Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 11 Nafnasamkeppni - Glæsileg verðlaun! Við leitum að góðu nafni á nýju veiðibúðina á Fjölnisgötu 1, Akureyri. Komdu með þína tillögu ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Tillögum verður að skila inn fyrir 1. júní næstkomandi. Sá sem á bestu tillöguna að nafni, fær í verðlaun glæsilegt fluguveiðisett frá Scierra ásamt kastkennslu á DVD disk. Opið í dag frá kl. 10-17 Opið alla helgina frá kl. 10-17 Nýja veiðibúðin Fjölnisgötu 1, Akureyri - Sími 461 1516 VEIÐIMENN Á NORÐURLANDI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN NÝ VEIÐIBÚÐ OPNUÐ Á AKUREYRI Í DAG Starfsmenn Veiðihornsins verða á staðnum í dag Gott úrval af spúnum og öllu sem nauðsynlegt er í veiðitúrinn. Einnig úrval af pilkum fyrir sjóstangveiði. Frábær opnunartilboð. Hjólatöskur, vöðlutöskur, veiðitöskur í úrvali frá Scierra og Ron Thompson. Frábær opnunartilboð. Gott úrval af kaststöngum og flugustöngum frá Scierra, Ron Thompson, Greys og Sage. Frábær opnunartilboð. Gott úrval af fluguhjólum og spinnhjólum frá Scierra, Okuma og Greys. Frábær opnunartilboð. Gott úrval af neoprenvöðlum, öndunarvöðlum, vöðluskóm og undirbuxum frá Scierra og Ron Thompson. Frábær opnunartilboð. Gott úrval af vatnsheldum jökkum með öndun, vestum og fleece frá Scierra og Ron Thompson. Frábær opnunartilboð. FRJÁLSA flugmannafélagið (FFF) segir að þvert á gefin loforð flug- félagsins Atlanta sé nú ekki útlit fyr- ir að félagsmenn FFF fái forgang í þjálfun og flug vegna þjónustuleigu flugfélagsins á tveimur Boeing 747 þotum til spænska félagsins Iberia. „Á sama tíma og FFF harmar mjög hvert stefnir vill félagið ítreka samningsvilja sinn og þá kröfu um að Atlanta sé gert að fara að þeim lög- um sem gilda í landinu,“ segir í yf- irlýsingu frá félaginu. Þar segir ennfremur að í viðræð- um á milli Atlanta og FFF hafi flug- félagið krafist þess af flugmönnum, sem vilja starfa á 747-400 vélunum, að þeir flyttust búferlum til Madrid- ar á Spáni. Þá hafi Atlanta neitað að fara eftir starfsaldurslista þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að svo skuli vera í kjarasamningum FFF og fengið, eftir að slitnaði hafi upp úr viðræðum, flugmenn til verksins í gegnum erlenda starfsmannaleigu. Til þess að styrkja stöðu sína hefur FFF ákveðið að sækja um aðild að Norræna flutningaverkamannasam- bandinu og Alþjóðasamtökum stétt- arfélaga flugmanna. Þjálfun flugmanna hafin Í tilkynningu FFF kemur fram að Atlanta hafi þegar hafið þjálfun flug- manna á vélarnar en að á því nám- skeiði sem nú standi yfir sé enginn flugmaður á kjörum sambærilegum þeim sem bjóðast flugmönnum með íslenskan kjarasamning. „Þetta rétt- lætir Atlanta með þeim rökum að umræddir menn séu ekki starfs- menn Atlanta heldur erlendrar áhafnaleigu. Við þetta má bæta að Atlanta hefur ítrekað neitað að við- urkenna félagsaðild nokkurra flug- manna sem eru skráðir í FFF, á þeirri forsendu að þeir voru ekki skráðir félagar þegar flugfélagið gekk upphaflega til samninga við fé- lagið. Þetta hefur orðið til þess að Atlanta hefur með handafli komið í veg fyrir alla nýliðun í FFF í eitt og hálft ár,“ segir m.a. í tilkynningu Frjálsa flugmannafélagsins. Frjálsa flugmannafélagið Harmar við- brögð Atlanta VEGNA yfirlýsingar frá Frjálsa flugmannafélaginu (FFF) sendi flugfélagið Air Atlanta frá sér til- kynningu í gær þar sem segir að engin loforð hafi verið gefin um skilyrðislausan forgang fé- lagsmanna í FFF í þjálfun og flug á tveimur nýjum Boeing 747-400 vélum vegna samninga við Iberia. „Hið rétta er að Air Atlanta vildi í fyrsta sinn gefa íslenskum flugmönnum kost á þjálfun á nýja tegund flugvéla og þar með veita þeim tækifæri á að fljúga þeim strax við upphaf nýs þjónustu- samnings. Meirihluti félagsmanna hafnaði tilboði frá félaginu þess efnis,“ segir Air Atlanta. Í tilkynningu flugfélagsins seg- ir, að hjá Air Atlanta hafi venjan verið sú að þegar félagið taki í notkun nýja flugvélategund hafi það gert samninga við alþjóð- legar áhafnaleigur um flugmenn sem þegar hafi aflað sér þjálfunar á viðkomandi tegundir. Eftir því sem verkefnum fyrir viðkomandi flugvélategundir hafi fjölgað hafi félagið sjálft þjálfað flugmenn fé- lagsins á vélarnar. Í ljósi þess að FFF hafi hafnað tilboði flugfélagsins segist það vísa á bug „órökstuddum ásök- unum“ í yfirlýsingu Frjálsa flug- mannafélagsins. Atlanta harmar að FFF kjósi að fara með „óhróð- ur“ um félagið í fjölmiðla þegar skilji í milli í samningaviðræðum. Engin loforð gefin um forgang í störf ALLS var 70 milljónum króna út- hlutað til 70 aðila úr Pokasjóði verslunarinnar í Salnum í Kópavogi á þriðjudag. Pokasjóður er sam- starfsverkefni kaupmanna og ann- arra verslana sem ákveðið hafa að selja plastpoka til stuðnings við ým- iss konar mannúðarmál. Nú var úthlutað 10 milljónum króna til íþróttamála, 20 m.kr. til menningar- og listastarfs, 11,2 m.kr. til mannúðarmála og 27,3 m.kr. til umhverfismála. Alls bárust um 700 umsóknir um styrk úr sjóðnum, og hefur þeim farið fjölg- andi ár frá ári. Þetta var í níunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum frá því að hann var stofnaður með nú- verandi sniði, að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar sjóðsins. Hæstu styrkina hlutu Hús- gull, vegna endurreisnar landkosta á Hólasandi og Skógræktarfélag Ís- lands. Morgunblaðið/Árni Torfason Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, tekur við styrk úr Pokasjóði. Höskuldur Jónsson stjórnarmaður til hægri. Pokasjóður út- hlutar styrkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.