Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FINNAR eru furðu lostnir og slegn- ir yfir afsögn Anneli Jäätteenmäki, fyrstu konunnar til að gegna emb- ætti forsætisráðherra í Finnlandi, eftir að hún varð uppvís að lygum um hvernig trúnaðarskjöl úr utanríkis- ráðuneytinu komust í hendur hennar fyrir þingkosningarnar í mars þegar hún var í stjórnarandstöðu. Litið var á Jäätteenmäki sem brautryðjanda fyrir finnskar konur í stjórnmálum þegar hún tók við embættinu 19. apr- íl en hún er nú álitin dragbítur á mál- stað þeirra. Finnsk dagblöð virtust fordæma Jäätteenmäki einum rómi, meðal annars blöð sem styðja flokk hennar, Miðflokkinn, vegna hneykslismáls- ins, svokallaðs „Íraksleka“, sem varð henni að falli. „Þetta er neyðarlegur endir á ferli hennar sem forsætisráð- herra,“ sagði dagblaðið Aamulehti. „Forsætisráðherratíð Jäätteen- mäki lauk á eins dapurlegan hátt og hugsast getur, en hún setti sjálf upp gildruna og gekk í hana,“ sagði stærsta dagblað Finnlands, Helsing- in Sanomat. Harri Holkeri, fyrrverandi for- sætisráðherra, var ómyrkur í máli. „Þetta er mjög dapurleg staða. Ég fordæmdi Írakslekann þegar hneykslismálið kom upp og ég for- dæmi hann núna,“ sagði hann. Sagði þinginu ósatt Tarja Halonen, forseti Finnlands, var mjög alvarleg í bragði þegar hún féllst á afsökunarbeiðni forsætisráð- herrans í fyrrakvöld. Fyrir aðeins tveimur mánuðum héldust þær í hendur, brostu og drukku kampavín til að fagna því að konur gegndu nú tveimur æðstu embættunum í finnska stjórnkerfinu. Jäätteenmäki var sökuð um að hafa logið því hvernig hún hefði fengið trúnaðarskjöl úr utanríkis- ráðuneytinu um stefnu finnsku stjórnarinnar í Íraksmálinu fyrir finnsku þingkosningarnar í mars. Hún hélt því þá fram að Paavo Lipponen, þáverandi forsætisráð- herra, hefði sagt ráðamönnum í Bandaríkjunum, meðal annars George W. Bush forseta, að Finnar vildu ganga í bandalagið gegn stjórn Saddams Husseins, þvert á yfirlýsta hlutleysisstefnu Finnlands. Lipponen sagði að enginn fótur væri fyrir þessari ásökun og stjórnin hefði ekki horfið frá hlutleysisstefn- unni í utanríkismálum. Ásökunin kann hins vegar að hafa skipt sköp- um í kosningunum því að flokkur Lipponens, Jafnaðarmannaflokkur- inn, tapaði naumlega fyrir Mið- flokknum. Jäätteenmäki sagði á þinginu í fyrradag að hún hefði ekki óskað eft- ir trúnaðarskjölunum og verið mjög undrandi þegar hún hefði fengið út- drætti úr þeim á faxi. Nokkrum klukkustundum síðar skýrði hins vegar aðstoðarmaður forsetans frá því að hann hefði sent Jäätteenmäki skjölin á faxi eftir að hún hefði falast eftir þeim og gefið honum upp leyni- legt faxnúmer sitt. Þessi afhjúpun varð til þess að þingmenn Miðflokksins komust að þeirri niðurstöðu síðar um daginn að forsætisráðherrann yrði að segja af sér. Talið áfall fyrir konur Anne-Mari Holli, stjórnmálafræð- ingur við Helsinki-háskóla, sagði að afsögn Jäätteenmäki væri álitin mik- ið áfall fyrir finnskar konur í stjórn- málum. „Hefði karlmaður hegðað sér með sama hætti hefði fólk sagt að hann væri hræðilegur stjórnmála- maður, en þegar kona hegðar sér svona eru allar kynsystur hennar í brennidepli, þannig að þetta er skref aftur á bak fyrir konur,“ sagði hún. Suvi-Anne Siimes, leiðtogi Vinstribandalagsins, sagði að hneykslismálið gæti einkum veikt stöðu kvenna í Miðflokknum. „Það var mikil dulin andstaða innan flokksins við það að hún yrði formað- ur hans,“ sagði hún. Jan Sundberg, stjórnmálafræði- prófessor við Helsinki-háskóla, kvaðst efast um að niðurstaðan hefði orðið sú sama ef Jäätteenmäki væri karlmaður. „Það er auðveldara að snúa baki við og einangra konu en karlmann í stjórnmálum og það hef- ur verið gert við Jäätteenmäki. Eng- inn ráðherra hefur varið hana, ekki einu sinni forystumenn í flokknum hennar.