Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 16
S K O Ð A N I R 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. desember 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. ð mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Flokkarnir sem geta ekki Nú hafa Reykvíkingar mánuðum saman hlustað á fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgarstjóm keppast um að hvetja hver annan til að bjóða fram sameiginlegan lista í komandi borgar- stjórnarkosningum. Því lengur sem hlustað er, því augljósara verður hins vegar að þetta verður aldrei að veruleika. Og því augljósara verður einnig að að óbreyttu eiga þeir ekkert erindi til þess að taka við stjóm borgarinnar. Fimm flokkar munu ekki bjóða fram sameiginlega, ekki fjórir og ekki þrír. Það teldist út af fyrir sig til tíðinda ef Alþýðubanda- laginu einu tækist að sameinast um einn lista. Bjartsýnir alþýðu- bandalagsmenn höfðu viðrað þær hugmyndir síðustu vikur, en það þurfti ekki nema eina vitlaust orðaða hugmynd í miðstjóm- arkjöri flokksins á nýafstöðnum landsfundi til að hleypa því öllu í bál og brand. Svo djúpt ristir friðurinn á þeim bæ. Vandi smáflokkanna er einfaldur. Líklega vill meirihluti í öll- um flokkunum sameiginlegt framboð. Hver um sig veit hins vegar nákvæmlega hvað þeir eiga á hættu að missa með samein- ingu, en geta ekki tryggt að fá það sama út úr samningum við aðra. Með öðrum orðum: Smákóngarnir og skammtímasér- hagsmunir bera ofurliði sameiginlegan vilja, líkt og í atkvæða- greiðslu um sameiningu sveitarfélaga. Flokkunum er lífsins ómögulegt að gera það sem þeir vilja þó gera innst inni. Þetta er þeim mun kúnstugra sem ljóst er að langt er síðan betra lag hefur verið til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þetta styðja skoðanakannanir og Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur ekki gert margt á þessu kjörtímabili til að verðskulda áframhaldandi völd. Þvert á móti má nefha ýmislegt sem styður hina skoðunina: borgarbúar þekkja varla borgarstjórann sinn, oddvita Sjálfstæðisflokksins, fjárhagsstaða borgarinnar er slæm og áætlað er að sóa milljörðum í ónýtt hús á Korpúlfsstöðum. Þessu fylgir endalaus röð smáhneyksla og peningasóunar sem líklega eru óhjákvæmilegur fylgifiskur svo langvarandi eins- flokksstjórnar. Sæmilegri stjómarandstöðu ætti ekki að verða skotaskuld úr að gera sér mat úr þessari stöðu. Það gerir hún hins vegar ekki, af því hún getur það ekki. Þó njóta smáflokkamir þess að vera lausir við ábyrgðina sem fýlgir völdunum og ráða því algerlega hvemig leikurinn spilast af þeirra hálfu. Frá þeim sést hins vegar ekkert nema sjálfsmörk. Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að flokkum sem lyppast niður af eigin vanmætti og sundurlyndi í stjómar- andstöðu sé ekki treystandi fyrir ábyrgðinni sem fylgir alvöm- stjóm. Það er hin gamla, en áhrifamikla klisja sjálfstæðismanna. Hún hefur sjaldan átt betur við en einmitt núna. BLAÐAMENN: Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaóur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari, Steingrímur Eyfjörð útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Bjöm Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Ámason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Steingrímur Eyfjörö, Einar Ben. AUGLÝSiNGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Varla dómur—því síður helgur dómur „Með því að gefa slíkum aðila yfirbragð dómstóls geta stjórnmálamenn alltaf komið á eftir og sagt við kjósendur sína: „„Svona er nú þetta. Ég deili ekki við dómarann. “ Þetta trixgekkþolanlega um hríð. “ Það verður að segjast eins og er að Alþingi lætur margt betur en að semja og setja lög. Eins og til dæmis umræður utan dagskrár, eða þingsköp, svo eitthvað sé nefnt. Sérstak- lega lætur alþingismönnum illa að setja lög um eigin kjör, samanber biðlaunaklúðrið al- ræmda. Það er þvi ekki nema von að alþingismenn hafi reynt að víkja þeim bikar frá sér, koma slíkum ákvörðun- um yfir á aðila, sem trúverð- ugt þætti að gæti verið óvil- hallur. Með því að gefa slíkum aðila yfirbragð dómstóls geta stjórnmálamenn alltaf komið á eftir og sagt við kjósendur sína: „Vissulega finnst mér þessi úrskurður ofrausn mið- að við þau kjör sem