Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 15
 jllllgg Slíkar tunnur hafa víða fundizt viS Eyrarsund. Þær urðu að vera smíðáðar af eiðsvörnum mönnum, ef vel átti aS vera. Þessi tunna mun vera frá 14. öld. á vettvang, þegar bátarnir nálguðust land, og hleyptu út á grynningarnar, unz sjórinn tók hestunum á miðjar \iður. Það reið á að ná sem fyrst tali af síldarkörlunum og festa kaup á því, er þeir fluttu að landi. En til þess að þetta kapphlaup yrði ekki hemjulaust, voru reglur settar um það, hvenær kaupmenn máttu „ríða til strandar", svipað og hér gilda nú í sumum fiskiþorpum reglur um það, hvenær bátar mega láta úr höfn á vetrarvertíð. Hinir auðugu, útlendu kaupmenn voru mjög aðgangsfrekir og hrepptu mest af síldinni, en, síldarkaupmenn frá Danmörku og Skáni urðu að jafnaði að láta sér lynda smáslatta. Þegar aflinn var kominn á land, var haldið með sumt af honum á vögnum upp um sveitir, þar sem hann var seldur bændum. En megin- hlutanum var ekki ekið lengra en að búðum kaupmanna, þar sem síldinni var haugað saman í stóra skála. Þar stóðu síldarkerlingar, reiðubúnar að kverka síldina og draga úr henni slógið. Samt var hún framan af sölt- uð með haus og slógi. Menn kunnu aðeins eina aðferð til þess að verja síldina skemmdum: Hún var söltuð. Áður en síldarver- tíðin hófst komu skip frá Þýzka- landi með ógi-ynni af salttunnum. Saltið kom nálega allt frá Lúneborg, og höfðu Lýbikumenn hönd í bagga um saltsöluna, svo að segja mátti, að þeir hefðu einokunaraðstöðu. Þegar síldin hafði verið kverkuð, var hún borin í trogum til kvenna, sem önn- uðust söltun hennar. En þær voru ekki allar dyggar og sættu sumar færi að steypa úr trogunum í tunn- urnar, þótt slík vinnubrögð væru harðlega bönnuð, í stað þess að raða síldinni í lög. Þess vegna þurfti eftir- gangssama og stranga tilsjónarmenn. Loks könnuðu matsmenn síldina í tunnunum og sannfærðu sig um, að hún væri vel söltuð og frá henni gengið í samræmi við settar reglur. Skáneyrarsíldin varð nafntoguð í mörgum löndum, enda svo ramm- lega um hnútana búið, að ekki voru einu sinni teknar tunnur nema smíð- aðar væru af eiðsvörnum mönnum. I hollenzka bænum Kampen voru síld arkaupmenn til dæmis skyldaðir til þess með lögum að hengja upp við- vörunarspjöld, ef þeir höfðu á boð- stólum aðra síld en þá, sem veidd var á Eyrarsundi. J-tgar mavsmeí'ii höfC'a lokið störf um, slógu beykjar botninn í tunn- urnar. Var þeim þá ýmist hlaðið sam- an við búðir kaupmanna eða ekið niður að víkinni, þar sem kuggarnir lágu við festar og biðu farms. Var vögnunum þá ekið nokkur hundruð metra út í sjóinn, því að aðgrunnt er, og siðan voru tunnurnar settar á flatbotna pramma, er fleyttu þeim til skips. Slógið haugaðist upp inni í síldar- skálunum, og gerðist þar fremur daunillt, ef það lá lengi. En til þess kom sjaldnast. Hér voru einnig menn þeir, sem nefndust slógkarlar, og þeir fluttu slógið á afvikinn stað niðri á ströndinni, þar sem því var steypt til bræðslu í stóra potta í svonefndum slógbúðum. Ilinir ríku kaupmenn voru sjaldan á ferli í grennd við þessa staði. Menn voru að sönnu vanir margra þefja blandi ó þessum öldum, ekki sízt þeir, er oft gistu á Skáneyri. En samt var ekki á annarra færi en allra brjóstheilustu manna að koma í slógbúðirnar. V. Hin útlendu skip komu ekki ein- ungis með salt og tunnur til Skán- eyrar. Þau komu líka með timbur, tjöru og hunang og grávöru. Lýbiku- menn komu með gnægð af Trave- bjór, og kaupmenn frá Norðursjávar- bæjum fluttu á land kynstur af þýzk- um og flæmskum dúkum og ámur, fullar af suðrænum vínum. Ofan af landi var einnig komið með söluvarn T I M 1 N N — i iUNNHDAGSBLAf> 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.