“ Vilja halda stjórnar- samstarfinu áfram Ólíklegt þykir að boðað verði til kosninga vegna afsagnar forsætis- ráðherrans. Leiðtogar stjórnar- flokkanna þriggja, Miðflokksins, Jafnaðarmannaflokksins og Sænska þjóðarflokksins, hafa sagt að þeir vilji halda stjórnarsamstarfinu áfram. Gert er ráð fyrir því að finnska þingið komi saman á þriðjudaginn kemur til að ræða hvort mynda eigi nýja stjórn eða láta nægja að skipta um forsætisráðherra. Búist er við að niðurstaðan liggi fyrir nokkrum dög- um síðar. Líklegt þykir að Matti Vanhanen, varnarmálaráðherra og flokksbróðir Jäätteenmäki, taki við forsætisráð- herraembættinu. Hann er einkum þekktur sem sérfræðingur í málefn- um Evrópusambandsins og beið ósigur fyrir Jäätteenmäki í for- mannskjöri Miðflokksins í fyrra, varð þá varaformaður flokksins. Afsögnin er talin skaða konur í stjórnmálum Lehtikuva Anneli Jäätteenmäki, forsætisráðherra Finnlands (t.h.), afhendir finnska forsetanum, Törju Halonen, afsagnarbréf sitt í fyrrakvöld. Finnar forviða á falli Anneli Jäätteenmäki Helsinki. AFP, AP. ’ Enginn ráðherrahefur varið hana, ekki einu sinni for- ystumenn í flokkn- um hennar. ‘ METHALLI var á viðskipt- um Bandaríkjanna við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs eða alls 136,1 milljarður doll- ara. Á síðasta ári var hann alls 480,86 milljarðar. Góðu fréttirnar eru, að nú bendir flest til, að bandarískt efna- hagslíf sé á uppleið. Vísitala, sem spáir fyrir um umsvifin á næstu mánuðum, hækkaði um 0,1% í apríl en um 1% í maí. Sky með danska rás SKY Radio, sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, varð hlutskarpast er danska stjórnin bauð út nýja útvarpsrás, sem nær til allrar Danmerkur. Með út- boðinu var bundinn endi á 78 ára gamla einokun danska ríkisútvarpsins. Samkvæmt skilmálunum verður Sky Radio að senda árlega út inn- lent fréttaefni í 1.000 klukku- stundir og 30% tónlistar verða að vera eftir norræna listamenn. Úthúðaði „evrópska kynþætt- inum“ MAHATHIR Mohamad, for- sætisráðherra Malasíu, út- húðaði í gær hinum „evrópska kynþætti“ og sagði, að hann stefndi að heimsyfir- ráðum. Með því átti hann við hvíta mann- inn, sem hann sagði haldinn hernaðar- og kynþáttahyggju og setja sig ekki úr færi með að ráð- ast á múslíma. Kom þetta fram í ræðu Mahathirs á þingi stjórnarflokksins. Lagði hann áherslu á að hann væri enginn hatursmaður hvítra manna, sem væru „mjög slungnir, hugprúðir og haldn- ir óslökkvandi fróðleiks- þorsta“. Hann sagði hins veg- ar, að þeir væru líka „gráðugir og hika ekki við að taka landið frá öðrum“. Ekki fór á milli mála, að hann átti við Írak er hann sagði að hvítir menn væru reiðubúnir að fara í stríð á fölskum for- sendum „til að drepa börn, gamalt fólk og sjúkt“. Játar mútu- greiðslur JACOBUS Michiel du Plooy, suður-afrískur ráðgjafi, hefur játað að hafa borið mútur, rúmar 27 millj. ísl. kr., á Mas- upha Sole, fyrrverandi yfir- mann virkjanamála í Afríku- ríkinu Lesotho. Sole afplánar nú 15 ára fangelsi fyrir að hafa þegið nærri 150 millj. ísl. kr. í mútur frá ýmsum vest- rænum fyrirtækjum. Du Plooy segist hafa greitt mút- urnar fyrir hönd ítalska fyr- irtækisins Impregilo en forsvarsmenn þess neita harðlega. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um málssókn gegn Impregilo. STUTT Bjartara fram undan Mahathir Mohamad MEIRA en 90 manns er saknað eftir að farþega- og vöruflutn- ingaskip rákust saman í mikilli þoku á Yangtze-ánni í Kína í gær að því er opinberir emb- ættismenn tjáðu fjölmiðlum. Slysið átti sér stað klukkan átta að morgni að staðartíma, miðnætti að íslenskum tíma, í grennd við Peilinglun-borg sem er um 270 km frá hinni miklu Þriggja-gljúfra-stíflu á Yangtze-á. A.m.k. 100 manns voru um borð í farþegaskipinu, Peazhou, þegar slysið varð og hafði 10 manns verið bjargað í gær en skipið sökk við áreksturinn. Skipin máttu ekki sigla Bæði skipin voru að brjóta reglur um siglingar á ánni að því er embættismaður tjáði AFP-fréttastofunni en sam- kvæmt þeim er ekki leyfilegt að láta úr höfn í þoku. Ekki er ljóst hvort lokun gátta hinnar 185 m háu stíflu fyrr í þessum mánuði hafi átt einhvern þátt í slysinu en frétt- ir herma að eftir það sé nánast ómögulegt að sigla á löngum köflum árinnar. Níutíu saknað eftir slys á Yangtze Peking. AFP. ÍSRAELSKIR hermenn byrjuðu í gær að rífa niður fyrstu byggðu út- varðarstöð gyðinga á Vesturbakk- anum eftir að hafa ráðist framhjá tugum reiðra ungmenna sem reyndu að hindra þá. Áður hafði Ísr- aelsher fjarlægt nokkrar útvarðar- stöðvar sem enginn bjó í. Hundruð óvopnaðra hermanna réðust til atlögu við um 200 unga landtökumenn sem höfðu safnast saman við útvarðarstöðina Mitzpeh Yitzhar, nálægt palestínska bænum Nablus á norðurhluta Vesturbakk- ans. Um 30 manns meiddust í rysk- ingunum, enginn alvarlega. Landtökumennirnir reistu vegar- tálma úr grjóti og kveiktu í hjól- börðum við útvarðarstöðina til að hindra för hermannanna. Herinn lokaði útvarðarstöðina af og setti út- göngubann á íbúa nálægra palest- ínskra þorpa eftir að landtökumenn- irnir höfðu kveikt í ökrum í grennd við þau, að sögn palestínskra sjón- arvotta. Nokkur timburhús eru í útvarð- arstöðinni og átta fjölskyldur hafa búið í henni. Samkvæmt Vegvísinum til friðar í Mið-Austurlöndum eiga Ísraelar að fjarlægja allar ólöglegar útvarðar- stöðvar sem ísraelskir landtöku- menn hafa reist frá því að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, komst til valda í mars 2001. Ísr- aelskar friðarhreyfingar segja að stöðvarnar séu alls um 60. Ísraeli bíður bana í sprengjuárás Landtökumennirnir hafa sagt að þeir ætli að torvelda niðurrif stöðv- anna án þess að beita ofbeldi. Leið- togar þeirra ræddu málið við Shar- on í gær á fundi sem þeir sögðu að hefði verið „erfiður og þrunginn spennu“. Fyrr í gær beið ísraelskur kaup- maður bana í sjálfsmorðsárás tví- tugs Palestínumanns í matvöru- verslun í norðurhluta Ísraels. Heilagt stríð, róttæk hreyfing Pal- estínumanna, lýsti sprengjutilræð- inu á hendur sér. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Ísraels í dag til að ræða friðarvegvísinn sem for- sætisráðherrar Ísraela og Palest- ínumanna samþykktu á fundi í Jórd- aníu 4. júní. Fyrsta landtökubyggð gyðinga rifin niður Mitzpeh Yitzhar, Jenín. AFP. Reuters Ísraelskur slökkviliðsmaður kannar rústir matvöruverslunar sem eyði- lagðist í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í norðurhluta Ísraels í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.