Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT YFIRVÖLD í Louisiana sögðu í gær, að búið væri að flytja frá New Orleans alla þá, sem samþykkt hefðu það með góðu, og nú yrði ekki komist hjá því að beita valdi gegn þeim, sem enn streittust við. Margt bendir nú til, að manntjónið í borginni hafi ver- ið miklu minna en óttast var. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær, að líklega væru enn í New Orleans fimm til tíu þúsund manns, sem ekki vildu yfirgefa hana af ýms- um ástæðum. Sagði hann, að nú yrði lagt enn harðar en áður að þessu fólki að fara burt og valdi beitt ef allt annað brygðist. Í gær var haft eftir Jason Rule, yfirmanni í strandgæsl- unni, að sumt af þessu fólki væri hálfutan við sig og ruglað, vissi stundum ekki hvert það væri eða héldi, að vatnið væri að fara og allt yrði eins og áður. Í New Orleans er nú farið að safna saman líkum þeirra, sem fórust í hamförunum, en endanleg tala þeirra verður líklega ekki ljós fyrr en eftir nokkra mánuði. Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, hefur nefnt töluna 10.000 en æ fleira bend- ir til, að miklu færri hafi farist í ham- förunum. „Ég held, að við höfum verið heppnari en óttast var,“ sagði öld- ungadeildarþingmaðurinn Walter Boasso. Benti hann á, að búið er að bjarga og flytja burt frá New Orleans á annað hundrað þúsunda manna og fara um öll hverfi borgar- innar. Sagði hann, að vissulega ættu eftir að finnast mörg lík þegar flóð- vatnið sjatnaði, en líklega ekkert í líkingu við ótta manna fyrst eftir hamfarirnar. Réttarkerfið hrundi Afleiðingar hamfaranna birtast í mörgum myndum og eru meðal ann- ars þær, að réttarkerfið í New Orleans og nágrenni er hrunið. Sem dæmi um það er nefnt, að fangar hafi verið fluttir frá borginni og í fangelsi annars staðar í Louisiana en nú viti enginn lengur hvort þeir hafi verið settir inn fyrir ölvun á almannafæri eða morðtilraun. Sjálfir hafa þeir ekki fengið tækifæri til að grennslast fyrir um ástvini sína og vita því ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Talið er, að unnt verði að bjarga flestum tölvugögnum, en mikið af réttarfarsgögnum á pappír er ónýtt. Flest mál eru því í uppnámi, afbrota- mál, skilnaðarmál, gjaldþrotamál og öll önnur, og lögfræðingarnir, sem áður höfðu þau með höndum, eru margir búnir að missa skrifstofuna sína og allt, sem í henni var. Það er heldur ekki lengur eftir neinu kerfi að fara, til dæmis hvað varðar greiðslur og annað. Á meðan bíða hundruð manna í fangelsi, sumir fyr- ir litlar sakir, og vita ekkert hvenær mál þeirra verða tekin fyrir. Er ástandinu líkt við það, sem var eftir brunann mikla í Chicago 1871 og eft- ir jarðskjálftann í San Francisco 1906. Reyna að fara huldu höfði Sumt af því fólki, sem bjargað var frá New Orleans og öðrum hamfara- svæðum, hugsanlega á bilinu 25 til 35.000 manns, kemur aðeins í neyðarskýlin á nóttinni en lætur sig hverfa strax og birtir. Hér er um að ræða ólöglega innflytjendur, einkum frá Mexíkó, og þeir gera allt til að forðast opinbera embættismenn. Fundur með þeim gæti þýtt brott- flutning úr landi. Hefur Vicente Fox, forseti Mexíkós, hvatt þetta fólk til að leita til ræðismanna Mexíkós eða hjálparstofnana en við því hafa fáir orðið. Deilur um björgunarstarfið og við- brögð stjórnvalda harðna með degi hverjum og jafnt repúblikanar sem demókratar gagnrýna ríkisstjórn George W. Bush fyrir andvaraleysi. Colin Powell, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, bættist