Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 22
VIÐTAL 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. desember 1993 „Ég gef hana út sjálfur vegna þess að ég er búinn að brenna mig einu sinni á því að gefa út hjá öðrum. Það var fyrsta platan, „Lucky one“. Hún kom út og gekk vel en ég veit ekkert hvað hún hefur selst, því ég hef ekki fengið neitt íyrir hana ennþá. Það er ekki fyrr en ísland gerist aðili að NCB sem eitthvað fer að gerast í þessum málum. STEF vildi ekki snerta við þessu máli fyrr en það varð. Þá fékk „Ætli það þurfi ekki aðfara að setja kvótakerfi á hljóm- sveitirnar, án þess að ég sé að mcela því bót.u ég að sjá hvað ég ætti að fá í stefgjöld. Annað fyrir plötuna hef ég ekkert fengið. Steinar hefur dreift þessari plötu og hirt allan peninginn. Og þegar ég hef beðið hann að gera upp við mig hef ég lent á vegg. Hann hefur sagt hreint út að ég fái þetta ekki: „Farðu bara í lögfræðing, ég verð þá með þetta í dómstólum í mörg ár.“ Mér þykir mjög vænt um þessa plötu og er með málið hjá lögffæðingi. Mér er alveg sama um peningana en ég vil eiga réttindin. Sem dæmi þá vil ég geta farið með hana út á götu erlendis og selt hana þar. Þegar maður lendir einu sinni í því að láta nauðga sér á þess- um vettvangi þá er það töff en ef maður lendir í því aftur, þá er það manni sjálfum að kenna. Svo er ekki svo mikið mál að gera þetta sjálfur. En það má koma skýrt fram að ég hef ekki reynslu af neinum út- gefanda öðrum, ef undan er skilinn ég sjálfur, og það er samstarf sem hefur gengið mjög vel.“ En útgáfan þín, Bein leið hf.. Hefur leiðin verið bein? „Ja, áður en platan „Bein leið“ kom út var mér sagt af vissum aðilum í bransanum að ef þessi plata yrði í dreif- ingu hjá Japis en ekki hjá ein- hverjum öðrum, þá mundi hún ekki ekki fást hvar sem er. Þeir væru búnir að sauma saman dreifmgarkerfið úti á landi og væru með það í vas- anum — ykkar plata á ekki séns! Okkur var hótað undir rós og ég veit um fleiri aðila sem voru beittir samskonar þrýstingi og guggnuðu undan honum. Öll svik komast upp um síðir. Það er ekki bara ver- ið að klekkja á músíköntum heldur er verið að mismuna kaupendum úti á landi, það er verið að mismuna kaup- mönnum úti á landi og það er enginn sem græðir á þessu. Það er ekkert ofsagt að hér sé um að ræða tilraun til að stjórna tónlistarsmekk lands- manna. Ungir og óþekktir tónlistarmenn verða sérstak- lega fyrir barðinu á þessu, því þarna er verið að hampa ein- um fremur en öðrum. Nýir listamenn sem mega sín minna vegna þess að þeir eru óþekktir fá ekkert að sjást, burtséð frá því hvort þeir eru að gera góða hluti eða ekki. Þetta er svo einkennilegt mál að það ætti einhver að athuga þetta, einhver rannsóknar- blaðamaður." Jakob Bjarnar Grétarsson útgáfunni væru til í að minnka sinn skerf til sam- ræmis við það. En þar virðist enginn vera til í að taka þátt í slíku.“ Sanngjörn viöskipti liöin tið Hvernig sýnist þér tónleika- og sveitaballabransinn? „Ég held að við eigum mikinn þátt í því að hafa haldið miðaverði á tónleika niðri. Við hækkum ekkert prísinn þó að við njótum vinsælda. Fólk var að segja við okkur að við gætum alveg hækkað miðaverðið í 2.000-2.500-kall en við segj- um: „Gleymdu því.“ Við fá- um alveg nóg, óþarfi að vera með græðgi. Við erum reyndar með litla yfirbygg- ingu, það fylgir þessu mis- mikill kostnaður. Mörg bönd önnur eru með ljósashow, stórt kerfi og þá þarf burðar- menn og fleira. En með því að hafa litla yfirbyggingu þá ráðum við öllu og höfum yfirsýn. Það er margt alveg hræði- legt í sambandi við þennan tónhstarheim. Þú getur feng- ið texta í hendumar sem á að lesa í sjónvarpi: „Hið frábæra band, þeir em bestir ...