Pressan - 13.12.1990, Page 25

Pressan - 13.12.1990, Page 25
25 LISTAPÓSTURINN Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari Ég er harðasti gagnrýnandinn „Ég er í heildina mjög ánægd með útkomuna og þá skiptir ekki jafnmiklu máli hvað öðrum kann að finnast. Ég er sjálf harðasti gagnrýnandinn,“ segir Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari um nýútkominn geisladisk sinn. * Islensku bók- menníaverð- launin Dómnefndin sem valdi bækur til Islensku bókmenntaverðlaun; anna hefur lokið störfum. í flokki fagurbókmennta voru eft- irtaldar bækur tilnefndar: Með- an nóttin líður eftir fríðu Á. SIG- URÐARDÓTTUR, Svefnhjóiið eftir GYRÐI elíasson, Vegurinn upp á fjallið eftir JAKOBI'NU SIGURÐAR- DÓTTUR, Fótatak tímans eftir KRISTÍNU LOFTSDÓTTUR, Hvers- dagshöllin eftir PÉTUR GUNNARS- SON, Nautnastuldur eftir rÚnar HELGA VIGNISSON, Síðasta orðið eftir STEINUNNI SIGURÐARDÓTT- UR, Einn dag einn eftir KRISTJán árnason. í flokki handbóka, fræðirita og frásagna voru tilnefndar 7 bæk- ur. Það voru: íslenskar fjörur eft- ir AGNAR INGÓLFSSON, Hraun- hellar á íslandi eftir bjöRN HRÓ- arsson, Perlur í náttúru íslands eftir GUÐMUND P. ÓLAFSSON, Skálholt II kirkjur eftir HÖRÐ ÁG- ÚSTSSON, íslensk samtíð 1991 eftir VILHELM G. KRISTINSSON, ís- lenska kynlífsbókin eftir ÓTTAR GUÐMUNDSSON, sem skrifar m.a. vikulega pistla í PRESS- UNA, og íslenska alfræðiorða- bókin. Athygli vakti að dómnefnd fagurbókmennta valdi 8 bækur í stað 7 eins og ákveðið hafði ver- ið að gera. Að sögn HEIMIS PÁLS- SONAR hjá Félagi íslenskra bóka- útgefenda óskaði dómnefndin eftir því. Því hefði ekki verið synjað enda hefði talan 7 ekki stuðst við nein efnisleg rök. Það kemur í hlut lokadóm- nefndar að skera úr um hvaða bækur hljóta svo bókmennta- verðlaunin. í henni eiga sæti: HELGA KRESS, tilnefnd af Há- skóla íslands, SIGRÍÐUR dúna KRISTMUNDSDÓTTIR, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaútgefenda, SNORRI JÓNSSON, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands, dóra thoroddsen, tilnefnd af Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, og PÁLMIGÍSLASON, tilnefndur af Ungmennafélagi íslands. Jólatónleikar Sinfóníunnar GUÐMUNDUR ÓLI GUNNARSSON mun þreyta frumraun sína sem stjórnandi Sinfóníunnar á jóla- tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Hann tók lokapróf í hljómsveitarstjórn við Tónlistar- háskólann í Utrecht í Hollandi síðastliðinn vetur og leggur nú stund á nám í Finnlandi. A efnis- skránni verða þrjú verk: Árstíð- irnar eftir Vivaldi, Svíta nr. 2 eft- ir Respighi og Pulcinellasvítan eftir Stravinski. Einleikarar kvöldsins eru fjórir og allir fiðluleikarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni. Hver þeirra mun leika einn konsert úr Árstíðun- um, BRYNDÍS PÁLSDÓTTIR (vor) LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR (sum- ar), lin wei (haust) og andrzej kleina (vetur). Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.00. Miðar og áskriftarskírteini eru seld við innganginn. Á honum er eingöngu að finna franska tónlist, nánar tiltekið frá París. Áshildur er hér í jólafríi og mun auk þess að kynna geisladisk- inn spila með Kammersveit Reykja- víkur á sunnudaginn. Fimmta janú- ar leikur hún síðan ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleik- ara á vegum Tónlistarfélagsins. DISKARNIR HLJÓÐRITAÐIR Á TVEIMUR MORGNUM „Upptökurnar á geisladiskinum voru gerðar í tónlistarhöll Gauta- borgar í júlí. Við tókum þetta upp á aðeins tveimur morgnum. Sjálf heyrði ég ekki upptökurnar fyrr en núna um daginn. Sænskur umboðs- maður minn, sem er einnig með hljómplötuútgáfu, bar hitann og þungann af undirbúningnum og dekraði bæði við mig og meðleikara minn, Love Derwinger. Við bjugg- um ásamt honum í litlum bæ uppi í sveit og hann stappaði í okkur stál- inu og ók okkur í upptökur. TÓNLEIKAR VÍÐA UM HEIM Áshildur nam við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, hjá Bernard Wilkin- son og Manuelu Wiesler, þar til hún var 17 ára gömul. Þá flutti hún út til Boston og lærði þar í þrjú ár. Tvitug fór hún til New York þar sem hún nam við Juilliardskólann í J>rjú ár. Síðastliðna tvo vetur hefur Áshildur verið búsett í París og