Pressan - 13.12.1990, Síða 18

Pressan - 13.12.1990, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. DESEMBER KANTRIPUOA A RAMREUSIOM Hallbjörn Hjartarson, sem er óumdeilanlega kántríkóngur Islands, fjármagnaði nýjustu plötuna sína með sér- stökum hætti. Visa-Is- land lánaði Hallbirni fyr- ir plötunni. Hailbjörn greiðir til baka með mánaðarlegum afborg- unum eða svokölluðum raðgreiðslum. „Ef aðdáendur mínir kunna ekki að meta eitt hundrað prósenta kántrí- tónlist, er ég hræddur um að Visa eignist Hallbjörn Hjartarson og fjölskyldu eftir áramót," sagði Hall- björn Hjartarson. „Ég lagði allt undir. Ég held að það hafi enginn UNGFRÚ Þau leiðu mistök urðu í síðustu PRESSU að fullyrt var að ungfrú ísland hefði tekið þátt í að sýna nærföt í World Class um daginn. Meira að segja birtist mynd af stúlku sem ætla mátti að væri ungfrúin. Hið rétta er að ungfrú ís- land, Asta Sigríður Einars- dóttir, kom þarna hvergi nærri. PRESSUNNI er bæði Ijúft og skylt að leið- rétta þetta og biðja hana og lesendur velvirðingar. Þar sem nokkuð hefur ver- ið fjallað um hugvitsmenn og uppfinningar á þessari síðu að undanförnu látum við þessa mynd fljóta með. Hún barst okkur í hendur með þeim orðum að um væri að ræða karl- gulrót. Nú væri einungis eftir aö finna upp kvengul- rótina. Þegar það væri bú- ið þyrftu menn ekki að bogra yfir mold og reyta arfa heldur gætu gulræt- urnar sjálfar séð um aö fjölga sér. fórnað eins miklu vegna einnar plötu og ég gerði fyrir þessa nýju piötu mína. Þetta hefur kostað mig fjór- ar milljónir króna. Ég þarf að selja fjögur þúsund ein- tök til að sleppa, ég bið ekki um meira. Ég hef aldrei ætl- ast til þess að ég hagnaðist á plötunum mínum og geri það ekki heldur núna.“ Nýja platan er sjötta kántríplata Hallbjarnar. I fyrra kom út sú fimmta. Hún er söluhæsta plata hans til þessa, seldist í fjög- ur þúsund eintökum. „Ég gef út plötur af þörf, ekki til að græða á þeim,“ sagði Hallbjörn Hjartarson, kántríkóngur og starfsmað- ur Kaupfélags Austur-Hún- vetninga á Skagaströnd. Míglekir smokkar Þau válegu tíðindi bár- ust fyrir skömmu með fréttaskeytum Reuter- fréttastofunnar að smokkar væru alls ekki jafnörugg getnaðarvörn og menn hefðu talið. Þar var vitnað til rann- sóknar sem gerð var í Aust- urríki. Niðurstöður hennar leiddu í Ijós að átta af hverj- um tíu smokkum sem at- hugaðir voru reyndust lek- ír. ENN NVR KRÓKÓ DÍIAMAOUR „Ég er hinn raunveru- legi Krókodíla-Dundee. Ég er ekki sáttur við að Gutt- f ...OC SVO £R H£R rASHD FRÁ TZAS- MANÍL/.HÚN SÝWIROKlCURTyECqjA VIKAJfl LOÐKRÓKÓDILSUNCA | EN SKÚFlHdNM £R EtCKI | TcklWW MWA Af FULL- | VÖXMUAA DVRUM. 35'0 I fIRfl (VERST AÐ rlVAJDINl Hluti af teiknimyndaseríu í Þjóðviljanum frá 1972. ormur vinur minn steli af mér titlinum. I Þjóðviljan- um 19. nóvember 1972 birtist eftir mig teikni- myndasaga þar sem ég lét Bersa Bersason þingmann reifa hug- myndir um krókódíla- eldi,“ sagði Haraldur Guðbergs- son mynd- listarmaður um frétt í PRESSUNNI Davíð frændi Texti Rúnars Kristjánssonar við lag Hallbjarnar Hjartarsonar. Hann Davíð sem Reykjavík ræður og ráðhúsið byggir þar i skiptum er sagður skæður og skjótur til viðreisnar. í Matthildi mjög hann þótti á mælskunni hafa lag. j pólitík sigra sótti og sækir þá enn í dag. Þvi Davíð á dýran hróður, því Davíð er besta skinn. Þvi Davíð er drengur góður, því Davíð er frændi minn. Hann dýrðlega útsýn dæmir hvern dag upp í Öskjuhlíö. En ef að hann Tjörnina tæmir mun trúlega verða stríð. Og þá mun hann vaskur að vonum vinda sér slaginn í. Það er gustur í hárinu á honum og heilanum undir því. Því Davíð á dýran hróður, því Davíö er besta skinn. Þvi Davíð er drengur góöur, því Davíð er frændi minn. En öfundarmenn eru margir sem meta hann ekki rétt. Þeir tala um hann ósköp argir með andlitin rauð og grett. Þeir segja hann likist Loka, meö launráðin köld og grá. Þeir segja hann sýni hroka, en samt er það af og frá. Því Davið á dýran hróður, því Davíð er besta skinn. Því Davíð er drengur góður, því Davið er frændi minn. Nú er það fjölmiðlaprestur Dr. Gunnar Kristjánsson lagði til á síðasta kirkju- þingi að stofnað yrði emb- ætti fjölmiðlafulltrúa þjóð- kirkjunnar eða fjölmiðla- prests. í greinargerð sinni bendir dr. Gunnar á að þáttur kirkj- unnar í mótun útvarpsins hafi