Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í MORGUNBLAÐINU hinn 14.
maí sl. birtist grein eftir Stefán
Hjörleifsson tónlist-
armann þar sem
hann ræðir þátt
„peer-to-peer“-
forrita (P2P), eins
og Kazaa og
Grokster, í ólög-
legri dreifingu á
tónlist á netinu og áhrif þeirra á
sölu tónlistar. Í grein sinni dregur
Stefán upp dökka mynd af því, að
hljómplötusala hafi minnkað á sein-
ustu árum og margir hafi því misst
vinnuna.
En hver er raunverulega þáttur
P2P-forrita í þessu máli? Í grein
sinni bendir Stefán m.a. á, að í
könnun greiningarfyrirtækisins
Jupiters frá október sl. hafi um
þriðjungur þeirra sem nota P2P-
forrit reglulega sagst kaupa minna
af tónlist nú en áður. Að sögn Stef-
áns hefur hljómplötusala í heim-
inum minnkað um 25% frá 1997 og
hann dregur þá ályktun að þar sé
m.a. við P2P-forritin að sakast. Sú
ályktun stenst þó alls ekki nánari
skoðun. Efnahagsástand nú er allt
annað og mun verra en 1997, sér í
lagi í Bandaríkjunum, og mun lík-
legra að það sé meginástæða þess
að hljómplötusala hefur dregist
saman. Það séu ekki eingöngu not-
endur P2P-forrita sem kaupi minna
af tónlist nú en áður heldur kaupi
einfaldlega allir minna en áður,
vegna þess að almennur efnahagur
hefur þrengst. Notkun netsins og
P2P-forrita breyti þar engu um og
valdi ekki þessari söluminnkun.
Raunar bendir könnun sem
greiningarfyrirtækið Nielsen//
NetRatings birti hinn 8. maí sl.
þvert á móti til þess að notendur
P2P-forrita séu mun líklegri en
aðrir netnotendur til þess að kaupa
tónlist. Bandarískir P2P-notendur
voru t.d. 111% líklegri til að kaupa
rapptónlist en þeir sem ekki not-
uðu P2P-forrit, sem er mjög mikill
munur P2P-forritunum í hag og
svipað var upp á teningnum um
aðrar tegundir tónlistar [1].
Tónlistariðnaðurinn hefur barist
með kjafti og klóm gegn P2P-
forritum en ekki svarað kalli net-
notenda um að bjóða upp á tónlist í
gegnum netið með löglegum hætti.
Netnotendur hafa því ólöglega, en
af illri nauðsyn, sjálfir dreift tónlist
um netið. Ef þeim væri boðið að
eignast tónlist á rafrænu formi lög-
lega myndu þeir hiklaust taka því.
Þessu til stuðnings má nefna vel-
gengni netverslunar Apple tölvu-
fyrirtækisins, iTunes. Á einungis
tveimur vikum hefur iTunes selt
meira en tvær milljónir laga (fyrir
tæpan $1 hvert lag) og um helm-
ingur þeirra hafa verið heilar plöt-
ur [2]. Ennfremur er þjónustan
meira að segja einungis fyrir not-
endur Macintosh-tölva enn sem
komið er. Þegar Apple setur Wind-
ows útgáfu á markað seinna á
þessu ári má búast við mjög mikilli
aukningu.
Í stað þess að kvarta stöðugt yfir
netinu og P2P-forritum ættu tón-
listarmenn að sjá hérna gott og
sannað tækifæri til að auka sölu á
tónlist og til að ná betri og nánari
tengslum við hlustendur sína. Í
leiðinni myndu tónlistarmenn líka
auka virðingu almennings fyrir höf-
undarrétti hverskonar, hvort sem
er á tónlist eða hugbúnaði.
Fáfræði og/eða virðingarleysis
gætir því miður stundum í garð
höfundarréttarvarðra verka; en all-
ir ættu ætíð að gæta þess vel að
eignast slík verk á löglegan hátt,
hvort sem er tónlist eða hugbún-
aður. Hins vegar verður einnig að
gæta þess vel að fara rétt með
staðreyndir og þjófkenna ekki sak-
laust fólk.
