Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA heiðagæsarunga sem eru nýskriðnir úr eggjunum myndaði Friðþjófur Helgason ljósmyndari á dögunum. Myndirnar eru tekn- ar skammt frá nýju brúnni yfir Jökulsá á Dal, sunnan við syðri Kárahnjúkinn. Myndatakan er hluti af upptökum á heimilda- mynd um hálendi Íslands sem Friðþjófur stendur að ásamt Magnúsi Magnússyni. Friðþjófur átti að vera í dóms- sal daginn sem myndin var tekin sem vitni í Héraðsdómi Vest- fjarða vegna kæru gegn skip- stjóranum á Bjarma BA út af brottkasti. Í kjölfar þess að Frið- þjófur kom ekki var gefin út handtökuskipan á hendur honum til að tryggja nærveru hans við næstu réttarhöld sem verða 27. júní nk. Friðþjófur sagði í samtali við blaðið að hann myndi að sjálf- sögðu mæta þá. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Nýskriðnir úr eggjunum við Kárahnjúk HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á sjötugsaldri í eins mán- aðar skilorðsbundið fangelsi og eins árs ökuleyfissviptingu fyrir mann- dráp, líkamstjón af gáleysi og um- ferðarlagabrot í janúar 2002. Sam- kvæmt ákæruskjali ók ákærði þá fólksbifreið austur Suðurlandsveg á röngum vegarhelmingi á þeim veg- arkafla þar sem vegurinn liggur í all- krappri beygju ofarlega í Kömbum, án nægilegrar aðgæslu miðað við akstursskilyrði, með þeim afleiðing- um af bifreið hans skall framan á jeppa sem ekið var í vestur. Við árekstur bifreiðanna hlaut far- þegi í framsæti bifreiðar ákærða svo mikla áverka að hann lést nær sam- stundis auk þess sem farþegar í báð- um bifreiðum urðu fyrir líkamstjóni. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Friðjón Örn Friðjónsson hrl. Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Fangelsi fyrir mann- dráp og líkamstjón VIÐ litla ánægju eigendanna hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á 30 rafknúin hlaupahjól á síð- ustu tveimur vikum eða svo. Eig- endurnir eru yfirleitt ungir að árum og eru á leiðinni heim með foreldr- um sínum úr sólarlandaferð á Spáni. „Það eina sem við getum gert er að benda fólki á að kaupa hjólin ekki á Spáni og að taka hjólin ekki með sér. Því okkur er uppálagt að halda þeim eftir þar til hjólin hafa fengið skráningu hjá Skráningar- stofunni,“ segir Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar. Hjólin eru af ýmsum stærðum og gerðum en flest eru þó aðeins með kraftlítinn hjálparmótor sem dugar ekki til að knýja hjólin einn og sér. Engu að síður falla rafmagns- hlaupahjólin í flokk með léttum bif- hjólum og þurfa sem slík að fá sam- þykki hjá Skráningarstofu. Kári segir að hjólin kosti um 12.000 krón- ur á Spáni. Lárus Sveinsson, fulltrúi hjá Skráningarstofunni, segir að á síð- asta ári hafi dómsmálaráðherra úr- skurðað að rafknúin hlaupahjól telj- ist til léttra bifhjóla og því þurfi að skrá þau eins og önnur vélknúin ökutæki sem flutt eru til landsins. Til að það megi gerast þurfa hjólin að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til léttra bifhjóla, þ.e. að á þeim séu lág ökuljós, bremsu- og aftur- ljós. Án slíks búnaðar eru hjólin ólögleg hér á landi. Að auki verða „ökumenn“ þeirra að hafa próf á létt bifhjól en til þess þurfa þeir að hafa náð 15 ára aldri. Hjólin sem hrannast upp í geymslum tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli uppfylla ekki þessi skil- yrði. Ólögleg hlaupahjól hrann- ast upp hjá tollgæslunni Ljósmynd/Hilmar Bragi Tollgæslan hefur þegar lagt hald á 30 rafknúin, ólögleg hlaupahjól. