Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHRIF kvenna í þjóð-félaginu hafa aukistmikið á undanförnumáratugum en þau áhrif eru ekki formgerð í völdum. Kon- ur sem komast í valdastöður hika oft við að ráða aðrir konur til starfa vegna sífelldrar umræðu um að konurnar séu ráðnar ein- göngu vegna þess að þær eru konur. Þetta var meðal þess sem bar á góma í einni af fjórum mál- stofum á námstefnunni Ham- hleypur – konur í atvinnulífinu 2003, sem haldin var í annað sinn í gær. Hátt í hundrað konur sóttu námstefnuna sem haldin var af IMG Deloitte og Endurmenntun Háskóla Íslands. Dagskrá námstefnunnar var þétt. Fyrir hádegi talaði dr. Jud- ith B. Strother um líkamstján- ingu og ólíkar aðferðir karla og kvenna við að tjá sig í töluðu máli. Hún ræddi leiðir til að brúa bilið milli karla og kvenna. Tónlistar- konan Eivör Pálsdóttir skemmti gestum undir hádegi. Í hléi var tíminn svo nýttur til myndunar tengslaneta. Málstofunum eftir hádegi var svo ætlað að velta upp fjórum spurningum: Hvernig stækkar athafnasvæði kvenna? Af hverju að brjóta sér nýja leið? Er vinnan lífið? Eru völdin á Al- þingi eða Verðbréfaþingi? Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hélt heiminum sé rýr. Hún sag ekki taka undir það að með væðingu bankanna væri v færa valdið í hendur þeir standa á bak við fjármagn flestir eru karlar. „Pening raun vara sem bankarnir Stór mál innan bankann unnirn á faglegum grun þátttöku margra,“ sagði E Völdin eru hér, þar og alls staðar Ingibjörg Sólrún Gísl fyrrum borgarstjóri, sagði ar „menningarbundnar h ir“ standa í vegi fyrir konu vilji komast í valdastöðu sagði leikreglur atvinnu stjórnmála hannaðar af og staðalmyndin af valdam stjórnmálamanni væri ekk heldur karlmaður. In lokaræðu á námstefnunni og nefndi hana „Harða pakkann“, sem er vísun í viðtal sem tekið var við hana í Morgunblaðinu í desember 1999 þegar hún sagði nýfengið ráðherraembætti vera harðari pakka en hún gerði fyrir að fá um þau jól. Að því loknu kitlaði daman og magadansmærin Helga Braga Jónsdóttir hlátur- taugar hamhleypanna. Fáar konur í fjármálaheimi Spurningunni um það hvort völdin liggi hjá Alþingi eða Verð- bréfaþingi var velt upp á mál- stofu sem blaðamaður sat. Einn framsögumanna var Elín Sigfús- dóttir, forstöðumaður fyrirtækja- sviðs Landsbanka Íslands. Hún sagði ekki hægt að neita því að peningum fylgi völd og að hlutur kvenna í lykilstöðum í fjármála- Konur þurfa Á námstefnunni Ham- hleypur var komið víða við í málefnum kvenna. Eyrún Magnúsdóttir sat málstofu um völd í þjóðfélaginu og hlýddi á skemmtilegar um- ræður um hindranir á leið kvenna til valda. Konur hafa áhrif en ekki nægileg völd var meðal þess sem kom atvinnulífinu sem haldin var í Endurmenntun Háskóla Íslands í „ATVINNULÍFIÐ er því miður enn mikill karlaheimur þótt það sé nú smátt og smátt að breytast, þökk sé hamhleypum,“ voru orð Valgerðar Sverridóttur, fyrsta kven- ráðherrans í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, við lok Hamhleypunámstefnunnar í gær. Hún minnti viðstadda á mikilvægi þess að karlar taki virkan þátt í jafnréttisbar- áttu, hún þjóni hagsmunum alls þjóðfélags- ins. Valgerður lýsti því fyrir viðstöddum hvernig það var að taka við þessu ráðuneyti fyrst kvenna. „Mig langar eiginlega til þess að segja að þetta hafi verið alveg ótrúlega skemmtilegur tími og jafnframt hafi ann- ríkið verið meira en auðvelt er að gera sér í hugarlund. Það er eðlilegt að fólk velti fyr- ir sér hvernig mér hafi verið tekið þegar ég kom inn í þennan karlaheim. Í sumum at- vinnugreinum, eins og t.d. orkugeiranum, eru konur vart sjáanlegar. Sannleikurinn er sá að ég var svo vön því að vera eina kon- an á fundum að ég tók svo sem ekkert sér- staklega eftir því. Enda horfir maður ekki á sjálfan sig.