Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GLERÁRKIRKJA Lögmannshlíðarsókn - Aðalfundur Aðalfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í safnaðarsal Glerárkirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí nk. kl. 13.00 að aflokinni guðþjónustu sem hefst kl. 11.00. Í safnaðarsal verður boðið upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni og á meðan aðalfundi stendur. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Sóknarnefnd. ÍSLENSKIR aðalverktakar og samstarfsaðilar hlutu hæstu heildar- einkunn þeirra fjögurra verktaka sem buðu í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri í endurteknu útboði. Í gær voru lesnar upp hjá Ríkiskaupum einkunnir fyrir lausnir og þjónustu, auk þess sem verðtilboð voru opnuð. Í heildareinkunn gilda lausnir 50%, þjónusta 10% og verð 40%. Um er að ræða einkaframkvæmd, verkefnið snýr að byggingu hússins, rekstri og leigu til ríkisins í 25 ár og í gær var gerð opinber núvirt heildarfjárhæð bjóðenda fyrir allan leigutímann. Auk ÍAV og samstarfsaðila, sem eru Landsafl hf. og ISS á Íslandi, buðu Þ.G. verktakar ehf., Fasteigna- félagið Klappir ehf. og Nýsir hf. í verkið. ÍAV fékk næsthæstu ein- kunn fyrir lausnir, hæstu einkunn fyrir þjónustu og næsthæstu ein- kunn fyrir verð en verðtilboð fyr- irtækisins hljóðaði upp á tæplega 1,5 milljarða króna. Þ.G verktakar hlutu næsthæstu heildareinkunnina, fyrirtækið fékk lægstu einkunnir fyrir bæði lausnir og þjónustu en átti lægsta verðtilboðið, sem hljóð- aði upp á tæplega 1,4 milljarða króna og fékk fyrir það hæstu ein- kunnina fyrir verð. Nýsir fékk hæstu einkunn fyrir lausnir og þriðju hæstu einkunn fyrir þjónustu og verð en verðtilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæplega 1,7 milljarða króna. Klappir, sem heimamenn á Akureyri standa að, fékk þriðju lægstu einkunn fyrir lausnir, næst- hæstu einkunn fyrir þjónustu og lægstu einkunn fyrir verð en verð- tilboð félagsins hljóðaði upp á tæpa tvo milljarða króna. Páll Grétarsson hjá Ríkiskaupum sagði það gleðilegt að fjórir bjóð- endur skuli hafa tekið þátt. „Allt eru þetta vandaðar tillögur hver á sinn- hátt, þótt menn nálgist verkefnið frá ýmsum hliðum.“ Páll sagði að menn ættu eftir að setjast enn betur yfir allar tölur og útreikninga til að fá fram óyggjandi niðurstöðu í útboð- inu. Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri ÍAV með hæstu heildareinkunnina FJÖGUR tilboð bárust í 1. áfanga Brekkuskóla og voru þau öll undir kostnaðaráætlun. SS Byggir átti lægsta tilboð en það hljóðaði upp 39 milljónir króna, eða 78,8% af kostnaðar- áætlun hönnuða, sem hljóðaði upp á 49,5 milljónir króna. Um er að ræða jarðvinnu, sökkla, plötu og lagnir í grunn. Seinni áfangi verksins, sem er mun stærri, verður boðinn út í lok júní nk. og er jafnframt stærsta verkið sem boðið verður út á veg- um Fasteigna Akureyrarbæjar á árinu. Ráðgert er að verkinu verði lokið fyrir skólasetningu haustið 2005. Áætlaður byggingarkostnaður er um 530 milljónir króna og heild- arkostnaður verksins um 700 millj- ónir króna. Fjórir aðilar skiluðu inn fullgild- um tillögum í samkeppni um við- byggingu og endurbætur Brekku- skóla (áður Gagnfræðaskóli Akureyrar) og ákvað dómnefnd að tillaga Arkitektur.is yrði fyrir val- inu. Nýbyggingin verður vestan við núverandi skólahúsnæði. Aðalinngangur verður úr vest- urátt frá aðkomutorgi og bílastæð- um og þessi inngangur verður jafnframt hið nýja andlit skólans. Næstlægsta tilboð í þennan 1. áfanga átti Völvusteinn, tæpar 40 milljónir króna eða 80,6% af kostn- aðaráætlun, ÞJ verktakar buðu um 41 milljón króna, eða 82,9% og Fjölnir bauð um 45,3 milljónir króna eða 91,4% af kostnaðaráætl- un. Framkvæmdum við 1. áfanga skal lokið 1. september nk. Tilboð opnuð í fyrsta áfanga Brekkuskóla SS Byggir bauð lægst ELDUR kom upp í heitavatnstanki Norðurorku í landi Ytra-Lauga- lands í Eyjafjarðarsveit um miðjan dag í gær. Neisti úr suðutæki hljóp í klæðningu þegar verið var að vinna við festingar fyrir ventil á toppi tanksins og var Slökkvilið Akureyr- ar kallað á staðinn. Rjúfa þurfti klæðninguna til að komast að eld- inum en eftir