Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vandræðaleg, 8 þutum, 9 sjaldgæf, 10 bors, 11 verkfærin, 13 mannsnafn, 15 fjárrekst- urs, 18 skriðdýrið, 21 álít, 22 fangbrögð, 23 afkom- endur, 24 vaxtarlag. Lóðrétt | 2 ljúf, 3 stúlkan, 4 hegna, 5 gosefnið, 6 liðið hjá, 7 innyfli, 12 greinir, 14 væn, 15 fokka, 16 heil- brigð, 17 bikar, 18 hafði lifað lengur, 19 horfðu, 20 fæða. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 áræði, 4 himna, 7 óskin, 8 gæðin, 9 afl, 11 nýra, 13 hrút, 14 undir, 15 þrær, 17 ábót, 20 hin, 22 gella, 23 ennið, 24 regns, 25 ausum. Lóðrétt: 1 ásókn, 2 æskir, 3 iðna, 4 hagl, 5 múður, 6 afnot, 10 fæddi, 12 aur, 13 hrá, 15 þægur, 16 ærleg, 18 bónus, 19 tíðum, 20 haus, 21 nema. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu þolinmæði í samskiptum við náungann í dag. Þú þarft að hafa fyrir því að fá vilja þínum framgengt í dag. Þannig er þetta bara stundum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er komið út á ystu nöf vegna útgjalda í félagslífinu eða vegna óska- lista smáfólksins. Peningaflæðið er ekki það gott í dag. Sýndu ástvinum þolinmæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þeir sem valdið hafa virðast eitthvað viðkvæmir í samskiptum í dag, ekki síst foreldrar. Farðu varlega að fólki og ekki búast við of miklu af neinum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áhyggjur eru eins og ruggustóll, hann hreyfist en kemst ekkert áleiðis. Hafðu það í huga. Láttu sjálfs- gagnrýni og kvíða ekki ná tökum á þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður við vini og í hópum ganga ekki snurðulaust fyrir sig. Fólk er þér einfaldlega ekki sammála. Af hverju ekki að vera bara ósammála? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við aðra eru eilítið stirð þessa dagana. Staðan verður önnur í kvöld. Hugsanlega verður meyjan í sviðsljósinu stutta stund. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er forvitnin uppmáluð í dag. Hún finnur til eirðarleysis og lætur sér leiðast auðveldlega. Heimsóknir í bókabúðir, bókasöfn og spjall við fólk af fjarlægum slóðum kemur henni í gott skap aftur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er ekki par ánægður með skiptingu á einhverju ótilgreindu í dag. Hann harmar sinn hlut. Eða þá að einhver er óhress með það hvernig drekinn deilir einhverju. Það er líka möguleiki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirmaðurinn eða einhver annar stjórnandi verður allt í einu aðlaðandi í augum bogmannsins. Kannski verður hann skotinn í viðkomandi, bara upp úr þurru. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvænt tækifæri til ferðalaga eða auk- innar þjálfunar á einhverju sviði eru hugsanleg. Ef þau birtast er um að gera að grípa þau. Þannig víkkar sjón- deildarhringurinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberanum hlotnast hugsanlega hlunnindi af einhverju tagi í dag. Ekki er þar með sagt að dragi úr önuglynd- inu. Farðu með ströndum. Og láttu hendur standa framúr ermum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samskipti við maka og vini eru nokkuð stirð um þessar mundir. Fólk er eitt- hvað svo ófyrirsjáanlegt núna. Kannski gerir það eða segir hluti sem þér líka ekki. Lætur þú slá þig út af laginu? Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Margir sem fæddir eru í dag ákveða á unga aldri hvað þeir ætla að leggja fyrir sig í framtíðinni. Þú berð virðingu fyrir fortíðinni og ert íhaldssemin uppmáluð út á við, þótt persóna þín sé litrík í einkalíf- inu. Ytra byrði þitt er fágað og virðulegt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com GALLERÍ Fold gengst fyrir listmunauppboði á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið og hefst það kl. 19.00. Boðin verða upp 130 verk af ýmsum toga. Meðal verka eru skúlptúrar eftir Sigurjón Ólafsson og Sæmund Valdimarsson svo og myndverk eftir Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Ásgrím