[1] www.nielsen-netratings.com/
pr/pr_030508.pdf
[2] www.apple.com/pr/libr-
ary/2003/may/14musicstore.html
Stolin tónlist
og stolinn
hugbúnaður
Eftir Erlend S. Þorsteinsson
Höfundur er stærð- og
tölvunarfræðingur.
STJÓRN knattspyrnufélagsins
Víkings áréttaði á dögunum að
skrif mín um Víking lýstu ekki
skoðunum núver-
andi stjórnarmanna.
Það var sjálfsagt.
Ég hafði aldrei
haldið því fram að
ég talaði fyrir hönd
stjórnar Víkings.
Var að rifja upp
dapurlega reynslu mína af sam-
skiptum mínum við borgaryfirvöld
eftir 1994 þegar ég var formaður
Víkings. Með tilkomu R-listans til
valda var Víkingur settur til hliðar.
Ég lenti á rauðu ljósi í ráðhúsinu
og allt fraus fast. Það dró fyrir sólu
í Fossvogi. Það er því miður stað-
reynd og undan henni verður ekki
vikist. Í samræðum Víkings og
borgaryfirvalda virðast ýmis meg-
inatriði hafa skolast til. Enn og aft-
ur ætla ég árétta vegvísinn sem
mótaður var fyrir rúmum áratug.
Mun aldrei þreytast á því frekar en
karlinn Kató forðum.
Um áramótin 1988/89 gerðu Vík-
ingur og borgaryfirvöld með sér
samkomulag um að félagið flytti í
Fossvog. Árið 1991 reis Víkin,
glæsilegt íþróttahús og félagsheim-
ili. Árið 1993 var lokið við fyrsta
áfanga að aðalleikvangi Víkings.
Þáverandi borgarstjóri fól formanni
skipulagsnefndar í ársbyrjun 1994
að ganga frá samningi um lúkningu
verksins. Ég átti fundi með for-
manni skipulagsnefndar. Meðal
annars nýja stúku, sambærilega
KR. Við vorum sammála um meg-
inatriði áætlunar, meðal annars að
reisa stúkuna. Ég geri ráð fyrir að
formaðurinn fyrrverandi, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson staðfesti
það, ef eftir er leitað. Borg-
arstjóraskipti urðu í Reykjavík.
Árni Sigfússon tók við. Hann taldi
rétt að fresta afgreiðslu málsins
fram yfir kosningar vorið 1994, en
aðilar voru sammála um meg-
inatriði.
Nýr meirihluti tók við. Allt fraus
fast. Víkingur lenti á rauðu ljósi.
Árin liðu, 1994, 1995, 1996. Ekk-
ert gerðist. Ég lét af formennsku
1996 ef það mætti verða til þess að
liðka fyrir málum. Árin liðu, 1997,
1998, 1999. Ekkert gerðist. Árið
2000 var Víkin stækkuð, aðal-
leikvangur lagður og æfingavellir í
samræmi við samkomulagið frá
1988, en borgin var ekki til viðtals
um stúku. Varaformaður ÍTR sagði
á dögunum að borgin hefði „styrkt“
Víking vegna framkvæmda árið
2000. Það er rangt. Borgin var að
greiða Víkingi fyrir landið sem hún
fékk við Hæðargarð. Því skal hald-
ið til haga sem satt er og rétt. Þar
Víkingur beinn
í baki
Eftir Hall Hallsson
FIMMTUDAGINN 7. maí sl.
ályktaði Alþýðusamband Íslands og
mótmælti harðlega tilraunum for-
svarsmanna Útgerð-
arfélags Akureyr-
inga og Brims til
þess að hafa áhrif á
stjórnmálaskoðanir
starfsmanna sinna og
telur ASÍ að um al-
varlegt brot sé að
ræða á 4. gr. laga um stéttarfélög og
vinnudeilur frá árinu 1938. Í álykt-
uninni segir meðal annars: „Sú al-
menna og viðurkennda meginregla
gildi í samskiptum launafólks og at-
vinnurekenda að atvinnurekendum
sé óheimilt að reyna með ólöglegum
hætti að hafa áhrif á stjórnmálaskoð-
anir starfsmanna sinna.“ Þessi regla
hafi verið fest í lög á fyrri hluta síð-
ustu aldar og hafi ekki orðið tilefni til
ágreinings um langt skeið. „Á því hafi
orðið breyting. Á fundi með starfs-
mönnum og síðar í vikulegu innan-
húss fréttabréfi til starfsmanna segi
framkvæmdastjóri félagsins m.a. að
hætt sé við, nái stefna stjórnarand-
stöðuflokkanna í komandi þingkosn-
ingum fram að ganga, að fótunum
yrði“ …kippt undan rekstri þeirra
frystihúsa sem rekin eru af Brimi og
byggja vinnslu sína á eigin hráefni.
