Pressan - 13.12.1990, Side 26

Pressan - 13.12.1990, Side 26
26 Rigoletto í hættu Hjá íslensku óperunni er nú ver- ið að æfa Rigoletto eftir verdi. Með aðalhlutverk í, sýningunni fara sigrún hjálmtýsdóttir, GARÐAR CORTES Og COSTAS PASK- alis. Stefnt er að frumsýningu um jólin. Það er þó háð því að fjárveiting fáist frá ríkinu. Ríkið hefur gefið vilyrði fyrir fjárveit- ingu en það mun ekki vera fast- mælum bundið enn þá. Hætt verður við sýninguna ef fjárveit- ing fæst ekki. Ljódbrot — nýr söng- hópur Ljóðbrot nefnist hópur fólks sem nýlega sendi frá sér sam- nefnda plötu. Hópurinn er sam- settur af INGVA ÞÓR KORMÁKS- SYNI, sem semur alla tónlistina á plötunni, BJARNA ARASYNI lát- únsbarka, SIF RAGNHILDARDÓTT- UR, sem er þekktust fyrir túlkun sína á Marlene Dietrichlögum og þátttöku í Stuðmannamynd- inni Með allt á hreinu, GUÐRÚNU GUNNARSDÓTTUR, dagskrárgerð- armanni á Rás tvö, og STEFÁNI STEFÁNSSYNI, sem lék með Ljós- unum í bænum meðan þau voru og hétu. Ingvi Þór Kormáksson sagði í samtali við Listapóstinn að hugmyndin hefði verið að nota einhver þeirra ljóða sem hefðu komið út undanfarin ár og semja við þau tónlist. „Tónlistin fer talsvert út í djass, auk þess er þarna að finna einn góðan tangó. Ég hef spilað tals- vert fjölbreytta tónlist gegnum tíðina og þessi plata ber því vitni. Tónlistin er jákvæð og ljúf auk þess sem Ijóðin eru fjöl- breytileg. Það er talsverð áhætta að standa í því að gefa út sína eigin tónlist. En ég hef orðið var jákvæð viðbrögð." Jólagleði Á sunnudaginn flytja leikarar og dansarar jóladagskrá í Þjóð- leikhúskjallaranum. Fjöldi leik- ara og dansara tekur þátt í jóla- gleðinni sem hefst klukkan 3. Aðgangseyrir er 300 krónur fyr- ir börn og 500 krónur fyrir full- orðna; innifalið er kaffi og með- læti. Sýningin tekur um klukku- tíma í flutningi. Jólagleði var einnig í Kjallaranum í fyrra og var þá fullt hús. FIMMTUDAGUR PRESSAN 13'. DESEMBER \ v wBW’ 3 \ >rA . * '.yðV H’1|l ' . -*,lWg^S^aga5SHSa8^MK»i lL 1 Listmunamarkaður í Hlaðvarpanum Það er mikið um að vera í Hlað- varpanum þessa dagana þar sem myndlistarmenn og skáld halda jólamarkað. Á bókamarkaði eru bækur sem höfundarnir hafa gefið út sjálfir, svo og bækur smærri for- laganna; þar má m.a. nefna Smekk- leysu og Örlagið, Orðmenn og bóka- forlagið Bjart. Af þeim höfundum sem eiga bækur á útimarkaðnum má telja Magnúz Gezzon, Jón Hall Stefánsson, Normu Samúelsdóttur og Halldóru Thoroddsen sem er að gefa út fyrstu ljóðabók sína. Alls eru næstum 30 titlar á bókamarkaðnum og er þarna kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér gróskuna í bókaútgáfu utan stóru forlaganna auk þess að kaupa jólagjafir. Á listmunamarkaðnum bjóða myndlistarmenn upp á handunnar gjafavörur. Þar eru meðal annarra Irís Sigurjónsdóttir, með handunna módelkjóla sem hún hefur hannað sjálf en hún er textíllistakona að mennt, Sara Vilbergsdóttir mynd- listarkona með litlar pastelmyndir og handunnar nælur og Ella Magg með handunnar nælur úr kínversk- um pappír og handmálaðar silki- slæður. Tónlistarmarkaðurinn Hljómalind er með til sölu plötur á vægu verði, Sólheimar í Grímsnesi bjóða varning heimilismanna og smíðaverkstæðið Barnagull selur handsmíðuð barnaleikföng. Og er þá aðeins fátt upp talið. Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd- listarkona sá um að skipuleggja markaðinn. Hún sagði í samtali við blaðið að hann væri liður í að ná upp jólastemmningu í miðbænum. „Markaðurinn leggur mesta áherslu á gæði vörunnar og margt af því sem við bjóðum upp á hérna er ekki hægt að fá annars staðar. Markaðurinn verður opinn til jóla og á laugardögum sjá tónlistarmenn og rithöfundar um að skemmta með hljóðfæraslætti, söng og upplestri. Meðal þeirra sem koma fram eru Bubbi Mortens, Hjálpræðisherinn, Langi Seli og skuggarnir, Dómkór- inn og margir fleiri. Litlu börnin gleymast heldur ekki því að Grýla er skammt undan og sér um að flengja óþekku krakkana." SPAKMÆLI SIGURÐAR Skáldin og smælingjarnir Allir ærlegir menn, sem vita hve illa er farið með þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, hljóta að gera eitthvað til að breyta því. Eins og margir bestu rithöfundar okkar í gamla daga. Þeir fjölluðu ekki að- eins um smælingjana í skáldskap sínum heldur vörðu málstað þeirra með oddi og egg í blöðun- um. Nú er þetta liðin tíð. Rithöfundar hirða ekkert um óréttlætið í þjóðfélaginu. Og þeir eru nánast hættir að skrifa í blöðin nema um bókmenntirnar og list- ina. Og kannski húsavernd. Það er svo kúltíverað. Annars eiga þeir ekki orðastað við lesendur nema í bókum sínum, skáldverkunum. Á þetta ekki síst við um yngri höf- unda. Þeir fáu, sem stundum skrifa um illa meðferð á fólki, eru af eldri kynslóðinni, t.d. Þorgeir og Sigurður A. Einu sinni voru rithöfundafélög- in tvö. Annað var til hægri, hitt til vinstri. Þau áttu í sífelldum illdeil- um, oft um frelsi og ófrelsi. Og þó þær erjur hafi verið helst til kalda- stríðslegar snerust þær alla vega um hugsjónir. Eitthvað sem var æðra persónulegum kjörum höf- undanna. Þeim var ekki sama um meðbræður sína og voru reiðu- búnir til að leggja dálítið í sölurnar fyrir þá. Þeir voru skáld. En svo sameinuðust rithöfunda- félögin. Þá dóu hugsjónirnar og samkenndin með lífinu. Skáldin og rithöfundarnir, sem oft voru óvenju viðkvæmir og góðir menn og afskaplega drykkfelldir, urðu jafnsinnulausir um náungann og flestir aðrir. Rithöfundasamband- ið varð harðsvírað stéttarfélag. Og nú eru yngri höfundarnir hinir verstu uppar. Skítsama um allt og alla nema eigin hag. En drekka síst minna en áður. Ég spurði þekktan rithöfund af yngri kynslóðinni, sem stendur framarlega í kjarabaráttu þeirra, hvers vegna skáldin væru hætt að skrifa á móti vondum mönnum sem fara illa með gott fólk. — Það eru breyttir tímar, karl minn. Enginn tekur mark á okkur lengur. Svona réttlæta þeir sérgæsku sína endalaust. Þvi þetta er rangt. Skrif hafa áhrif. I fámenninu, þar sem auð- velt er að hía náungann í hel, eru vondu mennirnir sérlega hræddir um mannorð sitt. Þeim er því bölvanlega við skrif sem koma upp um þá. Og er alveg trúandi til að verða þá skyndilega voða góðir og réttlátir. Eg veit þessa ýmis dæmi. Og engir eru hæfari en snjallir rithöfundar til að velgja þessum peyjum undir uggum og knýja fram umbætur. Én rithöfundunum stendur hjartanlega á sama. Þeir eru hátt yfir þetta hafnir. Mig langar til að nefna ykkur nöfn svo þið skiljið hvaða kynslóð höfunda ég á við. Ég veit að nafn- berarnir, sem allir eru „góðir höfundar" í sjálfu sér, heilmiklir listamenn, verða ekkert reiðir. Þvert á móti hlæja þeir dátt og hugsa: Sá er í stuði! Hann hlýtur að vera eitthvað spældur, greyið! Og hér koma nöfnin: Einar Már og Einar Kára, Gyrðir (sem leikur sér að bréfbátunum sínum), Sjón, Steinunn Sig (sú stelpa ætti að skammast sín fyrir forsetadaðrið; hefði verið andskotans nær að segja sögu einhverrar einstæðrar móður sem allir traðka á), Þórar- inn Eldjárn, Ólafur Haukur, (guð minn góður!), Pétur og Óli Gunn, Siggi Páls (sem er nú alltaf smart) og mín yndislega vinkona, hún Vigdís Grímsdóttir. Þeir sem ekki eru nefndir skulu ekki halda að þeir séu hótinu skárri. Það er bara ekki meira pláss í blaðinu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.