“ Valgerður er ekki óvön því að vera eina konan í hópi karla. „Þegar ég kom inn í þingflokk framsóknarmanna fyrir 16 árum hafði ekki setið kona í þingflokknum í meira en 30 ár. Það var sögð ágæt saga af því hvernig mér var tekið þegar ég steig í fyrsta skipti inn fyrir dyr. Páll Pétursson reis á fætur þegar hann sá konu koma inn fyrir þröskuldinn og sagði. „Heyrðu væna mín. Þetta er lokaður fundur, það verður skúrað á eftir.“ Harðari ímynd en ástæða er til Jafnrétti innan Framsóknarflokksins tel- ur Valgerður hafa aukist til muna á þessum 16 árum en segir baráttuna ekki yfirstaðna. „Þegar ég velti því fyrir mér núna hvernig mér hafi verið tekið af körlum í atvinnulíf- á fingru kom að s hópar m varðand kona var meiri fru Hún s réttismá ingarorl framfar langan t hvað ánæ samþykk sæti þar uppi orð eldri kon kraftar vegna þ laust í fæ aldri. Þe og uppsk inu og hjá hagsmunasamtökum held ég að sanngjarnast sé að segja að mér hafi verið tekið vel en að menn hafi haft ákveðnar efasemdir. Karlar sem eru vanir að stjórna í at- vinnulífinu eru ekki alltaf tilbúnir að respektera „einhverja kellingu“. Það má vera að ég hafi ósjálfrátt byggt upp harðari ímynd af sjálfri mér en ef til vill var ástæða til af því að ég var alltaf að sanna mig. Ég bít illilega frá mér þegar ég met það svo að ég sé á einhvern hátt gengisfelld á grund- velli kynferðis,“ sagði Valgerður í ræðu sinni. „Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig á aðalfundum Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs til að sjá það. Nema kon- urnar sækist ekki eftir að mæta á skraut- fundi og vinni í staðinn. En á skrautfundum karlanna myndast tengslanet sem síðan er óspart notað til að koma sér og sínum á framfæri.“ Valgerður segir konur ekki vera í meira mæli í framvarðarsveit atvinnulífsins nú heldur en fyrir tíu árum. „Mér finnst þetta vera mjög athyglisvert og í raun áhyggju- efni. Í viðskiptaráðuneytinu hefur mikill tími farið í mótun verðbréfamarkaðar á síð- ustu árum. Konur eru lítið áberandi á þess- um markaði. Þær stýra ekki fyrirtækjum í kauphöllinni og þær eru mun síður að víla og díla á markaðnum fyrir milljarða króna eins og þykir svo flott í dag.“ Engin kona kom að sölu bankanna Í ræðunni vék Valgerður að því hversu konur hafa lítið komið við sögu við einka- væðingu ríkisfyrirtækja. „Konur koma bara yfirhöfuð ekki að því. Einkavæðing- arnefnd hefur haldið um fimm hundruð fundi frá árinu 1996 og fengið hundruð manna á fund til sín. Konurnar sem hafa komið á fund nefndarinnar er hægt að telja Valgerður Sverrisdóttir flutti lokaáv Karlar berjist fyrir „Það er hvernig inn í þen Sverrisd FUNDUR ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐSINS AFSÖGN JÄÄTEENMÄKIS Anneli Jääteenmäki sagði ámiðvikudag af sér sem for-sætisráðherra Finnlands einungis tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórn hennar var mynduð. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1983 sem ríkisstjórn í Finnlandi sit- ur ekki út kjörtímabilið. Skipan Jääteenmäkis í embætti vakti mikla athygli á sínum tíma en hún varð fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Finn- landi og jafnframt fyrsti forsætis- ráðherrann sem er kjörinn beint af þinginu. Jääteenmäki tók við formennsku í Miðflokknum fyrir ári og undir forystu hennar vann flokkurinn góðan sigur í þingkosningum í mars og varð stærsti þingflokkurinn á finnska þinginu. Nú bendir hins vegar flest til að pólitískur ferill hennar sé á enda. Það sem varð Jääteenmäki að falli var að í ljós kom að hún virðist hafa sagt ósatt um hvernig hún fékk að- gang að trúnaðarupplýsingum um utanríkismál Finnlands er hún beitti í kosningabaráttunni. Íraksdeilan var fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni. Á lokasprett- inum sakaði Jääteenmäki þáverandi ríkisstjórn, undir forystu jafnaðar- mannsins Paavo Lipponens, um að hafa lýst yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar í málinu þrátt fyrir hlutleysisstefnu Finna. Vitn- aði hún í trúnaðarskjöl úr finnska utanríkisráðuneytinu í því sam- bandi. Í skjölunum var að finna upplýs- ingar um samtöl Lipponens og George W. Bush Bandaríkjaforseta á fundi sem þeir áttu í desember 2002. Talið er að þessar upplýsingar hafi átt mikinn þátt í að Jääteen- mäki og Miðflokkurinn sigldu fram úr jafnaðarmannaflokki Lipponens á lokaspretti kosningabaráttunnar. Ekki hefur verið deilt um áreið- anleika þeirra upplýsinga er Jäät- eenmäki beitti gegn Lipponen í kosningabaráttunni. Það sem varð forsætisráðherra Finnlands að falli var hvernig hún virðist hafa komist yfir viðkomandi upplýsingar og að auki að hún virð- ist hafa sagt ósatt er hún tók málið upp í þinginu. Jääteenmäki hafði sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar ekki aðgang að trúnaðarskjölum sem þessum og hún hélt því staðfastlega fram að hún hefði í raun aldrei fengið þau í hendur. Í umræðum á finnska þinginu á miðvikudag sagði Jääteenmäki að Marrti Manninen, aðstoðarmaður Tarju Halonens Finnlandsforseta, hefði óumbeðið sent sér umræddar upplýsingar. Hún hefði aldrei feng- ið sjálf trúnaðarskjölin heldur ein- ungis tvö minnisblöð sem að hluta til byggðu á þeim skjölum. Hefði það komið henni mjög á óvart er hún fékk þau send á faxi. Eftir þessi ummæli hennar í þinginu tjáði Manninen fjölmiðlum hins vegar að Jääteenmäki hefði sjálf farið þess á leit við hann að hann útvegaði henni viðkomandi skjöl. Þetta mál er að mörgu leyti mjög athyglisvert. Það sýnir annars veg- ar fram á hversu mikilvægt það er að stjórnmálamenn fari réttar leiðir við öflun heimilda rétt eins og aðr- ir. Ljóst er að um trúnaðarskjöl var að ræða er snertu hagsmuni finnska ríkisins. Jääteenmäki ákvað engu að síður að verða sér úti um skjölin, að því er virðist með ólög- legum hætti, til að koma höggi á pólitískan andstæðing. Manninen á yfir höfði sér ákæru fyrir brot í op- inberu starfi og Jääteenmäki hefur þegar verið yfirheyrð af lögreglu vegna málsins. Finnskir fjölmiðlar segja hugsanlegt að höfðað verði mál á hendur henni vegna þess hvernig hún varð sér úti um skjölin. Hins vegar er þetta enn eitt dæmi þess hversu mikilvægt er að trúnaður ríki í stjórnmálum. Orð stendur gegn orði á milli forsætis- ráðherrans fyrrverandi og Mann- inen en trúnaðurinn er hins vegar horfinn og hún hlaut að láta af embætti. Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins íBerlín virðist litlu hafa breytt um möguleika Íslands á að hefja hvalveiðar að nýju. Vissulega liggur nú fyrir að ekki er lengur deilt um aðild Íslands að ráðinu. Hins vegar er jafnframt ljóst að ekki er vilji til þess innan ráðsins að heimila hval- veiðar, hvort sem er vísindaveiðar eða veiðar í atvinnuskyni. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að ráðið sé að færast frá því að vera stjórnunarráð yfir í að vera frið- unarráð. Á ársfundi ráðsins var samþykkt ályktun gegn áformum um hval- veiðar í vísindaskyni. Verði slíkar veiðar engu að síður hafnar er ljóst að þær verða í andstöðu við vilja Alþjóðahvalveiðiráðsins. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að það sé ekki grund- vallaratriði að fá leyfi ráðsins fyrir hvalveiðum þótt það sé vissulega mikilvægt. Það sem mestu máli skiptir er að sannfæra stjórnvöld og almenning í helstu viðskiptalöndum okkar um réttmæti þess að veiða hvali. Takist það ekki væri glapræði að hefja hvalveiðar og gæti stórlega skaðað íslenska viðskiptahagsmuni. Að auki bendir reynsla Norðmanna til að lítill markaður sé fyrir hval- kjöt. Stuðningur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins væri hin lagalega forsenda veiða. Ákvörðun um vísindaveiðar verður hins vegar að byggjast á heildstæðu mati á því hvort þær þjóni hags- munum Íslands eða skaði þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.