Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 39
helst við þegar um einhverskonar viðskipti var að ræða. Á því sviði var hann alveg hrekklaus og kannski á stundum auðtrúa enda gerði hann oft grín að sjálfum sér og einstökum viðskiptum sem hann hafði átt um ævina. En víst er að engir voru menn sviknir af verkkaupum við Þorkel Einarsson. Þar var í öndvegi að standa sína plikt, framkvæma verkið fljótt og vel, en minna skipti þótt ekki væru allir þættir reiknaðir til hins ýtrasta enda safnaði Þorkell ekki auði. Hann lifði tímana tvenna, byrjaði lífshlaupið með tvær hendur tómar, sá vel fyrir sér og sínum og lifði sín blómaskeið en einnig miklar sorgir. Missti tvær konur á lífsleið- inni og tvo efnilega syni en komst heill og óskaddaður úr þeim sálar- hremmingum. Persónuleiki Þorkels var tvískipt- ur, annars vegar þessi rólegi og yf- irvegaði vinnuþjarkur þar sem fátt komst að annað en verkefnin og lausn þeirra og svo hins vegar þessi mikla félagsvera og gleðimaður. Í gleðskap var hann hrókur alls fagn- aðar og oftar en ekki voru kviðling- ar látnir flakka af litlu eða stóru til- efni. Hann var gjarnan fenginn til að semja og flytja afmæliskveðjur í bundnu máli og óhætt er að segja að kveðskaparlistin hafi alla tíð verið hans helsta áhugamál og tóm- stundaiðja svona meðfram öðru. Þorkell var alla tíð mikill vínmaður þar til aldurinn fór að segja veru- lega til sín. Fátt þótti honum skemmtilegra en að fá sér í glas með góðum vinum og fara með góð- ar vísur. Hann umgekkst þó áfengið af stakri virðingu og aldrei náði Bakkus að ráða för. Missti hann aldrei úr vinnu á sinni löngu starfs- ævi vegna skemmtana. Get ég ekki neitað því að sá styrkur og þeir yfir- burðir sem Þorkell bjó yfir í sam- skiptum sínum við Bakkus vakti með mér undrun og aðdáun. Það fór aldrei milli mála hver réð þar ferð og má því orða það svo að hann hafi vafið þessum harða húsbónda um fingur sér að vild og haft það af hon- um sem til gleði og ánægju var en haldið hinum dimmu afkimum áfengisfíknar víðsfjarri. Á skapadægri Þorkels Einarsson- ar situr maður eftir með huga fullan góðra minninga, þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem ég naut með honum ásamt Brynhildi og Mounir. Ekki síst þakklæti fyrir allan þann dugnað og ósérhlífni í aðstoð og hjálp sem hann sýndi okkur Bryn- hildi í einu og öllu meðan heilsan leyfði. Megi minningin um vaskan svein og góðan félaga lifa öðrum til eftir- breytni. Valdimar Kristinsson. Í dag kveðjum við einstakan mann, lífskúnstner og persónu sem kryddaði tilveru okkar, hann afa minn. Mann sem fékk margt að reyna, harða lífsbaráttu og missi, og þó mann sem naut þess að lifa og gefa af sér, láta aðra njóta með sér. Hann lifði ekki aðeins Ölfu ömmu og seinni konu sína, perluna hana Unu, heldur einnig tvo syni sína, hverra nöfn mér voru gefin. Þrátt fyrir þessi áföll, ásamt með löngu og erf- iðu dagsverki sem ævi hans ein- kenndist af, stendur þetta upp úr í minningunni; það hvað afa fannst gaman að lifa. Keli afi var mjög sérstakur kar- akter, markaður af hörðum skóla lífsins fyrr á öldinni, gjörsneyddur allri smámunasemi, beinskeyttur í tali, nautnamaður á vel útilátinn mat. Miklu skipti að hann gat sjálf- ur eldað sinn mat fram undir það síðasta. Ekki meina ég þá veislumat eins og við þekkjum í dag, heldur er mér ógleymanlegur tilhlökkunar- svipurinn þegar hann veiddi upp úr potti sínum svo sílspikað kjötstykki að draup af því mörinn. Fastir liðir í tilverunni voru blundurinn í hádeg- inu, þá var afi hvað háværastur á daginn, og pípan sem hann tróð af listfengi, sú framkvæmd var svo rótgróin og hreyfingarnar svo sjálf- virkar, hugurinn var einhvers staðar víðs fjarri á meðan vinalegur pípu- reykurinn tók að liðast um loftið. Allar ákvarðanir sínar, s.s. um bílakaup eða ferðalög, tók hann í skyndi og