Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ E ins og flestum ætti að vera kunnugt munu Íslendingar á vegum Íslensku friðargæsl- unnar taka við stjórn flugvallarins í Kabúl í Afg- anistan 1. júní nk. Þetta er stórt verkefni og kostnaðarsamt fyrir ís- lenska utanríkisþjónustu en ber vott um að við Íslendingar séum að axla auknar byrðar í alþjóða- samstarfi. Sumir hafa reynt að gera þetta tiltekna verkefni tortryggilegt. Bent er á að hinir íslensku frið- argæsluliðar, sem halda nú til starfa í Kabúl, munu þurfa að bera vopn og ýmsir staldra við þá stað- reynd, að þetta verkefni er unnið undir merkj- um Atlants- hafs- bandalagsins (NATO). Spyrja hin- ir sömu: hvað er orðið um það heit, að Ísland skuli vera herlaus þjóð, þegar Ís- lendingar ganga um á erlendri grundu gráir fyrir járnum á veg- um öflugasta hernaðarbandalags samtímans? Eru Íslendingarnir sautján, sem starfa í Kabúl fyrstu misserin, vísir að íslenskum her? Eðlilegt og sjálfsagt er að menn velti þessu fyrir sér og krefji ís- lenska ráðamenn svara. Sjálfur er ég ekki viðkvæmur fyrir þessum þætti verkefnisins. Þegar við ráð- umst í uppbyggingar- og þróun- arverkefni á erlendri grundu verð- um við að aðlaga okkur þeim aðstæðum sem þar ríkja. Hitt er annað mál að það er ástæða til að velta því fyrir sér hvers vegna ráðist er í verkefni sem menn vita að leggst illa í hina íslensku þjóðarsál (ef hún er þá til). Næg eru verkefnin í vályndum heimi. Væri það ekki meira í takt við stöðu okkar sem herlaus þjóð að við einbeittum okkur að verk- efnum á vegum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO), Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) eða Mat- vælastofnunar SÞ (WFP), svo dæmi séu tekin? Um þetta þarf að fara fram einhver umræða. Ég spurði reyndar að þessu á fundi í síðasta mánuði, þar sem Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og fleiri ræddu um Ís- lensku friðargæsluna. Fékk ég þau svör, að því ég held, að vel væri hugsanlegt að annars konar verk- efni yrðu fyrir valinu í framtíðinni. Arnór Sigurjónsson, sá starfs- maður utanríkisráðuneytisins sem stýrir starfi Íslensku friðargæsl- unnar, svaraði því m.a. til fyrir sitt leyti að hann sæi fyrir sér að árið 2006 – þegar á að vera búið að efla starf Íslensku friðargæslunnar til mikilla muna – yrði skiptingin 50/ 50. Að helmingur þeirra fimmtíu starfsmanna, sem þá eiga að vera við störf erlendis hverju sinni, yrði í „mjúku málunum“ á meðan sami fjöldi yrði í „meira krefjandi“ verk- efnum eins og því í Kabúl. Ég get alveg sætt mig við þessi svör. Þessi helmingsskipting væri alveg viðunandi, tel ég. Samt efast ég pínulítið um að menn muni nokkurn tíma kjósa að eyða sam- bærilegum fjármunum og varið er í Kabúl í „mjúku málin“. Má nefna að það kom fram í Morgunblaðinu 12. maí sl. að verk- efnið í Kabúl etur upp meginhluta þeirra fjármuna sem á þessu ári eru eyrnamerktir Íslensku frið- argæslunni. Hætta er á að „hörðu málin“, ef svo má nefna, muni allt- af verða frek til fjárins. Hvers vegna? Jú, staðreyndin er sú að Íslendingar hafa lengi ver- ið undir þrýstingi á vettvangi NATO um að leggja meira til mál- anna, axla sína ábyrgð fjárhags- lega og með öðrum hætti eftir að hafa verið „farþegar“ bandalags- ins síðustu fimmtíu árin. Halldór Ásgrímsson við- urkenndi reyndar alveg á fyrr- greindum fundi að þetta spilaði rullu. „Það er engin launung á því