Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 26
26 PRESSAN KRYDDLEGIN HJORTU Fimmtudagurinn 2. desember 1993 KJARNAFJOLSKYLDA SAMTIMANS Fráskilda kynslóðin Par í sambúS meS tvö börn og það þriðja á leiðinni. Börnin tvö eiga þau hins veaar ekki saman, heldur úr fyrri samböndum. Hún er með forsjá yfir sínu, hann ekki. Hann hugsar um sitt aðra hverja helgi. Að baki sést í 1/2 föður og móður barnnanna. Lögskilnaður eftir aldri brúðhjóna 1961-1990 Karlar 20-24 25-29 30-34 35-39 1961-1965 126 201 153 117 1966-1970 226 270 164 140 1971-1975 373 k v429^B 319 207 1976-1980 431 k mll 354 254 1981-1985 389 557 434 349 1986-1990 197 521 506 425 Konur 20-24 25-29 30-34 35-39 1961-1965 72 158 170 130 1966-1970 121 255 188 173 1971-1975 227 441 308 238 1976-1980 253 500 414 294 1981-1985 226 506 484 390 1986-1990 104 382 509 496 FAGOR UPPP V9TTAVÉÍAR 12 manna 7 þvottakerfi Hljóðlát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastillir 55-65V Stillanlegt vatnsmagn Sparnaðarrofi Hitaþurrkun HxBxD: 85x58x60cm Án topp-þlötu: 82x58x58cm 48.900- STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 51.500- RONNING BORGARTUNI 24 SÍMI 68 58 68 Það hriktir í stoðum hjónabandsins. Sambúðarsiit eru tíðari en nokkru sinni. Börn hrannast upp utan hefðbundins ramma. Aldrei hafa fleiri verið ógiftir um þrítugt. Hvað kom fyrir kynslóðina sem nú er á aldursbilinu frá 25 til 35 ára? Er hún ofsjálfhverf til að elska aðra? Eða sá hún kannski í gegnum bleika skýið? Hvort sem siðapostulum þessa lands líkar betur eða verr bendir allt til þess að hjónabandið sé í bráðri hættu. Frá æsku- tíð foreldra þeirra sem við kjósum að nefha „ffáskildu kyn- slóðina“ hafa skilnaðir aukist um ríflega helming. Jafhframt hefur hjónavígslum fækkað um tæp 40% ffá 1976. Framhlið- in kann almenningi þó að virðast öðruvísi, að minnsta kosti af öllum þeim brúðkaupsmyndum sem birtast á degi hveijum í Morgunblaðinu að dæma. Skráðar óvígðar sambúðir eru nú tíu þúsund talsins á landinu öllu og sambúðarslitamál eru tíð- ari en nokkru sinni. Erfitt er þó að henda reiður á nákvæmum tölum um sambúðarslit, því aðeins þær óvígðu sambúðir koma til kasta sýslumannsembættanna þar sem sambýlisfólk hefur eignast saman börn. Að meðaltali hafa tæplega fimm hundruð lögskilnaðir farið í gegnum dómskerfið á ári undan- farinn áratug. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fór skilnuðum enn fjölgandi á síðasta ári miðað við hve margir gengu í það heilaga. Og frá því sýslumannsembættið var stofhað í Reykjavík 1. júfi 1992 til 1. október hefur verið til- kynnt um nærri þijú hundruð sambúðarslit, á það eingöngu við sambúðarslit í Reykavíkurborg. Þá eru ótaldar allar óskráðu sambúðirnar þar sem börn eru ekki komin til sög- unnar, að minnsta kosti ekki sameiginlegt barn parsins. inn til um það fyrir þrjátíu til fimmtíu árum hverjir voru á „lausu“. í dag er það ekki fyrr en einstaklingar hafa náð 30 til 35 ára aldri sem ríflega helmingurinn hefur gengið í hjóna- band. Um 80% þeirra sem eru yfir 34 ára aldri eru hins vegar í hjónabandi. Allt til þessarar „ffáskildu kynslóðar“ hafa um og yfir 90% íslendinga einhvem tíma á ævinni gengið í hjóna- band þótt raunin virðist ekki ætla að verða sú í framtíðinni. En nóg um það. Það má vafalaust reikna á marga vegu út ffá gefnum forsendum hve miklar líkur eru á því að hjónabandið lifi yfirhöfuð eitthvað ffam eftir næstu öld eða hvort það sé einfaldlega að verða úrelt stofhun. Fiögur börn eða fleiri = tryggt hjónaband Það er bæði gömul saga og ný að helsta tryggingin fýrir góðri endingu hjónabands er að eignast fjölda barna, helst með sama manninum. Börnin þurfa þá oftast að vera fleiri en tvö, því samkvæmt opinberum tölum síðustu ára eru tvö börn eða færri ekki ffekari stoð fyrir hjónabandi en bamlaust hjónaband. Hjónaskilnuðum fer verulega fækkandi eftir að bömin em orðin þijú og em hverfandi þegar börnin em fjög- ur eða fleiri. Þetta hefur lítið breyst undanfarin fjömtíu ár. Hins vegar vita allir að æ fleiri börn fæðast utan hjónabands. í kjölfar þess og aukinnar