framkvæmdi bara si- svona. Var ekkert að velta vöngum yfir þessu, þetta bara gerðist. Afi var líka vinamargur, fyrir ut- an að eiga stóran frændgarð, það var jafnan mannmargt í kring um hann. Ég man vel eftir sextugsaf- mælinu hans í Efstalandinu, það var undirlagður allur stigagangurinn því gestirnir voru margir og fjörið mikið. Eitthvað nálægt sjötugu byggði hann sér sumarbústaðinn í Borgarfirði og er margra ánægju- stunda að minnast þaðan. Ég var fenginn til að skutla nærri áttræð- um karlinum á böll, þar sem hann dansaði charleston af miklum móð og ekki laust við að maður öfundaði afa af úthaldinu á dansgólfinu. Svo er hann varð níræður fannst manni lítinn bilbug á honum að finna, að- eins undir það síðasta bilaði heilsa hans svo að hann væri ekki sjálfs sín herra. Það var dæmigert fyrir þenn- an mann þegar hann fékk hjarta- áfallið um daginn, að hann krefðist þess samdægurs að komast aftur heim. Mamma mátti skrifa undir yf- irlýsingu um ábyrgð og heim kom hann aftur. Upp frá þessu tók þó að halla undan fæti og nú er þessi öð- lingur allur. En ríkidæmi góðra minninga stendur eftir. Ég minnist bernskunnar í Krossamýrinni, en húsið þar byggði afi fyrst utan um þá 6 eða 7 manna fjölskyldu, aðeins undir 30 fm, þá voru svo skrítnar reglur um stærð húsa, en síðan stækkaði það með tíð og tíma og var myndarlegt hús eins og ég man eftir því. Þar voru enda margir í heimili þegar tengdabörn og barnabörn komu til skjalanna. Einnig man ég ferðirnar norður á gamla willisnum, þegar leiðin lá til Hvammstanga eða á Efra-Vatns- horn, þar sem afi bjó með hléum, ýmist með kýr eða kindur, en alltaf með nóg af hestum, alveg eins og í Krossamýrinni. Hann þurfti víst helst alltaf að hafa tvo til reiðar. Vistin hjá afa í sveitinni var svo sem ekki bara sveitasæla, því vart taldist vanþörf á að stæla krakkann m.a. með baggaburði o.fl. og venja drenginn jafnframt af gikkshættin- um, því éta skyldi það sem á borð væri borið. Ekki dæmi ég um árang- urinn, nema fjöldi fæðutegunda sem ég gat í mig látið jókst þó nokkuð. Það verður heldur ekki sagt um hann Þorkel Einarsson, að hann hafi verið mikill diplómat. Meiningin hans komst alltaf svo ómenguð til skila og stundum fékk ég svo sem að heyra það ef skorti á dugnaðinn við sveitastörfin. Gagnrýninni fylgdi þó alltaf hressilegur hlátur, enda var afi bara nokkuð laginn að hvetja mann, hafði enda sjálfur gaman af. Afi og Una höfðu líka þannig návist að öllum leið vel hjá þeim, ég efa ekki að allir sem dvöldu hjá þeim að Vatnshorni sakni þeirra stunda en sjálfur naut ég þessa allt of stutt. Ég man t.d. hvað systir mín átti erf- iðar kveðjustundir þarna. Síðar þeg- ar við stálpuðumst unnum við bræð- urnir ásamt pabba mikið með afa í húsasmíði og eftir á að hyggja held ég bara að hann hafi verið sá þægi- legasti verkstjóri og vinnufélagi sem mér hefur auðnast. Það er sagt með fullri virðingu fyrir býsna mörgum, enda langt til jafnað. Langafastelp- an hans, hún Una, fann vel hversu gott var að faðma þennan gamla mann, en strákarnir, Haggi og Snæ- björn, náðu því miður ekki sömu kynnum við hann, feimni og ungur aldur réðu því. En nú er sem sé komið að kveðjustund, hlátrasköllin, hreinskilnin, þessi góða lífssýn og gefandi samferð sitja eftir í minn- ingunni. Afi minn, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, við munum alltaf sakna þín öll. Ég ætla að tileinka mér afstöðu þína, að hlakka til endurfundanna sem ég veit að verða í fyllingu tímans, en njóta lífsins þangað til. Kveðja frá fjölskyldunni í Hofs- árkoti, Þorkell Ásgeir Jóhannsson. Það var alltaf gaman að koma til afa á Vatnshorni eins og við köll- uðum hann oftast. Þau sumur sem við fengum að heimsækja afa og Unu í sveitina eru okkur ógleymanleg en þar fengum við að kynnast sveitasælunni í allri sinni dýrð. Skömmu eftir andlát Unu flutti