Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 31 ÚT ER komin skýrsla umþolmörk ferðamennsku ífriðlandinu á Lónsöræf-um. Það er Ferðamála- ráð, í samstarfi við Háskóla Ís- lands og Háskólann á Akureyri, sem lét vinna skýrsluna, og eru Lónsöræfi ein af fimm vinsælum ferðamannastöðum þar sem rann- sókn á þolmörkum hefur verið unnin. Búið er að vinna úr nið- urstöðum fyrir þjóðgarðinn í Skaftafelli, en úrvinnsla stendur yfir á gögnum frá Landmanna- laugum, Mývatnssveit og þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum. Þolmörk ferðamennsku eru skil- greind sem sá hámarksfjöldi ferða- manna sem getur ferðast um svæði án þess að það leiði af sér óviðunandi hnignun á umhverfinu eða upplifun ferðamanna og íbúa svæðisins. Ef áhrif ferðamennsku verða óviðunandi á náttúrulegt eða manngert umhverfi, heimamenn og ferðamenn, má álykta að einum eða fleiri þáttum þolmarka sé náð. Almenn ánægja meðal ferða- manna sem koma á Lónsöræfi Skýrslan um Lónsöræfi var kynnt á málþingi á Höfn fyrir skemmstu, en það sóttu um 30 einhvern hátt, þannig að ákveðnir hlutar lands henti tiltekinni gerð ferðamanna? Ætti að halda Lóns- öræfum eins ósnortnum og hægt er og höfða þá til göngumanna sem vilja ekki mikla uppbyggingu eða umferð? Lónsöræfin hafa alla burði til að vera þannig vegna þess að náttúran þar er svo óaðgengi- leg,“ sagði Bergþóra. Heimamenn hafa verið að byggja göngubrýr undanfarið og hafa tvær verið teknar í gagnið. Bergþóra segir þær gera svæðið ennþá skemmtilegra gönguland en ella og tengja saman ólík svæði. Nú er hægt að ganga alveg frá Snæfelli norðan Vatnajökuls og niður í Lón, án umtalsverðra vand- kvæða. Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri, sagði í erindi sínu á mál- þinginu að þolmarkarannsóknirnar séu tímamótaverkefni í ferðaþjón- ustu og gífurlega faglega hafi verið að verki staðið hvað varði fram- kvæmd og úrvinnslu. Í máli hans kom einnig fram að samgönguráð- herra hefur falið embætti ferða- málastjóra að hefja undirbúning að gerð nýrrar stefnumótunar til næstu tíu ára í ferðaþjónustu og ætla megi að rannsóknirnar verði mikilvægt innlegg í þá vinnu. manns. Bergþóra Aradóttir, sér- fræðingur hjá Ferðamálasetri Ís- lands og einn höfunda skýrslunn- ar, segir almenna ánægju ríkjandi hjá þeim ferðamönnum sem leggja leið sína um Lónsöræfi og af því megi draga þá ályktun að þol- mörkum hvað varðar viðhorf gesta sé ekki náð. Sömuleiðis séu heima- menn ánægðir með stöðu mála. Hvað varðar innviði megi hins veg- ar álykta að þolmörkum geti verið náð á vissum sviðum. Aðgengi að Lónsöræfum sé fremur torvelt og samkvæmt rannsókninni sé umferð í mesta lagi, miðað við hversu hættulegur og erfiður vegurinn inn á svæðið sé. Þá séu menn ósáttir við stöðu salernismála og gisting í skálum á svæðinu sé fullnýtt nokkra daga á ári. Við mat á gróð- urfari og öðrum umhverfisþáttum voru fjórar gönguleiðir á svæðinu skoðaðar og í ljós kom að þolmörk- um er náð á tveimur þeirra og að hluta til að einni til viðbótar. Hægt að ganga frá Snæfelli í Lón án teljandi vandkvæða Bergþóra segir töluverðar um- ræður hafa spunnist um hvort skipta eigi Íslandi upp í svæði sem höfðað gætu til ólíkra hópa ferða- manna. „Á að beltaskipta landinu á Niðurstöður rannsóknar á þolmörkum ferða- mennsku á Lónsöræfum kynntar Morgunblaðið/RAX Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar um þolmörk ferðamennsku í friðlandinu á Lónsöræfum. Svæðið nýtur vaxandi vinsælda hjá göngufólki en vegir og aðstaða þola ekki mikinn fjölda ferðamanna í viðbót. Umferð um Lóns- öræfi fullmikil mið- að við aðstæður Lónsöræfi eru einn af fimm vinsælustu ferða- mannastöðum þar sem rannsókn á þolmörkum hefur verið unnin. Ferðamenn sem heim- sækja svæðið eru ánægðir en aðgengi að svæðinu er torvelt. Heimamenn hafa byggt göngubrýr í Lónsöræfum undanfarið og hafa tvær verið teknar í gagnið. Þolmörkum á tveimur gönguleiðum er náð. konum til valda. „Það vantar upp á að áhrif kvenna séu formgerð í völdum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sækjast konur í völd? Umræður voru með líflegasta móti og ein þeirra spurninga sem skeggrædd var sú hvort konur sæki nógu mikið í það að komast til valda. Einhverjar töldu svo ekki vera og Elín sagðist taka undir það að konur þyrftu að sækja meira fram sjálfar. Ein- hver nefndi að konur væru ein- faldlega svo skynsamar að þær sæktust síður eftir því að vinna myrkranna á milli, eins og valda- stöður krefjast gjarnan. Konur virðast síður vilja, að mati þátt- takenda í málstofunni, fórna áhugamálum fyrir vinnuna. At- vinnulífið þarf að koma til móts við konur í þessum