Stórir vinnustaðir á Akureyri, Greni-
vík, Akranesi og Seyðisfirði færu í
uppnám og hætt er við að fjöldinn all-
ur af starfsmönnum myndi missa at-
vinnu í kjölfarið. Þá er ljóst að núver-
andi rekstur ísfisksskipa Brims
myndi breytast verulega og tilfærsla
yrði frá ísfisksveiðum yfir í sjófryst-
ingu,“ segir meðal annars í ályktun
frá ASÍ.
Þegar bifreiðastjórar í Bifreiða-
stjórafélaginu Sleipni stóðu í síðustu
kjarabaráttu árið 2000 gerðu margir
atvinnurekendur þá kröfu til bifreiða-
stjóra sinna að þeir væru ekki fé-
lagsmenn Sleipnis, gerðu þeim skylt
að ganga til liðs við önnur stéttarfélög
ella ættu þeir á hættu að verða sagt
upp störfum. Margir bifreiðastjórar
sáu sér ekki annað fært en að ganga
að kröfum þeirra og voru þar með
neyddir til þess að gerast aðilar að
öðrum stéttarfélögum. Þar sem
Sleipnir taldi þetta vera alveg ský-
laust brot á 4. gr. laga um stéttarfélög
og vinnudeilur, óskuðum við eftir því
við Alþýðusamband Íslands að þessu
yrði mótmælt og jafnvel kært og ASÍ
léti reyna á þessa lagagrein fyrir dóm-
stólum. Á þetta sjónarmið okkar
Sleipnismanna féllst Alþýðu-
sambandið alls ekki og töldu að at-
vinnurekendum væri þetta alveg
frjálst og vildu ekki á nokkurn hátt
aðstoða okkur með ályktun eða á
nokkurn annan hátt. Nú kveður við
annan tón hjá þessum herrum varð-
andi lagagrein þessa. Gott er, hafi þeir
skipt um skoðun eða er þetta kannski
bara sýndarmennska ein? Voru þeir
kannski búnir á sínum tíma að ákveða
það ásamt vinnuveitendum að það
skyldi uppræta þau stéttarfélög með
öllum tiltækum ráðum siðlausum og
ólöglegum sem færu sínar eigin leiðir
í baráttunni fyrir bættum kjörum
sinna félagsmanna? Laugardaginn 10.
maí sl. er frétt í Morgunblaðinu þar
sem vitnað er í leiðara, fréttabréfsins
Af vettvangi, frá yfirlögfræðingi Sam-
taka atvinnulífsins, Hrafnhildi Stef-
ánsdóttur þar sem hún lýsir furðu
sinni á afstöðu Así. Ekki kom það á
óvart, ég hefði orðið verulega hissa ef
svo hefði ekki verið, þvílíkur er hringl-
andaháttur og tvískinnungur Así-
forustunnar. Félagsmönnum Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis hlýtur
því að vera spurn hvort Así-forustan
verði enn og aftur búin að skipta um
skoðun að afstöðnum kosningum?
Sjálfur hef ég trú á því að svo verði,
það er þægilegast að skipta sem oftast
um skoðun, þá þarf ekki að fylgja því
eftir sem maður heldur fram í það og
það skiptið.
Tvískinnungur
Alþýðusambands
Íslands
Eftir Óskar Stefánsson
Höfundur er formaður Bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis.
Á KOSNINGADAGINN kvað
Kjaradómur upp úrskurð um laun
æðstu embættismanna ríkisins.
Samkvæmt honum
hækka umrædd
laun um allt að
19,3% þannig að
laun forsætisráð-
herra hækka um
rúmar 140 þús. kr.
