 750 g ..................... 1.299 Nýtt 1.732 kr. kg Kjötb. nauta ribeye m/kryddi ................ 1.998 2.278 1.998 kr. kg Kjötb. nauta entrecote m/kryddi ........... 1.998 2.198 1.998 kr. kg Kjötb. svínabógur................................. 399 498 399 kr. kg Rana Tortellini m/parmaskinku ............. 379 419 Rana Tortellini m/ricotta&spínati........... 329 365 KRÓNAN Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Krónu grillborgarar m/brauði ................ 269 389 269 kr. kg SS koníakslegin grísahnakki ................. 314 449 314 kr. kg Bautab. kartöflusalat, 500 g................. 199 279 398 kr. kg Dreitill ................................................. 79 92 79 kr. ltr Vilko sjónvarpskökumix......................... 298 325 298 kr. pk. Vilko skúffukökumix ............................. 189 215 189 kr. pk. Þeytitoppur, jurtarjómi.......................... 149 189 149 kr. pk. Mónu buffalóbitar ................................ 169 205 169 kr. pk. Neutral þvottaefni, 2 kg ........................ 369 399 185 kr. kg NETTÓ Gildir frá 22. maí á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.verð Frissi fríski appelsínu, 2 ltr. ................... 159 189 80 kr. ltr. Bláber box .......................................... 199 339 Finn crisp kúmen, 200 gr...................... 99 129 495 kr. kg Knorr dressing mix ............................... 89 114 Maarud ostapopp, 200 gr..................... 219 249 1095 kr. kg Maxell vídespólur, 2 stk., 240 mín......... 598 898 299 kr. stk. Fjallalamb svið, verkuð ......................... 498 423 498 kr. kg Emmess skafís 1,5 ltr. .......................... 399 499 NÓATÚN Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð SS Mexíkó helgarsteik .......................... 1118 1398 1118 kr. kg Toro mexíkönsk tómatsúpa ................... 129 179 129 kr. pk Tilda Amer. Long Grain hrísgrjón, 1 kg .... 129 170 129 kr. kg Svínahakk úr kjötborði.......................... 299 499 299 kr. kg Fyrirtaks Ömmu brauðstangir ................ 399 Nýtt 399 kr. pk Mandarínu ostakaka, 6 manna ............. 699 899 699 kr. stk Bahlsen saltstangir, 180 gr................... 99 159 550 kr. kg Kók kippa, 4 x 2 ltr ............................... 699 829 87 kr. ltr SAMKAUP Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Dönsk ofnsteik................................... 897 1.122 897 kr. kg Gourmet grísagrillsn./rauðv. ................ 719 899 719 kr. kg Ostapylsur ......................................... 797 997 797 kr. kg Lambakótilettur, þurrkrydd .................. 972 1.215 972 kr. kg Lambaframp., þurrkryddað.................. 739 924 739 kr. kg Rauðvínsl. lambalæri, heil................... 1.119 1.398 1.119 kr. kg Rauðvínsl. lambalæri, hálf .................. 1.119 1.398 1.119 kr. kg Grand orange helgarst. ....................... 1.119 1.398 1.119 kr. kg Kletta salatblanda.............................. 255 319 2.250 kr. kg Frieé salatblanda ............................... 225 279 1.125 kr. kg Úrvals salatblanda ............................. 225 279 1.125 kr.kg Doritos Nacho Cheese ........................ 199 249 995 kr. kg Doritos Texas, paprika......................... 199 249 995 kr. kg SELECT Gildir 1. maí–29. maí nú kr. áður mælie.verð Elitesse King Size................................. 75 95 Milky Way, 26 g.................................... 40 50 Maarud skrúfur, 100 g.......................... 185 235 Örville popp, orginal............................. 155 198 Hersheys Rally..................................... 80 99 Homeblest .......................................... 140 175 Haribo spælegg ................................... 105 135 Sure kastanier ..................................... 105 140 Syrlige kastanier .................................. 105 140 Kaffi + hnetuvínarbrauð........................ 