skilnaðartíðni em einstæðir foreldrar (í flestum tilfellum mæður) fjölmennari en nokkm sinni. Satt best að segja þekkir maður fáa af þessari kynslóð sem ekki eiga að minnsta kosti eina sambúð að baki. Það þarf eng- inn að segja manni að af þeim rúmlega fjörutíu þúsund ein- staklingum sem eru á milli tvítugs og þrítugs séu aðeins 4.500 manns „giftir“, — að 35.000 manns á þessum aldri séu á lausu! Þvflik firra. Vafalaust hefði þó mátt segja nokkum veg- Fólk með „fortíð" Samskipti kynjanna em því í senn orðin bæði flóknari og einfaldari en þau vom; flóknari að því leyti að einstaklingar eiga nú frekar það sem við getum kallað „fortíð“ — nokkur sambönd, kannski sára reynslu, börn og svo mætti áffarn telja — en einfaldari sé málið skoðað út frá að því að hefðin ein ræður ekki lengur hamingju fólks; að fátt kemur í veg fyrir að einstaklingur sem vill losna úr fjötmm hjónabands/sambúðar geriþað. „Eg held að vandamál okkar kynslóðar séu ekki svo frá- bmgðin þeim vandamálum sem foreldrar okkar eða afar og ömmur þurftu að glíma við. Orðið skilnaður var hins vegar ekki til í orðabók afa og ömmu. Ég veit að það gekk mikið á hjá þeim, en þeim tókst þetta og vom eitthvert hamingjusam- asta áttræða par sem ég hef séð. Foreldar mínir þekktu hins vegar orðið en fyrir þeim var skilnaður of flókinn. Fyrir okk- ur, sem ég vil kalla „instant-kynslóðina“, er skilnaður hins vegar auðveld lausn. Við ráðum ekki við þennan hraða,“ segir 35 ára lífskúnstner, sem tekist hefur að halda sambandi sínu gangandi í átta ár með því sem hann kallar að praktísera jafn- rétti heima fyrir. „Maður þarf bara að elska sína konu og láta öllum líða vel. Það er og forsenda þess að manni vegni vel í starfi, að „karríerinn" gangi upp.“ Hann segist líta vinnu sína sömu augum og hjónabandið. Þess má geta að hann er í skapandi en jafhframt vel launuðu starfi. „Þó að vinnan sveiflist upp og niður er lausnin ekki endilega fólgin í því að skipta um vinnu og verða jafnleiður á henni og gömlu vinnunni þegar nýjabrumið er farið af. Þetta á líka við um hjónabandið; ég skipti ekki bara um konu af þvi nýjabmmið er farið af henni.“ Sannar sögur af sjö vinkonum úr Reykjavík sem allar standa á þrítugu Þær hafa haldið hópinn fá barnæsku, fimm vin- kvennanna eiga það sameiginlegt að foreldrar þeirra hafa viðhaldið hjónabandinu. Foreldrar tveggja eru hins vegar fráskildir, af þeim fjórum einstaklingum eru tveir gengnir aftur í hjóna- band. verandi eiginmanns hennar. Hann á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Fjórar þeirra hafa háskólapróf og eru allar útivinn- andi, ein er iðnskólamenntuð og heimavinnandi í augnablikinu, önnur er í fullri vinnu að fást við öldungadeildina og enn önnur með stúdentspróf og í sjálfstæðum atvinnurekstri. • Sú þriðja er sú eina sem er í fyrstu sambúðinni. Með sambýlismanni sínum á hún eitt barn. Fyrir á hann eitt afkvæmi sem kom undir eftir einnar náttar kynni. Hann á að auki eina sambúð að baki. • Sú fjórða er í annarri sambúðinni. Með núverandi á hún eitt barn og hann á eitt barn fyrir, sem hann hefur umráðarétt yfir, og tvær sambúðir að baki. Tvær stúlknanna hafa gengið upp að altarinu. Önnur þeirra er þriggja barna móðir, þar af á hún tvö með fyrrverandi sambýlismanni og eitt með núverandi eiginmanni, sem á hvorki sambúð né barn að baki, enda fáeinum árum yngri en hún. Sú fimmta er í annarri sambúðinni. Hún á tvö börn fyrir. Hann á einnig tvö börn en hvort með sinni konunni. Hann var giftur annarri þeirra. Hin er tveggja barna móðir, á þrjár sambúðir að baki og er nú gift þriðja sambýlismanni sínum, sem er töluvert eldri en hún, og á með honum barn. Eldra barnið á hún hins vegar með sambýlis- manni númer tvö. Þetta er annað hjónaband nú- Sú sjötta átti barn með kærasta sínum átján ára gömul. Þau reyndu sambúð en hún gekk ekki upp. I dag er hún í sambúð með öðrum manni og á með honum eitt barn. Hann á enga aðra sambúð að baki. Sú sjöunda á eitt barn og er laus og liðug. Hún á eina sambúð að baki, ekki með barnsföðurnum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.