hefur auk þess að vera þar í námi haldið tónleika víða um heim, m.a. í Englandi, Skandinavíu og Mexíkó. En hvernig skyldi hafa verið að hætta í mennta- skóla 17 ára gömul til að leggja fyrir sig tónlistarnám úti í hinum stóra heimi? „Þetta hafði sinn aðdraganda. Ég var byrjuð að læra á þverflautu 9 ára gömul og tók námið strax mjög há- tíðlega. Þrettán ára gömul var ég farin að æfa mig marga tíma á dag. Ég var þá þegar staðráðin í að verða flautuleikari. Tónlistin kom alltaf fyrst hjá mér og vinir mínir vöndust tímatöflunni minni. Ég byrjaði síðan í menntaskóla svona eins og allir hinir en þar var ég bara út fyrsta ár- ið. Það hjálpaði til að ég fékk geysi- legan stuðning frá fjölskyldunni og hún stóð öll á bak við mig þegar ég ákvað að hætta í menntaskóla og snúa mér eingöngu að tónlistinni. Það er í rauninni stöðugt álag að vera tónlistarmaður. Því veldur vit- undin um að maður getur alltaf gert betur. Hver og einn verður að sætta sig við að fullkomnun verður aldrei náð. Galdurinn er að trúa á sig. Trúa því að maður sé góður. Ég held að það hafi orðið mér til góðs að hafa marga ólíka kennara. Eg hef stöðugt verið að drekka í mig ný áhrif. Skólar eru til dæmis mjög mismunandi eftir löndum. Ef við tökum franska skólann þá er þar lögð meiri áhersla á einfaldleikann og hið barnslega í tónlistinni. Bandaríkjamenn eru meira fyrir að drekkhlaða tónlistina með tilfinn- ingum. Það er skrítin tilhugsun að ég væri örugglega öðruvísi flautu- leikari ef ég hefði farið strax til Frakklands." DAGLEGT LÍF — En hvernig gengur lífid fyrir sig hjá þér í dag? „Ég æfi mig mjög mikið. Ég hef núna tvo umboðsmenn, einn í Sví- þjóð og annan í Englandi. Það geng- ur hægt að koma sér á framfæri en ég sé alltaf árangur. Einir tónleikar leiða af sér aðra og geisladiskurinn hjálpar líka til. Ég ákvað að flytja mig til Parísar vegna þess að mér buðust fleiri tækifæri í Evrópu. Það er einnig góð tilfinning að geta farið í göngutúr á kvöldin án þess að eiga það á hættu að á mann verði ráðist. Mig langaði í rólega, evrópska menningu. Það er kosturinn við evr- ópska menningu hvað almenningur fylgist miklu betur með hlutunum. í Bandaríkjunum er tónlistarlífið meira bundið við ákveðna forrétt- indahópa. Það er einmitt svo gott við tónlist að menn þurfa ekki að hafa neina menntun til að geta notið hennar. Tónlistin er svo bein tján- ing. Mér finnst til dæmis mjög gef- andi að leika í skólum og fyrir áheyrendur sem eru óvanir að hlusta á tónlist." — Hvað um íslenskt tónlistarlíf? Hvernig finnst þér ísland búa að tónlistarfólki? „Það er mjög vel hugsað um ís- lenskt tónlistarfólkog mikill áhugi á tónlist hér. En fámennið spilar inn í. Ég er mjög þakklát fyrir að það er enn fy lgst með því sem ég er að gera í tónlist þrátt fyrir að ég hafi verið búsett erlendis í svona langan tíma." TÓNLISTIN TALAR VIÐ ALLA — Hvað finnst þér um þœr gagn- rýniraddir sem hafa verið uppi varöandi ríkisstyrki til menningar- mála? Það er nauðsynlegt að styrkja tónlistarlífið hér því markaðurinn er svo lítill. Sinfónían gæti ekki borið sig án styrkja og það kæmu ekki út klassískar plötur. Það er ekki nógu mikið af fólki hérna til að bera tón- listarlífið uppi án þess að til komi styrkir. Við missum alltaf mikið af tónlistarfólki úr landinu, og megum ekki við að missa enn fleiri. Ef við missum allt menningarlíf úr landinu er ekki mikið eftir. Ég held að það sé vilji meirihlut- ans hérna að halda uppi góðu menningarlífi. Ef við tökum Banda- ríkin sem dæmi þá er listin þar ein- skorðuð við hástéttina. Þar hefur orðið mikil hnignun og ekki bara í listum og menningu heldur einnig að því er varðar lífskjör þeirra sem eiga minnst. Annars er einnig að finna ríkisstyrktar hljómsveitir í New York. Þeir hafa einnig þann háttinn á að þau fyrirtæki sem styrkja tónlistarmenn geta nýtt sér það til skattafrádráttar. Það er slæmt hvað bilið milli svo- kallaðrar dægurmenningar og há- menningar hefur breikkað. Það má ekki flytja tónlistina frá fólkinu. Hið góða við tónlist er einmitt það að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónlistin talar við alla ef hún fær tækifæri til þess." Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.