“ Já, já, sæll og blessaður! Ég strika yfir öll lýsingarorð og byrja svo aftur. Maður hefur ekki efhi á öðm en að fylgjast með öllu sjálfur. Einu sinni var það þannig meðal fólks að menn voru ekki stöðugt að reyna að rífa skyrtuna af bak- inu hver á öðrum, heldur voru sanngjörn viðskipti í heiðri höfð. En það er liðin tíð, sem er slæmt. Ég hef aldrei tekið þátt í sveitaballa- bransanum en mér sýnist hann ekki hafa gengið vel. Ætli það þurfi ekki að fara að setja kvótakerfi á hljómsveit- irnar, án þess að ég sé að mæla því bót.“ Er gaman að vera í hljóm- sveit? „Það að sýsla með músík er gaman. Það er gaman að spila einn, það er gaman að spila tveir og svo ffamvegis. Það er bara til tvennskonar músík: Góð og slæm. Músík sem gef- ur og músík sem gefur ekki. Það er til formúla fyrir þessu sem er sú að þú veist þegar þú ert að gera vel. Þess vegna á maður ekki að taka sér neitt fyrir hendur sem maður gerir ekki vel. Ég hugsa að það mundu ekki margir skrá sig á bát hjá mér ef ég væri skip- stjóri, en það eru kannski ein- hverjir sem vilja spila með mér. En það er ekki alltaf auð- velt að fylgja formúlunni eftir. Þetta er spurning um að halda í hugsjónina og dómgreindina til að gera vel.“ Gœti KK fundið sig í því að vera leigubílstjóri? „Ef ég þyrfti á því að halda. Hvað gerir maður ekki? Ég hugsa að maður hafi gott af því að komast frá hlutunum. Djöfull fannst mér leiðinlegt þegar ég var að skúra í Dóm- kirkjunni í Lundi. Allan tím- ann var ég með hugann við tónlistina og var æstur í að fara að spila aftur. Það þarf því ekki endilega að vera slæmt að fást við þannig hluti. Eða eins og ég heyrði í texta: „Maður verður að hafa dvalist í víti til að komast til himna- ríkis.“ Er þetta ekki bara Jing og Jang, Plús og mínus, karl og kona — eða hvernig sem menn eru hneigðir?" Sáttur við sjálfan mig sem útgefanda Nú gefur þú þessa plötu út sjálfur, hefði ekki verið einfald- ara að láta einhvern annan í stússið sem jylgir plötuútgáfu? KK um bransann og nýju plötuna Lætur ekki nauðga sér tvisvar KK banct hefur veríö áberandi í tónlistarlífi íslendinga undanfarin ár og á þeim bænum er ekkert verið að slá af. Ný plata, „Hotel Föroyarer komin út en áður hefur hljómsveitin gert plöturnar Meðlimir KK-band eru allir spilarar með eigin stíl. Kor- mákur Geirharðsson slær á trommur, Þorleifur Guðjóns- son spilar á bassa og nýr liðs- maður hefur bæst við, enginn annar en Björgvin Gíslason gítarleikari. Foringinn, Krist- ján Kristjánsson, leikur á gít- ar og syngur. Áður en KK kom, sá og sigraði á íslandi flæktist hann um Evrópu og hafði í sig og á með götuspila- mennsku. Skyldi það hafa haft mikil áhrif á gítarleik hans? „Jú, akkúrat. Maður varð að vera heil hljómsveit. Það er þetta „snerbít“ (hér er smáhlé meðan KK lemur á bijóst sér og sönglar til að sýna hvernig snerbítið virkar í fram- kvæmd) og þegar við erum að taka upp þá þarf að skilja snerilinn og gítarinn að, því þeir blandast svo mikið sam- an í hátölurum. Það hljóta að „Það er heil hljóm- sveit hérna í hcegri handleggnum. “ vera fleiri hér sem spila svona þó að ég hafi ekki heyrt það. Þessi gítarásláttur minn er til kominn af þörf; það heyrir enginn gítarplokk úti á götu. Það er heil hljómsveit