Jóns- son, Þorvald Skúlason, Jóhannes S. Kjarval, Sigurlaugu Jónasdóttur, Jóhann Briem og Þórarin B. Þorláksson. Þá verður boðið upp á afar sjald- gæft myndskreytt strandmælingakort frá 1821, en aðeins er vitað um 2 önnur slík kort. Verkin eru til sýnis í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg í dag, laugardag, frá 11–17 og sunnudag frá 12–17. Einnig er hægt er að skoða uppboðsskrána á heimasíðu Gallerís Foldar en slóðin er www.mynd- list.is. Á myndinni má sjá verkið Stúf eftir Sæmund Valdimarsson. Hlutavelta | Þessir duglegu strákar söfnuðu 7.477 krónum til styrkar Rauða krossi Íslands í Hamraborg á dögunum. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Jökull Ívarsson, Lúðvík Marínó Karls- son og Daníel Geir Steindórsson. Í neðri röð frá vinstri: Kristinn Jóel Magnússon, Ólafur Þorri Árnason og Steindór Karl Eyþórsson. Á myndina vantar Guðmund Hauksson og Kristó- fer Hólmgeirsson. Tónlist Beggabar | Viðar Jónsson leikur og syngur í kvöld kl. 22–3 á Beggabar, Hraunbergi 4. Frítt inn. Iðnó | Smekkleysa og Hr. Örlygur kynna Orðið tónlist í Iðnó. Fram koma, Dalek, Ghostdigital, Forgotten Lores, Skakkam- anage, Donna Mess. Húsið opnað kl. 21. Verð 1.200 kr. Pravda | Conrad Electro heldur tónleika í kvöld. Húsið opnað kl. 21, með hljómsveitinni leikur gestur frá Svíþjóð, klarinettuleikarinn Maya. Einnig stíga á svið Sigurður Guð- mundsson og Micke Svensson. Selfosskirkja | Tónleikar kl. 17 í anda Sig- urveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi. Af- komendur söngvaranna, þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópransöngkona og Stefán Helgi Stefánsson, tenór, flytja innlenda og erlenda tónlist og endurvekja gamla góða tíma. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson. Kynn- ir: Ólafur B. Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands | Rumon Gamba stjórnar. Víkingur Heiðar Ólafsson einleikari. Gershwin, Sjostakovitsj, Ravel og Bernstein. Sjallinn, Akureyri | Papar í kvöld. Miðaverð í forsölu kr. 1.800 til kl. 1, eftir það 200 kr. Skálholtskirkja | Svissneskur sellóleikari Albert Roman spilar ásamt Douglasi Brotc- hie, organista Háteigskirkju. Efnisskráin blandar saman þekkt og óþekkt verk eftir Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen og minna þekkt tónskáld á borð við Camillo Schumann og Joseph Rheinberger. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Laptop-rokksveitin Cotton PlúsEinn skemmtir gestum og gangandi. Stúdentakjallarinn | Hljómsveitin Trabant með tónleika kl. 23. Húsið opnað kl. 22. Ýmir | Dagana 9.–12 sept. kl. 13–18 verður haldinn Masterclass fyrir söngvara og söng- nemendur í Ými, tónlistarhúsinu við Skóg- arhlíð. Kennari verður Paul Farrington. Auk þess gefst starfandi söngvurum, söngkenn- urum og lengra komnum nemendum kostar á einkatíma hjá honum. Námskeiðið verður opið áheyrendum. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Ingimar Waage mynd- listarmaður sýnir olíumálverk á 1. hæð Gróf- arhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er liður í að kynna verk þeirra listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borg- arbókasafni. http://www.artotek.is Til 25. sept. Bananananas | Opnum í dag kl. 17 sýningu á verkum Þuríðar Helgu Kristjánsdóttur og Tinnu Ævarsdóttur. Sýningin stendur til 24. sept. Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Eden, Hveragerði | Sigurbjörn Eldon Loga- son sýnir til 12. sept. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. sept. Opið fim. og lau. 14 til 17. Gallerí Gyllinhæð | Sýningin Snæviþakið Svín. Sýning nemenda LHÍ. Gallerí Sævars Karls | Sýningu Sólveigar Hólmarsdóttur hefur verið framlengt til 14. sept. Grafíksafn Íslands | Margrét Guðmunds- dóttir til 11. sept. Fim.–sun. frá 14 til 18. Hafnarborg | Eiríkur Smith til 26. sept- ember. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal málverk og út- saum til 4. okt. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Olíu- málverk á striga. Til 24. sept. Listasafn ASÍ | Hulda Stefánsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meistari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einka- safni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þor- valdar Guðmundssonar. Til 2. október. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úr- val verka frá 20. öld til 25. september. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Stefnu- mót við safnara II. Sýningin opnuð að nýju og stendur til 11. sept. Sýning Lóu Guðjóns- dóttur í Boganum á vatnslita- og olíuverkum stendur til 11. sept. Ókeypis aðgangur. Opið virka daga frá kl. 11–17. Helgar frá kl. 13–16. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kvenna á veggteppum í anddyri. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaftfells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaftfells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýnir 13 olíumálverk. Opið alla daga. Suðsuðvestur | Gjörningaklúbburinn/ The Icelandic Love Corporation. Til. 25. sept. Opið fim. og fös. 16–18 og helgar 14–17. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin er af- rakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminjasafnsins. Markmið sýn- ingarinnar er að kynna til sögunnar lista- menn frá 16., 17. og 18. öld sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í eigu Þjóðminja- safns Íslands. Í kjölfarið kom einnig út bók eftir Þóru um sama efni. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Boðið er upp á námskeið í barnadönsum, freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambó og salsa. Einnig eru einstaklingsnámskeið fyrir full- orðna í s.–amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á heimasíðu dansskólans www.dansskoli.is. Kennsla hefst 12. sept. Söfn Bókasafn Kópavogs | 11. september verk- efnið er samvinna bókavarða um heim allan sem hvetur til kynningar á frelsi og lýðræði. Sjá slóðina http://www.theseptemberproj- ect.org Safnið minnist atburðanna með kvikmyndasýningum 7.–30. sept. o.fl. Sjá heimas. bókasafnsins http://www.bokasafn- kopavogs.is. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn kl. 10–17 alla daga nema mánudaga í vetur. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminjasafn. Auk þess veitingastofa með hádegis- og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safnbúð. Þjóðmenningarhúsið | JAM–hópurinn – haustsýning. Sýnt íslenskt bókband gert með gamla laginu eins og það var unnið á 17. og 18. öld. Til 12. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Þjóðminjasafn Ís- lands varðveitir minjar sem veita okkur inn- sýn í menningarsögu okkar. Grunnsýning safnsins er hugsuð sem ferð í gegnum tím- ann. Opið kl. 10–17 alla daga. Skemmtanir Cafe Catalina | Addi M. spilar í kvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Six- ties í kvöld. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta gestum í kvöld kl. 23. Veitingahús Café Ópera | Hljómsveitin Stefnumót með André Bachmann í kvöld kl. 21–23. Róm- antísk stemning. Fundir Lækjarbrekka, veitingahús | Tryggvi V. Lín- dal þjóðfélagsfræðingur mun halda erindið „Grísk goðafræði í kristnum nútímaljóðum“ á morgun kl. 14.30. Síðan munu hann og aðrir lesa úr ljóðum sínum. Allir velkomnir. Pólýfónkórinn | Pólýfónkórinn heldur vina- fund 13. sept. kl. 20–22, á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Gestur er Ingólfur Guðbrandsson. Umræður um væntanlega menningarferð á Bach-slóðir í Þýskalandi.  Listmunauppboð á Hótel Sögu Brúðkaup | Í dag verða gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju Helga Björg Arnardóttir, tónlistarkennari og Andrés Björnsson, viðskiptastjóri, Háabergi 1, Hafnarfirði. Móðurbróðir brúðgumans, Ólafur Skúlason, biskup, vígir brúðhjónin. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.