Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 11
ÞéttsetiS fugiabjarg í Færeyjum. lofti og sneri höfuðið niður. Þar á ofan hafði fóturinn, sem fastur var 1 netinu, hrokkið úr öklaliðnum. Eng- inn var svo nálægur, að hann heyrði til hans. Það mætíi virðast, að þrettán ára gömlum dreng væri lítillar bjargar von í slíkum nauðum. Eigi að síður tókst Hannesi að rétta sig við, og las hann sig síðan á netinu upp á syllu, er var nokku ofar í berginu. Hann var samt sem áður ekki slopp inn úr þessum nauðum. Fyrir ofan sylluna var standberg, sem virðist með öllu ókieift, enda slútir það jafn vel sums staðar fram yfir sig. Svo fór samt, að Hannes komst upp, þó að hvorki vissi hann sjálfur né neinn annar, hvernig það mátti takast. Á hann seig óminni, sem hann fékk aldrei griilt í gegnum og vissi hann ekki af sér fyrr en hann var kominn góðan spöl upp fyrir brún- ina. Þar kom hann aftur til sjálfs sín, liggjandi ósjálfbjarga í grasinu. Og illa var hann leikinn, að hann lá rúmfastur árlangt, þó að til fullrar heilsu kæmist að lokum. Ekki er heidur þurrð á sögum af Hornstrendingum, er nauðulega hafa sloppið úr björgum, þótt með öðrum hætti væri en hér hefur verið sagt. Vorið 1910 var Árni Jónsson, bóndi í Furufirði, við sjóróðra á Horni og hafði húsmann úr Furufirði, Guð- mund Márusson, með sér á bátnum. Fóru þeir tii fuglatekju í Hornbjarg að loknum róðrum, og var það gert að hvötum Guðmundar. Þriðji maður Inn, sem fór með þeim í bjargið, hét Benedikt Guðmundsson, unglingspilt ur, stjúpsonur Árna. Nú var afráðið að kanna hillu efst 1 Kálfatindum. Árni treystist ekki til SUNNUDAGSBLAÐ Tímans gengur ört iil fsurrSar, og svo sem kunnugt er eru nú mörg tölubföð fyrsta árgangs ófáanteg. — Svo getur æinnig orSið um nokkur tölubðöö síðari ár- ganga. Þeír, sem hugsa sér a# helda Sunnudags- hla^inu saman, ætfu hví aö athuga fyrr en síð- ar, hvorf eitthvaS vant- ar í hjá þeim og ráða bót á því. þess að ganga þessa hillu og hugð- ist bíða hinna. Guðmundur hafði band sér til stuðnings, og átti Bene- dikt að halda í það á meðan hinn snaraði fuglinn. Þar kom, að Guð- mundi þótti bandið óþarft, leysti það af sér og rétti það til Benedikts, sem stóð uppi við bergið. En að andartaks stund liðinni brast klettanefið, sem Guðmundur stóð á, rétt við tærnar á Benedikt. Hvarf Guðmundur á sömu stundu, en Benedikt stóð sem límdur við bergþilið, famaður af skelfingu, með gínandi hengiflugið fjrir fótum sér. Örmjó brík skildi þar á milli lífs og dauða. Vorið 1918 var Guðmundur Hall- varðsson, ungur maður í Hlöðuvik, við sig á Hábrún í Hælavíkurbjargi, og sátu systkini hans á brún. Nú bar svo við eitt sinn, er Guðmundur var dreginn upp, að hann hneig niður al- blóðugur og meðvitundarlaus, er hann kom á brún. Ekki duldist hvað gerzt hafði: Hann hafði orðið fyrir steini. Var þegar brugðið við og hlaupið til bæja eftir ábreiðum, og í þeim var hann borinn heim. Lá hann þar síðan með vitundarlaus í tvo daga. Læknir var sóttur til Hesteyrar til þess að gera að sári hans til bráðabirgða, en síð- an var hann fluttur sjóleiðis í sjúkra- hús á ísafirði. Þar lá hann enn nokkra daga sem dauður væri, miz ofurlítið líf tók að færast í hann. Vilmundur Jónsson var nýkom inn til ísafjarðar, er þetta gerðist, og varð hann þess áskynja, er unnt var að rannsaka sárið, að höfuðkúpan hafði brotnað undan steininum og klofnað á tvo vegu. Tókst honum að ná brott lausum beinflísum, og hjarn- aði Guðmundur við og komst heim, gróinn sára sinna, síðla sumars. En þá var mjög skipt um hinn unga og vaska mann. Hann var orðinn grár fyrir hærum og um margt harla tor- kennilegur. Slysför sinni í Hælavík- urbjarg hafði hann gleymt með öllu, og aldrei framar hætti hann sér í björg. Að nokkrum árum liðnum varð hann bráðkvaddur milli bæja. ★ Sigamenn eru nú orðnir fáir f landinu, enda ekki mikið að því gert að síga eftir eggjum og fugli, miðað það, sem áður var. Þó er enn sigið .árlega í Vestmannaeyjum, Grímsey og Drangey og ef til vill víðar. En útbúnaður er orðinn miklum mun betri en fyrr á tímum og slysahætt- an minni. Og enginn er framar nauð- beygður til þess að hætta sér í björg til þess að afla sér og sínum lífs- viðurværis. Það er runnin upp ný öld með allsnægtir. En fuglinn heldur áfram að gæða björgin lífi á hverju vori. Meðan ald- an rymur við hleinar og ekki þverr æti í sjónum, mun fuglinn halda tryggð við þau og langvía og stutt- nefja klekja þar út hinum litfögru eggjum og ala önn fyrir ungum sín- um af móðurlegri ást og umhyggju. (Helztu heimildir: Blanda, Ilornstrendingabók, Barðstrendingabók, Grímseyj- arlýsing). 1 I M 1 N N — SUNNUDAGSBIAÐ 491

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.