þið hafið mátt sætta ykkur við. En svona er nú þetta. Ég deili ekki við dómarann." Þetta trix gekk þolanlega um hríð. En við úrskurð Kjaradóms á síðastliðnu ári ætíaði allt um koll að keyra. Rúmlega 100 þúsund laun- þegum hafði verið skömmtuð 1,7% hækkun í kjarasamning- um, sem kostuðu ríkissjóð um 800 milljónir króna, og forsætisráðherra taldi ríkis- kassanum jafnvel ofviða. En nú áttu einmitt þeir flestir að hækka, sem reglulega koma fram fýrir þjóðina og segja henni að herða sultarólina ella blasi Færeyjaástandið við okk- ur. Sumir áttu reyndar að lækka. Sanngjöm leiðrétting, var sagt, enda ber dómnum að „gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður“, eins og lögin segja fýrir um. Niðurstaða reikn- ingsglöggra manna var þó sú að leiðréttingin færði u.þ.b. 300 manns 226 miiljóna króna kjarabót. Samanburð- urinn var sláandi. Önnur — sumir vildu meina gagnstæð — fyrirmæli laganna vom líka þau, að „ennfremur skyldi kjaradómur taka tillit til þró- unar á almennum vinnu- markaði". Niðurstaðan varð líka sú að ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög á dóminn, sem nánast kváðu á um að hann skyldi úrskurða um- bjóðendum sínum þessi 1,7%. Eftir þau bráðabirgðalög getur ekki nokkur maður borið snefil af virðingu fýrir Kjara- dómi sem dómi, — hvað þá helgum dómi. Lítum nánar á þennan dómstól. Lög um kjaradóm áskilja ekki að nema einn lög- fræðingur sitji í dómnum. Fé- lagsdómur, sem er æðsta dómsvald í áreiningi um vinnulöggjöfina, er hins vegar dómur. Þar eru mál sótt og varin af deiluaðilum og úr- skurður kveðinn upp af lög- lærðum mönnum, sem mega kveðja sérfróða leikmenn sér til fulltingis. Því er varasamt að ógilda úrskurði Félags- dóms með bráðabirgðalögum eða lagasetningu Alþingis. Með því er framkvæmdavald- ið að taka fram fýrir hendur dómsvaldsins. I grein sem Ei- ríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður skrifaði í fýrra í til- efni af setningu bráðabirgða- laganna sagði: „Úrskurði kjaradóms er ekki hægt að jafha til dóms, sem kveðinn er upp af hinum almennu dóm- stólum, heldur svipar honum til venjulegs gerðardómsúr- skurðar.“ Ég vil þó ganga skrefi lengra í þessari rök- semdafærslu. Gerðardómur sker venjulega úr deilum tveggja aðila, sem — nauðug- ir, viljugir — hafa sett rök- studd deiluefni sín fýrir hann til úrskurðar. Kjaradómur safnar sjálfur sínum gögnum og sker svo sjálfur úr um rétt- mæti þeirra. Þar er enginn málstaður sóttur og varinn. Hann hefur sjálfdæmi um það efni sem hann kýs að leggja fýrir sjálfan sig. Hvar sem úr- skurðir slíks dómstóls væru Iagðir á mælikvarða réttarríkis yrðu þeir kallaðir nefndarálit, sem handhafar framkvæmda- valdsins virtu eftir því sem þeim þætti best við horfa. Og það er einmitt það sem þeir gera! Því að öfiigt við aðra dómstóla er enginn aðili til í landinu sem firamfýlgir úr- skurðum Kjaradóms. Um æðstu yfirmenn gildir yfirleitt sú regla að laun þeirra séu ódeilanleg í dagvinnu og eftirvinnu. Þeir eru í sinni stöðu allan sólarhringinn, ef svo má segja. Þess vegna á ekki að skera laun þeirra við nögl. Úrskurðir Kjaradóms hafa líka oftast verið í því fólgnir að fella inn í föst laun hvers kyns aukasporslur, sem sumir embættismanna hafa getað skammtað sér með fiill- tingi sinna ráðherra og loka- samþykki fjármálaráðherra hverju sinni. Eftir sitja svo ýmsir hópar sem ekki eru í aðstöðu til að skammta sér sjálfir á diskinn, alþingis- menn, dómarar til dæmis. Öðru hvoru eru svo metin jöfhuð. Kjaradómur tekur kúfinn ofan af þeim allra frek- ustu, en hækkar hina til sam- ræmis. I þetta sinn fór þetta þannig fram að hæstaréttardómar- amir fóru fram á það við for- sætisráðherra eftir að bráða- birgðalögin höfðu ónýtt úr- skurð fýrri kjaranefhdar, að á þáverandi embættislaun þeirra yrði litið sem dag- vinnulaun, en ofan á þau greiddist 40 stunda eftirvinna á mánuði. Forsætisráðherra skrifaði upp á þetta og fjár- málaráðherra greiddi út. Éin- ungis var gert ráð fýrir að unnin eftirvinna yrði greidd. Þegar málið kom fýrir nýjan kjaradóm úrskurðaði hann að allir dómarar landsins fengju yfirvinnu greidda — eftir mannvirðingum og án tillits til hvort hún væri unnin eða ekki. í raun samþykktu þeir að embættislaunin væru ein og ódeilanleg, þótt