Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 23 Fjarnám allt árið Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is 3. júní - 17. júní á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn í íbú› m/1 svefnherbergi og stofu í viku á Paraiso og viku á Ondamar. 58.317kr.* Sta›grei›sluver› á mann m.v. 2 fullor›na í íbú› m/1 svefnh. og stofu í viku á Paraiso og viku á Ondamar. 76.455 kr.* Sta›grei›sluver› * Innifali›: Flug, flugvallaskattar, gisting í 2 vikur, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 12 38 05 /2 00 3Fyrri vikan á Paraiso og seinni vikan á Ondamar. fiökkum frábærar vi›tökur! Örfáar vi›bótaríbú ›ir! unni frelsi til að halda sköpuninni áfram. Höfundurinn leggur bara texta í púkkið, verkið er samvinna. Og hópurinn vann þetta frábærlega,“ segir Sigtryggur. Stefán Jónsson leikstjóri bætir við að svona sé áhorf- andinn líka frjálsari að sinni upplifun, „þú veist ekki hvort verkið gerist beinlínis á undan eða eftir atburðun- um sem um ræðir, í rauninni eða í sál- arlífi Herjólfs. Það ýtir undir ímynd- unarafl áhorfandans sem þarf sjálfur að finna út úr því hvert verkið er að fara, hvað það er að segja. Og myrkr- ið ... mér líður voða vel í myrkrinu.“ Eins og seiður Sigtryggur bar verkið á borð Stef- áns Jónssonar leikstjóra, áður en hann lagði það til við Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóra. „Fyrstu viðbrögð mín, þegar ég sá verkið,“ segir Stefán Jónsson, „voru einfald- lega: Vá, gott verk! Það hafði djúp- stæð áhrif á mig, fallegt, satt og heið- arlegt. Það verkaði á mig eins og seiður, þessar endurtekningar og minni, eiginlega eins og tónlist.“ Tónlist Kristínar Bjarkar Krist- jánsdóttur eða Kiri Kiri skipar ein- mitt veigamikinn sess í sýningunni, „já, ég var viss um að ég þyrfti að beita öllum brögðum til að laða fram rétta hljóðið, þessa tónlist sem ég heyrði.“ Verkið er frumsýnt í kvöld kl. 20, í Leiksmiðjunni í gamla Landsíma- húsinu við Lindargötu 7. LEIKSMIÐJA Þjóðleikhússins er, samkvæmt erindi sem Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunaut- ur flutti í lok apríl, tilraun til starf- semi miðja vegu milli leiklestra og hefðbundinna sýninga. Þar verða frumflutt stutt og óvenjuleg íslensk verk, í hrárri leikmynd og á styttri æfingatíma en venjulega. Fyrsta verk Leiksmiðjunnar er eftir Sigtrygg Magnason, klukku- stundarlangt verk sem heitir „Herj- ólfur er hættur að elska“ og Stefán Jónsson leikari leikstýrir. Þessi litli harmleikur Sigtryggur er íslenskufræðingur, hefur starfað sem blaðamaður á DV, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og gefið út ljóð en „besti skólinn sem ég fór í gegnum fyrir þetta var að vinna sem sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu í tvö ár“. Hvernig er verkið upprunnið? „Hinn 5. júlí 2001 bjó ég til tölvu- skjal með þessu heiti, Herjólfur er hættur að elska, og það bara kallaði á verk,“ segir Sigtryggur. Verkið var raunar ljóðabók, gefin út í fyrra, og er leikritið byggt á henni. Leikritið fjallar um Herjólf sem virðist jafn sambandslaus við lífið hið innra og hið ytra og „hættur að elska. 20% Íslendinga eru á geðdeyfðarlyfj- um. Þessi litli harmleikur, ástin, skiptir svo marga svo ótrúlega miklu máli.