að við teljum okkur vera að sinna ákveðnum skyldum sem við berum sem NATO-þjóð,“ sagði hann um verkefnið í Kabúl. Hættan er sú að þessi framlög okkar til NATO gleypi friðargæsl- una. Í þeim skilningi er verið að „dulbúa“ framlög ríkisstjórn- arinnar til varnarmála (þ.e. til NATO) sem framlög til mannúðar- og uppbyggingarmála. Hitt er þó, að auðvitað getur þetta farið sam- an og gerir það í þessu tilfelli; verkefni Íslensku friðargæslunnar í Kabúl er góðra gjalda vert, hluti af endurreisnarstarfinu í Afganist- an. Á títtnefndum fundi kom fram það sjónarmið að verkefnið í Kabúl væri þess eðlis að „eftir er tekið“. Verkefnið í Kabúl er í þessum skilningi „sexí“, eins og tekið hefur verið til orða; til þess fallið að her- málahaukarnir í Brussel öðlist nýja virðingu fyrir litlu þjóðinni nyrst í Ballarhafi. Stundum velti ég því fyrir mér hvort menn séu ekki of uppteknir af þessu, hugi á hinn bóginn ekki nægilega að „hugsjónaþættinum“. Er þó rétt að ég taki fram, að ég geri mér grein fyrir því, að það skiptir máli að verkefnið sé þess eðlis, að eftir framlagi smáþjóð- arinnar sé tekið. Í tengslum við yfirtökuna á flug- vellinum í Kabúl sakna ég sömu- leiðis meiri opinnar umræðu um það sem getur farið úrskeiðis. Við megum ekki gleyma því að Afgan- istan er oftast talið meðal tíu hættulegustu staða veraldarinnar. Sjálfur Osama bin Laden er talinn felast í Afganistan. Spurningin er þessi: hvað gerist (og Guð gefi að svo fari ekki) ef þó ekki nema einn Íslendinganna, sem halda til starfa í Kabúl, lætur lífið á meðan við sinnum þessu verkefni? Erum við sem þjóð reiðubúin þeim (alls ekki fjar- stæðukennda) möguleika? Það er ekki meiningin að skemmta skrattanum með þessum hugleiðingum. Þetta eru bara hlut- ir sem við verðum að ræða op- inskátt. Staðreyndin er auðvitað sú að ef menn ákveða að bera framvegis aukinn hluta byrðanna, verða þeir um leið að vera reiðu- búnir til að bera hluta hættunnar („risk-sharing“ samhliða „burden- sharing“). Það er ekki alltaf hægt að taka því sem gefnum hlut að aðrar þjóðir sjái einfaldlega um þann þátt málanna. Verkefnið í Kabúl Í tengslum við yfirtökuna á flugvell- inum í Kabúl sakna ég […] meiri op- innar umræðu um það sem getur farið úrskeiðis. Við megum ekki gleyma því að Afganistan er oftast talið meðal tíu hættulegustu staða veraldarinnar. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is HEIMILDARMYNDIN „Dieter Roth“ eftir svissnesku kvikmynda- gerðarkonuna Edith Jud var frum- sýnd í Háskólabíói síðastliðinn sunnudag sem hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Eins og heiti myndarinnar gefur til kynna greinir hún frá ævi þýsk/svissneska listamannsins Dieters Roth, sem ætti að vera flestum Íslendingum kunnur, en hann dvaldi stóran hluta ævi sinnar hér á Fróni. Myndin var upphaflega gerð í tilefni af yfirlits- sýningu á verkum listamannsins sem þegar hefur verið sýnd í Basel, Köln og New York og mun verða stórviðburður Listahátíðar Reykja- víkur árið 2005, en þá verður sýn- ingin sett upp í Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur og ku það verða í fyrsta skiptið sem söfn- in taka saman inn eina sýningu. Má því segja að heimildarmyndin gefi okkur smjörþefinn af því sem koma skal að ári liðnu. Dieter Roth er á meðal helstu áhrifavalda í evrópskri myndlist eftirstríðsáranna. Hann hefur drepið á gífurlega marga þætti list- sköpunar, allt