Pressan - 13.12.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 13.12.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. DESEMBER bilun aiTIMa hann mm Frelsið er yndislegt, ég geri það sein ég vil. Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til? Þannig hljómar viðlagið í laginu Frelsið á nýrri hljóm- plötu hljómsveitarinnar Ný dönsk, sem sjónvarpsáhorf- endur hafa m.a. fengið að sjá í flutningi á frumlegu mynd- bandi. Höfundur lags og texta er Björn Jr. Friðbjörns- son, úfni sláninn með rámu röddina sem ásamt Eyjólfi Úfni sláninn með rámu röddina, Björn Jr., þekktasti vara- söngvari landsins. Kristjánssyni söng landslagið Álfheiður Björk. Bassaleikur með Nýrri danskri er aðalgrein Björns en þó hefur hann sungið stöku sinnum, m.a. á fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kom út fyrir jólin í fyrra. Að- alsöngvari er hins vegar Daníel Gunnarsson sem er þekktastur fyrir framlag sitt í Júróvisjónkeppninni um árið. En það var sem sagt ballaðan um Álfheiði sem kom Birni Jr. inn á kortið: „Við höfum verið að grín- ast með þetta í hljómsveit- inni,“ segir Björn Jr. „í fyrra þótti mönnum hálfgerð bilun að vera að láta þennan mann, með þessa ófögru rödd, syngja á móti Daníel. Svo fór ég að gamni mínu með Eyj- ólfi í landslagið og eftir það er eins og maður megi syngja hvað sem-et Ég hef alltaf ver- ið varasöngvari og verð það áfram." — En hvers vegna kallarðu þigJr.? „Þetta er bara kómísk stytt- ing á millinafninu Jörundur. Mér fannst þetta skárra en t.d. Jör. Jr. hefur fylgt mér frá því ég var í þrettán ára bekk." í kvöld gefst aðdáendum Björns Jr. tækifæri til að sjá hann „læf“ á útgáfutónleik- um í Gamla bíói þar sem fram koma hljómsveitirnar Ný dönsk og Todmobile. „Pabbi bað mig um þetta þegar ég var nýkominn frá námi og ég hef haldið því áfram síðan. Ætli bækurnar, sem ég hef þýtt eftir Barböru, séu ekki orðnar átta eða níu,“ sagði Bergur Oliversson lög- fræðingur en hann gengur undir nafninu Sigurður Steinsson þegar hann þýðir rómantiskar bækur Barböru Cartland. Bergur segir reynd- ar að dulnefnið sé byggt á nafni hans en hann er sonur Olivers Steins, stofnanda Skuggsjár sem gefur bækurn- ar út. Ein bók Barböru í þýð- ingu Bergs er nú í jólabóka- „Hann er óhemju duglegur og kraftmikill og átti mörg áhugamál svo að kennari hans í unglingaskóla undraðist hvenær hann gæti sinnt náminu. Þessi áhugi beind- ist meðal annars að sagn- fræði og vísindum og síðar læknisfræði. Þá er hann áræðinn og framsækinn og umfram allt glaðlyndur," sagði Guðný Sigurðar- dóttir, menntaskóla- kennari og systir Gísla. „Hann er afskaplega fastur fyrir en jafnframt rólegur og yfirvegaður. Þá er hann klókur og fylginn sér sem hefur komið honum vel að undanförnu. Einnig er hann drengur góður og trygglyndur," sagði Konráð Lúðvíks- son, yfirlæknir á fæðingardeiid Sjúkrahúss Keflavíkur. „Hann er traust- ur og góður félagi og skemmtilegur í vina- hópi,“ sagði Stefán Björnsson læknir. „Hann er fádæma yfirvegaður og rólegur maður. Hann var sjálfstæður svo af bar í læknadeildinni — allt að því barnslega sjálfstæður," sagði Jóhann Tómasson