héma í hægri handleggnum,“ og máli sínu til stuðnings sýnir KK blaðamanni lófann, sem er siggborinn eins og á sjómanni sem hefur verið of lengi ber- hentur að toga ýsu. En svo breytist KK úr „one man band“ í dúett, þá í tríó og nú erum við að tala um kvar- tett? „Já, Þorleifur kom út og við tókum tveggja mánaða túr um Norðurlöndin 1988. Síð- an komum við heim og höld- um áffam að spila saman. Ég geri „Lucky One“, sem er nú eiginlega sólódæmi. Síðan finn ég Komma í gegnum leikhúsið og hann féll inn í þetta eins og flís við rass. Það var hark að finna meðlim sem passaði inn í þessa tónlist. Flestir trommarar eru með ægilegt batterí, fullt af diskum og drasli sem hljómar trufl- andi. Og því má bæta við að ég hef enga ofurtrú á að trommarar eigi eilíflega að halda stöðugum takti, hver segir að það megi ekki hraða lögum? Dýnamík í lögum er ekki eingöngu spurning um að hækka í „volume“-takkan- um heldur er þetta líka spurn- ing um tempó.“ En hvað er þetta með nýja manninn, var þetta ekki í góðu lagi eins og það var? „Ég er enginn sólógítarleik- ari. Eg kann nokkur sóló og mér finnst ferlega leiðinlegt að endurtaka hluti. Það er erfitt að vera sannfærandi þegar maður er búinn að taka sama sólóið tuttugu sinnum. Björg- vin er mjög skapandi maður sem á gott með að aðlaga sig. Það býður upp á ótal mögu- leika að hafa hann í bandinu. Hér áður fyrr spilaði ég á munnhörpu, en um leið og maður sleppir gítarnum þá vantar í rythmasveitina. Nú má dusta rykið af hörpunni. Svo er Björgvin ótrúlega glúr- inn hljómborðsleikari — við erum til dæmis farnir að spila „Dansinn“ af „Beinni leið“ en Jakob Frímann spilaði á pí- anó í því lagi á píötunni. Ég legg mikið upp úr röddum, mikilvægt að allir syngi með. Geturðu ímyndað þér hill- billy- eða bluegrasstónlist sem er ekki rödduð? Björgvin sagðist aldrei hafa sungið en ég lét míkrófón við andlitið á honum og bað hann að raula með. Og það gekk svo langt að hann syngur eitt lagið á nýju plötunni. Þeir sögðu þetta reyndar allir strákarnir á sínum tíma en nú radda þeir eins og englar.“ Ekki meira billí Það er vandasamt að skil- greina tónlist svo öllum líki, en má segja að KK band spili ís- lenska hillbillí-tónlist? „Ég veit það ekki. Þegar „Lucky One“ var gefin út þá fóru þessir „brilljant“ auglýs- ingamenn Steinars og PS- músíkur af stað með mjög svo einkennilegt orðalag: „Á nýju plötunni má heyra rokkabilll, hillbillí og allskonar billí!“ Síðan þá hef ég forðast að nota billí.“ Nú ert þú ótvírœður foringi hljómsveitarinnar. Þú þekkir kannski ekkert annað? „Já, ég vil ekkert endilega vera foringinn. Því fylgir ábyrgð, að vera alltaf óánægð- „Er þetta ekki bara Jing og Jang, Plús og mínus, karl og kona — eða hvernig sem menn eru hneigð- ir?“ ur með lögin sín og að vera negatívistinn í hópnum. Því fylgir aukavinna. „Hotel Föroyar“ er unnin lýðræðis- lega og ég þurfti að gefa mikið eftir. Ef strákarnir voru ánægðir með lögin þá voru þau látin fara þó að ég væri kannski ekki ánægður per- sónulega. Það eru málamiðl- anir á plötunni. Við semjum mörg laganna saman og þar fram eftir götunum. Það er ekki auðvelt að vinna með mér, ég þykist oft vita þegar lög eru ekki tilbúin en á erfitt með að setja fingurinn á hvað vantar. Eyþór Gunnarsson er einstaklega góður að vinna með hvað þetta varðar. Hann ekki bara veit ef eitthvað vant- ar heldur hvað vantar. Eyþór hefur írábært tóneyra, eins og reyndar Tómas Tómasson, sem pródúseraði nýju plöt- una. En tónlist býður ekki upp á miklar málamiðlanir.