Pressan - 13.12.1990, Page 30

Pressan - 13.12.1990, Page 30
RÚSSNESKIR DIPLÓMATAR KEYPTU UPP ALLT HANGIKJÖT í LANDINU íslendingar verða liklega að éta londonlamb um þessi jól, segir Bárður Sigfússon kaupmaður. ÍSLENSKA ÞJÓÐARÞOTAN SELD SEM MINJAGRIPUR í DÖNSKU FLUGMINJASAFNI — Við viljum líka hafa eitthvað sem skemmtir fólki, segir Lars Hansen, forstöðumaður safnsins. MÉR HEFUR ALLTAF FUNDIST SADDAM HLÝR EN FREKAR EIN- MANA MAÐUR — segir Júlíus Traustason sem hefur skrifast á við Saddam Hussein í rúm sautján ár. 11. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJOMAR Nú þegar Ijóst er að kratar eru að falast eftir Friðriki Sophus- syni virðist auðsætt að þeir hafa misst áhugann á Ellert B. Schram, ritstjóra DV. Ólafur Ragnar Grímsson hefur notað sér þetta og á myndinni má sjá hann bjóða Ellert baráttusætið á Vestfjörðum. Friðrik Sophus- son í framboð fyrir krata Reykjavík, 13. desember „Það er rétt að þetta hef- ur verið nefnt við mig. Ég er hins vegar í nokkuð ör- uggu sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins og hef því ekki hug á að skipta,“ sagði Friðrik Sophusson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við GULU PRESSUNA. Friðrik segir að Birgir Dýr- fjörð og Ámundi Ámundason hafi boðið sér þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík en þeir tveir hafa stjórnað flokknum í langri fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns. GULA PRESSAN hefur heimildir fyrir því að auk Friðriks hafi kratar boðið Júlíusi Sólnes, Þorvaldi Garð- ari Kristjánssyni, Ólafi Þ. Þórðarsyni og Skúla Alex- anderssyni sæti á listum flokksins. „Þótt það sé kannski ekki fallegt að segja það þá er það nú einu sinni svo að við sjá- um ekki mikið af frambæri- legu fólki í Alþýðuflokknum," sagði Ámundi Ámundason. ,,Eg er ekki að segja að þetta sé ekki allt saman ágætisfólk. En ég mundi að minnsta kosti ekki kjósa það.“ Birgir Dýrfjörð tók í sama streng. „Auðvitað vildum við helst fá Friðrik. Ef hann kemur er alltaf von á að við fáum Sig- ríði Dúnu líka," sagði hann. Innflutningiir á sól- glerangnm takmarkaðnr Reykjavík, 12. desember „Þegar stjórnvöldum berast svona upplýsingar í hendur er ekkert eðlilegra en þau grípi inn í þróun- ina. Þetta er óhugnanlegt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra í samtali við GULU PRESSUNA. Ólafur hefur gefið út reglu- gerð um takmarkaðan inn- flutning á sólgleraugum. Samkvæmt reglugerðinni verður innflutningur á gler- augunum háður skilyrðum. Þeir sem hyggjast kaupa ný sólgleraugu verða að úrelda eldri gleraugu til þess að fá innflutningsleyfi. „Samkvæmt niðurstöðum athugunar sem ráðuneytið framkvæmdi jókst innflutn- ingur á sólgleraugum um 300 prósent á tímabilinu frá 1975 til 1988. Á sama tíma fjölgaði sólardögum ekkert. Þvert á móti urðu þeir um 14 pró- sentum færri. Það sér hver heilvita maður að þetta geng- ur ekki til lengdar," sagði 01- afur. ÁLVERIÐ FLYTUR INN VINNUAFL Straumsvík, 13. desember „Þetta er allt annað líf,“ sagði Jakob Möller, starfs- mannastjóri álversins í Straumsvík, í samtali við GULU PRESSUNA um þá reynslu sem skapast hefði af innfluttu vinnuafli í ál- verinu. „Við fengum tilraunasend- ingu fyrir tæpum mánuði. Við höfum látið þá vinna bæði í kerskálunum og eins við höfnina. Sú reynsla er hreint ótrúleg. Þeir skara fram úr íslendingunum í öllu. Það hafa til dæmis ekki orðið nein vandræði með sturtu- böðin,“ sagði Jakob. Innflutta vinnuaflið kom hingað á undanþágu frá yfir- dýralækni. Samkvæmt lög- um ættu verkamennirnir að gista í sótkví í Hrísey en vegna viðgerða á einangrun- arstöðinni gat ekki af því orð- ið. „Eg sá ekki ástæðu til að horfa blint á lagabókstafinn í þessu tilfelli. ísal tekur hins vegar ábyrgð á því að þetta vinnuafl haldi sig mest á svæðinu við álverið," sagði Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir. „Við höfum ekkert gert í málinu ennþá,“ sagði Sigurð- ur T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar. „Við munum bíða og sjá til. Þegar útlendingarnir verða orðnir þreyttir á að vinna all- an daginn og vilja fara að sletta úr klaufunum og kynn- ast næturlífinu þá kemur annað hljóð í strokkinn. Ef ég þekki hafnfirska foreldra rétt þá munu þeir ekki líða það að dætur þeirra komi heim með þetta lið upp á arminn." Hætl við sölu á jólasveininum Reykjavík, 13. desember „Við höfum hætt við ail- ar fyrirætlanir um mark- aðssetningu á íslenska jólasveininum í útlönd- um,“ sagði Guttormur Ein- arsson, atvinnumálafull- trúi ríkisstjórnarinnar, á biaðamannafundi í gær- kvöldi. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Guttormur hafði áður haldið fjölda funda þar sem hann kynnti fyrirætlanir um stór- fellt markaðsátak sem talið var að gæti skapað hundruð milljóna í gjaldeyristekjur. „Áuðvitað er sárt að leggja þessar fyrirætlanir á hilluna. En nýjar upplýsingar hafa kollvarpað þeim. Eftir að við komumst að því að jólaveinn- inn væri ekki til varð okkur ljóst að það gæti skaðað ís- Því miður, jólasveinninn er ekki til, sagði Guttormur á blaðamannafundinum. lendinga stórkostlega ef þær upplýsingar lækju út meðan á markaðsátakinu stæði," sagði Guttormur í gær. „Það hefur verið sárast fyr- ir mig persónulega að kyngja því að það hafi verið logið að mér í uppvextinum. Eg hef fundið fyrir miklu óöryggi. Ég veit ekki lengur hverjum á að treysta," bætti Guttormur við. Innfluttu verkamennirnir í álverinu virðast hinir ánægðustu. Ríkisstjórnin: EINN DAG í EINU Reykjavík, 12. desember „Við ákváðum á fundi að rjúfa ekki þing í dag þrátt fyrir að það gæti verið freistandi,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Það yrði náttúrlega miklu meira fjör ef við ryf- um þing. Stjórnarliðar eru orðnir hálfleiðir á aðgerða- leysinu eftir að Ásmundur og Einar Oddur tóku af okkur flest almennileg verkefni. En þrátt fyrir það ætlum við að þrauka. Við getum hins vegar ekki lof- að upp í ermina á okkur. Við tökum því bara einn dag í einu. Við höfum til dæmis ákveðið að við ætl- um ekki að rjúfa ekki þing í dag. Við reynum síðan að heita hinu sama á morgun ef guð lofar," sagði Stein- grímur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.