Pressan - 13.12.1990, Page 22

Pressan - 13.12.1990, Page 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. DESEMBER Aðrar teikningar í opnunni eru úr myndröðinni: Prestar gera það líka, í eigu HÚSVITJUN. SigurðurÖrn Brynjólfsson. Listasafns Kópavogs. „Þú ert í því.“ Svaraði Grímur þá: „Já, ég veit það en komdu með rykkilínið!" Landskunnur prestur í Skaga- firði hafði setið að drykkju og spil- um heila nótt og fram á sunnudag og átti að fara að messa. Hann reif sig loks frá spilamennskunni og út í kirkju. Það var sólskin og molla og þegar prestur sat undir söngn- um sofnaði hann. Söfnuðurinn beið og beið en ekkert gerðist. Þá hnippti meðhjálparinn í prestinn: „Ætlarðu ekki að segja eitthvað?" „Jú, jú,“ svaraði presturinn með andfælum; „ég segi grand". PRESTAR GERA ÞAÐ LÍKA Séra Guðmundur nokkur í Borg- arfirði þótti með þeim kvenhollari en kona hans Kristín aftur á móti búkona mikil og sparsöm. Einu sinni kom prestsfrúin að manni sínum í „faðmlögum" við eina af vinnukonum sínum. Varð hún lítt hrifin af þeirri sjón og hellti skömmum yfir prestinn fyrir laus- læti hans. „Þetta er nú bara kaup- ið hennar, góða mín," svaraði aði við ríkið. En hann bætti við: „En þessu þora þeir ekki. Ríkið gæti sagt já!“ Fyrr á öldum voru prestar marg- ir hverjir annálaðir fyrir drykkju- skap, kvennafar og sumir auð- sýndu sóknarbörnum sínum hið mesta harðræði. Séra Einar Eiríks- son í Grímstungu í Vatnsdal var uppi á 18. öld. Er sagt að hann hafi verið hjákátlegur, sérlyndur, hrekkjóttur, illmenni, eigingjarn, fégjarn, sínkur (svo fátt eitt sé nefnt) — og var hann loks dæmd- ur frá embætti. Við það tækifæri kastaði hann hempu sinni til þeirra sem í dóminum sátu og sagði: „Takið þið við henni brúnku og skeinið ykkur á henni, og svei henni.“ BAKKUS STÝRIR MESSUGJÖRÐINNI Sumir prestar voru ófeimnir við að predika blindfullir. Prestur einn á 19. öld var drykkfelldur mjög og hafði þann vana að hafa pela í hempu sinni. Saup hann ávallt baka til við hverja messu og fór mjög leynt með. Einu sinni vissi hann hins vegar að útsendari kirkjuyfirvalda var á staðnum og fylgdist sá grannt með prestinum. Presturinn sté í stólinn og byrjaði predikunina en rétt eftir að hann var byrjaður sagði hann: „Jesús sagði við lærisveina sína: „Innan skamms munuð þér ekki sjá mig ..og um leið lét hann sig hverfa niður í pontuna og saup á pelanum. Síðan rétti hann úr sér og hélt áfram: .. en innan skamms munuð þér sjá mig aft- ur“." Séra Grími Grimssyni í Sauð- lauksdal fyrir vestan þótti sopinn góður. Einn daginn var hann að hefja messugjörð og var kominn í rykkilínið og annað sem prests- skrúða fylgir. Hann stóð fyrir alt- arinu og hvíslaði að meðhjálpar- anum: „Komdu með rykkilínið." Meðhjálparinn svaraði að bragði: ,,Hvar yeyrna þeir svo preslinn lil nœstu jóla?“ Pessari spurnini’u skaut lítill patti ad módur sinni á leid úr jólamessu og sagan er sögd til merkis um kirkjusókn nú á dög- um. Sagt er ad gud sé alls stadar (nema íRóm, þar hefur hann stad- gengilj en erfitt sé þó ad skilgreina presta. Til er ein létt um hvad þad er sem prestar „gera" og hún er svona: Heimspeki líkist því þegar maö- ur leitar aö svörtum ketti í myrkv- uöu herbergi meö bundiö fyrir augun. Frumspeki líkist því þegar maöur leitar aö svörtum ketti i myrkvuöu herbergi meö bundiö fyrir augun og kötturinn er alls ekki í herberginu. Guöfrœöi lík- ist því þegar maöur leitar aö svört- um ketti í myrkvuöu herbergi meö bundiö fyrir augun, kötturinn er alls ekki í herberginu en maöurinn hrópar samt: „Eg er búinn aö finna hann!" Nú til dags segja prestar að ríkið hafi bundið hendur kirkjunnar svo að hún viti ekki í hvorn fótinn hún eigi að stíga! Nýlega voru uppi mótmæli meðal hinna hempu- klæddu vegna niðurskurðar á fjár- veitingum til þjóðkirkjunnar. Datt þá einhverjum skilningslausum guðleysingjanum það snjallræði í hug að best væri fyrir embættis- menn kirkjunnar að hóta aðskiln-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.