efnum, nefndi einhver úr salnum. Konur sem innkaupastjórar heimila og sem kjósendur eru mikilvægur og valdamikill hópur jafnt fyrir stjórnmála- og fjár- málalífið kom upp úr kafinu á málstofunni. Völdin eru þó ekki eins mikil út á við. Eins og kom fram í framsögu Svanborgar Sig- marsdóttur, stjórnmálafræðings hjá Borgarfræðasetri, eru konur í miklum minnihluta í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Hún sagði fækkun kvenna á þingi einnig vera áhyggjuefni. Að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er fyrst og fremst við flokksstofn- anir og fjölmiðla að sakast í þess- um efnum. Hún nefndi umræðu- þætti í sjónvarpi sem dæmi um „uppeldisstöðvar fyrir unga karla í pólitík“. Fjölmiðlar sýndu körl- um meiri athygli en konum. Málstofugestir voru sammála um að grípa þurfi til aðgerða til að auka völd kvenna, með því að virkja bæði konur og karla. „Við eigum að standa saman um að auka hlut kvenna í sameiginleg- um völdum í samfélaginu,“ sagði Ingibjörg Sólrún við góðar und- irtektir. sagðist hvorki telja völdin liggja hjá Alþingi né hjá aðilum fjár- málamarkaðarins. Völdin væru hér og þar, en alls staðar hjá körlum. Miklar umræður spunnust um svokallað tengslanet, sem nauð- synlegt þykir fyrir þann sem sækist eftir völdum að koma sér upp. Var það mál kvenna að karl- ar virðast duglegri við að koma sér upp slíku neti af tengiliðum sem reynst geta mikilvægir. Ingi- björg Sólrún sagðist telja að kon- ur í stjórnunarstöðum væru oft feimnar við að ráða aðrar konur til starfa. Þegar kona ræður konu til starfa komi oft upp leiðinleg umræða um að viðkomandi sé eingöngu ráðin í tiltekið starf af því að hún er kona. Hún sagði mikilvægt fyrir konur að koma sér upp tengslaneti og koma fleiri gðist þó ð einka- verið að rra sem nið, sem ar eru í r selja. na eru ni með lín. r adóttir, i marg- hindran- um sem u. Hún ulífs og körlum miklum ki kona ngibjörg aukin völd Morgunblaðið/Jim Smart fram á námstefnunni Hamhleypur – konur í gær. Karlar eiga að láta meira til sín taka í jafnréttismálum að mati Valgerðar. „Í stað þess að nálgast jafnrétti kynjanna sem sér- tækt viðfangsefni sem höfði einungis til kvenna hefur sú skoðun rutt sér til rúms að jafnréttismál séu mál samfélagins í heild. … Þjóðfélagið í heild er best sett ef hver einstaklingur gerir það sem hann er hæf- astur til. Karlar hafa hag af breytingunni vegna aukinnar ábyrgðar á fjölskyldunni. Karlar og konur hafa sömu hagsmuni af því að hið gullna jafnvægi á milli vinnu og fjöl- skyldulífs náist.“ Að sögn Valgerðar var það ögrandi og allt annað en auðvelt verkefni að rífa sig upp sem bóndakona í sveit með eiginmann og tvö lítil börn og koma sér upp öðru heimili í Reykjavík til að geta sest á þing. „Ég er fyrsta landsbyggðarkonan sem tek sæti á Alþingi, Margrét Frímannsdóttir kom reyndar inn um leið og ég en hún bjó við þær aðstæður að geta ekið til vinnu, sem var einfaldara. Ég held því fram að konur á landsbyggðinni hafi almennt ekki fengið að taka þátt í landspólitík. Þá er ég að tala um að eiginmennirnir hafi ekki leyft það og þær þá kosið að halda friðinn. Þetta er vonandi að breytast.“ Góð reynsla af fjölmiðlum „Baráttan heldur áfram,“ sagði Val- gerður við hamhleypurnar í salnum. „Ég hef ekki fengið neitt á silfurfati. Ég hef tek- ist á við karla á fjögurra ára fresti í mínum flokki um sæti á framboðslistum. Ef ég nennti að vera á neikvæðu nótunum gæti ég sagt að í öllum tilfellum hafi karlar verið að reyna að ná af mér sætinu. Ég hef orðið of- aná í öllum tilfellum og það er aðalatriðið. Ég hef reynt að nálgast jafnréttismálin á já- kvæðum nótum í gegnum árin. Ég hef góða reynslu af fjölmiðlum í ráðherratíð minni og það skiptir miklu máli.“ um annarrar handar. Engin kona sölu bankanna. Í vor komu þrettán með tillögur um framtíðaráform di Sementsverksmiðjuna. Engin r í þeim hópi. Konur þurfa að sýna umkvæði,“ sagði Valgerður. sagði ekki hægt að fjalla um jafn- ál án þess að tiltaka lögin um fæð- lof sem án alls efa hafi verið mesta ramál í jafnréttisbaráttunni í mjög tíma. „Þetta er það mál, sem ég er ægðust með af þeim málum sem kt hafa verið á Alþingi síðan ég tók r. Það er í raun broslegt að nú er ðrómur um það að 40 ára konur og nur verði mun vinsælli starfs- en karlkyns jafnaldrar þeirra ess að karlarnir geta verið stans- æðingarorlofi fram eftir öllum etta er frábært,“ sagði Valgerður kar hlátur viðstaddra. varp á Hamhleypum 2003 r jafnrétti Morgunblaðið/Jim Smart r eðlilegt að fólk velti fyrir sér g mér hafi verið tekið þegar ég kom nnan karlaheim,“ sagði Valgerður dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.