Pressan - 02.12.1993, Síða 12

Pressan - 02.12.1993, Síða 12
F R ETT I R 12 PRESSAN Fimmtudagurínn 2. desember 1993 Afleiðingar debetkortadeilunnar Nýr banki bollalagöur Hópur úr forystuliði versiunarmanna íhugar stofnun nýs banka ellegar samstarf við erlendan banka. Óánægja með íslandsbanka ýtir und- \r hugmyndina. Samningar við bankana um afnot af greiðslumiðlunarkerfinu gætu orðið hugmyndinni þrándur í götu. Debetkortadeila bankanna •jg stærstu aðila í verslun og pjónustu undir forystu Kaup- mannasamtakanna hefnr orðið il þess að ákveðinn hópur inn- ;.n vébanda þeirra síðastnefndu íhugar nú að skapa valkost við núverandi banka og sparisjóði, annaðhvort með stofnun nýs banka ellegar þá með náinni ;amvinnu við erlenda banka- stoínun. Hugmyndin er enn á umræðustigi, en það sem ýtir undir að hún gæti orðið að veruleika er m.a. tiltölulega hár vaxtamunur í bankakerfinu í dag, sem skapast ekki síst af iniklu útlánatapi og öðrum uppsöfnuðum fortíðarvanda. Menn sjá m.ö.o. möguleika á að stofna nýjan banka, sem væri laus við þennan vanda og hefði sem stofnendur og helstu /iðskiptavini þau stórfyrirtæki slensk sem best standa fjár- hagslega. Nýr banki ætti því nöguleika á að fleyta rjómann jfan af íslenskum bankamark- aði og samkeppnisstaða hans styrktist að sama skapi sem eldri bankarnir yrðu skildir eft- ir með hærra hlutfall „erfiðra“ viðskiptavina. „Nú er lag,“ eins og reyndur bankamaður komst að orði í samtali við PRESSUNA. Óánægja með íslands- banka Undir regnhlíf Kaupmanna- samtakanna í deilunni við ís- lenska bankakerfið eru margir öflugir aðilar, allir helstu stór- markaðirnir, kaupfélög, Félag íslenskra stórkaupmanna, Flugleiðir og olíufélögin. Jó- hannes Jónsson í Bónus orðaði hugmyndina um stofnun banka í DV fyrir skömmu. Það eru hins vegar fleiri sem hafa rætt þessa hugmynd og virðist sem hugmyndin um nýjan banka hafi öðlast sjálfstætt líf, óháð deilunni um debetkortin. Þó að talsmenn bankastofnun- ar séu flestir úr ákveðnum hópi kaupmanna lýstu margir aðrir viðmælendur PRESSUNNAR óánægju sinni með íslands- banka og töldu hann hafa brugðist þeim væntingum sem til hans voru gerðar í upphafi. Sameiningin hefði ekki heppn- ast og arðsemi væri ekki næg. Sú almenna óánægja blandast síðan óánægjuröddum sem tengjast Verslunarbankanum gamla sérstaklega. Einn heim- ildamanna PRESSUNNAR orðaði þetta svo sterklega að Verslunarbankamenn hefðu verið „plataðir“ við stofnun Is- landsbanka. Ofan á það eru margir aðilar tengdir gamla Verslunarbankanum óánægðir með hlut „sinna manna“ í stjórnunarstöðum innan ís- landsbanka og halda því fram að Verslunarbankamönnum sé markvisst ýtt út í horn. Gamlar uppsafnaðar syndir vegna verslunarinnar séu ekki miklar í bankakerfinu og því séu menn á þeim bæ ekki bundnir ÍSLANDSBANKI. Er óánægjan nægilega mikil til aö aöilar í regnhlífar samtökum Kaupmannasamtakanna kljúfi sig út úr bankanum og hafa þeir efni því? bönkunum neinum „átthagafjötrum“. Allt séu þetta atriði sem mæli með að aðilar taki sig saman, gefi bönk- unum langt nef og ís- landsbanka sérstaldega og stofni sinn eigin „Verslunarbanka“. I það minnsta setji það kaupmenn og banda- menn þeirra í sterkari samningsstöðu að geta hótað slíkum