í gagnrýnendahóp- inn í gær. Sagði hann í viðtali við Barböru Walters á ABC News, að stjórnvöld á öllu stigum hefðu brugð- ist. Mistök á mistök ofan „Mistökin áttu sér stað hvarvetna, í viðkomandi héruðum og ríkjum og hjá alríkisstjórninni. Það var margbúið að vara við hættunni, sem vofði yfir New Orleans, en við því var ekki brugðist,“ sagði Powell. Bandaríkjaþing samþykkti í fyrra- dag að bæta 51,8 milljörðum dollara við þá 10,5 milljarða, sem áður höfðu verið ákveðnir í björgunar- og upp- byggingarstarfið en margir telja, að kostnaður muni verða miklu meiri, jafnvel allt að 150 milljarðar dollara. Hefur ríkisstjórnin ákveðið að gang- ast fyrir eigin rannsókn á viðbröfð- um við hamförunum en demókratar krefjast óháðrar rannsóknar. Hót- uðu þeir í gær að taka engan þátt í rannsókn ríkisstjórnar á sinni eigin frammistöðu. 65% telja landið vera á rangri leið Fram kemur í AP-Ipsos-skoðana- könnun, sem birt var í gær, að 54% Bandaríkjamanna telja rangt að endurreisa þá hluta New Orleans, sem liggja lægra en sjávarmál. Þá telja nú 65%, að landið sé á rangri leið en voru 59% í síðasta mánuði. 39% telja nú, að Bush standi sig vel í embætti og hafa aldrei verið færri. Manntjónið hugsanlega minna en óttast var Lögregla og hermenn ætla að leggja hart að þeim sem eftir eru í New Orleans, allt að 10.000 manns, að fara burt en búast ella til að beita valdi AP Íbúi í New Orleans á sjúkrabörum í einni af mörgum læknastöðvum, sem settar hafa verið upp til bráðabirgða í borginni. Þar hefur verið brugðist við alls konar meiðslum og öðrum meinum, sem upp hafa komið. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, vann stórsigur í forsetakosn- ingunum á miðvikudag en þær voru þær fyrstu í sögu landsins með lýð- ræðislegu yfir- bragði. Sam- kvæmt fyrstu tölum fékk hann meira en 80% at- kvæða en af- gangurinn skipt- ist síðan milli níu keppinauta hans. Segja þeir raun- ar að mikil svik hafi verið í tafli og nefna meðal annars að sumir hafi verið neyddir til að kjósa, öðrum greitt fyrir það, sums staðar hafi engir starfsmenn verið á kjör- stöðum og oft hafi bifreiðar í eigu ríkisins verið notaðar til að flytja fólk á kjörstað. Eftirlitsmenn í kosningunum taka undir það að margt hafi verið athugavert en segja að samt hafi verið um tímamót að ræða í egypskri stjórnmálasögu. Í fyrsta sinn hafi stjórnarandstaðan og fjöl- miðlar verið frjáls að því að berjast gegn sitjandi forseta. Fram að þessu hefur fólki aðeins haft kost á að segja já eða nei við þeim fram- bjóðanda, sem þingið hefur valið. Kjörsókn nú var aðeins 23% Eigandi Lancet gagnrýndur RITSTJÓRAR og blaðamenn á Lancet, hinu kunna, breska tímariti um læknavísindi, birtu í gær leiðara með mjög harðri gagnrýni á eig- anda og útgefanda tímaritsins fyrir tengsl hans við vopnaiðnaðinn. Segjast þeir ekki hafa vitað það fyrr en fyrir fáum vikum að útgef- andinn, Reed Elsevier, hefði komið að skipulagningu og uppsetningu mikillar vopnasýningar í næstu viku, einnar þeirra stærstu í Evr- ópu. Skora þeir á Elsevier að losa algerlega um þessi tengsl. Í svari Reed Elseviers, sem birtist við hlið leiðarans, segir hann að vopnaiðn- aðurinn gegni stóru hlutverki við að verja frelsið og öryggi þjóðar- innar. Pílagrímurinn Vladímír Pútín VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hóf í gær langþráða píla- grímsgöngu til Athos-fjalls, munka- samfélags í Norður-Grikk- landi og eins mesta helgistað- ar rétttrúnaðar- kirkjunnar. Kom