“ Hvað hlustar KK aðallega á? „Sting er maður sem ég hlusta mikið á. Hann er stöð- ugt að þróa sig. Svo elska ég Tom Waits og hef gert mikið til að ná þessu ruslasándi sem hann er með. Það er ekki svo auðvelt að fá annað fólk til að spila með þér á ruslatunnulok og láta það „liggja“. Og þetta flækist enn þegar þú ert kom- inn í stúdíó. Þá er ekki lengur þetta frjálsræði og afslöppun sem var þegar menn voru að bæta við sig og allt „grúfaði". Þar þarf að eiga við tækni- mennina sem aldrei hafa séð þetta áður og þá ríður á að vera laginn foringi og það er ég líklega ekki, er of óþolin- móður. En ég mundi aldrei geta verið einn inni í stúdíói. Ég kann það ekki, hef ekki þann aga sem þarf.“ Ertu að reyna að segja að þú sért ekki áncegður með nýju plötuna? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert ánægður með „Beina leið“ þegar hún kom út. En þegar frá leið varð ég mjög ánægður með mörg laganna á þeirri plötu. Það er alltaf erfitt að skilja við lög sem maður hefur verið að vinna með og það á við um nýju plötuna, sem er í þokunni hjá mér núna.“ Fíflið McCartney Fœreyjar? Er verið að reyna að segja manni eitthvað með titlinum? „Nei, nei, það er ekki um neina efnahagslega skírskotun að ræða. Það er bara svo gott að vera í Færeyjum, fólkið er svo gott. Þjóðfélagsástandið er auðvitað slæmt en fólkið hef- ur ekki versnað við það — þvert á móti. Færeyingarnir redda sér nokk ef þeir fá að vera í ffiði íyrir svona vitleys- ingum eins og Paul McCartn- ey, sem er algjört fífl. Pældu í því að vera að skipta sér af fólki sem býr á pínulitlu skeri úti í hafi. Það er í raun hafs- búar rétt eins og hvalurinn. Þetta er eins og Greenpeace færi af stað með að vernda loðnuna fyrir hvalnum! Fær- eyingarnir nýta hvern einasta bita af grindhvalnum og dreifa til allra í samfélaginu — meiriháttar dæmi. Svo kemur McCartney sem ekkert veit og er með gjaldkerana sína í að fæða einhverjar rollur sem ættu að vera ellidauðar fyrir löngu. En hann heldur í þessu lífinu með öndunarvélum og dóti. Þetta er orðið tannlaust — þarf að mata það með te- skeið — og hann heldur að hann sé voða góður! Ég er ekkert hissa þótt Lennon hafi verið orðinn þreyttur á hon- um. Ég er sannfærður um að Lennon var á Guðs vegum eins og Jóhannes skírari, Nel- son Mandela og Gandhi. Þetta eru allt karlar sem eru Guðs- sendlar." Hefur velgengnin komið þér á óvart? „Ég var sérstaklega ánægð- ur með velgengni „Lucky One“, gaman að það skyldu svona margir vera mér sam- mála. Það er alltaf gaman þeg- ar fólk með sömu áhugamál hittist, ímyndaðu þér þegar einhver frík á borð við fiðr- ildasafnara hittast. Það var svipað með „Lucky One“. Á „Beinni leið“ smitaðist ég af áhuga annars fólks. En ég tók þetta aldrei mjög alvarlega — var ekki kominn neitt inn í þennan hark-bransa sem er hættulegur og leiðinlegur. Nýja platan er góð. Ég mundi aldrei láta hana frá mér öðruvísi og það er ekkert á henni sem ég skammast mín fýrir. Hún er vonandi ein af mörgum sem ég á eftir að gera. En ég hefði gjaman vilja draga mig út úr þessum jóla- bissness. Það er sorglegt að leggja meiri byrðar á fólk en orðið er og einhvem veginn er maður orðinn þátttakandi í þessu jólakaupæði. Ég er sannfærður um að það mætti hafa plötur ódýrari en þær em og ég veit um marga hljóm- listarmenn sem væm tilþúnir að skerða sinn hlut ef aðrir í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.