245 308 Select langborgari................................ 245 240 SPAR Bæjarlind Gildir til 26. maí eða m. birgðir endast nú kr. áður mælie.verð Lambaframpartur grillsagaður ............... 498 898 498 kr. Lamba grillsneiðar kryddaðar ................ 797 1.399 797 kr. Hunts BBQ sósur, 510 g ....................... 198 219 388 kr. kg Hunts tómatsósa, 680 g....................... 128 149 188 kr. kg Swiss Miss kakó, 737 g........................ 429 479 582 kr. kg Kingsford grillkol, 4,54 kg..................... 398 529 88 kr. kg Þykkvabæjar kartöfluflögur, 200 g ......... 228 289 1.140 kr. kg Haribo Mix .......................................... 563 626 563 kr. kg ÚRVAL Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Dönsk ofnsteik................................... 897 1.122 897 kr. kg Gourmet grísagrillsn/rauðv.................. 719 899 719 kr. kg Ostapylsur ......................................... 797 997 797 kr. kg Lambakótilettur, þurrkrydd. ................. 972 1.215 972 kr. kg Lambaframp., þurrkryddað.................. 739 924 739 kr. kg Rauðvínsl. lambalæri, heil................... 1.119 1.398 1.119 kr. kg Rauðvínsl. lambalæri, hálf .................. 1.119 1.398 1.119 kr. kg Grand Orange helgarst........................ 1.119 1.398 1.119 kr. kg Klettasalatblanda............................... 255 319 2.250 kr. kg Frieésalatblanda ................................ 225 279 1.125 kr. kg Úrvalssalatblanda .............................. 225 279 1.125 kr.kg Doritos Nacho Cheese ........................ 199 249 995 kr. kg Doritos Texas paprika.......................... 199 249 995 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Maítilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Risahraun Góu .................................... 59 80 Prins Póló, stórt ................................... 55 85 Pastabakki .......................................... 269 305 Fresca, 0,5 ltr...................................... 99 140 ÞÍN VERSLUN Gildir 22.–28. maí nú kr. áður kr. mælie.verð Koníaksleginn svínabógur..................... 746 878 746 kr. kg 4 hamborgarar & 4 brauð..................... 331 389 331 kr. pk Ostapylsur........................................... 678 798 678 kr. kg Bratwurst pylsur................................... 678 798 678 kr. kg Hunt’s BBQ sósur, 510 g ...................... 169 228 321 kr. kg Pizza American, 525 g.......................... 429 526 815 kr. kg Þykkvabæjar kartöfluflögur, 200 g ......... 149 237 745 kr. kg Maxwell House kaffi, 500 g................... 339 384 678 kr. kg Yankie Bar, 4 saman ............................ 169 Nýtt 42 kr. stk Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Ýmsar kjöttegundir og salat á tilboðsverði Morgunblaðið/Ómar ALÞJÓÐASAMTÖK um neytenda- rannsóknir, ICRT, halda ársfund sinn í Reykjavík í dag og á morg- un. Eitt helsta umfjöllunarefni fundarins er nýjar aðferðir við mat á neysluvarningi. Gæði, öryggi og umhverfissjónarmið hafa legið til grundvallar rannsóknum samtak- anna til þessa, en nú stendur til að meta neysluvöru út frá fleiri þátt- um, það er með tilliti til samfélags- legrar og siðferðilegrar ábyrgðar framleiðenda og dreifingaraðila. Um þessar mundir er unnið að þremur tilraunaverkefnum hvað þetta varðar, það er með íþróttaskó, farsíma og leikföng, þar sem umhverfisstefna framleiðenda og aðstæður og félagsleg réttindi þeirra sem starfa við framleiðsluna eru gaumgæfð. ICRT eru alþjóðleg samtök með aðsetur í Lundúnum. Að þeim standa 25 samtök neytenda og eru Neytendasamtökin á Íslandi í þeim hópi. Rannsóknarverkefni getur tekið heilt ár og kostnaður numið 85 milljónum króna, segir Guido Adriaenssens, framkvæmdastjóri ICRT. Fjörutíu stórar alþjóðlegar vöruprófanir eru gerðar á hverju ári og 150 minni, að hans sögn, og eru