heimilislæknir. „Hann átti til að vera fljótfær en það lagaðist nú þegar hann fór í iæknis- fræði. Þá fannst mér sem eldri systur að hann væri hávær í æsku,“ sagði Guðný Sigurðardóttir. „Hann er metorðagjarn sem birtist í því að hann vill sækja fram og takast á við hiuti,“ sagði Konráð Lúðvíksson. „Hann var ákveðinn og fylginn sér,“ sagði Stefán Björns- son. „Hann var í sjálfu sér aldrei hrókur alls fagnaðar í samkvæmum enda allt of yfirvegaður til þess. Þá var hann aldrei áberandi enda fór hann vana- lega eigin leiðir,“ sagði Jóhann Tómas- son DEBET KREDIT Gísli Sigurðsson læknir Gísli Sigurðsson læknir er nú kominn heim eftir langa vist í Kúvæt og írak. Hann var svæfingarlæknir á sjúkra- húsi í Kúvæt en áður hafði hann meðal annars starfað í Svíþjóð. flóðinu. Barbara er einhver mikil- virkasti höfundur samtímans og er nýlega búin að skila af sér 500. bókinni. Hún er fræg fyrir hraðvirkni og er allt nið- ur í þrjá daga að skrifa bók. Bergur kvaðst ekki vera svo fljótur að þýða þær enda gerði hann þetta í aukavinnu; hann sagðist vera um hálfan mánuð að vinna verkið ef hann gerði ekkert annað á meðan. Ekki sagðist Bergur sitja í bleiku við skriftirnar en það er eini liturinn sem Bar- bara leyfir nálægt sér. En hef- ur Bergur hitt Barböru? „Nei, en ég sá einu sinni af- steypu af henni í vaxmynda- safni í London," sagði lög- fræðingurinn rómantíski. I siðustu PRESSU sögdum við frá blómasúlum með inn- byggðum geymslum fyrir geisladiska sem liklegt er að verði jólagjöfin í ár. Nú hefur ný gjöf komið fram sem ábyggilega á eftirað keppa við blómasúlurnar. Það eru svo- kallaðir hárgreiðsluhausar en þeir fást i Leikbæ í Mjódd. Þetta eru dúkkuhausar á standi. Þeirsem fáþá i jólagjöf geta siðan greitt hausunum eða málað þá af hjartans lyst. KYNLÍF Rafhylki og leghálshringir Nei, ég ætla ekki að fjalla um nýjustu hjálpartæki ást- arlífsins. Hins vegar vil ég kynna þær getnaðarvarnir sem verið er að þróa fyrir konur framtíðarinnar. Við könnumst sum við nokkuð sem kallað hefur verið RU 486 — það er ekki hijómsveit heldur getnaðarvörn (antiprogest- in mifepristone) sem gerir það að verkum að slímhúð legsins hafnar því að frjóvgað egg taki sér ból- festu. Andstæðingar fóstur- eyðinga hafa nefnt hana „dauðapilluna" og fengu því til leiðar komið að rann- sóknum á efninu var hætt um tíma. Sem getnaðar- vörn á að taka RU 486 í hverjum mánuði, síðustu fjóra dagana fyrir áætlaða byrjun tíða. Einnig er hægt að nota hana í fóstureyð- ingarskyni ef komið er ör- fáar vikur fram yfir tíðir. Að konur geti haft þetta val um fóstureyðingu heima fyrir er það sem fer einna mest í taugarnar á andstæðingum fóstureyðinga. Líkt og lykkjan gerir RU 486 legið „óvinsamlegt" fyrir hugs- anlega bólfestu frjógvaðs eggs. Líkt og flestallar getnað- arvarnir er RU 486 ekki laus við hættu á aukaverk- unum. Til dæmis er hætta á utanlegsfóstrum og að einnig sé þörf á — í um 20% tilvika — að skafa legið að innan hafi þungun átt sér stað. Ekki er enn búið að samþykkja lyfið — sem er frekar dýrt — sem getnað- arvörn. Állar líkur benda til þess að það verði þó gert í framtíðinni þar sem RU 486 er einnig talið árangursríkt gegn offramleiðslu cortis- óns í líkamanum (Cushing syndróm) og sem fyrir- byggjandi lyf í útbreiðslu brjóstakrabbameins. DEPO-PROVERA er pró gestín gefið í sprautuformi og er notað víða um heim sem getnaðarvörn en þc ekki i Bandaríkjunum. Ein sprauta getur hindrað egg- los um þriggja mánaða skeið og aukaverkanir eru taldar vægar. