Pressan - 02.12.1993, Page 8

Pressan - 02.12.1993, Page 8
F R E T T I R 8 PRBSSAN Fimmtudagurinn 2. desember 1993 Eins árs fangelsi fyrir að misþyrma fjölskyldu sinni árum saman MARGRA ÁRA OFRELDITALDIST MINNIHATTAR LIKAMSARAS RLR: Ekki tíma eyöandi í ofbeldi á heimilum I síðustu viku var maður sakfelldur fyrir fólskulegt of- beldisverk gegn eiginkonu og börnum og dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fang- elsi. Dómurinn sem féll í Hér- aðsdómi Reykjavíkur er um margt einstakur, því þetta er aðeins í annað sinn í mörg ár sem maður er sakfelldur fyrir oíbeldi innan heimilis. Málið hefur vakið athygli á bágri stöðu þeirra kvenna sem sæta ofbeldi og barsmíðum af hálfu eiginmanns eða sambýlis- manns og því skilningsleysi yfirvalda á vandanum sem leitt hefur til þess að aðeins tvær kærur hafa verið leiddar til lykta í kerfinu þrátt fyrir aug- ljósa neyð margra íjölskyldna. í sakamálinu, sem Hjörtur Aðalsteinsson héraðsdómari dæmdi í, var fertugur Reykvík- ingur ákærður „fyrir að hafa um árabil misboðið konu sinni og bömum með langvar- andi misþyrmingu og andlegri kúgun á heimili þeirra allt frá árinu 1975 þar til í mars 1991“. í ákærunni kemur fram að sakborningur hafi margoft ráðist á eigjnkonu sína og veitt henni margvíslega áverka. Meðal annars var honum gefið að sök að hafa ráðist á eigin- konu sína í baðherbergi húss- ins, keyrt hana í gólfið og sleg- ið höfði hennar ítrekað í gólf- ið, stappað á líkama hennar og höfði og sparkað í hana. I öðm atviki var maðurinn ákærður fyrir að hafa sparkað konu sinni niður stiga „með þeim afleiðingum að hún missti fóstur". Dóttirin á geödeild Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa ítrekað ráðist á þrjú börn sín, lamið þau með hnefunum, leður- belti, brauðbretti og herðatré og eitt sinn brotið disk á höfði dóttur sinnar. Tæplega tvítug- ur sonur hans, sem fyrst mátti sæta árásum föðurins aðeins átta ára, lagði stund á sjálf- svarnaríþróttir ffá fjórtán ára aldri í því skyni að geta varist árásum föður síns. Saksóknari í málinu fullyrti að afleiðingar þessara líkams- árása á eiginkonuna og börnin hefðu verið margvíslegir áverkar og „skaði á andlegri heilsu barnanna, einkum næstyngstu dótturinnar, sem hefúr dvalið af þessum sökum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá 11. maí 1992 og er þar enn“. Eiginkonan gaf skýrslu á dánarbeðn- um Forsaga þess að ákæra var lögð fram á hendur mannin- um er sú að í fyrrasumar barst Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf ffá tveimur starfsmönn- um barna- og unglingageð- deildar Landspítalans þar sem þeir lögðu ffam kæru á hendur manninum vegna alvarlegra misþyrminga og andlegrar kúgunar gagnvart börnum hans. Vaknaði grunur þeirra vegna slæms ástands dóttur- innar, sem þá var til meðferðar hjá þeim. Við rannsókn máls- ins gaf eiginkona ákærða skýrslu til RLR um málsatvik þar sem hún lá þungt haldin af krabbameini. Konan sagðist ekki hafa leitað læknishjálpar eftir þessar árásir en oft gefist tilefni til þess. Kvaðst hún ekki hafa getað það, því hún skammaðist sín fyrir að slíkt hefði gerst. Hún lést skömmu eftir slfyrslutöku. I niðurstöðu dómsins er þess getið að ffamburður eig- inkonu hins ákærða skömmu áður en hún dó bendi eindreg- ið til þess að ákærði hafi beitt fjölskyddu sína ofbeldi um ára- bil. „Hins vegar verður að telja ósannað að ákærði hafi spark- að eiginkonu sinni niður stiga með þeim afleiðingum að hún missti fóstur.