Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 9
Fuglamergðin f björgum Drangeyjar er mlkll og lltfögur eggin, sem þangað eru sóft á vorln. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson 1 Öll náttúran iðar af lífi hvert vor. Með hækkandi sól og vaxandi yl og birtu er seni allt risl af blundi og jafnvel steinninn verður kvikur. Fræ in, sem þraukuðu vetrarlangt í sverð- inum, þrútna og sprengja hýði sitt, grös og blómjurtir skjóta upp græn- uin biöðum, skordýrin fara á kreik, fuglamir vitja sumarstöðva sinna, göngufiskurinn heldur upp ámar. Þetta er hin rnikla upprisuhátíð, sem gerist hvert vor og við höfum jafn- an fyrir augum, er dregur að sumri. í fljótu bragði mætti virðast sem enginn staður væri síður fallinn til þess að vera skjól og vagga hins unga lífs en gnæfandi björg við hið yzta haf. Óvíða verða þó meiri um- skipti við vorkomuna. Þangað fiykk- ist bjargfuglinn tugþúsundum saman til þess að reisa þar bú, og skyndi- lega bergmála hin þöglu, nöktu hamraþil af röddum óteljandi fugla, sem tekið hafa sér þar bólfestu: Kalt bergið morar af lífi, og hvar sem fugl fær tyllt niður fæti, þar er fugl kominn með amstur sitt og önn. Og áður en varir liggja eggin um allar syllur á beru grjótinu, sægræn og heiðblá með óteljandi dröfnum, flikr um og skellum, svörtum og móleit- um. Enginn meistari, sem ber pensil að lérefti, getur dillað auganu með þvílíkum litagaldri. En fleiri heyja lífsbaráttu sína en langvían og stuttnefjan og allar hin- ar fuglategundirnar, sem í bjarginu fæðast. í þúsund ár hafa menn, sem björgin bjuggu, haldið með vaði sína | og festar á hamrabrúnirnar, þegar fuglinn var orpinn. Erindið var að klófesta hin litfögru egg, safna forða matar handa mannanna börnum. ' Þeirra erinda hefur hver kynslóðin eftir aðra sigið í Látrabjarg, Hæla- víkurbjarg, Hornbjarg, Drangey, , Grímsey, fuglabjörg Vestmannaeyja. 1 Ókunnugum manni, sem virðir þessi j björg fvrir sér, sýnist slík iðja ekld , árennileg; Og það er hún sannarlega j ekki. Það þarf hugrekki til þess að ■ renna sér fram af tíræðu bjargi og þaðan af meira í mjórri festi og ; Sveiflast fram og aftur í gínandi hengiflugi líkt og dordingull j í þræði. Mörgum unglingum liefur I án efa verið hörð hin fyrsta raun, , enda sagnir um gamla sigamenn, er i hrundu ungum sonum sínum fram af, I ef þá barst kjark til þess að sleppa brúninni af sjálfsdáðum. En það var ekki einungis, að sig væri mikil þoranraun þeim, sem ekki 1 höfðu tamið sér það: Þáð. var líka mikill háski á ferðum. Þeir erú ótald- ir, sem komu ekki aftur heilir á brún úr bjargsigi. Kirkjubækur þeirra prestakalla, þar sem bjargsig var j stundað, tala sínu máli. Þar þarf sjaldnast að fletta lengi dánarskrán- um «1 þess að rekast á stuttorðar I 489: T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.