Pressan - 13.12.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 13.12.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. DESEMBER 13 Greinargerd frá Verkvangi PRESSUNNI hefur borist greinar- gerð frá Ragnari Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra verkfræðistofunnar Verkvangs, vegna greinar í blaðinu í síðustu viku undir yfirskriftinni „Kærur vegna gagnslausra úttekta verkfræðinga". PRESSAN sér sér ekki fært að birta greinargerðina í heild en reifar hér nokkur helstu at- riði hennar: „Við fögnum því að opinber um- ræða skuli vera í gangi um þessi mál. Greinin tekur í megindráttum á vandamáli sem við og aðrir sem starfa á viðhaldsmarkaðnum hafa átt við að etja. Nokkuð skortir á að öll málsatriði kæmu í ljós og viljum við skýra það sem átt hefur sér stað. Einnig viljum við leiðrétta misskiln- ing sem fram kemur í greininni. Það er okkar skoðun að við höfum stað- ið heiðarlega að málum og komið hreint fram við þá sem skipt hafa við okkur,“ segir Ragnar m.a. í grein sinni. Hann víkur síðan að einstökum byggingum sem fjallað er um í greininni. Varðandi Fellsmúla 5 til 7 segir hann upphaflegt tilboð ekki hafa hljóðað upp á 2,4 milljónir heldur 3,7 milljónir. Kostnaðar- aukning hafi því orðið 67% en ekki 160%. „Samkvæmt verksamningi átti verkið að taka tvo mánuði en ekki einn eins og fram kom í grein- inni. I greininni er haft eftir ein- hverjum: „Við sjáum ekki betur en að sum verk hafi farið tvisvar á reikninginn og verið sé að rukka fyrir óunnin verk". Hér er um mis- skilning að ræða sem margoft hefur verið leiðréttur," segir Ragnar. Um Kleppsveg 136 til 140 segir Ragnar m.a. ekki rétt að aldrei hafi verið sagt að kostnaður við verkið gæti ekki hækkað. „Þegar kostnað- aráætlun um steypuviðgerðir lá fyr- ir lögðum við til að húsið yrði klætt. Sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn," segir hann meðal annars. Um Blöndubakka 6 til 20 tekur Ragnar fram að eftir að samið hafi verið við verktaka og vinna hafin við niðurbrot á svölum hafi komið í ljós að þær voru mun skemmdari en gert var ráð fyrir. „Útlit flestra þeirra gaf ekki til kynna að neitt væri að þeim nema smávægilegar skemmd- ir á hornum. Þegar þetta var ljóst var áætlunin endurskoðuð og síðan haldinn almennur húsfundur rúmri viku eftir að verkið hófst. Þar mættu 30 til 40 manns. Þeim var gerð grein fyrir ástandinu og sam- þykkt að verkinu yrði haldið áfram undir eftirliti Verkvangs." í grein sinni undirstrikar Ragnar hversu sérstakt svið fyrirtæki hans sé að fást við. „Þegar skoðun á sér stað er um að ræða svokallað sjón- mat þar sem skráðar eru þær skemmdir sem ber fyrir augu. Það hefur þann ókost að skemmdir kunna að dyljast innan við heilt yfir- borð en yfirleitt eru einkennin ljós. Nákvæmari rannsóknir eru mjög kostnaðarsamar og húseigendur hafa ekki verið reiðubúnir til að greiða fyrir þær.“ Athugasemd ritstjóra Grein Ragnars breytir litlu um efni fréttarinnar, rennir raunar frekari stoðum undir hana. Hvað varðar Fellsmúla 2 til 7 ber Ragnari og heimildarmanni ekki saman af ein- hverjum ástæðum, sem breytir þó litlu um magnaukningu og óánægju húseigenda vegna viðbótarkostnað- ar. Ritstj. Dúetinn Sýn heldur uppi miðbæjar£|örinu um helgina. OPIÐ TIL KL. 3.00 ® SOKKABUXUR \ SOKKAR \ falke \ SILKIMJÚKAR OG falke \ ÞÆGILEGAR KRISMA Skeiði, ísafiröi — Box410- Sími4414 A \w ■ IÉ W W Einn sólarhringur, 60 km og virðisaukaskatturfrá tJ UL^aI ILJIUU KR. 2.680,- HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline BILALEIGAN ( GEYSIR • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range • 5—12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12) sími: 688888 Sudurlandsbraut 16, Reykjavik, gengid inn frá Vegmúla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.