“ Ennffemur taldi dómarinn ekki fullsannað að skaði á andlegri heilsu dóttur- innar væri af völdum ákærða. „Þá hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýni fram á að önn- ur börn ákærða hafi hlotið andlegan skaða af meðferð- inni,“ segir í dómsniðurstöðu. Athygli vekur að maðurinn var dæmdur til hámarksrefs- ingar, m.a. samkvæmt 217. grein almennra hegningarlaga sem fellur undir minniháttar líkamsárás, en ekki samkvæmt 218. grein, þar sem um er að ræða vísvitandi líkamsárás sem veldur öðrum manni tjóni á líkama og heilbrigði, eins og saksóknari krafðist. Slíkt brot varðar allt að þriggja ára fang- elsisvist. Kærur sjaldnast lagö- ar fram „Ég held að það sé öllum ljóst sem koma nálægt þessum málaflokki að það er ótrúlega útbreitt að menn leggi hendur á bæði konur og börn,“ segir Svala Thorlacius hæstaréttar- lögmaður. Hún segir að um tíma hafi hún gert sér far um að spyrja umbjóðendur sína sem stóðu í skilnaðarmálum hvort um ofbeldi hafi verið að ræða í samskiptum við eigin- mann. í lauslegri samantekt hennar hafi komið í ljós að um sjö af hverjum tíu konum töldu sig hafa verið beittar of- beldi á heimilinu af eigin- manni. Svala segir að off hafi þessar konur orðið fyrir bar- smíðum svo árum skipti en þegar þær spyrji hvort þær eigi ekki bótakröfu á hendur eigin- manni sínum komi offast í ljós að ekki eru fyrir hendi nægjan- legar sannanir í málinu. „Spumingin er hvort þær hafi nokkurn tímann kært ofbeld- isverkið og þær hafa ekki nema í undantekningartilfellum far- ið á slysadeild vegna áverka sinna,“ segir Svala. Hún bendir einnig á að þótt konur fari á slysadeild eða til læknis reyni þær að fela raunverulega ástæðu áverka sinna þar til þær em búnar að gera það upp við sig að skilja við eiginmanninn. Aðspurð um hvers vegna ekki hafi komið fram fleiri dómsmál vegna ofbeldis í heimaliúsum bendir Svala á að konur veigri sér í miklum mæli við að leggja fram form- lega kæm til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. „Það er kannski ekíd hægt að áfella Rannsókn- arlögregluna fyrir það. Það gerist svo off að konur em að kæra eiginmenn sína eða sam- býlismenn þar sem skýrslur em teknar og mikil vinna lögð í málið af hálfú lögreglunnar. Síðan líða nokkrir dagar eða vikur, hjónin taka saman affur og þá dregur konan allt til baka. Maður getur skilið þá af- stöðu lögreglu að þeir séu stundum ekkert áfjáðir í að leggja mikla vinnu í svona mál, sem off em svo dregin til baka. Það er miður, því það mætti svo sannarlega vera meira um að gengið væri milli bols og höfuðs á þessum ofbeldis- mönnum.“ Lifishættulegt að kæra eiginmanninn „Margir halda að þetta mál sem dómur féll í eigi sér ekki margar hliðstæður," segir Jen- ný Baldursdóttir hjá Kvenna- athvarfinu. „Staðreyndin er sú að til eru fjölmörg dæmi á borð við þetta og hafa verið lengi.