Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á Hofsósi stendur yfir vesturfaraævintýri og maðurinn á bak við það er Valgeir Þorvaldsson á Vatni. Frey- steinn Jóhannsson ræddi við hann. Atlanta á tímamótum Hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhanns- son settust niður við eldhúsborðið og ræddu við Jó- hannes Tómasson um Atlanta á tímamótum. Ys og þys út af Harry Potter Ekkert lát er á vinsældum bókanna um galdrastrákinn Harry Potter. Árni Matthíasson segir frá umstanginu út af útgáfu fimmtu bókarinnar um hann. Valgeir á Vatni á sunnudaginn LEIÐTOGAR ESB FUNDA Leiðtogafundur Evrópusam- bandsins (ESB) hófst í gær í Porto Carras, nærri borginni Þessalóníku í Grikklandi. Fundurinn er sögulegur enda verða þar rædd drög að stjórn- arskrársáttmála fyrir sambandið, sem svonefnd Framtíðarráðstefna ESB samþykkti fyrir viku síðan. Róstursamt í Írak Ráðist var á bandaríska hermenn nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun og beið einn bana og tveir særðust. Þá særðust nokkrir Bandaríkjamenn til viðbótar þegar tvær árásir voru gerðar nærri bæn- um Fallujah, vestur af Bagdad, seint í gærkvöld. Framtak Straums og Norvik Rúmlega 80% hlutafjár í Fram- taki fjárfestingarbanka skiptu um hendur á miðvikudag þegar Straum- ur og Norvik keyptu stóra eign- arhluti í félaginu. Bæði Straumur og Norvik keyptu hlutabréf af nokkrum fjárfestum, aðallega lífeyrissjóðum, og í lok dags hafði Straumur eignast meirihluta hlutafjárins, 57%, en Norvik 24%. Samfylking sér fram? Samfylkingin ætti að bjóða fram í öllum sveitarfélögum í næstu sveit- arstjórnarkosningum, að því er Guð- mundur Árni Stefánsson, þingmaður flokksins, sagði í ræðu sinni á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær. Máluðu bæinn bleikan Átakinu Málum bæinn bleikan var ýtt úr vör í gær í tilefni kvenrétt- indadagsins 19. júní. Femínistafélag Íslands gaf helstu ráðamönnum bleika steina. Margar verslanir stilltu bleikum fötum út í glugga og var bleiki liturinn víða áberandi. F Ö S T U D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð C  DANSAÐ VIÐ MJALLHVÍTI/2  BRENN- ANDI ÍÞRÓTTIR /2  ÞORSKASTRÍÐ OG ROKK/4  BALLETT ER LÍFSSTÍLL/6  KYNJAMÁL/7  AUÐLESIÐ /8  LITSKRÚÐUGT blómahaf setursvip sinn á náttúruna þessa dag-ana og er ekki síður blómlegt umað litast í tískuverslunum hér heima og erlendis, enda eru þeir ófáir tískuhönnuðirnir sem leita innblásturs í gróðri sumarsins og jafnvel naumhyggju- hönnuðir á borð við Yohji Yamamoto hafa heillast af rómantískum rósabreiðum. Rósin er líka það blóm sem reynst hefur hvað flestum hönnuðum innblástur, og nægir að nefna auk Yamamoto Banda- ríkjamennina Ralph Lauren og Betsey Johnson, enda er rósin fjölbreytileg og fell- ur jafn vel að rómantískri hönnun sem stíl- hreinni, framandlegri og frumlegri. Líkt og í görðum landsmanna er rósin þó langt í frá að vera eina blómið í tískuverslununum því hægt er að finna blómum skreytt klæði sem falla að smekk hvers og eins. Nægir að nefna hér hitabeltisblóm á borð við liljur, orkídeur og magnólíur, stílfærð lótus- og jasmín-blómamunstur sem eiga rætur sín- ar í brimbrettatískunni, kirsuberjablóm og tryggðarblóm í austurlenskum anda, sem og bláklukkur, fífla og körfublóm í