Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 7
Hafnarfirði 17. maí 1964. Kæri Sveinn! Sumir vilja, að allt beri upp á þegar í sama málið. Þess vegna eru margir í blóðspreng með að koma frá sér bréfum, kveðjum og kortum fyrir jól. Þótt þess konar glaðning ofbjóði naumast engum, hugsaði ég sem svo fyrir jólin síðustu, að betra væri minna og jafnara og færi því bezt á að tengja kveðju og þökk til Sveins og Önnu hans við sumardag- inn fyrsta. En þegar hann rann upp, var ég að heiman og því vant við kominn að senda þér línu. En nú les ég í blaði, að þú átt í dag þrjá aldarfjórðunga að baki og þykir mér því eins og sjálfsagt að koma að máli við þig, þótt ég viti, að mann- margt verði hjá þér. — Ekki þarftu að óttast, að ég angri næmt ljóð- skyn þitt, því að Suttungsvín hef ég aldrei eignazt og get því með góðri samvizku tekið undir með séra Þor- steini Sveinbjarnarsyni á Hesti (föð- urbróður Sveinbjarnar rektors): Aldrei saup ég Suttungsvín, svo að yrði kenndur, allt fór það í Espólín, á því svona stendur. Ferskeytlur hef ég getað lært, en ekki kvæði nema með miklum erfið- ismunum og nálega alltaf gleymt þeim jafnharðan. En þrátt fyrir það get ég haft unun af kvæðum, ekki aðeins meðan ég les þau, heldur löngu síðar, en þó svo fremi, að andi þeirra eða efni hafi snert einhverja taug i mér og þá jafnframt hreiðrað þar um sig. En þetta fyrirbrigði á sér reyndar margar hliðstæður. End ur fyrir löngu hef ég eða þú mætt manni. Við höfum ekki yrt á hann og hann ekki á okkur. Við vitum ekki hvað hann heitir, ekki heldur hvað- an hann kom né hvert hann fór. En þrátt fyrir það hefur hann skilið eitt hvað eftir hjá okkur, sem á sinn afmarkaða depil á okkar stóra minn- isfláka. Kannski er það einn af þess- um deplum, sem er svo fróandi að vita af, þegar undan ber og illa ligg- ur á okkur, eða ef til vill ýfir hann upp á okkar skeinurnar, þegar hann minnir á sig, okkur að óvörum. Drengurinn var lítill, en skipið var stórt. Tímatalið stóð ljóst fyrir drengnum, að því er varðaði komu skipsins. Farþegar voru ætíð með því. Sumir voru á leiðinni heim, en aðrir að fara að heiman — fólk á öllum aldri, vafalaust í mismunandi erind- um. Stundum mátti lesa í svip þess, • hvort það byggist við að fara eríndis- leysu eða því yrði léð lán og luikka. Sumt fólkið var kátt, en annað dauft í dálkinn. Sumir eru alltaf glaðir og SVEINN GUNNLAUGSSON frá Flatey. hressir í bragði, en aðrir eru ætíð drumbs, eins og sjóveikin sé þeirra fylgifiskur, eins og þeir eigi von á því að selja upp á hverri stundu, jafnvel ofan í sóleyjarhnappinn. Skipið kom stundum með rúgmjöl í brauð handa bakaranum, í annan tíma kom það með striga utan um fiskinn, sem var þurrkaður á reitn- um, og stundum kom það með rús- ínur og það hafði brotnað hornið á einum kassanum. Við þetta horn vildu allir, sem ýttu vagninum upp bryggjuna, fá að vera. Uppi í þorpinu var lítið hús og í námunda við það var hænsnakofi. Drengurinn hirti eggin undan hæn- unum, þurrkaði þau og lét i fötu, sem var hvít að innan og blá að utan. — „Komin átta“, sagði hann, „og þrettán dagar þangað til skipið kemur“. Aldrei fór eins notalegur þokki um drenginn og þegar hann vaknaði snemma í sólskini við hana- gal. Nú er farið að hækka í fötunni hugsaði hann, enda bara fjórir dagar til stefnu. Og svo kom skipið, og drengurinn gekk með bláu fötuna sína fram bryggjuna og á fund kynd- arans. — „Þú ert eins og klukkan", sagði kyndarinn, „öll hrein, öll óbrot in — fimm krónur og tíu, næst eftir seytján daga“. — Þá endurtók sagan sig, nema hvað eggin voru kannski yfrið færri og þá vitanlega einnlg aurarnir. Vordag, reyndar komin hávarptíð, liggur skipið enn og aftur við bryggj- una. Fólkið er enn einu sinni að fara heim og heiman. Vagnarnir þjóta á teinunum, og kannski hefur brotnað horn á rúsínukassa. Dreng- urinn er á leið um borð, en í þetta skipti hefur fatan hans orðið eftir heima. Hann er með pokaskjatta — hefur lagt hann á bak sér og ber um öxl. Skipið stefnir inn eftir, inn fjörð- inn, inn á milli eyja og það er ekki kominn liggjandi í röstina. Drengur- inn hefur setzt á lestarhlerann og hann skilur ekki pokann við sig. Hann er að hleypa heimdraganum, og honum býður i grun, að það geti komið sér illa að týna skjattanum. Sokkarnir, sem hún amma hans prjónaði neðan við og mosaliíuðu, buxurnar, sem gerðar voru upp úr buxunum hans Jóns gamla og bolur- inn, sem var prjónaður í vél, allt var þetta í pokanum og reyndar margt fleira, því að drengurinn var á leið í sveitina. Bærinn hans var fyrir innan fjörð, kannski var hann hinum megin við fellið, ef til vill var hann fyrir handan niðri við sjó. Þorp drengsins var að hverfa, hús in og höfðarnir, einnig eyjarnar. Hann sá orðið ókunnar eyjar og skip ið fór svo skammt frá þeim, að 'það mátti kasta steini upp í fjörumálið. Framandi land var á bæði borð. Víst var gaman að líta ókunna staði, sjónarathyglin eins og skerptist, en þ»ð var eigi að síður eitthvað að T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 487

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.