frá grafíklist til prósagerðar, teppagerð til vídeó- listar, málaralist til skúlptúrinn- setninga og enginn leikur er að festa hann innan sértækra list- stefna. Það má þó vel greina hvaða listamenn hafa haft áhrif á Roth, s.s. Kurt Schwitters og Jan Ting- uely, en Edith Jud hefur kosið að láta listfræðingana um að skrá þann hluta myndlistar hans í sýn- ingarskrár og einbeitir sér frekar að manninum sjálfum og hvernig líf hans setur svip sinn á listsköp- unina. Það væri ógjörningur að ætla að gera áhugaverða heimild- armynd um líf listamanns með þessum hætti nema að hann hafi lif- að forvitnilegu og óhefðbundnu lífi. Því gerir Jud nokkuð út á sérvitr- inginn, einfarann og drykkjumann- inn Dieter Roth, sem fellur auð- veldlega undir hinn þjáða og dula myndlistarmann, sem svo oft hefur staðið fyrir ímynd listamanna og vegur orðið salt á milli goðsagnar og klisju. Viðtöl við vini og vanda- menn Dieters skapa okkur sann- færandi mynd af honum sem slík- um. Þar spilar sonur hans og samstarfsmaður, Björn Roth, mikla rullu og segir frá sérvitringsháttum föður síns með virðingu og af ann- semd. Stór hluti kvikmyndarinnar fer fram á Íslandi og vill Edith Jud sýnilega nota Ísland til að endur- spegla listamanninn. Landið er sýnt sem einhvers konar eyðilegur deyfðardrungi, vott, tómt en jafn- framt lifandi og ófyrirsjáanlegt, sem er í algeru samræmi við þá mynd sem er dregin upp af Dieter Roth og augljóst er hvað hefur heillað hann við Ísland. Jud leggur einnig áherslu á að sýna hvernig Ís- land hefur haft áhrif á listsköpun Dieters. Styðst þar við upplestur úr dagbókum listamannsins þar sem hann greinir frá ferðum sínum nið- ur að bryggju og fjöru sem vendi- punktum í listferli sínum þegar hann horfir á hluti grotna niður og eyðast í náttúrunni. En Dieter er einmitt þekktur fyrir að nota efni í skúlptúra sem eyðast af sjálfu sér og rotna. Að auki eru sýnd mynd- skeið af stöðum sem Dieter sótti á Íslandi sem hafa augljósa samlík- ingu við listaverk hans. Þriðja aðferðin sem Jud notar til að varpa ljósi á persónu Dieters Roth eru sýnishorn af upptökum af gjörningum og viðtölum við lista- manninn þar sem mörg gullkorn er að finna, s.s. spunagjörninga Diet- ers og Arnulfs Reiners og viðtal þar sem listamaðurinn úthrópar Lud- wig Wittgenstein og hæðist að hon- um með miklum elegans. Þá á myndin það til að vera lang- dregin á köflum svo ég er ekki al- veg sannfærður um að hún þurfi að rúlla í tvær klukkustundir til að gefa mynd af listamanninum. Ann- ars var Dieter sjálfur ekki sérlega upptekinn af skemmtigildi mynd- listar. Hann tók t.d. hversdagslega iðju sína upp á myndband fyrir verkið „Solo scenes“ skömmu áður en hann lést árið 1998 og eru nokk- ur af þeim myndskeiðum sýnd und- ir lok kvikmyndarinnar. Þær sýna listamanninn fara í sturtu, leggja sig, lesa o.s.frv. Í þeim má finna vissa uppgjöf, hnignun eða eyðingu listamannsins, líkt og hann sé að bíða sinna síðustu daga í einsemd. Kvikmyndagerð Jud er blessun- arlega laus við tilgerð og flottheit. Hún lætur viðtölin, upplesturinn og myndskeiðin tala sínu máli og tvinnar þau saman þannig að þau styðja hvert annað, undirstrika heimildirnar. Þetta er trúverðug mynd af ævi og starfi Dieters Roth og er skylduáhorf fyrir alla sem láta listir sig einhverju skipta. Goðsögnin Dieter HEIMILDAMYND Hás kólabíó Leikstjóri: Edith Judh. Kvikmyndataka: Pio Corradi. Handrit: Loredana Cristelli. Tónlist: Dieter Roth. Framleiðandi: Franz- iska Reck/Reck Filmproduktion. Sviss. Dreifing á Íslandi: Pegasus Pictures. 