afi í Mosfellsbæinn í nálægð við okk- ur og fengum við því að umgangast hann meira en áður. M.a. unnum við með honum á K-14 og þegar við höfðum aldur til sameinuðum við oft ferðir okkar til Reykjavíkur um helgar vegna skemmtana en afi hafði mjög gaman af því að dansa og þótti kjörið að vera okkur samferða. Oft sagði hann okkur skemmtilegar sögur í þessum ferðum og kynnt- umst við því þá hve lífsglaður hann var. Afi hafði mjög gaman af því að mæla hreysti okkar og tókumst við oft á í sjómann sem og hann kallaði á okkur og gaf okkur selbit og varð það þá oftar en ekki Þorbjörn „öngull“ sem fékk að finna fyrir því. Skemmtilegur, jafnlyndur og sterkur eru þau orð sem okkur finnst lýsa honum best. Hann þurfti alltaf að hafa nóg fyrir stafni og framkvæmdi yfirleitt strax það sem honum datt í hug. Hann fylgdist vel með okkur og fjölskyldum okkar og allt fram á síðasta dag var hann áhugasamur um það sem við vorum að gera og framkvæma. Börnin okk- ar fengu að kynnast góðum langafa sem gaman var að koma til, skoða myndirnar sem hann var að púsla og alltaf hugsaði hann um að eiga eitthvað til handa þeim. Stundum höfum við hugsað til þess hversu mikið afi þurfti að ganga í gegnum á sinni löngu ævi. Viðhorf hans og lífsspeki hefur kennt okkur að lífið heldur áfram þótt á reyni og að það sé okkar að ákveða að stefna með jákvæðum huga fram á veginn. Við viljum kveðja afa okkar með laginu sem við sungum svo oft með honum: Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. (Ingólfur Þorsteinsson.) Alfa og Þorbjörn afabörn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 39 Við minnumst samverustund- anna með elsku afa og þá sér- staklega allra jólanna okkar sam- an. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi þig. Elísa Hildur, Eydís Rún og Guðrún Alfa. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN AXEL MATTHÍASSON, Austurvegi 14, Þórshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. júní síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju laugar- daginn 21. júní kl. 14.00. Matthildur Jóhannsdóttir, Ívar Jónsson, Þórhalla Hjaltadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Aðalbjörn Arnarsson, Lilja Jónsdóttir, Unnsteinn Óskarsson, Matthías Jónsson, Birna Gestsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir og frændi, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Kílhrauni, Blásölum 24, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðju- daginn 24. júní kl. 13.30. Kristjana Kjartansdóttir, Þórður Jóhann Guðmundsson, Fanney Sigurðardóttir, Birgir Einarsson, Kjartan Sigurðsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Dröfn Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Jón Þór Guðmundsson, Arnbjörg Þórðardóttir, Guðmundur Jóhannsson, Árni Valdimarsson, Erlendur Valdimarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR SIGURPÁLSDÓTTIR frá Steindyrum í Svarfaðardal lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 17. júní. Jarðarför auglýst síðar. Guðmundur Aldan, Ingi Már Aldan og fjölskyldur. Faðir okkar, SIGURÐUR JÓNSSON frá Einarsstöðum, til heimilis í Sóltúni 2, Reykjavik, lést miðvikudaginn 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Gunnar Sigurðsson, Lilja Sigurðardóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR JÓNSSON frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Ingólfsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Magnús Ingólfsson, Margrét Guðjónsdóttir, Arnfríður Ingólfsdóttir, Pálmi Adólfsson, Hafsteinn Ingólfsson, Kristjana Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KR. HANNESSON, Skipholti 21, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 17. júní. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Sigurrós Jóhannsdóttir, Friðgeir Sigurgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.