Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 55 Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð. (H.L.) Háskólabíó. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjandaverk. (S.V.) Háskólabíó. X2 Frábærar tæknibrellur, viðunandi söguþráður miðað við hasarblaðamyndir, ásamt góðum leikurum og ábúðarmiklum persónum gera mynd Singers að afbragðsafþreyingu. (S.V.) Smárabíó. Einkenni (Identity) Unnið er skemmtilega með hrollvekjuhefðina í þessari snjöllu kvikmynd með þeim John Cusack, Ray Liotta og Amöndu Peet í aðal- hlutverkum. Ómissandi fyrir aðdáendur spennutrylla og frumlegra sögufléttna. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. Eiturlyfjalögga (Narc) Ein hrottalegasta mynd síðari ára dregur upp trúverðuga mynd af því jarðneska víti sem blasir við lögreglumönnum og þeirra nán- ustu á hverjum degi. Ray Liotta fer á kostum. (S.V.)  Borgarbíó. Þeir (They) STUNDUM virka ódýrar B-hrollvekjur eins og þessi margfalt betur en tugmilljóndala pen- ingaaustur á borð við Reimleikana (The Haunting) eftir Jan de Bont. Stígandin góð en engin tímómótamynd þó.(S.V.) Regnboginn. Abrafax og sjóræningjarnir Krakkarnir í Abrafax lenda í rosalegum æv- intýrum. (H.L.) ½ Laugarásbíó. Að hrekja burt gæja á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) Hugmyndin að þessari rómantísku gaman- mynd er sniðug en langsótt. Bráðskemmtileg á köflum en lendir í vandræðum í lokin. (H.J.)  Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Sambíóin. Ungi njósnarinn (Agent Cody Banks) Fyrir foreldra er Ungi spæjarinn alls ekki með því verra sem þeir sitja yfir, og fyrir unga krakka, 8–14 ára, er myndin bara besta skemmtun. (H.L.) Smárabíó, Laugarásbíó. Af gamla skólanum (Old School) Gamanmynd sem byrjar í skemmtilega kald- hæðnislegum tóni, en hneigist um of til staðlaðra aulabrandara. (H.J.) Háskólabíó. Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) Klaufaleg gamanmynd þar sem tilraunir til að stefna saman ólíkum menningarheimum reynast innantómar. Leikararnir Steve Mart- in, Queen Latifah og Eugene Levy standa sig þó vel. (H.J.) Sambíóin. Kengúru-Kalli (Kangaroo Jack) Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer- mynd um þjófótta kengúru og tvo hrakfalla- bálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin. Jói enski (Johnny English) Atkinson skemmtilegur að vanda í Clouseau- stellingum í Bond-gríni sem skortir lokafín- pússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó. Matrix endurhlaðið (The Matrix Reloaded) Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafn heilsteypt, öguð og hug- vekjandi og forverinn. (H.J.)  Sambíóin, Rafeind á Egilsstöðum og Bíóhöllin á Akranesi. Reiðistjórnun (Anger Management) Sandler kominn í gamla góða formið. Gamli góði Nicholson hinsvegar víðsfjarri í hug- myndasnauðari en ágætis dægrastyttingu. (H.L.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó. Of fljót og fífldjörf (2 Fast 2 Furious) Tíðar gírskiptingar og túrbóstillingar virðast eiga að skapa tilfinningu fyrir hraða og spennu, en þetta verður fljótt leiðigjarnt. Eftir situr aðeins pirringur í garð þeirrar vanvita- legu ranghugmyndar sem liggur myndinni til grundvallar, þ.e. að bílar séu leikföng. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Töfrabúðingurinn Byggð á gömlu áströlsku ævintýri, ekkert stórkostlegt listaverk, hún er lítil og bara ansi lífleg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.)  Smárabíó, Borgarbíó. Myrkravík (Darkness Falls) Hrollvekja sem nærist á öllum gömlu tugg- unum og notar þær á heimskulegan og úr- sérgenginn máta. Einkar slöpp tilraun til hryllingsmyndagerðar. (H.J.)  Borgarbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Þeir nálgast: Stundum eru B-myndir betur lukkaðar en rándýrar og innan- tómar A-myndir. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 YFIR 17.000 GESTIR! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 Martröðin er raunveruleg! Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING                                                                        ! " # ! $%     !         ! "   #   $  % www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! YFIR 17.000 GESTIR! NICHOLSON SANDLER Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.