2003. *** DIETER ROTH Listamaðurinn Dieter Roth. Jón B.K. Rans u VIVA vox, kammerkór dómkirkj- unnar í Helsinki, heldur tónleika í Langholtskirkju kl. 17 í dag, fimmtudag, og í Skálholtskirkju á föstudag kl. 21. Stjórnandi er Seppo Murto en hann er dóm- organisti í Hels- inki. Á efnis- skránni eru m.a. verk eftir finnsku tón- skáldin Leevi Madetoja, Einojuhani Rautavaara, Pekka Kostiainen og Osmo Honk- anen. Auk þess verk eftir Grieg, Tsjajkovskíj og Sergei Rakhman- inov. Kórinn var stofnaður 1992. Á efnisskrá hans eru gömul og ný kórverk. Árið 1999 gaf kórinn út plötu með kirkjulegum verkum eft- ir Erik Bergman, Einojuhani Rautavaara og Jyrki Linjama. Hann hefur oft komið fram í finnska sjónvarpinu. Frá árinu 2000 hefur kórinn tekið þátt í nýrri finnskri óperu, „Luther“ eftir Kari Tikka í samvinnu við Finnsku þjóð- aróperuna. Kórinn hefur haldið tónleika víða um Finnland, í Róm, London, Tallinn og á Norrænu kirkjutónlistarhátíðinni í Gauta- borg. Seppo Murto er einn kunnasti organisti og kórstjóri Finna. Hann stofnaði Dominante-kórinn 1981, en hann var hér á ferð með þann kór fyrir nokkrum árum. Hann hef- ur verið dómorganisti í Helsinki frá 1985 og er einnig kennari í org- anleik við Sibeliusar-tónlistar- akademíuna í Helsinki. Finnskur kammer- kór á tónleikaferð Seppo Murto, stjórnandi Viva vox. SOFIEMYR kirkekor er í heimsókn á Íslandi og heldur hér nokkra tónleika. Kórinn heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20 og flytur norska kirkjutónlist. Einnig munu organistarnir Trond Gil- berg og Thor Henning Isach- sen leika fjórhent á kirkjuorg- elið verk eftir Edward Grieg. Kór Hjallakirkju mun einnig syngja á þessum tónleikum undir stjórn Jóns Ólafs Sig- urðssonar. Kórinn er frá Oppegård sem er byggðarlag rétt sunnan við Ósló. Kórinn er 15 ára gamall og hefur á að skipa 35 söngv- urum. Söngstjóri kórsins frá upphafi hefur verið organistinn Bernt Norsdet. Kórinn verður síðan með tónleika í Selfosskirkju annað kvöld kl. 20 með sömu dagskrá og þar syngur einnig Kirkjukór Selfoss undir stjórn Glúms Gylfasonar. Norskur kirkjukór í Hjalla- kirkju Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýning Bjarna Sigurbjörnssonar, Opus, er framlengd til 20. júní. Safn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýning framlengd The Secret Face, leikrit Elísabet- arKristínar Jök- ulsdóttur, er komið út. Leik- ritið fjallar um konu s em er jörðuð tólf s inn- um, í lýtaaðgerð, ás tinni, s tjórn- s emi, þráhyggj- um, fortíðinni, s jálfs morði og s vo framvegis . Frá hendi höfundar tels t verkið kómedía. Pers ónur verks ins eru þrjár, The Blind and kind woman, s em jafn- framt hefur tvær pers ónur í s ér, aðra í vins tri hendi, The Univers e- woman, s em s tjórnar alheiminum, og í hægri hendi The Funeral- woman s em vill halda s ögunni gangandi og til þes s s etur hún jarð- arfarir á s við, jarðarfarir s éu s vo dramatís kar, eða eins og hún s egir: We need a s tory. Leikritið er nú á fjölum Iðnó og verður það í s umar eða þar til í ágús t að það fer á alþjóðlega leik- lis tarhátíð í New York. Útgefandi er Bókaútgáfan Viti menn. Jón Óskar myndlistarmaður hefur hannað útlit bókarinnar. Leikrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.