Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 14
Þannig hafa búSirnar á Skáneyri veriS. Gaflarnir eru úr timbri, en þak úr mold og marhálmi Hinir útleiiciu kaupriienn reistu sér hverfi lítilla búða, birgðastöðva og verzlana sera þeir völdu stað spöl- korn frá sjó. Og það var svipað segja um þá og fisldmennina: Hamborgar- ar voru út af fyrir, Brimamenn í öðrum stað, Lýbikumenn í hinum þriðja. Hverjum flokki fylgdi fógeti frá heimaborginni, oft voldugir ríkis- menn, er skyldu halda uppi lögum meðal sinna manna og gæta hags- muna og virðingar borgar sinnar gagnvart öðrum. Þessir menn fengu reisulegar búðir til íveru, og hjá þeim stóð oft víntunna á stokkum, svo að ekki skorti veitingar, ef tigna menn bar að garði. Þegar fram í sótti, reistu kaupmenn sér kirkju og gildis- hús úr steini og festu líkön, sem í senn voru auglýsingar þeirra, at- vinnutákn og einkennismynd, á tjarg aða stafna búða sinna. í útjaðri hvers hverfis voru reistir trékrossar, sem afmörkuðu yfirráðasvæðin, og mátti segja, að hver, sem gekk fram hjá þessum krossum, hefði farið yfir landamæri. Öðrum megin við kross- inn var brotlegur maður dæmdur eft- ir lögum Lýbikumanna, en hinum megin giltu lög Danzigborgar. Ham- borgarí leitaði félaga sinna í gildishúsi þeirra, skriftaði í kirkju þeirra, naut þjónMstu Hamborgar- presta, ef hann veiktist, og var g inn meðal samborgsra sxnna, í graf- reit Hamborgara, ef hann dó. Þann- ig hafði fjöldi landa og borga helg- að sér ofurlítinn blett á ströndinni. Hin æðstu yfirvöld Skáneyrar voru þó að sjálfsögðu dönsk. Rétt utan við Skáneyrarþorp hafði verið reist slot, og umhverfis það voru stáúra- girðingar og síkisgrafir. Allir bólstað ir hinna útlendu kaupmanna voru í skotmáli frá þessu virki, og þaðan sást vel út yfir sundið á björtum haustdögum. Þarna sat höfuðsmaður með herflokk og var jafnframt lög- reglustjóri á Skáneyri. En mest völd voru þó í höndum umboðsmanns kon ungs á Skáni, eins konar landfógeta, er dró þar saman skatta og skyldur og konungsgjöld öll. Hann kom sjálf- ur á hverju hausti til þess að kalla eftir búðarleigum, lestargjöldum og öðrum þeim sköttum, sem konungur hafði ánafnað sjálfum sér. IV. Sú venja hafði og komizt á snemma á öldum, að markaður var formlega lýstur hafinn á Skáneyri með mikilli viðhöfn. Lengi framan riðu þá embættismenn konungs með fána hans umhverfis nesið og lýstu þar griðum í verstöðvum og búða- hverfum og svq langt á sjó út sem síldarnet náðu. Daginn eftir var við- hafnarmikil guðsþjónusta, og síðan voru lög staðarins lesin undir blakt- andi fánum, við trumbuslátt og lúðra blástur. Voru þetta rogiur um lengd neta. meðferð aflans, kaup á sílr aðrar starfsreglur og ákvæði um hörð viðurlög við morðum og óbótaverk- um. Þeir voru margir, er beindu för sinni til Skáneyrar á haustin. Þang- að komu tignir menn og ríkir, snauð- ir menn og lítils metnir. En þó var það síldin, er allir biðu að mestri óþreyju. Seinkaði henni, gerðist mönnum órótt, og kæmi hún alls ekki, stóðu margir á tæpu vaði. En hún kom oftast, fyrr eða seinna, þótt ekki væru ætíð jafngóð aflabrögð. Það hýrnaði heldur betur yfir inönnum, þegar síldin kom. Síldar- torfurnar á sundinu voru fyrirheit um gull í lófa gírugra kaupmanna og ákafra fiskimanna. Og í fjarlægum löndum beið fólk með óþreyju eftir síldinni frá Skáni. Líf og heilsa manna gat oltið á því, að hún brygð- ist ekki. í Þýzkalandi hafði orðið til málsháttur, sem segir sína sögu: „Þegar síldin kemur, þarf engan lækni“. Það stóð ekki á því, að menn færu út með veiðarfæri sín, er torfurnar komu á miðin. Þetta voru löng net, sem láktin voru mynda horn. Að jafn aði lágu menn yfir netum sínum, létu þau berast fyrir straumi og hirtu veiðina, þegar síldin var hlaupin í þau, en aðrir létu þau liggja við dufl og stjóra og vitjuðu þeirra með ákveðnu millibili. Á þeirrí aðferð var sá galli, að auðgert var að hnupla úr netunum, þegar eigendurnir voru víðs fjarri. Loks voru nolckrir, sem drógu netin á eftir bátum sínum. Á þennan hátt gat Skáneyraraflinn orð ið allt upp tmdir þrjú hundruð þús- und tunnur saltsíldar á hausti. Síldarkaupmen •:; 'nir komu ríðandi GSmul mynd úr síldarverl á Skáneyri. Fiskimaðurlnn stendur á ströndinni og bregður háf sínum í sjóinn. 494 TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.