Pressan - 13.12.1990, Page 10

Pressan - 13.12.1990, Page 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. DESEMBER Jóhann J. Olafsson og Jón Olafsson LANA SER un. rtvrnui Launakostnaöur Stöövar 2 vegna formanns og varaformanns stjórnar hefur numið um 800 þúsund krónum á mánuöi. Fjórir af stjórnarmönnum Stöövar 2 hafa á nokkurra mánaöa tímabili fengiö lánaöar milljónir króna hjá fyrir- tœkinu sem á sama tíma er meö rámlega 300 milljóna króna neikvœtt eigiö fé og um 1300 milljóna króna skuld- ir. Varaformaöur og formaöur stjórnar hafa ennfremur hvor um sig þegiö laun hjá fyrirtœkinu sem kosta þaö hátt í fjögur hundruö þúsund krónur á mánuöi. Aö auki geröi varaformaöurinn, Jón Olafsson í Skífunni, samn- ing viö stööina um aö kaupa bíómyndir affyrirtœki hans fyrir um 10 milljónir króna sem komu til greiöslu á þrem- ur mánuöum. Samningurinn er talinn hafa rýrt greiöslu- stööu fyrirtœkisins því meö tilliti til greiösluflæöis heföi mátt ná mun hagstœöari samningum viö erlenda aöila. Fjórmenningar sf. og þeir sem að því félagi standa eru stærstu ein- stöku eigendur Stödvar 2. Fjór- menningar sf. eiga 51 milljón í stöð- inni. Haraldur Haraldsson stjórnar- maður á 50 milljónir, Jón Ólafsson, varaformaður stjórnar, á 35 milljón- ir, Guðjón Oddsson, varamaður í stjórn, á 5 milljónir og Jóhann J. Ól- afsson stjórnarformaður á 25 millj- ónir. Heildarhlutafé í Stöð 2 er 634,6 milljónir króna. UMTALSVERÐAR LÁNVEITINGAR Hinn 16. júní greiddi Stöð 2 fyrir fjórmenningana 2,4 milljónir króna. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR greiddi stöðin um svipað leyti 4 milljónir upp í víxla. í ágúst greiddi Stöð 2 síðan rúmlega 50 þúsund krónur fyrir skráningarkostnað vegna stofnunar félagsins Fjór- menninga sf. Á þeim tímapunkti skulduðu þeir félagar stöðinni þess- ar þrjár upphæðir samanlagt eða um 6,5 milljónir króna. Þeir lögðu þá fram reikning fyrir ábyrgðar- þóknun að upphæð 5,1 milljón króna, það er þóknun fyrir ýmsar persónulegar ábyrgðir þeirra á skammtímaskuldum stöðvarinnar. Pegar átta mánaða uppgjör lá fyr- ir sá endurskoðandi að Stöð 2 hafði verið að leggja út fyrir kostnaði þessara aðila og því var reiknaður vaxtakostnaður á þá vegna lánafyr- irgreiðslu, samtals að upphæð rúm- ar 600 þúsund krónur. Eftir miðjan október lagði Stöð 2 til viðbótar rúmar 2,2 milljónir vegna framlengingarkostnaðar víxla fjórmenninganna. I lok nóv- ember var því staða reikningsins 4,1 milljón í mínus fyrir fjórmenning- ana sem lögðu þá fram enn annan reikning fyrir ábyrgðarþóknun, að upphæð 2 milljónir króna. Eftir að sá reikningur er kominn inn í bókhald er skuld þeirra við Stöð 2 samtals 2,1 milljón króna. Jóhann J. Ólafsson sagði hins vegar í samtali við PRESSUNA að nú næmi skuldin líklega um 250 þúsund krónum. Jó- hann sagði jafnframt að bæði lög- fræðingur og endurskoðandi fyrir- tækisins hefðu yfirfarið þessi við- skipti. Athygli vekur að í 19.19 síð- astliðinn þriðjudag neitaði Páll Magnússon, verðandi sjónvarps- stjóri, alfarið að nokkrar slíkar greiðslur hefðu farið fram. GEGN BÓKSTAF HLUTAFJÁRLAGA Ábyrgðarþóknun með þeim hætti sem stjórnarmenn Stöðvar 2 inn- heimta tíðkasl hjá fáum fyrirtækj- um. Aðalfundur félagsins hafði sam- þykkt heimild til að leita eftir ábyrgðum hjá stjórnarmönnum en hins vegar hafa þessar þóknanir aldrei verið samþykktar sérstaklega á stjórnarfundi þannig að aðrir stjórnarmenn vissu ekki hve háar ábyrgðarþóknanirnar voru eða hvernig greiðslur þeirra fóru fram. Þá liggur fyrir sú staðreynd að á tímabilinu frá júní til 10. ágúst var Stöð 2 búin að leggja út 6,5 milljónir króna áður en fyrsti ábyrgðarreikn- ingurinn barst. Auk þess blasir við sú staðreynd að reikningurinn gagn- vart fjórmenningunum hefur alla tíð verið þeim í óhag. Þeir hafa hins vegár beitt þeim rökum að hugsanlega hafi Sonic eða Skífan, fyrirtæki Jóns Ólafssonar, átt inni hjá stöðinni á tímabili og það réttlæti lánveitingu. Stjórnarmaður fullyrti í samtali við blaðið að ef Kristján B. Ólafsson fjármálastjóri