Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 9 Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Nýtt frá ANNECY Laugavegi 34, sími 551 4301. Opnum kl. 9.00 virka daga Þýsk teinótt jakkaföt kr. 19.900 Skyrtur frá kr. 1.750 Einlit bindi kr. 800 Ítölsk silkibindi kr. 2.200 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Ótrúlegt úrval af púðum, rúmteppum og gjafavöru 60-70% afsláttur af öllu Fyrirtækja- þjónusta Silkitré frá Soldis eru betri kostur fyrir fyrirtæki Ekkert viðhald engin vökvun Tré í hæsta gæðaflokki. Laugavegi 63 • (Vitastígsmegin) • Sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Komum á staðinn Metum aðstæður Gerum tilboð Kringlunni sími 581 2300 Pólóbolir með og án vasa Stuttermaskyrtur Glæsilegt úrval! BASIC ÚTSKRIFTARDRAGTIR FYRIR ALLAR KONUR Klassískir litir Einnig teinóttar ENDALAUST HÆGT AÐ PÚSLA VIÐ Laugavegi 63  Sími 551 4422 Stærðir 36-48 MAÐUR sem lögregla stöðvaði eftir ofsaakstur frá Selfossi til Reykjavík- ur á þriðjudag var dæmdur í síbrota- gæslu til 30. júní í gær en hann á talsverðan fjölda mála óuppgerðan. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir manninn, sem er 24 ára gamall, eiga að baki nokkurn brotaferil og eiga nú óuppgerða ein- hverja tugi mála og hafi því verið krafist síbrotagæslu yfir manninum. Maðurinn unir úrskurðinum. Í síbrotagæslu eftir rán og ofsaakstur TALIÐ er að heyfengur kúabænda hafi verið um 50% umfram þarfir síð- astliðið sumar og er talið ljóst að þeir þurfi að farga gríðarlegu magni af heyi innan tíðar. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að hafi heyið verið gott í upphafi sé það heilmikill næringar- gjafi fyrir uppgræðslu. Hann segir bændur hafa bæði langa og góða reynslu af því að dreifa heyrúllum í því skyni að græða upp land. „Þegar þeir hafa dreift þessu á mela og lítt gróið land og stundum og stundum ekki sett áburð með því, hefur landið gróið upp á nokkrum árum. Víða hef- ur þetta skilað alveg góðum árangri. Þetta er efni sem við megum ekki henda, við eigum að koma þessu á landið með einum eða öðrum hætti,“ segir Sveinn. Heytætivélar til hjá tveimur landgræðslufélögum Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, tekur í svipaðan streng og segir heyið vera lífrænan massa sem nýtanlegur sé til land- græðslu. Það eigi ekki að vera vandamál nema menn setji það á leiðinlega staði þar sem það spilli út- sýn eða sé til ama eins og önnur óþrif. Þetta er náttúrulega nýtanlegt efni á svæði þar sem landeyðing er en það kostar dálitla fyrirhöfn, það er vinna við að koma þéttpökkuðu heyi á staði þar sem þörf er á upp- græðslu. Þannig að það er ekki víst að allir bændur sjái sér hag í því en ég veit að þeir hafa stundum tekið sig saman og nýtt fyrningar til að græða upp landið og það er mjög gott framtak, segir Tryggvi. Sveinn minnir á að Landgræðslu- félög Biskupstungna og Land- græðslufélagið á Norður-Héraði eigi sérstakar vélar sem tæti sundur þessar heyrúllur og geti sprautað þeim út, en það geri þessa vinnu miklu auðveldari. „Þessar vélar geta m.a. sprautað heyinu, þegar búið er að saxa það niður, í rofabörð þar sem e.t.v. er mjög erfitt að græða upp á annan hátt. Þessar aðgerðir þeirra lofa afskaplega góðu. En þetta kost- ar allt saman heilmikið fé, að flytja rúllurnar og dreifa úr þeim með þessum hætti. Pokasjóður hefur veitt þessum landgræðslufélögum styrki til þess að koma út heyi með þessum hætti.“ Sveinn segir auðvitað ódýrast að bændur geri þetta hver á sinni jörð enda sé nóg af landi sem henti til svona aðgerða. Oft geti bændur rúll- að heyrúllunum sjálfir en erfitt sé fyrir þá að tæta þær niður og og moka heyinu upp í rofabörð. „Við hvetjum bændur til þess að gera þetta eins og kostur er og leita til félaganna sem eiga vélarnar.“ Miklar umframbirgðir eru af heyi hjá bændum Mikilvægt að nýta heyið til uppgræðslu lands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.