vörurnar sem um ræðir allt frá snyrtivörum og heimilistækjum til nýjunga í stafrænum tækjabún- aði og bíla. Nýr stafrænn tækni- búnaður og símar er allur prófaður jafnóðum og hann kemur á mark- að, segir Adriaenssens ennfremur, og eru niðurstöður birtar á Netinu um leið og þær liggja fyrir. Gæða- og öryggisprófanir á neysluvarningi hafa verið gerðar í um það bil hálfa öld og segir Guido Adriaenssens að samtök sem fram- kvæma og birta neytendarann- sóknir séu þau einu sem haldið hafi velli í gegnum tíðina. „Almenningur treystir neytenda- samtökum en vill ekki endilega leggja fé af mörkum til starfsem- innar nema að fá eitthvað í staðinn, til dæmis upplýsingar um rann- sóknir á neysluvarningi,“ segir hann. Samtök neytenda hafa stækkað mikið sums staðar og segir Adr- iaenssens að félagsmenn í Hollandi og Þýskalandi séu 600.000 í hvoru landinu fyrir sig. „Með árgjaldinu fylgir áskrift að neytendablaði og gera má ráð fyrir því að 3–4 lesi hvert eintak. Áskrifendur að stærstu neytendablöðunum innan vébanda ICRT eru samanlagt um fjórar milljónir,“ segir hann. Adriaenssens segir að neytenda- rannsóknir skili árangri og skapi þrýsting á framleiðendur. „Árekstrarpróf Euro NCAP eru gott dæmi. Niðurstöður þeirra hljóta mikla fjölmiðlaumfjöllun og menn eins og Schumacher mæta á blaðamannafundi þegar þær eru kynntar. Þrýstingurinn sem skap- ast hefur á bílaframleiðendur hefur orðið til þess að þeir framkvæma árekstrarprófanir sjálfir áður en bíll er settur á markað. Árekstr- arprófanir voru ekki algengar fyrir tíu árum. Nú þykja þær sjálfsagt mál,“ segir hann. Hugmyndin um samfélagslega og siðferðilega ábyrgð framleið- enda er ekki ný af nálinni, segir Adriaenssens jafnframt, en nú eru rannsakendur á vegum ICRT bún- ir að útfæra tillögur um fram- kvæmdina sem kynntar verða neytendasamtökum á fundinum hérlendis. Raunveruleikinn stundum annar „Aðferðirnar eru margvíslegar og hugsanlegt að þær verði mis- munandi eftir vörutegundum. Hvað íþróttaskó varðar höfum við fengið fyrirtæki í lið með okkur sem sent hefur út spurningalista og aflað gagna með beinum fyrirspurnum. Við höfum til að mynda kannað fullyrðingar fyrirtækja sem ekki segjast nota PVC í framleiðslu sína. Við athugun reyndist það hins vegar ekki rétt. Munurinn á því sem fyrirtæki vilja vera láta og raunveruleikanum getur nefnilega verið talsverður,“ segir hann. Gagnsæi fyrirtækja er einnig tekið til skoðunar, það er hversu tilbúin þau eru til þess að veita upplýsingar um starfsemina, og segir Adriaenssens samstarfsvilja hafa aukist. „Fyrirtæki geta firrt sig ábyrgð með því að vísa í samn- ing við annan aðila sem kemur að framleiðslunni, til dæmis á Sri Lanka, um bann við barnaþrælkun, án þess að ætla sér að ganga eftir því að ákvæðinu sé fullnægt. Fleiri möguleikar eru að senda blaða- menn til eftirlits, til að mynda með leikfangaframleiðslu. Einnig höfum við fengið rannsakendur hjá stórum neytendasamtökum til þess að gera nákvæmar athuganir á far- símum. Loks kemur til greina að taka upp samstarf við rannsókna- stofur víða um heim, sem sent geta starfsmenn í verksmiðjur til þess að grennslast fyrir um starfsemina. Vandi okkar er ekki síst sá að fyr- irtækin með bestu lögfræðingana á sínum snærum fá oftar en ekki bestu útkomuna. Þau hafa bolmagn til þess að búa til mikið magn af bæklingum og vottorðum og fal- legu kynningarefni fyrir almenn- ing, en ekki er endilega víst að allt sem þar kemur fram standist nán- ari skoðun. Þar kemur til okkar kasta,“ segir Guido Adriaenssens, framkvæmdastjóri ICRT, að síð- ustu. Alþjóðasamtök um neytendarannsóknir fjalla um aðferðir við mat á neysluvöru Krafa um samfélagslega og siðferðilega ábyrgð Morgunblaðið/Jim Smart Guido Adriaenssens, fram- kvæmdastjóri ICRT, Alþjóða- samtaka um neytendarannsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.