hefði fært vixla sem honum hefðu borist í október ættu fjórmenning- arnir inni hjá fyrirtækinu. Hins veg- ar er Ijóst að Sonic og Skífan eru alls óskyldir rekstraraðilar svo að draga má þá ályktun að þannig hafi mátt fela þessar færslur í bókhaldi stöðv- arinnar. Við sameiningu Stöðvar 2 og Bylgjunnar kom Kristján B. Ólafs- son inn sem framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Stöðvar 2 en hann kom frá Bylgjunni og sem fulltrúi þess fyrirtækis inn í hið sameinaða fyrir- tæki. Samkvæmt 60. grein hlutafjár- laga mega framkvæmdastjórar ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum hluthöfum eða öðr- um ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa félagsins. Kristján mun upphaflega hafa gert athugasemdir byggðar á þessum forsendum en að auki er samkvæmt 112. grein hlutafjárlaganna gersam- lega óheimilt að lána hluthöfum eða öðrum peninga þegar eigið fé er neikvætt. Sú er einmitt raunin á Stöð 2 þar sem eigið fé er neikvætt um 305 milljónir króna og skuldirn- ar samtals um 1300 milljónir, sam- kvæmt heimildum PRESSUNNAR. Kristján er nú hættur störfum eftir að Ijóst var að samningur við hann sem rennur út í janúar yrði ekki endurnýjaður. STÓRVIÐSKIPTI VIÐ JÓN ÓLAFSSON Sem kunnugt er sagði Hreinn Loftsson lögfræðingur af sér sem stjórnarmaður í Stöð 2 vegna starfs- loka Kristjáns B. Ólafssonar en Hreinn sat í stjórn sem fulltrúi Sýnar hf. Hvorugur þeirra vildi tjá sig um málið við PRESSUNA í gær. Stein- grímur Ellingsen, varamaður Hreins, tók sæti í stjórn og mun hafa gert þá fyrirvara að lögfræðingur Stöðvar 2, Gestur Jónsson, og end- urskoðandi, Símon Gunnarsson, lýstu yfir að rétt væri staðið að mál- um varðandi viðskipti fyrirtækisins og fjórmenninganna. Slík yfirlýsing mun hafa legið fyrir í fyrradag en Steingrímur þá gert kröfu um að ut- anaðkomandi lögfræðingur legði einnig mat á málið. Nokkur kurr hefur verið í ein- staka hluthöfum Stöðvar 2 vegna viðskipta Jóns Ólafssonar við fyrir- tækið. Stöð 2 keypti 152 myndir af fyrirtæki Jóns Ólafssonar. Áð hluta til er um að ræða sömu myndir og Goði Sveinsson, þáverandi dag- skrárstjóri, neitaði að kaupa af hon- um. Fyrir pakkann gaf Stöð 2 158 þúsund dollara, sem reiknuðust sem 10 milljónir íslenskra króna. Það þýðir að dollaragengið hafi verið um 63 krónur á sama tíma og dollar- inn hefur verið um 55 til 56 krónur. Þennan reikning borgaði Stöð 2 í peningum og víxlum á þremur mán- uðum. Þær myndir sem um ræðir fara margar fyrst til sýninga í kvik- myndahúsi Jóns Ólafssonar, Regn- boganum, síðan á myndbandaleig- ur. Viðmælendur PRESSUNNAR full- yrða að ef Stöð 2 hefði keypt mynd- irnar í gegnum erlenda aðila hefði fyrirtækið getað greitt þær jafnóð- um eða fengið greiðslufrest og því hafi samningurinn við Jón Ólafsson stórlega rýrt greiðslustöðu fyrirtæk- isins. KOSTUÐU FYRIRTÆKIÐ TÆPAR 400 ÞÚSUND KR. Á MÁNUÐI Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Stöðvar 2 eru laun formanns stjórn- ar 100 þúsund krónur á mánuði. Varaformaður fær 75 þúsund krón- ur, aðrir stjórnarmenn 50 þúsund krónur hver og varamenn 12.500 krónur. I vor, fljótlega eftir að nýir aðilar komu til liðs við fyrirtækið, var ákveðið að setja á laggarnar sér- staka framkvæmdastjórn þar sem í ættu sæti Jóhann J. Ólafsson og Jón Ólafsson. Laun til þeirra þar voru á stjórnarfundi ákveðin 200 þúsund krónur á mánuði, þ.e. til viðbótar stjórnarlaununum. Jón Ólafsson sendi fyrirtækinu hins vegar reikn- ing sem verktaki upp á um 311 þús- und, þ.e. með skatti og launatengd- um gjöldum, þannig að nettólaunin eru 200 þúsund. Sama gerði Jóhann J. Ólafsson. Nú er hins vegar búið að ákveða að leggja niður framkvæmdastjórn- ina svo að líklega fá þeir félagar ekki slíkar greiðslur í framtíðinni. Bolli Kristjánsson í Sautján, sem var varamaður Jóns í stjórninni, sat fundi framkvæmdastjórnar í fjar- veru Jóns í tvo mánuði í sumar og þáði engin laun. Hins vegar lagði Jón fram reikninga fyrir sama tíma- bil. Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.