það gekk slökkvistarf greiðlega. Eldurinn logaði í timb- ursperrum á milli klæðninga og einangrun. Nokkurt tjón varð á klæðningunni. Tankurinn stend- urofan við dælustöðina á Lauga- landi og er notaður til að skilja loft frá vatninu áður en því er dælt til Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Rjúfa þurfti klæðninguna á toppi vatnstanksins til að komast að eldinum. Eldur í klæðningu í heitavatnstanki persónuleg og góð þjónusta við- skiptavina af starfsfólki með góða þekkingu og reynslu. Þau segjast leggja metnað í að hugsa um þarfir viðskiptavina sinna, m.a. þeirra sem þjást af sykursýki og glútenóþoli. Þau sjá nánast alfarið um innflutn- ing á þeim vörum sem seldar eru í versluninni og kappkosta að bjóða fjölbreytt vöruúrval. Þau leggja einnig áherslu á að bjóða lífrænt ræktað grænmeti í verslun sinni, HEILSUHORNIÐ á Glerártorgi á afmæli um þessar mundir, en 10 ár eru frá því hjónin Hermann H. Huij- bens matreiðslumeistari og Þóra G. Ásgeirsdóttir nemi í hómópatíu tóku við rekstri verslunarinnar. Þá eru um 20 ár frá því rekstur verslunar- innar hófst á Akureyri, en þau Her- mann og Þóra keyptu verslunina á 10. rekstrarári hennar. Hermann og Þóra segja að eitt af aðalsmerkjum verslunarinnar sé sem laust er við skaðleg aukaefni. Yfir vetrarmánuðina flytja þau inn ferskt lífrænt ræktað grænmeti og ávexti en frá vori og fram á haust segja þau nægilegt úrval fyrir hendi frá framsýnum bændum hér á landi, en auk grænmetis hafa þau einnig boðið upp á lífrænt lambakjöt. Í til- efni af þessum tímamótum verða góð tilboð í versluninni og fólki gefst kostur á að skrá sig í lukkupott þar sem m.a. ferðavinningur er í boði. Morgunblaðið/Kristján Hermann Huijbens og Þóra G. Ásgeirsdóttir, eigendur Heilsuhornsins, ásamt Björgu Mörtu Gunnarsdóttur. Hafa rekið Heilsuhornið í 10 ár BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur stað- fest afgreiðslu náttúruverndarnefnd- ar um friðlýsingu Krossanesborga. Svæðið er hluti af jörðinni Ytra- Krossanesi, sem ríkissjóður afsalaði til Akureyrarbæjar árið 1990. Í afsali segir m.a. að kaupandi skuldbindi sig til að varðveita borgarsvæðið í landi jarðarinnar, jafnframt því að nýta verulegan hluta lands jarðarinnar til útivistar fyrir almenning á Eyjafjarð- arsvæðinu. Svæðið er alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum, sem snúa norð- ur-suður. Í borgunum er 5–10 millj- óna ára basalt en úr því er berggrunn- ur Akureyrar. Stærstu borgirnar í Krossanesborgum hafa eigin nöfn og einnig stærstu tjarnirnar, segir í upp- lýsingum um svæðið. Mikill gróður er í þessum tjörnum og þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og þar hafa fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starateg- undir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómaplatna og byrkinga. Meginhluti mýranna í borgunum hefur sloppið við framræslu, þar eru einu mýrarnar í bæjarlandinu sem eru óskemmdar og mýragróðurinn er sérstaklega fjölbreyttur. Fuglalíf var rannsakað sérstaklega sumarið 1998 og í ljós kom að alls urpu 27 tegundir fugla á svæðinu, eða um 35% af öllum íslenskum fuglateg- undum. Nokkrar fuglategundir sem verpa á svæðinu eru á válista og fyrir nokkrar aðrar fuglategundir er svæð- ið mjög mikilvægt varpland. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf á svæðinu SKÓLANEFND Akureyrar- bæjar hefur samþykkt tillögu um ráðningu Jóns Baldvins Hannessonar í starf skólastjóra Giljaskóla og tekur hann við stöðunni af Halldóru Haralds- dóttur. Auk Jóns Baldvins voru um- sækjendur um stöðuna þau Ágúst Frímann Jakobsson, Bjarni Guðmundsson, Ragn- heiður Gunnbjörnsdóttir og Sigfús Aðalsteinsson. Giljaskóli Jón Bald- vin ráðinn skólastjóri Tero Mustonentero, kennari í um- hverfisfræðum við Tampere Poly- technic, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Félagsvísinda- og laga- deildar Háskólans á Akureyri og Stofnunar Vilhjáms Stefánssonar í dag, fimmtudaginn 22. maí. Fyr- irlestur Teros nefnist „Icescapes, Landscapes, Seascapes“ og verður fluttur á ensku. Hann hefst kl. 16. í sal L101 og er öllum opinn. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.