Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 2. desember 1993 SKILA BOÐ PRESSAN 13 hvccrf LEIKHÚS Betra en morgunsjónvarpið Nafnið sem SKILABOÐASKJÓÐ- AN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ★★ Skilaboðaskjóðan, sem var frumsýnd á dögunum hjá Þjóðleikhúsinu, er byggð á samnefhdri bók eftir Þor- vald Þorsteinsson. Sögu- þráðurinn í bókinni er fremur einfaldur, eiginlega of einfaldur, og því þurfti að fylla mjög upp í til að breyta sögunni í tveggja tíma leik- sýningu. Þetta er aðallega gert með því að bæta við söng og dansi og gera meira úr persónunum en gert er í bókinni. Ýmislegt af þessu tekst ágætlega. Til dæmis spila dvergamir mun stærra hlutverk í sýningunni en í bókinni og veita þessari frekar þurru sögu meiri húmor og fjör. Það sama má segja um nomina, stjúp- una og úlfinn, sem em ynd- islega vel leikin af Felix Bergssyni, Jóhönnu Jónas og Hinriki Ólafssyni. En margt annað, sem hefði get- að verið skemmtilegt, dettur alveg niður og gerir sýning- una óspennandi og lang- dregna, sérstaklega fyrir Jtlé. Að hluta felst vandamálið í efninu sjálfu. Strákurinn Putti (sem vill lenda í al- vömævintýri) og sldlaboða- skjóðan (sem notuð er til að bjarga honum ffá tröllinu) MARTIN REGAL eru í raun aukaatriði í leik- ritinu, en alltof mikill tími fer í að lýsa þeim báðum áð- ur en atburðarásin fer af stað. Ef við lítum á þau barnaleikrit sem hafa verið vinsæl hér síðustu áratugina (t.d. Línu langsokk, Dýrin í Hálsaskógi og Kardim- ommubæinn) sjáum við strax að aðalpersónurnar (góðu og vondu) taka virk- an þátt í atburðarásinni frá upphafi til enda. Putti, sem hér lítur út fyrir að vera hetjan, hverfur aftur á móti snemma úr sögunni og birt- ist ekki aftur fýrr en í lokaat- riðinu. Skilaboðaskjóðan sjálf, lifandi vera' í bókinni (að minnsta kosti sam- kvæmt teikningunum), er ekkert annað en brúnn poki í leikritinu. Margrét Péturs- dóttir leikur Möddu- mömmu, móður Putta, ágætlega og syngur mjög vel, en er samt fremur lidaus persóna bæði í bókinni og í leikritinu. Eina persónan sem skemmtir okkur fyrir hlé er dvergurinn Dreitill. Leikmyndin hjálpar heldur eklu mikið á þessu stigi. Allt í lagi að vera með lif- andi tré, en þessi voru alls ekki | nógu skelfi- leg. Og stein- ar í hjólastól- I um — það | var of mikið! SýninginI lifnar ekki við fyrr en dvergarnir birtast heima hjá sér strax eftir hlé. | Stefán Jóns- son og Bjöm | Ingi Hilm- [ arsson eru I sérstaklega hressir í I þessu atriði, orðaieikurinn »Það er * lagi að vera með lifandi tré, en sterkur og íit- þessi voru alls ekki nógu skelfileg. Og steinar í riku búning- hjólastólum — það var ofmikið!“ amir og leik- m y n d i n áhrifamikil. Stuttu seinna koma nomin, stjúpan og úlfurinn aftur inn í söguna og fara á kost- um í hlutverkum sínum. Nátttröllið sjálff er asnalegt, sem sagt ekki óttalegt á nokkum hátt, og atriðið þar sem Putta er bjargað er virkilegt spennufall þrátt fýrir mikil öskur og læti. Leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, hefur greini- lega lagt milda vinnu í þessa sýningu og einhvers staðar í þessu er skemmtileg saga, sem hefur ekkert með Putta, Möddumömmu eða tröllið að gera. Ég hafði mesta sam- úð með nominni, stjúpunni og úlfinum, sem vildu ekki taJa þátt í að bjarga Putta. Þetta leikrit er aðallega fýrir krakka frá fjögurra til átta ára og betra en morg- unsjónvarpið. Jón Karlsson, útgefandi hjá Iðunni, sendi blaðinu eftirfarandi: Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar lofsamlegan dóm um bók Steinunnar Sigurðardóttur, Ástin fiskanna, í síðasta tölublaði Pressunnar og segir þar um aðalsögupersónu bókarinnar: „Líkt og Alda virðist þessi nafnlausa kvenpersóna...“ og aftur: „...en munurinn er sá að hin nafnlausa kven- persóna nýju bókarinnar...“ Ljóst er af framangreindu að farið hefúr ffamhjá ritdómara við lestur bókarinnar að nafh þessarar kvenpersónu er nefnt ekki sjaldnar en níu sinnum í bókinni. Það skal hér með upplýst að margumrædd kvenper- sónaber nafhið Samanta Einarsdóttir og heitir eftir látinni enskri vinkonu móður sinnar, eins og hún segir sjálf þegar hún útskýrir nafn sitt á blað- síðu fimmtán í bókinni. Með þökk fyrir birtingima. Útgefandi. Það er rétt hjá Jóni Karlssyni að nafn aðalpersónu og sögumanns í Ást- in fiskanna kemur greinilega ffarn í verldnu. Verkið snart mig á þann veg að í huganum hóf ég það yfir stað og stund. Því má segja að kostir verks- ins hafi byrgt mér sýn. Á því biðst ég velvirðingar. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.