Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 19
kíkinum. Hann lýsti þar fjöllunum á tunglinu og stjörnum vetrarbrautar- innar, sem menn höfðu áður talið vera þoku. Þýðingarmesta uppgötv- unin var sú, að hann greindi tungl Júpíters, því þar með hafði verið sýnt fram á það, að hnettir gátu snúizt um hnött, sem sjálfur snerist um annan hnött, en það höfðu fræði- menn áður talið útilokað og oft not- að sem röksemd gegn kenningum um snúning jarðar. Skömmu síðar gerði Galileó grein fyrir kvartila- skiptum Venusar. Athuganir hans á eirri stjörnu leiddu tvennt í Ijós: fyrsta lagi, að Venus snerist um- hverfis sólu, en ekki jörðu, og í öðru lagi, að húh var dimmur hnöttur, sem endurvarpaði sólarljósi, alveg eins og tunglið og jörðin. Þessi atriði bæði renndu stoðum undir kenningu Kóperníkusar, að sólin væri miðdepill sólkerfisins, en ekki jörðin, því að ef Venus var eins og jörðin, gat jörðin sem hægast verið eins og Venus, og ef Venus snerist umhverfis sólu, gat jörðin eins gert það. Þessar stjarnfræðiathuganir gerðu Galileó frægan. Honum var boðið að flytja til heimahaganna í Flórens og halda athugunum sínum þar áfram. Og Galileó þekktist það boð, og frá árinu 1610 til dánardags var han,, stærðfræðingur stórhertogans í Tosk- aníuríki, ef undan eru skilin þau ár, sem hann sat sem fangi rannsóknar- réttarins í Rómaborg og annars stað- ar. Margir hafa talið þennan bú- ferlaflutning vera afdrifaríkustu skyssu Galileós, því að í Padúa hefði hann notið fulls frelsis til þess að halda rannsóknum áfram og gera niðurstöðurnar kunnar, en í Flórens komst hann á áhrifasvæði kaþólsku kirkjunnar og páfastólsins í Róm. Kaþólska kirkjan var á þessum tíma farin að taka harðar. á öllum frávikum frá réttum átrúnaði en hún hafði áður gert. Að miklu leyti var þetta afleiðing af siðaskiptunum í Norður-Evrópu og þeim trúar- bragðadeilum, sem sigldu í kjölfar þeirra. Rannsóknarrétturinn hafði verið stórefldur til þess að stemma stigu við útbreiðslu mótmælenda- kenninganna, og eftirlit hans með skoðunum manna fór stöðugt vax- andi. í fyrstu skipti hann sér. aðeins af trúarskoðunum, sem brutu í bága við kenningu kirkjunnar, en um og eftir 1600 fór kirkjuvaldið lika að reyna að berja niður nýstárlegar vís- indakenningar. Rit Kóperníkusar hafði ekki verið bannað, þegar það kom út, og það hafði borizt allvíða um álfuna. Kenn- ingum hans hafði verið að smáaukast fylgi, þótt öllum meginþorra manna þætti þær vera hlægileg fjarstæða. Og kirkjunni fór smám saman að verða Ijóst, að þessar kenningar gátu orðið hættulegar þeirri heim- spekibyggingu og heimsskoðun, sem guðfræði kirkjunnar hvíldi á. Það var því ekki vel séð, þegar Galileó fór að gera því skóna í ræðu og riti, að athuganir sínar í stjörnukík- inum bentu eindregið til þess að Kóperníkus hefði haft á réttu að standa. Galileó hafði meðal annars beint kíki sínum að sólinni og séð á henni bletti. í bók, sem hann skrif- aði um sólblettina, gerði hann grein fyrir aðalatriðunum í Kóperníkusar- kenningunni, og þá voru fjandmenn hans ekki seinir á sér. Þetta rit var sent rannsóknarréttinum og hann beðinn að úrskurða, hvort unnt væri að þola skoðanir sem þessar. Réttur- inn úrskurðaði, að það væri fjarstæða og villutrú að gera sólina að mið- depli heimsins og að segja jörðina snúast og vera ekki í miðju, væri fásinna og, ef ekki villutrú, þá að