Pressan - 02.12.1993, Page 3

Pressan - 02.12.1993, Page 3
bandalagsins, þótti yfirleitt rós í hnappagat Ólafs Ragnars Grímssonar, sem sýndi pólit- ísk flinkheit með því að hafna algerri andstöðu við Nató. Þetta er í samræmi við annan málflutning hans á Alþingi, þar sem hann hefur verið að reyna að byggja brýr yfir til manna á borð við Bjöm Bjamason með breyttum áherslum í utanríkismálum. Afdráttarlaus niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar á lands- fundinum og ræður annarra þingmanna þar sýndu þó hug flokksins í málinu og munu eflaust gera Ólafi Ragnari erfitt fýrir að halda uppi nýja andlit- inu með þessa skýru afstöðu landsfimdarins í farangrin- um... J__/in lítil, pen bók hefur rétt gárað vatnið í jólabókaflóðinu sem nú er skollið á. Það er ný ljóðabók frá Hrafni Jökuls- syni, einum bókmenntagagn- rýnenda PRESSUNNAR, sem ber heitið þegar hendur okkar snertast. Bókin er safn ljóða sem öll eiga uppsprettu sína í Júgóslavíu heitinni, þar sem Hrafn dvaldi lengi meðal stríðshijáðra. Bókin er tileink- uð íbúum Sarajevo... JT riðjudaginn 30. nóvember auglýstu nokkur veitingahús opið til klukkan þrjú eftir að hafa fengið vilyrði þar að lút- andi hjá embætti lögreglu- stjóra. Það reyndist skamm- góður vermir því klukkan eitt mætti eftirlitið á þessa staði og vildi loka. Eftirlitið hafði sitt fram en að sjálfsögðu er það tveggja tíma verk að loka veit- ingahúsi í fullum gangi. Til- drög málsins eru þau að Bjöm Leifsson veitingamaður hringdi í lögreglustjóraemb- ættið til að leita svara við því hvort ekki væri heimilt að hafa opið til þrjú vegna 1. desem- ber. Hann fékk jákvætt svar og auglýsti opið í Ingólfskaffi. Aðrir veitingamenn brugðu skjótt við og gerðu slíkt hið sama. Hins vegar byggðust svörin sem Björn fékk á mis- skilningi og eftirlitið hafði í nógu að snúast við að leiðrétta hann aðfaranótt miðviku- dags... i^Æeðal þess sem kom á óvart á landsfundi Alþýðubandalagsins var stór- fjölgun í Reykjavikurfélaginu, eða 25% fjölgun frá síðasta landsfundi, sem haldinn var fyrir tveimur árum. Fjöldi ýlega var auglýst staða borgarendurskoðanda og meðal umsækjenda voru þeir Símon Hallsson og Símon Kjærnested. Þarna mætast ýmsir þræðir úr fortíðinni, því svo vill til að þeir eru úr sama útskriftarárgangi ffá Verslun- arskóla íslands og það eru einnig þeir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Júhus Hafstein borgarfulltrúar, sem munu taka þátt í lokaafgreiðslu borg- arstjórnar á umsóknum. Borgarspekúlantar veðja á að Vilhjálmur muni styðja Halls- son og hann sé líklegri til að hreppa hnossið... A JT\. landsfundi Alþýðu- bandalagsins stóð til að stofna kvennahreyfingu flokksins með bravúr og yfirleitt var gert ráð fýrir að þar yrði í forystu Svanfríður Jónasdóttir, fyrr- verandi aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hann hefur áhuga á að gera aftur virka í flokknum. Þessar fyrirætlanir runnu út í sand- inn með því að stofnun kvennahreyfingar var frestað þar til eftir áramótin og var lit- ið á það sem enn eitt merki veikari stöðu Ólafs Ragnars á fundinum... -^Ltkv; æðagreiðslan um andstöðu við Nató, sem ffam fór á landsfúndi Alþýðu- m áramótin lækkar vörugjald á gosdfýkkjum úr 25% í 18% sem þýðir 5,6% lækkun á heildsöluverði gosdrykkja. HF. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, framleiðandi Pepsi á íslandi, ætlar hins vegar að koma til móts við íslenskar fjölskyldur í jólamánuðinum og flýta lækkun á 2 lítra Pepsi og Diet Pepsi til 1. desember. Það er jólagjöf sem vert er að opna - og það strax. eð þessu viljum við þakka frábærar viðtökur á Pepsi frá því Ölgerðin hóf framleiðslu á því, fyrr á þessu ári. Það er ljóst að íslendingar kunna vel að meta íslenskt Pepsi. Hafa blöðin undanfarið unnið við að skrifa hvort annars ff éttir í kaf... fékk 123 atkvæði og Guðlaug- ur Bergmann 90 atkvæði. Guðlaugur var 7 atkvæðum ffá því að falla úr stjóm félags- ins. Mikil smölun fór fram fyrir fundinn, sérstaklega meðal stuðningsmanna Bjarna... Q Wtjórnarkosning á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur var mjög spennandi. Bjarni Júlíusson fékk flest atkvæði eða 128. Stefán Magnússon landsfundarfulltrúa frá Reykjavík var 75, sem þýðir að félagið á að telja 670 félaga. Þeim sem gerst þekkja til fannst þetta fúrðu sæta, því að við fyrstu sýn lá ekkert mál fyrir fundinum sem ætla mætti að kallaði á smölun. Síðast þegar kippur kom í aukningu félaga var þegar Össur Skarphéðinsson var í framboði. Ennfremur þótti mönnum ótrúlegt, ef ekki úti- lokað, að þessi fjölgun hefði átt sér stað á undanförnum tveimur árum. 670 félagar þýðir að Reykjavíkurfélagið þarf að standa skil á félags- gjöldum upp á 800 krónur per haus, sem er samtals 536 þús- und. Það fór þó að renna upp ljós fyrir samsæriskenningar- mönnum þegar kom að kosn- ingu í miðstjórn, en þar hlaut Guðrún Ágústsdóttir yfir- gnæfandi kosningu. Sú kosn- ing ætti að styrkja stöðu henn- ar verulega í prófkjörsslag vegna borgarstjórnarkosn- inga... JT að er engin lognmolla um starfsemi landsbyggðarblað- anna eins og sést bæði á Suð- urnesjum og á Vestfjörðum. Fyrir skömmu slitnaði upp úr samstarfi þeirra Emils Páls og Vilhjálms Ketilssonar, sem gáfu saman út Víkurfréttir í Keflavík. Emil Páll stofnaði Beztablaðið og síðan hafa skeytin flogið á milli. Suður- nesjafréttir hafa nú blandast inn í málið og verður Emil Páll aðallega fyrir skeytum þaðan. Þessu til viðbótar hefur Bjami Dagur Jónsson á Bylgj- línm'blandast inn í deiluna, en Emil Páll telur að Bjarni Dag- ur hafi falsað útvarpsviðtal við sig og „alhæft um skuggalega fortíð“ sína. Hyggst Emil Páll jafnvel kæra Bjarna Dag, eða svo boðar hann í síðasta blaði. Á Vestþörðum stendur deilan á milli Vestfirska fréttablaðsins og Bœjarins besta á ísafirði. Talaðu vjð okkur um BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 Fimmtudagurinn 2. desember 1993 SKILABOD PRESSAN

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.