henta þætti að klæða kauphækkunina í form yfirvinnu með tilliti til samanburðar við aðra laun- þega landsins. Nú er svo kom- ið að einstakir alþingismenn eru famir að tala um að skila inn yfirvinnureikningum! Og fýrrverandi hæstaréttardómari hefur stefnt ríkinu til greiðslu á yfirvinnunni ofan á þau fullu embættislaun, sem hæstaréttardómarar njóta ævilangt! Þegar það mál kem- ur fýrir dómstóla verða allir starfandi dómarar landsins væntanlega vanhæfir, enda væm þeir að dæma um eigin launakjör. Og það er einmitt það sem Kjaradómur átti að koma í veg fýrir að þeir þyrftu að gera! Er nú þetta líklegt til að auka á virðingu réttarfars, dómstóla og almennra yfir- valda í landinu? Kjaradómur var í rauninni ónýtur eftir bráðabirgðalög ríksisstjómarinnar í fýrra, rúin trausti og æru. Alþingi sá af vísdómi sínum að ekki mátti við svo búið sitja og breytti lögunum. Til þess að gera eitt- hvað var dómnum skipt í tvennt. Afleiðingin er sú ein að nú eru hlutarnir, Kjara- dómur og kjaranefnd, komnir opinberlega í hár saman um verktilhögun og vinnubrögð hvors hluta fýrir sig. Allt ber að sama bmnni. Kjaradóms- kerfið er svo gengið sér til húðar, að engar laga- eða mannabreytingar fá því bjarg- að. Þessi aðferð við að ákvarða laun æðstu embættismanna þjóðarinnar er einfaldlega sigld í strand. FJ0LMIÐLAR í Sjónvarpsfréttum fyrir mistök Ég var áreiðanlega ekki sá eini sem rak upp stór augu við að horfa á fréttir í Sjón- varpinu á mánudagskvöld. Þar var sagt frá dómi yfir ungum Dana sem hafði verið fundinn sekur um hass- smygl. í fréttinni var ekki að- eins nafti hans nefnt, heldur líka birt nokkuð langt mynd- skeið af honum þar sem hann kom út úr Héraðsdómi í fylgd lögreglunnar. Húrra fýrir Boga, hugsaði ég. Ég hélt í sakleysi mínu að stefnubreyting hefði orðið á fréttastofu Sjónvarpsins og vonaði jafnvel að ég hefði eignast skoðanasystkin um nafn- og myndbirtingar sem eðlilegan hluta frétta- mennsku. En gleðin entist ekki lengi. Við eftirgrennslan kom í Ijós að um mistök var að ræða sem ollu töluverðu uppnámi á fféttastofunni. Fréttamaðurinn, sem mig minnir að hafi verið Þröstur Emilsson, hafði ákveðið upp á sitt eindæmi að nota myndimar og fféttastjóri eða vaktstjóri sá þær ekki áður en þær fóru í loftið. Nú þekki ég ekki skoðanir fréttamannsins á myndbirt- ingum, en hitt hengi ég mig upp á, að hann hefði aldrei dirfet að birta þessar myndir án þess að bera það undir vaktstjóra ef maðurinn hefði verið Islendingur. I sumar strauk Donald Fe- eney af Litía-Hrauni við ann- an mann. Sá var íslendingur. I fréttaflutningi af strokinu voru ítrekað sýndar myndir af Feeney þar sem hann kom út úr lögreglubíl. íslending- urinn sást hvergi, hvorki í blöðum né sjónvarpi. Þó var hann á sama stað á sama tíma fyrir framan sömu myndavélar og átti jafnstór- an hlut að strokinu og Feen- ey. Það eina sem greindi þá Feeney að var ríkisborgara- rétturinn. Ástæðan, sem oftust er nefnd fýrir að sleppa mynd- birtingum, er að í því felist einhvers konar refsing eða dómur. Gefum okkur um stundarsakir að þetta sé rétt (sem er þó ekki mín skoð- un). Þá eru fjölmiðlar að segja með ofangreindu hátta- lagi að það sé í lagi að refsa útíendingum, en ekki íslend- ingum. Það er svolítið sjúkt hugarfar, þegar að er gáð. Þarna ákveða fjölmiðlar að „refsa“ fólki, ekki vegna glæpsins sem það ffamdi, heldur vegna þjóðemis þess. Það gæti maður ímyndað sér hafa gerzt í austantjaldsríkj- um, Kína, íran eða álíka fýr- irmyndarþjóðfélögum. Hér er litið á þetta sem eðlilegan hlut. Þetta er líka oft réttlætt með vísan til smæðar þjóðfé- lagsins — að hér verði að gilda aðrar reglur en annars staðar á Vesturlöndum. Sem aftur þýðir að það megi „refsa" útíendingum, af því þeir em margir og Qarlægir, en ekki íslendingum, af því þeir era fáir og nálægir. Daninn, sem Sjónvarpið birti myndirnar af, horfði ró- legur í myndavélina og gerði enga tilraun til að fela sig. Kannske af því að hann leit á þetta sem eðlilegan hlut — var vanur því að fjölmiðlar fjölluðu um afbrot á sama hátt og önnur mál. Hann hefur líklega ekki rennt í' gran að á Islandi eru ekki birtar myndir af afbrota- mönnum nema þeir séu út- lendingar — eða fyrir mis- tök.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.