Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 2
Fýkur í kendingum Nú fer að verða hver síðastur að hafa tal af þeim, sem muna Símon Dalaskáld. Þó má enn hitta fólk, sem sá hann yrkja, heyrði hann sjálfan fara með vís- ur sínar um leið og þær urðu til og lærði hrafl af þeim. En hvar sem hann kom, stráði hann um sig vísum. Þótt Símon væri oftast mesta loftunga, kom stöku sinnum fyrir, að fólk móðgaðist af ljóðum hans. Það mun þó sjaldnast hafa verið ásetningur hans, en fólk kunni oft illa að taka gamansemi í ljóði, því stóð löngum ótti af vís- unni, það þekkti vald hennar og níu líf og vildi ógjarnan eiga orðstír sinn undir fleygri visu. Um Vigfús Jónsson í Vörðu- felli gerði Símon þessa vísu: Kátur og glaður kvennamaður verður dáðahraður drengurinn, dvergkynjaður Vigfús minn. Vigfúsi þótti og svaraði fyrir Símon var nokkra daga um kyrrt í Botni og alltaf síyrkjandi. Enginn hirti um að skrifa það og réði hending, hvað eftir varð. Elzti bróðir minn var þá nýlega orðlnn ársgamall. Símon kvað um hann: Georg Pétur skemmtinn, skýr, skítinn mjög að vonum, er að sprikla törgutýr á tómum nærbuxunum. Móðir okkar lá á sæng, þegar Símon kom. Hann leit á reifa- strangann í vöggunni og skírði síðan með vísu: Vikugömul orðin er, æðstum falin drottni heimasætan hugnast mér Halldóra í Botni. Blómleg, hárprúð, dugleg drós drengi lengi gleður, fjórtán ára fögur rós fangar klára lýða hrós. Sóldís hét önnur unglingsstúlka, sem ólst upp í Botni. Um hana kvað Símon í þessari ferð: Blikar Sóldís björt og hlý, blíð og þýð í skapi, dalaskjóli innan í eins og fjóla á vori ný. Símon var nætursakir í Botni á ferðum sínum fyrir aldamót. Þá sat hann að spilum um kvöldið með þeim Botnssystkinum, Kristni, Helga og Sigríði, er seinna bjó lengi á Geitabergi. Þeg ar Sigríður Helgadóttir, móðir þeirra, kom inn, kvað hann: Kristinn þinn er kappsamur kært er sinnið dáðum, I. SÍMON DALASKÁLD Þó ég, maður, þitt ei slaður virði, láttu á öðrum lenda þinn leirinn arnar, Símon minn. (Vísurnar eru skrifaðar eftir Ingigerði Símonardóttur frá Mið- sandi.) Simon var á leið heim að Litla-Botni, líklega í síðustu ferð sinni um Botnsdalinn, 1907 um sumarmálin. Unglingsstúlka um fermingu, Margrét Ólafsdóttir, var stödd úti í haga nokkuð frá bæn- um að snúast við skepnur. Þegar hún sér Símon koma utan götuna dúðaðan í durgur og allferlegan tilsýndar, varð hún smeyk og hljóp sem fætur toguðu til bæjar. Símon bar að garði rétt á eftir og hafði þá gert þessa vísu til að 'Stríða Margréti litlu: Um Björgu Einarsdóttur, föður- systur okkar, gerði hann þessa: Sjötugsaldur á komin eins og bragarsmiður greiðir hringahrund ráðsvinn hár að mitti niður. Hann hafði einnig kveðið um Björgu meðan hún var á yngri árum: Kemur úr ranni fjóssins fjörg fólk, sem hrósar víða, mittisgranna blessuð Björg Botnsdalsrósin fríða. Símon hélt áfram að stríða Mar- gréti Ólafsdóttur: Rigning dundi lengi leið, lítil hrundin sjala hellis undir skúta skreið skáldi meður Dala. Vex sem fjóla vors um tíð væn í Minna-Botni mjúk í bóli menjahlíð Margrét Ólafsdóttir fríð. en Símon minn og Sigríður samt fara að vinna bráðum. Þetta hefur verið fyrir 1884, því það ár drukknaði Kristinn. En ekki hefur Símon spilað á móti Sigríði Einarsdóttur allt kvöldið, heldur mun karl hafa fært sig til hennar og vildi þá flangsa utan í hana, en hún hafði skýlt sér með skúfhólkinum eins og vísan ber með sér: Vetru núna við mig ljúf, veiga fögur lína, láttu ekki skrattans skúf skyggja á prýði þína. Og þessi vísa á eftir að koma meira við sögu. Eins og mörgum skáldum hefur orðið, sem hafa lagt á það kapp að yrkja um fleiri konur en þeir voru menn fyrir, þá mun það einnig hafa hent hinn hraðkvæðasta allra skálda að grípa til sömu vísu oftar en einu sinni. Það sagði mér Ingibjörg Gísla- dóttir frá Stóra-Botni, að þegar Þorkatla, systir hennar, var um vetrartíma í Reykjavík að læra að 482 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.