Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 5
Guðmundur Hagalín mundi fyrst til sín suður í Fíflholtum í Hraun- hreppi, og þar er hann skráður í manntalið 1880, talinn „móðursystur son húsbónda“. En ekki virðist þessi frændi hans hafa lagt mikla rækt við að berja hann til bókar, því að hann varð aldrei læs eðá skrifandi og þekkti engan staf og ekki krónupen- ing frá tveggja króna nema af stærð- inni. Peningaseðlar voru honum alla tíð sem hebreska, enda mun hann aldrei hafa þurft að glíma neitt að ráði við ráðningu þeirra rúna, er á þá voru letraðir. Þegar Jón, en svo hét fóstri Hagalíns, var orðinn gam- all maður, tók hann sig upp og fór til Ameríku. Dettur mér í hug, að Adam, hálfbróðir Hagalíns, hafi far- ið með honum, en veit það þó ekki. Eftir þetta var Hagalín í ýmsum vis um þar syðra, og sjálfsagt hafa hús- bændur hans metið sinn hag meira en hans eins og gengur. Hann náði aldrei fullum þroska, hvorki andlega né líkamlega. Hann var eins og lömbin, sem missa móðir sína ung það hefur komizt í hann það, sem kallað var kröm, og þess beið hann aldrei bætur. „Hrörnar þöll, sú er stendur þorpi á hlýr at henni börkur né barr. Svá er maður er mángi ann, hvat skal hann lengi lifa? En Hagalín lifði lengi eins og síð- ar verður sagt. Fóstursystur átti Hagalín og hét hún Marta Stefánsdóttir og mun hafa viljað honum vel. Þegar heimil- ið í Fíflholtum leystist upp við burt- för Jóns bónda, mun hún hafa farið að Tjaldanesi, og árið 1886 flutti Hagalín sig um set og réðst nú vinnumaður til Jósíasar Bjarnasonar, bónda í Haga á Barðaströnd. Var hann þar smali, að eigin sögn, við misjafna aðbúð. Þá voru beitarhús við sjóinn I Haga eins og alls staðar á Ströndinni, og fór Hagalín snemma á morgnana á beitarhúsin án matar og nestislaus, og fyrir kom, að hann varð að hýrast í beitarhúsunum um nóttina. Hefur það verið köld vist, sé þetta satt, og sízt betri í matnaði en hjá Sneglu-Halla við hirð Har- alds konungs harðráða. En líklega munur á kjarki Hagalíns og Halla. Guðmundur Hagalín var léttur á fæti, og meðan hann var syðra, var hann oft hafður í sendiferðum. Mun tvennt hafa valdið: Maðurinn liðlétt- ur til erfiðisvinnu, en fljótur í sendi- ferðum, trúverðugur að reka erindi og ratvís með afbrigðum. Þurfti hann aldrei að fara neina leið nema einu sinni til að geta lýst öllum kennileitum, þegar heim kom. Sýnir það bezt, að náttúrugreind hefur hann haft í sæmilegu lagi. Eina ferð fór hann um hávetur, náttúrlega gangandi, sunnan úr Hraunhreppi og norður að Arnargerðareyri. Gerði hann þá lykkju á leið sína og fór út að Tjaldanesi til fundar við Mörtu, fóstursystur sína. Á Barðaströnd dvaldist hann sam- tals átta ár, síðasta árið á Ytri-Múla — þar líkaði honum vel. En vorið 189^5 réðst hann vinnumaður að Stökkum á Rauðasandi, enda var þá fóstursystir hans, Marta, farin að búa þar með manni sínum, Samúel Eggertsyni búfræðingi og skrautrit- arav Þar var Hagalín í sex ár. Þá fluttust þau hjónin frá .Stökkum, en Hagalín réðst að Saurbæ og var þar vinnumaður lil 1915, að einu ári undanskildu, sem hann var vinnu- maður á Sjöundá. Eftir það réði hann sig ekki í vistir, en gerðist iausamaður og ferðaðist mikið, en raunar mátti það flakk kallast, því að erindi hafði hann engin. Þó mun honum hafa virzt það sjálfum, að hann ætti ærin erindi, og kem ég að því síðar. Vönduð og skynsöm kona, sem Hagalín dvaldist hjá, níu seinustu æviár sín, skrifar mér á þessa leið: — „Ferðalögin voru hans líf og yndi. Víðast hvar var honum vel tek- ið bæði utan hrepps og innan, en bæri þar út af, tróð hann þeim sömu ekki um tær aftur. En þeir voru fáir. Hann átti alltaf dálítið af kindum og oftast hest, enda veitti hohum ekki af þvi, jafnmikið og hann ferðaðist. Vanalega var hann í kaupavinnu á sumrin og heyjaði fyr- ir þessum skepnum sínum. Á vorin tók hann upp mó, bar afrak af tún- um og þess háttar. Aldrei bar hann ljá í gras, en rakaði og rifjaði hey. Hann var ekki mikilvirkur, en iðinn og ákaflega húsbóndahollur. Á haust- in byrjaði hann svo ferðalögin, en þegar vetur gekk 1 garð, fór hann sjaldan út af SanSinum, en gekk þar bæja á milli, tók ofan af ullu og kembdi, annað kunni hann ekki af tóvinnu. En við þessi störf sat hann, þar til honum fór að leiðast, og færði sig þá til næsta bæj- ar. En eftir að hann fór að yrkja, flutti hann sig oft á milli bæja og hafði þá ávallt ný „ljóð“ að flytja, því að hann „orti“ um allt milli himins og jarðar. Skáldskap sinn mat hann eftir lengd hvers erindis. Þetta kvað hann við raust, sem aldrei var mikil, eða tónaði, þegar hann hafði mest við. Svo fór fólk að gleðja hann með því að gefa hon- um aura í skáldalaun, því að þetta var eins og barn. Þá fór hann að meta vísurnar sínar í krónum. „Þetta er krónuvísa“, sagði hann. Sumar komust jafnvel upp í tvær krónur. En þá urðu það að vera „níhendur með hnykk í endann“, eins og hann sagði. En auk auranna eða í stað þeirra, voru margar stúlkur og húsíreyjur, sem viku honum sokkum eða vett- lingum. Mest þótti honum varið í, ef mikið var hlegið að skáldskapnum taldi það vott úm, að sér hefði tekizt sérlega vel. Spyrði maður á næ: bæ, hvernig nábúunum hefði líkað kveðskapurinn, var svarið venjulega: „Vel, að minnsta kosti var mikið hlegið.“ Ekkert særði hann jafnmikið og ef einhver talaði óvirðulega um „skáld- skap“ hans. Honum þótti ekkert var- ið í skáldskap annarra og hlustaði varla á hann, en lifði í þeirri sælu trú, að sinn kveðskapur væri af- bragðsgóður“ Þannig farast þessari konu orð um Hagalín og kveðskap hans. Sannleikurinn var sá, að Guðmund ur Hagalín kunni engin skil á skáld- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 485

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.