Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 16
ing, og kaupmenn í 'Stokkhólmi komu ár hvert með smjör og ásmund arjárn. Markaðurinn á Skáneyri var meira en nafnið eitt. Það var flestra daga þröng í búð- um kaupmanna, og verzlunarþjónar þeirra voru á þönum frá morgni til kvölds. Þangað leituðu bæði ríkir jarðeigendur, sem ekki höfðu frestað að heimta leigur og landskuld af landsetum sínum og gátu því borgað umsvifalaust, hvort heldur var í reiðu fé eða fríðu, og fátækir fiskimenn, sem tóku út á afla sinn eða veiðivon. Hansakaupmennimir þýzku vildu í helzt selja í stórslumpum og láta heimamenn annast smásöluna, en í rauninni var það þó oft svo, að smá- kaupmennirnir voru ekki annað en eins konar verzlunarstjórar í umboði þeirra. En með þessum hætti fengu samt margir innlendir kaupmenn að- stöðu til þess að koma undir sig fót- unum. Á slíkum stað var auðvitað þörf á margs konar handverksmönnum. Kaðlarar slógu kaðla, járnsmiðir stóðu í smiðju sinni, bakarar og slátr arar söddu þá, sem fengið höfðu óbeit á sjávarfanginu. Það má jafnvel láta sér til hugar, að þar hafi logasíur einhvern tíma leikið um fs- lendinga, sem án efa hafa stundum borizt í þetta síldarver. Aldrei þraut önn, þegar vel veidd- íst. Þrátt fyrir alla trúrækni þessara tíma var ekki mikill munur á sýkn- um degi og helgum, þó að sennilega hafi ekki verið verzlað á helgidögum. En í tvo mánuði var síldin veidd linnulaust, saltað og brætt, vegið og talið. Gróðinn var óskaplegur, og eins og oft vill við brenna, græddu þeir mest, sem aldrei dyfu hendi sinni i kalt vatn. Og mest bar sá úr býtum, sem hvergi kom nærri: Danakonungur. Allt mátti flytja á land, án nokkurr- ar fyrirstöðu, en jafnskjótt og varn- ingurinn var kominn upp úr flæðar- málinu, varð að greiða tolla af öllu. Embættismenn konungs voru á hverju strái, og það varð jafnvel að greiða skatt af því, sem ekki seldist. Enginn fékk að starfa þarna, fyrr en hann hafði keypt heimild til þess. Fiskimenn, ökumenn, síldarkerlingar og slógkarlar.urðu að kaupa blýræm- ur, sem giltu sem atvinnuleyfi, og þarna goldinn skattur af brauðofn- um og smiðjum og ölstofum. Ef vagn valt um koll eða prammi sökk við ströndina, var við búið, að skatt- heimtumenn kæmu á vettvang og lýstu það, sem í þeim hafði verið, eign konungs. Þess þarf varla að geta, að landleigu varð að gjalda af hverri búð og tjaldi. Loks kröfðust embættismennirnir í nafni konungs forkaupsréttar á föggum þeirra manna, sem dóu í síldarverinu. Álögurnar hækkuðu stórum, þegar fram í sótti. Kaupmennirnir vörðust allvel á meðan þeir máttu sín mikils, en þegar konungsvaldið óx þeim yfir höfuð, stoðuðu góð orð og fjTÍrbænir ekki lengur. Kónginn vantaði meira gull og silfur. VII. Ef til vill grunar einhvern, að ekki sé öll sagan sögð um lífið í síldar- verinu. Og þeir hafa rétt fyrir sér. Það var ekki látið við það eitt sitja að vinna og þreyta kapphlaup um ágóðann. Lýbikubjórinn var drukk- inn, og vínámumar voru tæmdar. Það voru nógar krár á Skáneyri, og fólkið lét ekki undir höfuð leggjast að vitja þeirra. Ölkerlingar stóðu dag lega við kranana og höfðu tæpast undan að brynna mönnum. Tening- um var kastað á ótal borðum, afla- hlutir og skipsfarmar skipta um eig- endur og menn veltust á gólfinu í áflogum. Þegar upp var staðið, var bætt fyrir slíkt með því að leggja sektargjald í lófa konungsfógetans. En stundum urðu veigameiri flokka- drættir en þeir, sem fylgja áfloga- bendu í bjórkrá. Þarna þróaðist prýðilega rígur á milli landa, þjóða og borga, og ekki var dæmalaust, að upp úr syði, svo að um munaði. Þeg- ar menn frá fátækum fiskiverum við dönsku sundin sátu að sumbli, óx kjarkurinn í réttu hlutfalli við það, hvað lækkaði á leglunum, og þá gat borið svo við, að þeim fyndist upp runnin sú stund, að berja mætti á drembnum Þýzkurunum, sem spröng uðu um á litklæðum með fjaðraskúfa í höttum sínum. Deilur komu líka upp meðal Hansamanna sjálfra, og við getum ímyndað okkur gremju Lýbikumanna, þegar karlar frá eftir vel heppnað herhlaup og sögðu gesti og gangandi, að þeir hefðu bar- ið kaupmanninn Hinrik frá Herfurðu til óbóta. „Við áræddum að jafna um Lýbiku mennina“, öskruðu þeir, „og borgum engar bætur fyrr en okkur sýnist.“ En annað mál er það, hvort sama hljóð hefur verið í stokknum morg- uninn eftir, þegar af þeim var runn- ið og Lýbikumenn höfðu sótt í sig veðrið. Vopnaburður var bannaður á Skán eyri, því að hætta þótti á, að menn stæðust ekki ævinlega þá freistingu að beita þeim, ef tiltæk væru. Samt sem áður hnigu menn ekki svo sjald- an vopnbitnir að velli, og vopnaðir varðmenn höfuðsmannsins í virkinu komust annað veifið í krappan dans. Virðing manna fyrir mannslífum var af skornum skammti, og yfirvöldin nenntu ekki ávallt að eltast við flók- in eftirmál, þó að einhver væri drep- inn. Þegar ensk stjómarvöld báru sig til dæmis upp undan því, að Eng- lendingur hafði fallið í róstum í síld- arverinu, var því einu svarað, að slíkt gæti gerzt, þegar „saman kæmu marg ir menn frá mörgum þjóðlöndum“. Samt voru aftökur ekkert fágæti og tryggara fyrir þann, sem verulega hafði brotið af'sér, að flýja sem fyrst. Þegar menn þreyttust á drykkju, áflogum, manndrápum og teninga- kasti, gátu þeir brugðið sér í hóru- húsin. Það var vel séð fyrir slíkum stofnunum og stutt að fara. Konur þær, sem þar voru innan dyra, komu flestar frá Þýzkalandi, gagnvart þeirra erinda að líkna síldarkörlum og verzlunarmönnum gegn ofurlítilli hlutdeild í síldarpeningunum. Kaup- mennirnir fiuttu þær á skipum sín- Stralsundi sátu gortandi að drykkju um eins aðrar nauðþurftir, væntan- Rústir Skáneyjarslots eru þaktar sandí, og nú vaxa vindbarðir runnar, þar sem höfuðsmaðurinn drottnaðl forðum. En norðan við hinn forna vlrkisgarð stendur enn kirkja frá síldveiðitímunum. Og hér fúna bein þeirra, sem ekkl komust helm, en hlutu þó leg [ vigðri mold. 496 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.