Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 18
en raunin varð sú, að bæði lóðín snertu jörðina samtímis, eins og Galileó hafði sagt fyrir. En auðvitað dugði þetta ekki til þess að sann- færa lærdómsmennina, sem héldu fast við sinn Aristóteles, þrátt fyrir allar tilraunir, og árangurinn varð sá einn að magna illdeilur milli Galileós og skólamannanna. Þegar ráðningartími hans í Písa rann út, var hann því ekki endurráðinn, en fyrir atbeina áhrifaríks vinar síns eins bauðst honum fljótlega prófess- orsstaða við háskólann í Padúa, Galileó tók því boði og þar starfaði hann næstu átján árin til 1610. Háskólinn í Padúa var einhver þekktasti háskóli á ftalíu. Hann hafði verið stofnaður á 13. öld og var upp- haflega lagaskóli, en kringum þann kjarna hafði smám saman vaxið full- kominn háskóli, þar sem kenndar voru allar þær vísindagreinar, sem miðaldaháskólar lögðu rækt við. Þarna fékk Galileó þrisvar sinnum meiri laun en hann hafðí fengið í Písa og gat gefið sig óskiptur að rannsóknum sínum. Andlegt and- rúmsloft var líka allt annað í Padúa en í Písa. Padúa er skammt frá Feneyjum og í Feneyjaríkinu var andlegt frelsi miklu meira en annars staðar á ítaliu og starfsskilyrði manna eins og Galileós miklu betri en þau voru í stórhertogadæminu Toskaníu og Flórens, þar sem páfastóllinn og Kristsmunkareglan höfðu mikil áhrif. í Padúa hélt Galileó áfram afl- fræðirannsóknum þeim, sem hann hafði hafið í Písa. Einkum beindist athygli hans að hreyfingum hluta og falli. Þetta voru allt atriði, sem Ari- stóteles hafði látið í Ijós skoðanir á, og fræðimenn miðalda viðurkenndu yfirleitt þær skoðanir, þótt oft væri nokkur ágreiningur milli þeirra um túlkanir á skoðunum meistarans. En Galileó reis upp gegn hinum fomu kenningum og setti fram ýmis lög- mál, sem Isaac Newton tók síðar upp og færði fram til fulls sigurs. Merk- ast þessara lögmála er tregðulög- málið, en Galileó sýndi fram á, að hlu'J- á hreyfingu haldi sama hraða og s : . nu stefnu í hið óendanlega nema ulanaðkomandi áhrif komi til. Þá sýndi hann einníg fram á það, að fallhraði allra hluta er hinn sami í lofttómu rúmi og eykst í hlutfalli við fallvegalengdina. Árið 1609 urðu þáttaskil í starfs- sögu Galileós. Það ár fregnaði hann, að hollenzkur gleraugnasmiður hefði búið til sjóntæki, sem færði nær aug- anu þá hluti, er því væri beint að. Ga líleó ákvað þegar að smíða sér slíkt tæki, og innan skamms' hafði hann tilbúinn fyrsta stjörnukíklnn. Fyrsti sjónauki hans stækkaði aðeins þrisv- ar sinnum, en hann hélt áfram að smíða nýja og nýja kíkja, og að lok- um hafði hann búið sér til stjörnu- kíki, sem stækkaði þrjátiu og tvisvar sinnum. Og Galileó beindi þessu nýja tæki sínu út í himingeiminn. Nærri öld fyrir daga Galileós hafði pólskur munkur, að nafni Kóperník- us, komið fram með þá kenningu, að sólin stæði kyrr, en jörðin og reiki- stjörnurnar snerust í kringum hana. Þessi kenning braut í bága við þá skoðun, sem hafði verið ríkjandi öld- um saman, að jörðin væri miðdepill alheimsins og sólin snerist umhverf- is hana eins og aðrir himinhnettir. Kóperníkus gerði grein fyrir skoðun um sínum í bók, sem út kom í Niirn- berg í Þýzkalandi árið 1543, sama árið og hann andaðist. Kenningar Kóperníkusar þóttu nýstárlegar, og ýmsir urðu til að andmæla þeim harðlega, þar á meðal Lúther, sem talaði háðulega um „nýja stjörnu- fræðinginn sem vill sanna, að jörðin snúist, en ekki himnarnir, sólin og máninn, alveg eins og ef einhver, sem sæti 1 vagni eða skipi á ferð, færi að halda því fram, að hann stæði kyrr, en jörðin og trén hreyfð- ust fram hjá honum. En þannig er farið að nú á tímum. Þeir, sem vilja vera gáfaðir, verða að koma með eitt hvað frumlegt, og auðvitað hlýtur það að vera bezt, af því það eru þeir sem hafa búið það til. Þetta fífl ætl- ar að hafa endaskipti á öllum stjarn- vísindunum. En eins og segir í heil- agri ritningu var það sólin en ekki jörðin, sem Jósúa skipaði, að skyldi nema staðar.“ Kenningar Kóperníkusar eignuð- ust fáa fylgismenn framan af. Jafn- vel Tycho Brahe, frægasti stjörnu- fræðingur sins tíma, taldi sig ekki geta fallizt á þær, og var hann þó maður, sem mat Kóperníkus mikils og eignaðist' athugunartæki hans eft ir hans dag. Hins vegar tók læri- sveinn Brahes, Jóhann Kepler, kenn ingar hans upp á sína arma og byggði athuganir sínar á þeim grundvelli, að þær væru réttar í aðalatriðum. Galileó virðist einnig snemma hafa aðhyllzt kenningar Kóperníkusar. f bréfi, sem hann ritaði Kepler árið 1597, kveður hann sig hafa fyrir mörgum árum gert skoðun Kóper- níkusar að sinni, en hann bætir því við, að hann hafi aldrei þorað að gera það uppskátt á prenti. Nokkrum árum síðar eða 1604 birtist ný stjarna á himni, og þá hélt Galileó fyrsta fyrirlestur sinn um stjarnfræðl leg efni við háskólann í Padúa. En það er ekki fyrr en eftir að hann hafði orðið sér úti um stjörnukíki árið 1609, að hann tekur fyrir alvöru að snúa sér að stjörnunum. Árið 1610 gerði Galileó grein fyrir því á prenti, sem hann hafði séð í hraðauknlngu fallandi hluta. Samkvæmt hennl eykst sú vegalengd, sem hlutur fellur á ákveSinnl timaeininguIAC, Cl, 10) í hlutföllunum 1, 3, 5 og áfram. 408 TtHINK - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.