Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ALLT ER ORÐIÐ SVO RUGLINGSLEGT LÍFI MÍNU HEFUR VERIÐ SNÚIÐ Á HAUS FÁÐU ÞÉR ÖLLU ER BORGIÐ 48 - 0 HVERNIG GETUR NOKKURT LIÐ TAPAÐ SVO ILLA? ÞETTA VAR FYRSTI LEIKUR ÁRSINS... ...OG VIÐ VORUM AÐ KEPPA Á MÓTI VARALIÐINU! GEFÐU MÉR PENING! ÉG MYNDI EKKI GEFA ÞÉR PENINGINN MINN ÞAÐ SEM MEIRA ER, ÉG Á ENGAN PENING JÚ, BÍDDU, HÉRNA ERU NOKKRAR KRÓNUR HANN ER MJÖG SANN- FÆRANDI MIÐAÐ VIÐ HVAÐ HANN HEFUR TAK- MARKAÐAN ORÐAFORÐA SLÆMT FYRIR ÞIG KARLINN SJÁIÐ ÞIÐ! Á MEÐAN VIÐ VORUM AÐ RÆNA KASTALANN ÞÁ VAR SKIPINU OKKAR STOLIÐ MIKIÐ GETUR FÓLK VERIÐ ÓFORSKAMMAÐ MATURINN ÞINN ER Á FÖRUM ÉG HEF VERIÐ VALINN TIL AÐ SITJA Í KVIÐDÓMI MIG LANGAR AÐ VERA DYGGUR ÞEGN, EN ÉG GET EKKI BARA FARIÐ FRÁ FYRIRTÆKINU MÍNU ÉG ÞARF AÐ ÞJÁLFA NÝJAN BÍLSTJÓRA, SJÁ UM REIKNINGA OG TAKA VIÐ SENDINGUM Í ÞESSU TILFELLI 100.000 KR. LÝÐRÆÐI KOSTAR SITT ÞAÐ VORU ENGIR GLÆPIR FRAMDIR Í BORGINNI Í NÓTT ER ÞAÐ SLÆMT? ÓÞOKKAR TAKA SÉR EKKI FRÍ ÞAÐ ER EITTHVAÐ Í UPPSIGLINGU ÞETTA GÆTI VERIÐ LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM Dagbók Í dag er laugardagur 10. september, 253. dagur ársins 2005 Víkverja þykir beramikið meira á mótorhjólum á götum borgarinnar nú en áð- ur. Víkverji hefur gaman af að skoða þann mótorhjólaflota sem safnaðist áður fyrr saman í pena röð við Ingólfstorg á góð- viðrisdögum en er nú orðinn svo stór að mótorhjólaröðin flæðir langleiðina upp eftir Austurstræti. Víkverji getur sér þess til að flest séu þessi nýju hjól keypt fyrir fasteignalán enda hafi margir séð færi á að láta drauminn rætast þeg- ar fasteignalán urðu aðgengilegri og ódýrari valkostur hér um árið. Víkverja langar sjálfan afskaplega mikið í mótorhjól en hefur ekki efni á slíku leikfangi alveg strax. Von- andi þarf Víkverji þó ekki að bíða of lengi, því hann er enn ungur og þyk- ir eiga betur við að laglegur ungur Víkverji þeytist um á svona frjáls- legu farartæki en að það verði rosk- inn og þéttholda Víkverji. Það kom Víkverja nefnilega spánskt fyrir sjónir síðast þegar hann sá mót- orhjólahjörðina við Ingólfstorg að flestir knaparnir virt- ust vera af ráðsettu sortinni: hjá flestum kom í ljós grásprengt hár þegar hjálmurinn var tekinn af og á sum- um var leðurgallinn ansi hreint stór orðinn um mittið. Víkverja þykir mikil synd að geta ekki, peninganna vegna, fengið útrás fyrir innri uppreisnarsegg og þeyst um landið á mót- orfák rétt eins og Che Guevara gerði á sínum tíma eða Dennis Hopper og Peter Fonda í Easy Rider. Tímarnir eru breyttir og helst að menn með framhaldsháskólapróf hafi efni á mótorhjóli. Það er reyndar ekki vélfákurinn sjálfur sem er svo dýr (þó að tollar geri öll farartæki hér á landi tvöfalt dýrari en annars staðar), heldur munar mest um tryggingarnar. Tryggingar á venjulegu mótorhjóli eru svo háar að skyldutryggingin er á þremur árum orðin jafndýr og hjólið sjálft. Víkverji veit að mótor- hjól eru stórhættuleg farartæki – en þykir samt nóg um hve trygging- arnar eru svimandi háar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Nýlistasafnið | Þrír listamenn opna sýningar í Nýlistasafninu í dag kl. 16. Þeir eru Ásta Ólafsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Unnar Jónasson Auðarson. Nafn sýningar Ástu er Áttarhorn/Azimuth sem er tilvísun á stjarnfræðilega vídd. Á ljósmyndinni hér að ofan getur að líta verk hennar Travel Story. Daði sýnir verk sem hann kallar Málverk og átti að hans sögn upphaflega að vera eins konar uppgjör við það í hans höfundarverki sem kennt hefur verið við hina svokölluðu hugmyndalist. Unnar kallar sýningu sína „SamanSafn, Rjóður, Ákvarðanir“ sem er inn- setning sérstaklega gerð með sýninguna í huga en verkið er safn ólíkra gagna sem tengjast öll á einn eða annan hátt. Sýningarnar standa til 2. október. Safn- ið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá 13–17. Þrjár sýningar í Nýló MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.