“ Stefán Jónsson leikstjóri segir verkið fjalla um „það sem upp á vant- ar hjá aðalpersónunni og okkur öllum og hvernig við lendum í ógöngum við að ná okkur í það. Margir stytta sér leið. Þetta verk er um niðurstöðu Herjólfs og hvernig hún kemur til af uppeldi, ástleysi og föðurmissi.“ Merkingin skilin eftir Leikritið er, eins og kannski vænta má af verki sem er unnið úr íslenskri ljóðabók, óstaðbundið og jafnvel tímalaust, þó höfundur vinni með við- fangsefni úr samtímanum. Hvers vegna? „Ég sá þetta aldrei fyrir mér á sviði þó ég hafi skrifað það fyrir svið. Mig langaði að skilja það eftir, gefa hinu fólkinu sem vinnur að sýning- Margir stytta sér leið Leiksmiðjan frumsýnir Herjólfur er hættur að elska Úr leikritinu „Herjólfur er hættur að elska“. Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Bómullar- og silkidamask til brúðargjafa Úrval af fallegum rúmfatnaði GESTUM Útvarpsleikhússins gefst nú kostur til að hlýða á þriðja út- varpsleikrit Braga Ólafssonar. Skáld- saga hans Við hinir einkennisklæddu kom út í vor og nýtt leikrit hans verð- ur sýnt í Borgarleikhúsinu í haust. Eins og í fyrri leikritum Braga skarast hér ímyndun og raunveruleiki og í óvissunni sem skapast býr ógn. Galdurinn við nálgun Braga er að hann kemur alltaf að við- fangsefninu úr nýrri átt. Per- sónurnar í Sum- ardeginum fyrsta (1996) bjuggu í órök- rænni fullvissu sem einkennd- ist af ranghug- myndum og ár- áttuhegðun. Í Augnrannsókninni (2001) réð martröðin ríkjum og per- sónurnar bjuggu í ringulreið algjörr- ar óvissu, enda reyndist ekkert eins og við mátti búast við nánari athugun. Í Grónu hverfi er hversdagsleiki nútímans ráðandi afl, en að honum sækja dularfull öfl úr fortíðinni. Þess- ir tveir heimar skarast í gömlu húsi í Þingholtunum þar sem íbúarnir reyna að henda reiður á því sem fram fer. Á yfirborðinu er sagan rakin skil- merkilega með hjálp sögumanns en undir niðri kraumar óreiðan sem Braga finnst svo gaman að fjalla um. Þeim upplýsingum sem áheyrandinn viðar að sér úr samtölum persónanna ber ekki að öllu leyti saman – að vísu nóg til að heimur verksins hangi sam- an en áhorfandinn verður jafn forviða og persónurnar þegar ómögulegt reynist að skipa hinum dularfullu at- burðum í rökrænt samhengi. Óskar Jónasson leikstjóri nálgast efniviðinn af varfærni og forðast að ýkja um of viðbrögð persónanna. Leikurunum tekst því að koma vel til skila ógninni sem fylgir í kjölfar óviss- unnar sem ríkir, auk lágt stemmds spaugsins sem felst í skringilegum til- svörum. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir lék hina skapmiklu aðalpersónu frá- bærlega; Margrét Vilhjálmsdóttir og Kjartan Guðjónsson drógu upp snaggaralegar myndir af vinkonunni og eiginmanninum; Ingvar E. Sig- urðsson skilar afar hófstilltum leik í lykilhlutverki, þar sem ekkert má vera of eða van; Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir nostruðu við gömlu hjónin og Karl Guðmundsson leiddi áhorfendur kíminn í bragði í þessa ferð um hugarheim Braga Ólafssonar, sem olli ekki vonbrigðum nú frekar en endranær. LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Karl Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Mar- grét Ólafsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Frumflutt sunnudag 18. maí; endurtekið fimmtu- dagskvöld 22. maí. GRÓIÐ HVERFI Sveinn Haraldsson Bragi Ólafsson Ekki allt með felldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.