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær erfingja Einars Sigurðssonar, fyrrverandi útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, til að greiða Samtökum um kvenna- athvarf 4,5 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna kaupa á húseigninni við Bárugötu 2 í Reykjavík. Málsatvik voru þau að klausturreglan St. Jósefssystur seldi samtökunum húsið undir markaðsvirði eða á 39 milljónir króna til að styðja mannúðarstarfsemi samtakanna. Á veðbókarvottorði sem gefið var út við kaupin kom ekki fram að erfingjarnir ættu forkaupsrétt. Sá réttur var staðfestur með hæstaréttardómi og voru sömu kjör og skilmálar úrskurðaðir líkt og voru við viðskipti klausturreglunnar og samtak- anna. Þá höfðuðu samtökin mál á hendur erfingjunum og kröfðust greiðslu á þeim mismun sem væri á kaupverðinu og markaðsvirði eignarinnar sem væri staðfest með mati dómkvaddra manna. Hæstiréttur komst gær að þeirri niðurstöðu að vegna þeirrar ákvörðunar erfingjanna að ganga inn í kaupin á Bárugötu 2 hafi Samtök um kvenna- athvarf beðið tjón sem næmi verðmismuninum eða 4,5 milljónum króna. Í dómnum segir að sú auðgun hafi verið óréttmæt þar sem eigandinn hafi ekki tekið ákvörðun um að styrkja erfingjana fjárhagslega. Með dómi sínum hnekkti Hæstirétt- ur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. október 2002 sem sýknaði stefndu af kröfum Samtaka um kvennaathvarf. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Arnljótur Björnsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari. Lögmaður Samtaka um kvennaathvarf var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og lögmaður stefndu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Gert að greiða Samtökum um kvennaathvarf 4,5 milljónir Í VEFRITI fjármálaráðuneytisins er fjallað um greiðsluafkomu ríkis- sjóðs fyrstu fimm mánuði ársins. Áhrif af sölu ríkisfyrirtækja eru mik- il á rekstur ríkisins þessa mánuði en heildartekjur ríkissjóðs námu 108,7 milljörðum fyrstu fimm mánuði árs- ins sem er 17 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Skatttekjur hafa aukist um 2,2% að raungildi. Hreinn lánsfjárafgangur er 7,4 milljarðar en á sama tíma í fyrra var hann nei- kvæður um 8,2 milljarða. Töluverð hækkun er á inn- heimtum veltusköttum, sem bendir til þess að umsvif í efnahagslífinu séu að aukast. Áberandi er aukning í inn- flutningi nýrra bifreiða en tekjur af nýjum bílum eru 45,8% hærri nú en á sama tímabili í fyrra. Ríkisútgjöld hafa hækkað um 5,5 milljarða frá því í fyrra og munar mestu um 2,9 milljarða aukin útgjöld til sjúkrahúsa, sjúkratrygginga og heilsugæslu. Þá hafa greiðslur í At- vinnuleysistryggingasjóð hækkað um 800 milljónir og aðrir þættir al- mannatrygginga hafa hækkað um 1,5 milljarða. Vaxtagreiðslur ríkissjóða hafa lækkað um 2,3 milljarða frá á sama tíma í fyrra, fyrst m.a. vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl 2002. Greiðsluafkoma ríkis- sjóðs janúar til maí 2003 Lánsfjár- jöfnuður já- kvæður um 7,4 millj- arða króna ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refsingu pilts fyrir að nauðga stúlku sumarið 2000 og dæmdi hann í 12 mánaða fangelsi þar af 9 mánuði skil- orðsbundið. Í héraði fékk ákærði alla refsinguna skilorðbundna. Hæsti- réttur taldi sannað að ákærði hefði haft samræði við stúlkuna á meðan hún gat ekki spornað við verknaðin- um sökum ölvunar og svefndrunga. Ákærði játaði sakargiftir þegar nið- urstaða DNA-rannsóknar lá fyrir en sagði samræðið hafa verið með vilja stúlkunnar. Framburður hennar fyr- ir dómi var talinn trúverðugur en framburður ákærða tók breytingum og var ekki talinn trúverðugur. Ákærði hefur ekki hlotið refsingu áður. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Ragn- heiður Harðardóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Refsing þyngd í kynferðis- brotamáli ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði fimm- tugs afmæli sínu á Kjarvalsstöðum í gærkvöld ásamt eiginkonunni, Ár- nýju Erlu Sveinbjörnsdóttur sem verður fimmtug í dag. Fjöldi vina og vandamanna kom til að gleðjast með þeim hjónum á þessum tíma- mótum, þar á meðal samferðamenn jafnt sem andstæðingar Össurar í stjórnmálunum. Á myndinni eru Össur og Árný á góðri stund á Kjarvalsstöðum í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Össur fimmtugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.