verið verulegur. Þegar sjón- varpið kom til sögunnar hafi hins vegar lítið farið fyrir kirkjunnar mönnum. „Þar er ekkert reglulegt Haraldur ásamt Steini syni sínum. þess efnis að Guttormur Einarsson, atvinnumála- fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar, hefði átt hugmyndina að krókódílaeldi hérlend- is. „Þar sem við Guttormur er- um báðir félagar í Hugvits- mannafélaginu tel ég rétt að koma þessu á framfæri," bætti Haraldur við. Haraldur er þekktur fyrir skopteikningar sínar í Spegl- inum og teiknimyndasögur úr goðafræðinni. Að líkind- um er Haraldur faðir íslensku teiknimyndasögunnar. kirkjuprógramm eins og hef- ur verið í útvarpi alla tíð,“ seg- ir í greinargerðinni. Rétt er að benda á að kirkj- unnar menn voru ekki alveg málsvaralausir þegar sjón- varpinu var komið á fót. Emil Björnsson, guðfræðingur og fyrrum prestur, var ráðinn fréttastjóri og gegndi því embætti lengi eða allt þang- að til að Ingvi Hrafn Jónsson tók við. En dr. Gunnar vill að ráðinn verði guðfræðingur, sem jafn- framt hafi menntað sig í fjöl- miðlafræðum, til að skipu- leggja kirkjulegt sjónvarps- efni. „Hvað sem sögulegum rök- um líður má telja ofureðlilegt að þjóðkirkjan eigi beina að- ild að sterkustu fjölmiðlum ríkisins vegna þess að megin- þorri þjóðarinnar heyrir kirkjunni til," segir dr. Gunn- ar í greinargerðinni. Ef vilji dr. Gunnars nær fram að ganga getur svo farið að við fáum að sjá meira til presta í sjónvarpinu en í orð- um dagsins á undan Stund- inni okkar á sunnudögum. STRIKAD VFIR KOIW 06 HUND Kvikmyndaeftirlitið ráð- lagði forsvarsmönnum Regnbogans að sýna ríkis- saksóknara fyrstum allra eina af myndunum sem áttu að vera á franskri kvikmyndaviku sem er ný- lokið. Astæðan var sú að í mynd- inni var atriði þar sem kona og hundur höfðu mök. Regn- bogamenn tóku myndina hins vegar af dagskrá og því fékk ríkissaksóknari ekki að sjá hana. Samkvæmt lögum er kvik- myndaeftirlitið ráðgefandi um sýningar á bíómyndum. Það metur hvort Banna á börnum aðgang að þeim. Kvikmyndaeftirlitið getur á hinn bóginn ekki bannað sýningar á myndum. En það getur ríkissaksóknari gert. Hann nýtti sér þetta vald þegar hann bannaði sýningu á Veldi tilfinninganna á kvik- myndahátíð Listahátíðar seint á áttunda áratugnum, sem frægt varð. Sú ákvörðun vakti deilur þar sem mörgum lögfræðingum fannst það stangast á við ritskoðunar- ákvæði stjórnarskrárinnar að banna sýningu á kvikmynd- um áður en þær væru teknar til sýningar. Myndin með konunni og hundinum er heimildarmynd um listræna muni sem fram- leiddir voru áður en nútima klámiðnaður varð til. Annar höfundur hennar er kunnur franskur rithöfundur, André Pieyre de Mandiargues. Eins og aðrar myndir sem áttu að vera á þessari litlu kvikmyndahátíð var þessi flutt til landsins af franska sendiráðinu. Hún hefur þvt komið hingað í diplómata- pósti. Gagnkynhneigður klæðskiptingur Sumir þeirra sem fóru að sjá The Tofu Twins á hommabarnum fyrir ofan 22 á Laugaveginum uin síðustu helgi urðu fyrir sárum vonbrigðum. Það kom nefnilega í ljós að klæðskiptingurinn í sýning- unni var raunveruleg kona. Þetta var því kona sem var að þykjast vera karlmaður sem þóttist vera kona. Þeir sem þekkja til málfars njósnara vita að sá sem njósn- ar um njósnara er gagnhjósn- ari. Glöggir menn vilja því kalla konuna í The Tofu Twins gagnkynhneigða. Annars vöktu textar The Tofu Twins mikinn fögnuð þeirra sem kunna að meta „dekadens". Þeir fjölluðu meðal annars um ástir konu og ryksugu óg kvenmann sem hafði þann sið að drepa ástmenn sína í lok hvers ást- arleiks. Turninn er fallinn Skólabörn í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu geta nú farið í skólann sinn án þess að eiga á hættu að súrheysturninn á Grund falli á þau. Þessi frægi turn, sem deilt hefur verið um í ein þrjú ár, hefur verið rifinn. Bóndinn á Grund hefur átt í deilum við innflutningsfyrirtækið Gló- bus um turninn, telur að hann hafi verið gallaður frá upphafi. En á meðan deilt var um turninn stafaði vegfar- endum hætta af honum. Þeg- ar bílstjórar skólabílsins skor- uðu á almannavarnanefnd Austur-Húnavatnssýslu að vinna að því að láta rífa turn- inn, eins og greint var frá í síðustu PRESSU, var loks gengið í málið og turninn felldur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.