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin og margar erlendar þjóðir telja hana nógu örugga sem getnaðarvörn. En ástæðan til þess að Depo- provera hefur ekki verið leyft sem getnaðarvörn í Bandaríkjunum, en lyfið er framleitt þar, er að menn hafa ekki verið á eitt sáttir um túlkun þeirra stað- reynda að lyfið er talið valda hárri tíðni brjósta- krabbameins í tilraunadýr- um. Prógestínefni hafa líka löngum verið notuð til að koma í veg fyrir sjálfráðar fóstureyðingar. Notkun prógestína í þessu skyni olli aukinni tíðni fæðingargalla hjá ungbörnum. Ekki er vit- að hvort fæðingargallarnir stöfuðu af því að líkami móðurinnar fékk ekki að Iosa sig sjálfur við „gölluð" fóstur eða hvort þeir voru prógestíni að kenna. Aðrar tegundir getnaðarvarna sem gefnar eru í sprautu- formi eru til, svo sem nori- sterat. LEGHÁLSHRINGIR, sem settir eru á leghálsinn, losa levónorgestral, gervipró- gestín, og valda því að sæð- ið kemst ekki í gegnum leg- hálsslímið. Einnig eru til prógestínhringir sem ætl- aðir eru mjólkandi konum. Ætlast er til að konan noti leghálshringinn í þrjár vik- ur en fjarlægi hann síðan eina viku á meðan tíðir standa yfir. Sama hring er hægt að nota í þrjá mánuði. Aukaverkanir eru óreglu- legar blæðingar, ertingar- . . . ekki skortir hugmyndir um getnaðarvarnir fyrir konur ogsýkingarhætta. Hringur- inn getur losnað, sérstak- lega ef konan situr á hækj- um sér og hefur hægðir í þeirri stellingu en hún er a!- geng hjá konum í þriðja heiminum. Búist er við að leghálshringirnir verði komnir á markað víðast hvar erlendis um miðjan áratuginn. PRÓGESTÍNHYLKI eru sett undir húðina og gefa þau frá sér prógestín sem stöðvar egglos. Fyrstu hylk- in duga fimm ár, þau næstu í þrjú ár. Til eru tvær teg- undir hylkja, norplant og hylki sem eyðast af sjálfu sér. Það er enn verið að rannsaka þau síðarnefndu. BÓLUEFNI GEGN ÞUNG- UN. Rannsóknir á því eru enn á frumstigi en talið er að slíkt bóluefni myndi mótefni gegn „chorionic gonadotropic hormónum" sem nauðsynleg eru til að bólfesta frjógvaðs eggs geti orðið. Ef fyrrnefnt hormón nær ekki að virka er þung- un úr sögunni. RAFHYLKI er enn eitt nýtt getnaðarvarnartæki, kom- ið fyrir inni í leghálsinum. Þar gefur það frá sér vægan straum (0,5 milliamper). Þessi straumur hefur engin áhrif á notandann en sæð- isfrumurnar missa hreyfi- getu sína þegar komið er að leghálsopinu. Rann- sóknum á verkun þessa raf- hylkis er ólokið. Af þessari upptalningu má sjá að ekki skortir hug- myndaflugið að því er við- kemur getnaðarvarnar- möguleikum fyrir konur. En eins og þið lásuð í síð- ustu viku um getnaðar- varnir sem verið er að þróa fyrir karlkynið er ímyndun- araflið þar ekki nærri því eins fjörugt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.