“ Hún aftekur að það eigi að vera alfarið undir konunni komið að fylgja eftir kæm um alvarlega líkamsárás. „Ef lík- amsárás er flokkuð undir svo- kallaða líkamsárás meiri, þá er það mál sem heyrir undir RLR og á í rauninni ekki að vera í höndum konunnar hvort mál- ið gengur áffarn eður ei. Þann- ig á ekki að vera hægt að draga alvarlegri mál til baka,“ segir hún. Að sögn Jennýjar leituðu 385 konur til Kvennaathvarfs- ins í fyrra og það sem af er þessu ári hafi tæplega 350 kon- ur leitað til þeirra. Alla jafna séu ein til tvær konur hjá at- hvarfinu hveiju sinni vegna al- varlegs ofbeldis á heimili. Af þeim hópi kvenna sem leiti til þeirra séu svo um sextán af hundraði sem kæri ofbeldið eða sem svarar um 62 tilfellum á síðasta ári. „Þessar kærur virðast samt gufa upp effir að þær eru lagðar fram,“ segir hún. Jenný fullyrðir að megin- ástæða þess að ekki er um fleiri kærur að ræða sé sú að það sé beinlínis lífshættulegt fýrir konur að þurfa að kæra of- beldismanninn og tímabært sé að kerfinu verði breytt þannig að þeir aðilar sem koma að málinu fylgi kærunni eftir. „Þegar kona býr til dæmis við þær aðstæður að miðað er á hana skotvopni, hún skorin, tekin hálstaki og hálfkyrkt þá verður lítið um kærur. Þetta eru ekki undantekningar held- ur blákaldur veruleiki nokkuð margra kvenna. Fari þær af l stað og kæri er vitað mál að ís- lenska dómskerfið hleypur ekki af stað og nær í manninn. Hún þarf að horfast í augu við þennan mann efÚr sem áður.“ Jenný telur að á meðan ekki er afriumin sú krafa til kvenna að þær leggi sjálfar fram kæru verði kærumar aldrei margar RLR telur ofbeldið ekki réttarfarslegs eðlis Jenný bendir ennfremur á að fyrir tveimur árum hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona lagt ffam fyrirspum á Alþingi til dómsmálaráð- herra um tíðni á kærum vegna heimilisofbeldis. í svari dóms- málaráðherra var að finna i greinargerð ffá Rannsóknar- 3 lögreglu ríkisins, sem Jenný segir lýsa sérkennilegum við- horfúm lögreglunnar til þessa máls. „I þessu svari RLR kem- ur ffam sú skoðun að ofbeldi á heimilinu sé ekki réttarfarslegs eðlis heldur sé það meira af fé- lagslegum toga spunnið. I þessu viðhorfi kemur skýrt fram, að ekki sé tíma í það eyðandi, það sé ekki saknæmt heldur eitthvert félagslegt vandamál sem konur verði að . leita sér hjálpar við annars ’ staðar.“ Hún telur að slík viðhorf séu síst til þess fallin að minnka sektarkenndina sem margar konur finna fyrir þegar um of- beldi eiginmanns eða sambýl- ismanns er að ræða. „Við meg- um aldrei staðfesta þá trú kon- I unnar að ofbeldið sjálft sé á ábyrgð þolandans og megum ekki taka þátt í að slíkt gerist.“ Áttu við að það gerist hjú Rannsóknarlögreglunni í sam- skiptum þeirra við kotiur sem leita til þeirra? „Ég myndi segja að það væri þörf á að breyta þessu viðhorfi um víðan völl; nánast alls stað- ar þarf að skoða þessi mál ffá grunni, því viðhorfið í dag er á þá leið að það sem gerist innan heimilisins sé einkamál. Frið- ( helgi heimilisins nær einfald- lega ekki yfir refsimál, en sú staðreynd virðist ekki vera öll- um konum ljós. Það stendur ekkert í lögum um að það sé minna glæpsamlegt að ráðast á fólk og beita það ofbeldi ef maður er giftur viðkomandi.“ . Þorsteinn Högni Gunnarsson ® skilar hraðsendingunni þinni fyrirki. 10:30 f fyrramálið.... nær hvar sem er í Bandaríkjunum! Annars erallur flutningskostnaður endurgreiddur Býður einhver betur? FUUTNINGSMIDUJNIN HF TRYGGVAGÚTU 26 - REYKJA VÍK - S: 29111 Fax 25590

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.