á mánuði og laun
annarra ráðherra um 122 þús kr. á
mánuði. Þetta gerist á sama tíma
og rætt er hvort þjóðarbúið þoli
að aldraðir og öryrkjar fái nokkur
þúsund kr. í hækkun á mánuði.
ASÍ hefur þegar mótmælt úr-
skurði Kjaradóms og telur, að
hann geti torveldað gerð næstu
kjarasamninga.
Í kosningabaráttunni vegna ný-
afstaðinna þingkosninga var nokk-
uð rætt um kjör aldraðra og ör-
yrkja. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar
sögðu ítrekað að kjör þessara
hópa hefðu verið bætt verulega í
tíð ríkisstjórnarinnar. Kaupmáttur
lífeyrisgreiðslna hefði aukist. Var
á þessum talsmönnum að skilja að
kjör aldraðra og öryrkja væru við-
unandi. Ítrekað var vitnað í það að
ríkisstjórnin hefði gert sam-
komulag við samtök aldraðra og
öryrkja um kjarabætur þeim til
handa og gefið í skyn að allt væri
komið í lag! M.a. sögðu fulltrúar
ríkisstjórnarinnar að skattar á
þessum láglaunahópum hefðu
lækkað. Af þessum sökum sá Fé-
lag eldri borgara ástæðu til þess
að birta yfirlýsingu 3. maí sl. þar
sem það sýndi fram á það með
rökum og staðreyndum að skattar
á öldruðum hefðu hækkað í tíð
ríkisstjórnarinnar.
En hver er sannleikurinn um
kaupmátt bóta lífeyrisþega á und-
anförnum árum? Hver er sann-
leikurinn um bætt kjör lífeyr-
isþega sem fulltrúum
ríkisstjórnarinnar varð tíðrætt um
í kosningabaráttunni? Sannleik-
urinn er þessi: (Byggt á upplýs-
ingum Félags eldri borgara.)
Sl. 13 ár hefur kaupmáttur líf-
eyris aldraðra hækkað um 10,6% á
sama tíma og kaupmáttur lág-
markslauna hefur hækkað um yfir
40%. Þegar tekjuskattur hefur
verið dreginn frá stendur eftir
0,7% kaupmáttaraukning eða 613
kr. á mánuði. Þetta er sú kjarabót
aldraðra sem ríkisstjórninni varð
svo tíðrætt um í kosningabarátt-
unni. Aldraðir fá þessar 613 kr. á
mánuði í kjarabót á meðan ráð-
herrarnir fá nú skv. úrskurði
Kjaradóms á annað hundrað þús.
kr. í kauphækkun á mánuði! Þann-
ig er réttlætið. En var þetta rang-
læti ekki lagfært með sam-
komulagi ríkisstjórnar og Félags
eldri borgara í nóvember sl.? Lít-
um á það: Samkvæmt sam-
komulaginu var ellilífeyrir hækk-
aður um 640 kr. á mánuði. Já,
mikill er rausnarskapur rík-
isstjórnarinnar. Tekjutrygging
einstaklinga var hækkuð um 3.028
kr. á mánuði á þessu ári og skyldi
hækka um 2.000 kr. á mánuði 1.
jan. nk. Auk þess var nokkur
hækkun á tekjutryggingarauka en
aðeins fáir njóta hans. Skerðing-
arhlutfall vegna tekjutrygging-
arauka var lækkað úr 67% í 45%.
Það er mikið búið að dásama
þetta samkomulag. Og fulltrúar
ríkisstjórnarinnar notuðu það
óspart í kosningabaráttunni að
gert hefði verið samkomulag við
eldri borgara um bætt kjör þeirra.
Það var engu líkara en allt væri
komið í lag varðandi kjör aldr-
aðra. En þegar litið er á fram-
angreindar tölur sést að hér var
um skammarlega litlar hækkanir
að ræða. Undrar það mig mjög að
Félag eldri borgara skyldi semja
um svo litlar hækkanir: 640 kr.
hækkun á ellilífeyri á mánuði og
3.028 kr. hækkun á tekjutrygg-
ingu á mánuði á þessu ári. Þetta
eru smánarbætur og síðan er tek-
inn skattur af þessu.