hefð- bundnum rómantískum blómamynstrum. Að sögn Hilary Alexander, tískuritstjóra Daily Telegraph, verða blóma- munstrin líka verulega áberandi í sumar. Á þetta ekki hvað síst við um kjólatísku sumarsins sem gjarnan er undir áhrifum frá stífpressuðum bómullarkjólum sjötta og sjöunda áratug- arins. Klæðnaður tískudrósarinnar Carrie Bradshaw, sem Sarah Jessica Parker leikur í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, staðfestir þessa fullyrðingu Alexander. En Carrie sést gjarnan klædd kvenlegum blómum skrýddum kjólum í anda þess tíma. Blómlegir kjólar búa líka yfir þeirri breidd að geta verið kvenlegir, kynþokkafullir og fullorðinslegir á sama tíma og þeir geta verið hversdagslegir, rómantískir og um leið minnt á æskuna. Blómatískan er þá ekki ein- göngu bundin við kjóla og hægt að lífga upp á fataskápinn á margvíslegan annan máta. Blómum skreyttar töskur, bolir, bikiní, skór og jafnvel buxur með áprentuðu blómamunstri eru þannig víða að finna og ekki síð- ur tilvalin leið til að lífga upp á sumarið á íslensk- um rigningardögum. Sumarlegur kjóll í anda Pucci frá Oasis.Blómlegt um að litast Fínlegur shiffonbolur. Debenhams. Bleikar rósir frá Centrum. Silkikjóll með sam- tvinnuðu blóma og hring- munstri. Deben- hams. Blómlegur hattur frá Monsoon. Grænn blómakjóll frá Sisley. Morgunblaðið/Jim Smart Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 12 Minningar 35/41 Úr verinu 12/14 Bréf 44 Erlent 16/19 Blóm vikunnar 45 Höfuðborgin 22/23 Dagbók 46/47 Akureyri 24/25 Íþróttir 48/51 Suðurnes 25 Leikhús 52 Landið 26 Fólk 52/57 Listir 27/29 Bíó 54/57 Umræðan 29/34 Ljósvakamiðlar 59 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag er prentað auglýsingablað frá Europris. Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! OPIÐ 11-20 ALLA DAGA 199- EINNOTAGRILL 149- GRILLKOL 2 kg. 150- ARINKUBBAR 1,1 kg. 4250- Hjólsög 800 W 1690- Slípirokkur m/ demantsblaði 7900- Hleðslutæki m/ startköplum 3500- Skil borvél með hleðslurafhlöðu 12 volt 3950- Verandarvermir á gólf/borð 1300 W 4790- Ferðatæki með útvarpi og geislaspilara 14900- REIÐHJÓL 2 LITIR: SILFUR & SVART, 26“ hjól - 2 demparar, fullkominn fjöðrunarbúnaður aftan og framan. Bretti aftan og framan. Shimano - gírar 21. V - bremsukerfi. 3750- Silkirós h. 1 meter fata fylgir ekki 199- Sumarblóm silki 4 gerðir 2995- Saigon pottasett 3 stk. 4 gerðir 2995- Veiðikassi 895- Gaffall/skófla 295- Laufhrífa m/ tréskafti 349- Sólgleraugu 1345- Útvarp á hjól 385- Stuttermabolir barna margir litir fullorðins kr. 465.- 895- Pólóbolir fullorðins margir litir barna kr. 665.- GÓÐA veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa annað slagið undanfarna daga. Af því tilefni komu þessir ungu menn saman á Laugaveginum og tóku lagið fyrir vegfar- endur. Eins og sjá má á myndinni kunnu allir vel að meta uppátækið enda er það fátítt á strætum og torgum borg- arinnar miðað við það sem þekkist víða erlendis. Morgunblaðið/Arnaldur Stemning á Laugavegi VIÐRÆÐUFUNDUR um fram- kvæmd tvíhliða varnarsamnings Ís- lands og Bandaríkjanna verður hald- inn nk. mánudag í Reykjavík. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun leiða viðræðurnar fyrir Íslands hönd. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu utanríkisráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að fulltrúi Bandaríkjamanna í viðræðunum verður Marisa Lino, sendiherra í ut- anríkisþjónustu Bandaríkjanna og ráðgjafi um málefni sem tengjast bandarískum herstöðvum á erlendri grund. Lino er fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Albaníu og hefur starfað í utanríkisþjónustunni í þrjá áratugi. Lino fór fyrir samn- ingaliði Bandaríkjanna um stofnun alþjóðastríðsglæpadómstólsins og hefur einnig haft forystu í samning- um Bandaríkjanna og Suður-Kóreu um varnarmál á Kóreuskaga. Gunnar Snorri leiðir viðræðurnar FRAMHALDSAÐALFUNDUR Leikfélags Reykjavíkur var haldinn í gær þar sem til umræðu voru þær breytingar sem þriggja manna laga- breytinganefnd hefur lagt til á lög- um félagsins. Breytingarnar hafa valdið töluverðum deilum innan Borgarleikhússins, en í þeim er m.a. gert ráð fyrir að félagið verði opnað öllu áhugafólki um leiklist ásamt því að launaðir starfsmenn leikhússins verði ekki kjörgengir í stjórn félags- ins. Á fundinum, sem stóð langt fram eftir degi, tóku m.a. til máls Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. leikhússtjóri, Sveinn Einarsson, fyrrv. leikhús- stjóri, og Steindór Hjörleifsson leik- ari. Öll eru þau heiðursfélagar í Leikfélagi Reykjavíkur og lýstu sig mótfallin þeim lagabreytingatillög- um sem fyrir liggja. Marta Nordal, Theodór Júlíusson og Páll Baldvin Baldvinsson, sem skipuðu lagabreytinganefndina, tóku til máls og vörðu tillögurnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ákvað fundurinn með naum- um meirihluta að skipa þriggja manna nefnd til þess að fara betur í tillögur lagabreytinganefndarinnar og ákveðið var að hún yrði skipuð einum heiðursfélaga og einum stjórnarmanni og mun Páll Baldvin taka sæti í nefndinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins þýðir þetta að stuðnings- menn breytinga á lögum félagsins hafi meirihluta í hinni nýju nefnd. Framhaldsaðalfundur Leikfélags Reykjavíkur Ákvörðun frestað fram á haust MIKIÐ er um landanir erlendra tog- ara bæði hjá Eimskip í Hafnarfjarð- arhöfn og Samskipum við Holta- bakka í Reykjavík. Aðallega er um úthafskarfa að ræða. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar, afgreiðslustjóra Eimskips við Hafn- arfjarðarhöfn, lönduðu sex erlendir togarar úthafskarfa þar í gær, Rúss- ar og Þjóðverjar. Mánaberg og Kleifaberg frá Ólafsfirði lönduðu einnig karfa í vikunni. Hann sagði að annað eins af togurum væri vænt- anlegt í næstu viku en það gæti breyst snöggt, aflabrögð réðu. Danskur rækjutogari, Ocean Tiger, sem er í föstum viðskiptum við Eim- skip í Hafnarfirði allt árið, kom með 400 tonn af rækju. Jóhann sagði að þegar enn væri eftir að landa ein- hverju magni væru komin á land um 1.900 tonn af úthafskarfa í vikunni að viðbættum 400 tonnunum af rækj- unni. Hann sagði að reikna mætti með að samtals yrði landað milli 2.400 og 2.500 tonnum þessa vikuna. Að sögn Jóhanns skapa þessar tíðu skipakomur og landanir mikla vinnu á svæðinu. Af samkeppnisástæðum vildi starfsmaður Samskipa ekki gefa upp neinar tölur en sagði að búið væri að landa slatta. Mikið um landanir erlendra togara Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.