hann á forseta- snekkjunni til Dafni, sem er hafnarborg skammt frá, og ætlaði að skoða að minnsta kosti tvö stór klaustur af alls tuttugu. Er annað þeirra rússneskt. Pútín segist vera mjög trúaður og hafi hann ávallt verið með kross frá móður sinni, líka þegar hann var æðsti yfirmaður KGB, rúss- nesku leynilögreglunnar. Heldur hann merki rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar hátt á loft og hefur gert margt til að auka áhrif hennar eftir margra áratuga kúgun í tíð kommúnista. Mjög öflugur jarðskjálfti MIKILL jarðskjálfti, 7,3 á Richter- kvarða, varð í gær á hafsbotni und- an Papúa Nýju-Gíneu. Olli hann ekki flóðbylgju eða skemmdum svo vitað sé um en fréttir höfðu þó ekki borist frá mörgum einangruðum frumskógarþorpum á ströndinni. Voru upptök skjálftans 96 km undir sjávarbotni og er haft eftir fólki í bænum Rabaul að jörðin hafi skek- ist til fremur hægt í þrjár eða fjórar mínútur. Mubarak vann yfirburðasigur Hosni Mubarak Vladímír Pútín Washington. AFP. | Michael Brown, yfirmaður FEMA, bandarísku al- mannavarnanna, hafði litla sem enga reynslu af hjálpar- og neyð- arstörfum áður en hann kom til stofnunarinnar. Kom það fram í bandaríska tímaritinu Time í gær. Tímaritið segir, að í opinberu æviágripi Michael Browns á heimasíðu bandarísku almanna- varnanna komi fram, að hann hafi stjórnað almannavörnum í borg- inni Edmond í Oklakoma frá 1975 til 1978 en Time hefur það eftir talsmanni borgarinnar, að Brown hafi á þessum tíma verið eins kon- ar lærlingur enda engu ráðið og ekkert undir hann borið. Á þess- um tíma, 1975, var Michael Brown aðeins tvítugur að aldri. Margir hafa krafist þess, að Brown segi af sér vegna ófull- nægjandi viðbragða við fellibyln- um Katrínu og afleiðingum hans og ekki er líklegt, að þessar mis- sagnir bæti um fyrir honum. Voru vinir Bush Washington Post sagði í gær, að fimm af átta æðstu yfirmönn- um FEMA hefðu fengið starfið án nokkurrar eiginlegrar reynslu af almannavörnum. Sagði blaðið, að einu verðleikar þeirra hefðu verið „tengsl við Bush forseta og kosn- ingarnar árið 2000“. Reynslulausir yfirmenn Berlín. AFP. | Ný könnun gefur til kynna að Þjóðverjar séu nú svart- sýnni á framtíð sína en nokkru sinni síðan Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust haustið 1990. Hlutfall þeirra sem sögðust óttast eða óttast mjög hvað framtíðin bæri í skauti sér reyndist vera 52% eða tvöfalt hærra en fyrir 15 árum. Þingkosningar verða í Þýska- landi 18. þessa mánaðar. Yfirleitt hefur svartsýni verið mun algeng- ari í austurhluta landsins en vestur- hlutanum en nú hefur dregið mjög saman í þeim efnum, munurinn að- eins þrjú prósentustig. Könnunin, sem birt var á fimmtudag, var gerð á vegum tryggingafélagsins R+V meðal 2.400 karla og kvenna um allt landið og kom fram að 68% að- spurðra eru hrædd um að þau missi vinnuna, 70% óttast versnandi efna- hag og 72% hækkandi verðlag. Hlutfall þeirra sem bera ugg í brjósti vegna þess að þeir gætu veikst illa eða misst vinnuna hefur hækkað mikið. Þess má geta að hlutfall þeirra sem eru yfir sextugu hefur á 15 árum hækkað, þeir voru þá um 20% en eru nú um 25%. Í ljós kom að tveir af hverjum þremur hafa litla trú á stjórnmála- mönnum og lausnum sem þeir boða. „Þegar helstu stjórnmálaflokkar deila um grundvallaratriði líður mörgum borgurum illa,“ segir Manfred Schmidt, stjórnmálafræð- ingur sem vann að könnuninni. Þjóðverjar óttast framtíðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.