Vonandi tekur ríkisstjórnin sig
á og gerir betur við aldraða og ör-
yrkja. Ef hún tekur eitthvert
mark á kjósendum ber henni að
gera myndarlegt átak í kjarabót-
um fyrir þessa hópa. Allir stjórn-
málaflokkar lögðu áherslu á nauð-
syn þess að bæta verulega kjör
aldraðra, öryrkja og atvinnu-
lausra. Í þeim málum var alger
samstaða í kosingabaráttunni.
Kaupmáttur
ellilauna hefur
aukist um
613 kr. á mánuði!
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
HVERSU súrt í broti sem það er fyrir Samfylkinguna
horfist hún í augu við þá staðreynd að vera sigurvegari
án þess að hampa sigri. Sjálfstæðisflokkurinn er þó
ekki sloppinn fyrir horn, en á mikla
möguleika á að koma sterkari út úr
þessu kjörtímabili.
Hlutur kvenna skiptir sköpum
Ástæðan fyrir ósigri Samfylking-
arinnar í sigri sínum er sú, að þrátt fyr-
ir þung áhlaup allra hinna stjórn-
málaflokkanna í kosningabaráttunni
stendur Sjálfstæðisflokkurinn enn; kannski ekki
óhaggaður en keikur. Niðurstaða kosninganna felur
jafnframt í sér skilaboð um að hann beiti sér fyrir
áherslubreytingum sem leiðandi afl á vettvangi stjórn-
málanna. Rás atburða má enn fremur túlka á þann veg,
að hlutur kvenna geti skipt miklu þegar að ráðherra-
vali flokksins kemur, vitaskuld að því gefnu að stjórn-
arflokkarnir nái saman um næstu ríkisstjórn.
Afburðahæfar
Þá umræðu sem skapaðist um hlut kvenna á fram-
boðslistum Sjálfstæðisflokksins ásamt fylgissveiflunni
við hann er ekki unnt að skilja á annan hátt en sem
skilaboð um að konum fjölgi í ráðherraliði Sjálfstæð-
isflokksins. Þótt þingkonum hans hafi því miður óhjá-
kvæmilega fækkað við kosningaúrslitin hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn á afburðahæfum þingkonum að skipa,
þegar að vali ráðherraefna kemur. Þegar jafnmik-
ilvægir hagsmunir eru í húfi og nú mun sátt mjög lík-
lega skapast um slíka niðurstöðu innan flokksins þrátt
fyrir sætaskipan á framboðslistum.
Ósanngjarnt en kannski skiljanlegt
Sú umræða sem skapaðist um framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í aðdraganda kosninganna var ósann-
gjörn en kannski skiljanleg. Jafnréttisstarf innan
flokksins hefur verið virkt og grasrótarstarf í kringum
hann öflugt. Þess sjáum við meðal annars stað í nýju
Landsneti sjálfstæðiskvenna, vefritinu tikin.is og Láttu
að þér kveða námskeiðum stjórnmálaskóla Sjálfstæð-
isflokksins fyrir konur og svo mætti áfram telja. Með
breytingum á kosningalöggjöfinni færðist þungamiðja
stjórnmálanna til höfuðborgarsvæðisins og því er ljóst
að helstu sóknarfæri kvenna eru um þessar mundir
þar. Úrslit Reykjavíkurprófkjörsins voru að þessu leyti
vonbrigði, þótt þau væru að öðru leyti glæsileg fyrir
m.a. mikilvæga endurnýjun. Aftur á móti hélst hlutur
kvenna í Suðvesturkjördæmi og vel það.
Konur koma sterkar inn
Á heildina litið eru stjórnmálaflokkarnir að skila
svipaðri endurnýjun meðal kvenna á þingi. Hræsnin í
þessari gagnrýni á framboðslista Sjálfstæðisflokksins
er því mikil. Það breytir því þó ekki að Sjálfstæð-
isflokkurinn þarf að svara henni á sannfærandi hátt.
Jafnframt verður ekki fram hjá því litið að þótt kjós-
endur hafi kosið áframhaldandi stjórnarsamstarf og
efnhagslegan stöðugleika er krafan um að það verði
með nokkuð breyttu sniði jafnframt skýr. Þar koma
sjálfstæðiskonurnar sterkar inn.
Hinn mikilvægi hlutur kvenna
Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur
Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.