Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta settið gríptu tækifærið Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is Tegund: ASTAIR 3+2+1, ljósbrúnt leður Verð áður 469.300,- Verð nú 375.400,- 20% afsláttur sími 544 2140 Matar- og kaffistell Brúðargjafir & gjafalistar 48 tegundir Ísland og Evrópusambandið Þrjár leiðir mögulegar ÍDAG koma út á vegumAlþjóðamálastofnun-ar Háskóla Íslands tvö rit um stöðu og valkosti Íslands í Evrópusamstarfi, sem unnin hafa verið í samstarfi við norsku al- þjóðamálastofnunina NUPI. „Ísland og Evrópu- sambandið: EES, ESB-að- ild eða „svissnesk lausn““ er yfirskriftin á aðalritinu, en því fylgir sjálfstæður viðauki um sjávarútvegs- mál, nánar tiltekið um end- urskoðaða sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins og hugsan- lega aðkomu Íslands og Noregs að henni. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur ann- aðist fyrir hönd Alþjóða- málastofnunar HÍ ritun hinnar íslensku útgáfu að- alritsins, en samtímis kemur út í Ósló norsk útgáfa þess. Hvert er efni bókarinnar og hvernig er hún uppbyggð? „Ritið skiptist í þrjá megin- hluta. Í fyrsta hluta er sjónum beint að þróun Evrópusambands- ins síðan árið 1994, einkum stækk- unarferlinu og endurskoðun stofn- ana- og ákvörðunarkerfa þess. Í öðrum hluta er að finna samantekt um þátttöku Íslands í Evrópusam- vinnu og um reynsluna af EES- samstarfinu, sem nú spannar heil- an áratug. Í þriðja hluta eru rök færð fyrir því að Ísland standi frammi fyrir þremur kostum hvað varðar framtíðartengingu við ESB – áframhaldandi EES-aðild, ESB-aðild eða „svissneskri lausn“, þ.e. tvíhliða samningum við ESB. Þessi úttekt er samin í nánu samstarfi NUPI og Alþjóðamála- stofnunar HÍ. Frumkvæðið að verkinu áttu menn hjá NUPI. Grundvallarhugmyndin kviknaði af ósk um að leggja eitthvað nýtt af mörkum til að koma um- ræðunni um framtíðartengsl Ís- lands og Noregs við ESB í skýrari farveg.“ Er íslenska útgáfan þá þýðing á norskum texta? „Aðeins að nokkru leyti. Íslensk útgáfa aðalúttektarinnar byggist á þeirri norsku, en verulegir hlut- ar hennar eru frumunnir, enda er aðeins að hluta til hægt að heim- færa aðstæður í Noregi upp á ís- lenskar aðstæður. Viðaukinn um sjávarútvegsmál fylgir báðum útgáfum aðalritsins. Hann er skrifaður á ensku og ber titilinn „Iceland, Norway and the EC Common Fisheries Policy. The potential for reform – a springboard for Iceland and Norway?“ Þórólfur Matthíasson, dósent við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, Sveinn Agnarsson, hagfræðingur á Hag- fræðistofnun HÍ, og Örn D. Jóns- son, prófessor í viðskipta- og hag- fræðideild, eru meðhöfundar að greinargerðinni. Hjalti Þór Vign- isson stjórnmálafræð- ingur hafði umsjón með verkinu fyrir hönd Al- þjóðamálastofnunar.“ Hverju er vonast eft- ir að bókin fái áorkað? „Tilgangurinn er fyrst og fremst að þessi úttekt geti nýst sem verkfæri sem stuðlar að upplýstri og faglegri umræðu um Evrópumál á Íslandi. Leitast við að greina þau mál sem efst eru á baugi Evrópusamvinnunnar og umræðunnar um hana. Höfundar ritsins og viðauka þess hafa lagt sig fram um að skrifa lesvænan texta, sem geti þjónað sem grund- völlur fyrir umræðu um Evrópu- málin, hvaða afstöðu sem hver og einn kann að hafa til þess hvernig tengingu Íslands við Evrópu skuli vera háttað.“ Er einhver ákveðin afstaða tek- in til þess hvaða kostur sé bestur fyrir Ísland? „Nei. Í þessari úttekt er ekki tekin afstaða til þess hvaða val væri Íslandi fyrir bestu. Það er ekki hlutverk rannsóknastofnana eins og Alþjóðamálastofnunar HÍ og NUPI að taka afstöðu til póli- tískra álitamála. Það er hlutverk stjórnmálaumræðunnar að kom- ast að niðurstöðu um það val, ekki háskólasamfélagsins. Að okkar mati er mikilvægt að sem flestir taki virkan þátt í þessari stjórn- málaumræðu, og að því viljum við stuðla með því að bjóða upp á út- tekt sem þessa, þar sem staðan og valkostirnir eru skýrðir. Það er hins vegar okkar mat, að óhætt virðist að slá því föstu að það sé ekki spurning hvort Ísland eigi að tengjast samrunaferlinu í Evrópu heldur hvernig. Flestir sem hafa komið að umræðu um Evrópumál á Íslandi virðast sam- mála um að nauðsynlegt sé, í nafni íslenskra hagsmuna, að landið tengist ESB með einum eða öðr- um hætti. Það er von okkar að ritin verði kærkomið framlag til umræðunn- ar og höfði jafnt til al- mennings, skólafólks, stjórnmálamanna, embættismanna og yf- irleitt alls áhugafólks um þessi málefni.“ Hversu lengi hefur ritið verið í vinnslu? „Undirbúningur hófst í Noregi haustið 2002 og á Íslandi í byrjun þessa árs.“ Hvar verður hægt að kaupa bókina? „Ritin verða seld hjá Alþjóða- málastofnun HÍ í Odda og í Bók- sölu stúdenta. Pantanir má senda á netfangið smallst@hi.is.“ Auðunn Arnórsson  Auðunn Arnórsson fæddist í Reykjavík 7. október 1968. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi 1988; lauk MA-prófi í sagnfræði og stjórn- málafræði frá háskólanum í Freiburg im Breisgau í Þýzka- landi 1994 og Master of Europ- ean Studies-gráðu frá Evrópuhá- skólanum í Brugge í Belgíu 1996. Auðunn starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu, en þar hóf hann fyrst störf árið 1995. Sam- býliskona Auðuns er Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynning- arstjóri hjá Íslensku óperunni. Mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni NÚ ER sá tími ársins sem hesta- menn þeysast um fjöll og firnindi á fákum sínum. Sumir fara í margra daga ferðir um friðsælt hálendið en aðrir láta sér nægja að bregða sér á bak á láglendinu. Þessi myndarlegi hópur hestafólks var við Hellu þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á hann á dögunum. Var ferðinni heitið með hestastóðið í sumarhagana. Veðrið lék við hesta- mennina og hestarnir nutu þess að spretta úr spori í blíðviðrinu. Sjálf- sagt hlökkuðu hrossin líka til að fá að hlaupa frjáls um hagana í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Á hestbaki vestan við Hellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.