að- gerðum. Flokkadrættir meðal bandamanna Það er ekki ýkja flókið að stofna banka hérlendis — ef menn eiga peninga. Það þarf starfsleyfi viðskiptaráðherra, umsögn Bankaeftirlits — og 400 milljónir í lágmarkshluta- fé, greitt að fullu í reiðufé. Fjögur hundruð milljónir eru sem sé startgjald, og er þá langt í land með fjárfestingarkostn- að. Flugleiðir hafa stærstan hluta banka- v i ð s k i p t a sinna erlendis og eins og áhrifamaður í ís- lensku atvinnulífi orðaði það, þá eru olíufélögin svo skuldsett innan íslenska bankakerfisins að þau geta náð því ffam sem þau vilja, beri þau gæfu til að vera sammála. Enda virðist sem þau standi, a.m.k. enn sem komið er, utan við þessar hug- leiðingar. „Ég held að þessir menn eigi enga peninga til að gera svona rósir,“ sagði sá sami. Tilsvar hans er ekki alveg laust við þann keim af gagn- kvæmri andúð sem verður stundum vart milli hópa ís- lenskra kapítalista, sem mætti flokka með fótboltaskilgrein- ingu í „Kolkrabbann á móti rest“. Sambærilegt tilsvar frá einum úr áhugamannahópi verslunarmanna var að „það þyrfti ekki að búast við ffum- kvæði á þessu sviði, ffekar en öðrum frá establishmentinu (les: Kolkrabbanum)“. Aðgangur aö greiðslu- miðlun bankanna ekki ókeypis Sökum þess hversu hár fjár- magnsþröskuldurinn er kann að virðast sem samstarf við er- lendan banka sé vænlegri kost- ur fyrir „blanka kaupmenn“. Lögum samkvæmt er ekkert sem stoppar erlenda banka í að eiga allt að 25% hlutafjár í ís- lenskum banka og stofna hér útibú. Slíkur banki er nauðsyn- legur vilji menn t.d. markaðs- setja „eigin debet-kort“, eins og ýmsar verslunarkeðjur hafa gert erlendis. Hagkaup er þegar farið að gera tilraunir með slík kort í smáum stíl í tilrauna- skyni. En hvaða leið sem farin yrði þarf að semja við þá banka og sparisjóði sem fyrir eru og eiga sameiginlega Reiknistofh- un bankanna um aðgang að greiðslumiðlunarkerfi þeirra. Og eins og háttsettur banka- maður sagði í samtali við PRESSUNA: „Þeir þyrftu að semja við okkur um aðgang að greiðslumiðlunarkerfinu. Ekk- ert er ókeypis í þessum heimi.“ Og miðað við reynslu erlendis frá gætu slíkir samningar reynst dýrir og erfiðir fyrir kaupmenn og „bandamenn“ þeirra.______________________ Páll H. Hannesson 'cmm/túliiih matreiðslumeisíaranns Sykur, eggjarauöur og heilu eggin þeytt saman þar til Ijós og létt. Þá er stífþeyttum rjómanum bætt I og rommkúlum, sem hafa verið muldar f matarvinnsluvél. Þessu er öllu blandaö vel saman, en varlega þó, sett í hringlaga form og komió í frysti. Þar látum viö ísinn vera í minnst 4 tíma, gjarnan lengur. Meö rommkúluísnum berum við fram ferskt ávaxtasalat úr þeim ávöxtum sem viö eigum til á hverjum tíma. Rommkúlur eru góöar og vin- sælar súkkulaöikúlur, fylltar með desertrommi og kókos. Þær eiga rætur aö rekja til Austurríkis, og þekkja allir þetta vandaða konfekt sem þangað hafa fariö 1 skíðaferðir. HEILDSALA: TÉKK-KRISTALL, SÍMI 684025 íslenskt smjör Sigurður L. Hall Glehileg jól! ROMMKÚLUÍS MEÐ FERSKU ÁVAXTASALATI a) ISINN: 2 eggjarauður 2 heil egg 125 g sykur 'A lítri rjómi 250 g rommkúlur b) ÁVAXTASALAT: melónur jarðarber bláber appelsínur mangó líkjör 1 -r

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.