minnsta kosti röng trú og andstæð heilagri ritningu. Og 24. febrúar 1616 var bók Kóperníkusar sett á bann- lista kirkjunnar og Galileó var skip- að að hætta að halda kenningum hans fram eða verja þær. Næstu árin hafði Galileó fremur hægt um sig, en hélt þó athugunum sínum áfram og samdi ýmis ritverk. Þau sluppu öll átölulaust í gegnum ritskoðun kirkjunnar, þótt sum þeirra yllu heiftarlegum deilum milli Galileós og fylgismanna hinnar gömlu heimsskoðunar. Hann mun því hafa talið, að öllu væri óhætt, þrátt fyrir bann rannsóknarréttar- ins. Auk þess urðu páfaskipti árið 1623. Barberini kardínáli, sem hafði verið hliðhollur Galileó, settist í stól Péturs postula og tók sér nafnið Úrban VIII. Þá hóf Galileó að semja frægasta verk sitt, Samræður um hin ar miklu heimsskoðanir eða Dialogo sopra i due massimi sistemi del mondo, í þessu riti setur Galleó fram skoðanir sínar í talsvert um- fangsmikilli umgjörð: Þrír menn koma saman til þess að ræða báðar heimsskoðanirnar, hina gömlu kenn- ingu Ptólemeusar, sem kirkjan hafði gert að sinni, og kenningu Kóper- nikusar. Þarna eru færð fram rök, bæði með og á móti báðum kenning- unum, og Galileó gætir þess að draga ekki fram neina niðurstöðu í lokin né heldur að taka nokkurs staðar beina afstöðu sjálfur. En kenning Kóperníkusar er þar studd margvís- legum rökum og óspart er vitnað til stjörnukíkisathugana Galileós sjálfs. En á ytra borðinu var hann ekki að halda fram neinum ákveðnum skoð- unum, heldur aðeins að endursegja skoðanir annarra, og ritið fékk leyfi til að koma út árið 1632. Samræðurnar eru skrifaðar á ítölsku, ólíkt því sem annars var venja með vísindarit á þeim tíma, sem nær eingöngu voru rituð á lat- ínu. En þetta þýddi, að bókin náði til miklu stærri lesendahóps en ella, dró hana upp í rlti sínu 1543. Sólln er f miðju og umhverfis jörðina er dreg- inn hringur. og auk þess var hún saman sett af mikilli málsnilld. Hún vakti þegar í stað mikla athygli. Vinir Galileós og skoðanabræður fylltust hrifningu, en fjandmenn hans gnistu tönnum. Úr- bani páfa var þegar í stað skýrt frá því hvílík skaðræðisbók þetta væri, og auk þess var honum bent á, að ein persóna bókarinnar, verjandi gömlu heimsskoðunarinnar, Simplic- io, væri skopstæling af páfanum sjálf um. Bókin var því gerð upptæk og Galileó stefnt fyrir rannsóknarrétt- inn. Sakargiftin var í fyrstu sú, að Galileó hefði með útgáfu bókarinn- ar brotið fyrirmælin frá 1616, en þá hefði honum verið bannað að kenna heimsmynd Kópernikusar. Galileó kvaðst ekki muna til þess að sér hefði verið bannað annað en að verja kenningar hans, og það hefði hann heldur ekki gert. Hann hefði aðeins rakið, í hverju þær væru fólgn ar og dregið fram röksemdir með þeim og móti. Og við því hefði ekk- ert bann verið lagt 1616. En rann- sóknarrétturinn dró þá fram gerða- bók sína frá því ári og þar stóð, að ■stjörnufræðingnum hefði líka verið bannað að lýsa skoðunum Kóper- níkusar. En aldrei hefur vitnazt, hvort þetta skjal var fölsun til þess að koma Galileó á kné, eins og margt bendir til, eða hvort þetta hefur ver- ið tekið fram í upphaflega banninu og Galileó misminnt eða ekki hirt um að muna betur. En hvernig sem því er varið, taldi rétturinn upplýst, og Galileó hefði brotið fyrirmælin T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 499

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.